Helgarpósturinn - 17.07.1986, Síða 30
LEIÐARVÍSIR HELGARINNAR
SÝNINGAR
ÁSGRIMSSAFN
Sýning í tilefni Listahátíöar. Aðallega
myndir málaðar á árunum 1910—1920.
Opið kl. 13.30—16 nema laugardaga.
ÁSMUNDARSAFN
Sigtúni
Reykjavíkurverk Ásmundar til sýnis fram
á haustið kl. 10—17 alla daga.
ÁSMUNDARSALUR
v/Freyjugötu
Sýning á verkum arkitektanna Kjell Lund
og Nils Slaatto. Stendur til 29. júlí.
BAUGSSTAÐIR
Rjómabúið opið til skoðunar í sumar,
laug. og sunn. kl. 13—18.
CAFÉ GESTUR
Ingibjörg Rán sýnir. Yfirskrift sýningarinn-
ar: „Látið myndirnar tala".
GALLERÍ BORG
v/Laufásveg
Sumarsýning virka daga kl. 10—1_2.
Realuleoa skin* vtírk
GALLERÍ GANGSKÖR
Amtmannsstig 1.
Sumarsýning um þessar mundir. Galleri-
ið opið virka daga kl. 12—18.
GALLERÍ LANGBRÓK
v/Austurvöll
Textíll. Opið 14—18 virka daga.
GALLERÍ ÍSLENSK LIST
Vesturgötu 17
Sumarsýning Listmálarafélagsins verður
opin í sumar. Virka daga kl. 9—17. Sýnd
um 30 verk eftir 15 félaga.
HLAÐVARPINN
Vesturgötu 3
Ásgeir Einarsson sýnir málverk og skúlpt-
úra. Opið kl. 16—22.
KALDILÆKUR Ólafsvík
Björg Þorsteinsdóttir sýnir um þessar
mundir klippimyndir í kaffihúsinu. Nýleg
verk. Opið kl. 15—23 fimmt.—sunn.
KJARVALSSTAÐIR
við Miklatún
Picasso-sýningin á vegum Listahátlðar
og sýningin „Reykjavík i myndlist" til 27.
júlí, kl. 14-22 alla daga.
LAXDALSHÚS
Akureyri
Katrín H. Ágústsdóttir sýnir vatnslita-
myndir til 20. júlí.
LISTASAFN ASÍ
v/Grensásveg
Laugardaginn 12. júlí var opnuð sumar-
sýning á 40 verkum úreigusafnsins. Sýn-,
ingin verður opin alla daga vikunnar.
LISTASAFN HÁSKÓLA
ÍSLANDS
i Odda, hugvísindahúsinu
Til sýnis eru 90 verk safnsins, aðallega
eftir yngri listamenn þjóðarinnar. Að-
gangur ókeypis.
MOKKA-KAFFI
Georg Guðni sýnir vatnslitamyndir og
teikningar.
NONNAHÚS
Starfsemin hafin. Húsið opnar laug. kl.
14. Sögustund fyrir börn sunnudaga kl.
14.
NORRÆNA HÚSIÐ
Sýning á verkum Svavars Guðnasonar i
kjallara kl. 14—19 og anddyri opið frá kl.
9, en 13 á sunnudögum.
VIÐBURÐIR
SUMARNÆTUR Á BORGINNI
Kvartett Björns Þórðarsonar skemmtir á
Borginni fimmtudagskvöld kl.
22.00-01.
KAFFI-KONSERT Á
PATREKSFIRÐI
fimmtudaginn 17. júlí Ijúka hollenska
söngkonan Viktoria Spans og gítarleikar-
inn Símon Ivarsson ferð sinni um landið
með konsert í félagsheimilinu sem hefst
kl. 20.30.
FÉLAGSMIÐSTÖOIN FELLAHELLIR
I sumar verður íbúum Breiðholts boðið
upp á trimm-aðstöðu á laugardögum.
Húsið verður þá opið frá kl. 10—16. Þar
verður m.a. boðið upp á þrekæfinga-,
borðtennis- og baðaðstöðu og kaffitería
opin á staðnum.
FERÐAFÉLAG iSLANDS
HELGARFERÐIR 18.-20. JÚLl:
1. Þórsmörk — gist í skálum og tjöldum.
2. Landmannalaugar — gist f sæluhúsi
'félagsins.
3. Hveravellir — gist í sæluhúsi félagsins.
Farmiðasala og upplýsingar að öldugötu
3, s. 11798.
ÚTIVIST
HELGARFERÐIR 18.-20. JÚLl.
1. Þórsmörk — gist í skála Útivistar að
Básum.
2. Landmannahellir — föstud. kl. 20.
3. Skógar — Fimmvörðuháls, laugard. kl.
8.
LEIKHÚS
RAUÐHÓLAR
Njálssaga
— Söguleikarnir að Rauðhólum
Mögnuð uppfærsla á Njálssögu í nýrri
leikgerð Helgu Bachmann og Helga
Skúlasonar byggð á leikritinu „Mörður
Valgarðsson" eftir Jóhann Sigurjónsson
og Njálu. Leikstjórar: Helga Bachmann og
Helgi Skúlason. Aðalleikendur: Erlingur
Gfslason, Ásdís Skúladóttir, Valdimar
Flyoenring Jóniisi: Lsifur Þórarins-
son. Leiktjöld: Guð almáttugur. Miðasai3
og pantanir s. 622666. Kynnisferðir Ginli,
a 28025.
