Helgarpósturinn - 17.07.1986, Side 26

Helgarpósturinn - 17.07.1986, Side 26
leftir Friðrik Þór Guðmundsson myndir Árni Bjarnason Mikill er máttur jurtanna * Asta Erlingsdóttir grasakona hefur áunnið sér traust og tiltrú fjölmargra landsmanna. HP ræðir við Ástu — sem frómt frá sagt má telja einn af eftirsóttustu læknum landsins! Grasalœkningar hafa uerið stund- aðar í einhuerri mynd frá fyrstu tíð. Hér á landi uar fyrr á öldum mikil þörffyrir huert einasta lœkningaráð sem hugsanlega gat komið að not- um — þegar uosbúðin uar huað mest og dánartíðnin óhugnanlega há. í lœrðum ritum má lesa, að huaðeina uar notað í baráttunni uið heilsuspillana. Við brjóstþyngslum uar t.d. algengt að drekka fjalla- grasaseyði og sjága arfalög eða duft afrjúpnalaufsrót eða hófsóley upp í nefið. Við magakuillum uar algengt ráö að sjóða uallhumal og drekka kaneluatn. Tungljurt uar talin góð uið krabba og uið sárum og kýlum marin grœðisúra, uallhumall og burnirót. Reyndar uoru hin ótrúleg- ustu efni notuð fyrr á öldum, suo sem geitaspörð, brennd hundshöf- uð, hafursblóð, ánamaðkar eða stœkur hákarl — en œtla má að jurt- irnar hafi komiö huað best að not- um. Grasalækningar eru stundaðar enn þann dag í dag af nokkrum ein- staklingum og þeir munu vera fleiri sem trúa á lækningamátt jurtanna og getu þeirra sem að þessu standa, heldur hinir sem afskrifa grasa- lækningar sem gervivísindi í anda kerlingabókanna. Svo mikið er víst að ótölulegur fjöldi manna leitar til Ástu Erlings- dóttur um aðstoð. Asta rekur ástundun grasalækninga í sinni fjöl- skyldu sjö eða átta ættliði aftur í tím- ann, til formóður sinnar Þórunnar Scheuing, sem gift var Jóni eld- klerki. Sjálf lærði hún af föður sín- um, Erlingi Filipussyni grasalækni, sem margir kannast við. Erlingur átti 12 börn, en það kom í hlut Ástu að halda grasalækningunum áfram. Ásta á síðan 6 börn sem hafa aðstoð- að móður sína mikið og útlit er fyrir að grasalækningalistin haldi velli eftir daga Ástu. Ásta er enda í aug- um sjúklinga sinna fullgildur læknir og sjálf er hún ekki í vafa um lækn- ingamátt jurtaríkisins: „Það er hægt að lækna með jurtum nánast alla sjúkdóma," segir hún. Þegar ég só undrin gerast. . . Ásta Erlingsdóttir — kölluð Ásta grasakona — mátti reyndar varla vera að því að ræða við blaðamann Helgarpóstsins. „Nú er sá tími að maður fer að afla sér jurtanna," sagði hún, en viðtal fékkst þó áður en Ásta hélt út á land. Það segir svo sitt að þann stutta tíma sem fyrir- spyrjandi sat heima hjá Ástu linnti síminn vart látum, né heldur dyra- bjallan. Loks fékkst þó stundar- næði. „Það má segja að þetta sé í ætt- inni. Amma mín, Þórunn Gísladótt- ir, var grasakona, en jafnframt ljós- móðir og eiginlega læknir í sinni sveit. Pabbi minn var kallaður Erl- ingur grasalæknir. Hann var áhuga- 26 HELGARPÓSTURINN samur um að einhver tæki við af honum, en það virtist enginn tilbú- inn til þess í fyrstu. En bæði af því að ég var heima eftir að móðir mín dó og af því að ég hafði mjög gaman af því að fylgjast með honum, þá lang- aði mig nú að vita hvort þessar jurtir gætu virkilega gert eitthvað fyrir fólk. Og þegar ég sá undrin gerast þá var ég ekki í vafa lengur. Eg var sjálf með slæman kighósta 5 ára og upp úr því fékk ég liðagigt og var illa haldin í mörg ár. Fyrst vildi ég ekki láta föður minn meðhöndla mig á sinn hátt en ég held að ég hafi verið svona 17 ára þegar ég komst að þeirri niðurstöðu að eitthvað yrði að gerast. Nú, faðir minn tók til sinna ráða og gerði það sem gera átti og það var ekki að sökum að spyrja: Þetta snarbreyttist og ég fann ekki fyrir liðagigtinni í fjöldamörg ár. Þó hef ég haft snert af henni eftir að ég gekkst undir aðgerð á hægri hendi.“ — En huer tekur þá uið af þér? „Ég á dætur og syni sem hafa sýnt þessu áhuga. Þau hafa hjálpað mér mikið við að afla jurtanna. En það er nú svo að þetta er mikið starf og ekki mikið annað hægt að gera sam- hliða því. Fyrir mig dregur það hálft hlass hvað mér finnst gaman að vera í þessu.“ Fólk lifnar við og hreinsast — Leitar fólk mikið til þín? Eru grasalœkningar góð tekjulind? Það er nú þannig, að það er af- skaplega dýrt að standa í þessu. Ég þarf að fara út um allt land — austur, suður, norður; ég leita víða fanga — og það þarf vitaskuld peninga til þess. Þó ekki væri nema fyrir bens- íninu og flugfargjöldunum. Það yrði ansi lítill peningur eftir, ef aðrir legðu ekki til eitthvert framlag, þannig að þetta verði mér að minnsta kosti að kostnaðarlausu. Heilu sumrin fara í þetta, en sem betur fer hafa börnin og Ingimar eiginmaður minn getað hjálpað til. Það væri vel hægt að gera þetta að fullkominni atvinnu og hafa ágætt upp úr því, það er ekki málið. En þá dugar ekki eldavélin ein, það þarf talsverðan pening og ég hef ekki lagt út í slíkt. Ég vona þó að í fram- tíðinni verði þetta viðurkennd grein og að það fáist stofnfé, því fólk leitar vissulega í þetta og ég finn hvernig fólk beinlínis lifnar við og hreinsast, ekki síst eftir langvarandi veikindi og sterkar lyfjatökur. Og fólkið sem leitar til mín, það er alls konar fólk og alls ekki úr ákveðnum stéttum framar öðrum. Ég vil hins vegar ekki vera að nefna nein nöfn, það er óþarfi." — Tímabœr spurning Ásta, huað er það þá sem er suo heilsusamlegt og hressandi í þessum jurtum? Huer er leyndardómurinn? „Það er nú svo, að jurtirnar geyma í sér afskaplega mikinn kraft og sterka eiginleika sem við getum notað til lækninga. Þetta hefur enda lengi verið í gangi og væri væntan- lega löngu dottið upp fyrir ef það gerði ekki eitthvað fyrir fólk. En á meðan við sjáum stóra hluti gerast þá munu grasalækningar ekki deyja út. Númer eitt, tvö og þrjú í þessu er að þetta er uppbyggjandi, fyrir blóð- ið og allan líkamann. Það er svo mikil þörf fyrir slíkt einmitt nú á dögum. 1 þessu sambandi er ísland svo dýrmæt perla, að minnsta kosti meðan ráðamennirnir innramma okkur ekki í álverum og öðrum ver- um og landið helst hreint og laust við mengun og ónýtan eitraðan gróður. Það er minn óskadraumur að landið haldist hreint og haldi áfram að vera stór og falleg perla. Ég þykist vita að við sleppum ekki alveg við óhreinindi, það berst svo margt með loftinu, geislavirkni og

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.