TJARNARLEIKHÚSIÐ
Ferðaleikhúsið/Light Nights. Sýningar
fjórum sinnum í viku, fimmtudaga —
sunnudaga kl. 21.
NART-HÁTfÐIN
Hátfð með norrænum listamönn-
um og skemmtikröftum á 200 ára
afmæli Reykjavíkurborgar.
Föstudagur 18. júlf
HLAÐVARPINN kl. 17.00
Hátíðin sett með opnun tveggja
sýninga: I neðri sal sýnir Svfinn
Edna Cers Winberg verk sem flest
eru unnin f batikk og hvers hug-
myndir hún sækir í norræna goða-
fræði. í efri sal eru sýndar myndir
undir heitinu „Glöggt er gests
augað".
IÐNÓ kl. 20.30
Danski leikhópurinn Farfa sýnir
„Giftur Guði". Aðgangur kr. 400.
HÁSKÓLAVÖLLUR kl. 21.00
Tjaldrokk — Þukl, Vundervoolz
og Sielun Veljet frá Finnlandi, sem
er frægasta rokkhljómsveit Finna.
Aðgangur kr. 500.
Laugardagur 19. júlf
SKRÚÐGANGAFRÁ
LÆKJARTORGI
Með eru hóparnir Veit mamma
hvað ég vil? og Ludvika Mini Cirkus
frá Svíþjóð, sem sýna í lokin. Að-
gangur kr. 250.
HLAÐVARPÍNN kl. 15.00
Hugarþel til forna — fyrri hluti.
Fyrirlestur og umræður um forn-
norræna menningu.
BORGARSKÁLI við Sigtún kl.
17.00
„Norræn listsveifla" — samsýning
um 50 norrænna listamanna.
IÐNÓ — Farfa — „Giftur Guði"
Önnur sýning.
TJALDROKK — Centaur — Greif-
arnir og sænska hljómsveitin Aston
Reymers rivaler, sem er átta manna
rokkband frá Svíþjóð. Aðgangur kr.
500.
Sunnudagur 20. júlí
TJALDIÐ kl. 15.00
Ludvika Mini Cirkus — Önnur sýn-
ing.
HLAÐVARPINN
Hugarþel til forna — Seinni hluti.
Goðsagnir. Kl. 15.
BORGARSKÁLI kl. 17.00
„Bouffons". Látbragðsleikur f ýkju-
stfl. Saminn og fluttur af Michaela
Grant og Asa Kalmér úr Mimen-
semblen frá Svíþjóð. Aðgangur kr.
200.
IÐNÓ kl. 20.30
Farfa — „Giftur Guði", þriðja sýn
ing.
KJARVALSSTAÐIR kl. 21.00
Pfanótónleikar. Sænsk-grlski píanó-
dúettinn Ulf og Lefki Lindahl. Að-
gangur kr. 300.
TJALDIÐ kl. 21.00
Jasstónleikar Masqualero, kvintett
Arild Andersen frá Noregi. Aðgang-
ur kr. 700.
HVAÐ ÆTLARÐU AÐ
GERA UM HELGINA?
W|,. 'fj’ ;
‘ f
Þórhallur Sigurðsson leikari
„Um helgina? Ja, þá verð ég á
kafi við að leika í nýrri kvikmynd
sem Þórhildur Þorleifsdóttir leik-
stýrir. Þetta er gamanmynd og
verður það vonandi. Með mér í
þessu eru þau Edda Björgvinsdótt-
ir, Siggi Sigurjóns, Örn Árna o.fl. —
svona eins konar landslið. Við verð-
um á ferð og flugi um Reykjavík og
Kjós og maður gerir víst ekki mikið
annað á meðan. Ég efast meira að
segja um að ég nái að spila nokk-
urt golf, og þá ætti öllum að vera
Ijóst að mikið liggur við."
HÁSKÓLABÍÓ
Morðbrellur
(Muder by lllusion)
★
Brellukarl hundeltur af eigin viðskiptavin-
um — sniðugt plott en gloppótt handrit
dregur myndina niður fyrir meðal-
mennskuna.
Sýnd kl. 5, 7, 9.05 og 11.10.
LAUGARÁSBÍÓ
Salur A
Ferðin til Bountiful
★★★
— sjá umsögn í Listapósti
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Salur B
Heimskautahiti
(Arctic Heat)
★
Kanar álpast inn f Rússland frá Finnlandi
og fá heimþrá.
Sýnd kl. 5, 7, 7 og 11.
Bönnuð innan 16 ára
Salur C
IX.Jt í AfrfU,*
VUIÚ • nr::rvu
(Out of Africa)
★★
Streep og Redford fara á kostum í glæsi-
lega vel og fallega tekinni kvikmynd. Of
mikill glansog ósanngirni gagnvart Karen
Blixen tekur þó sinn toll.
Framleiðandi/leikstjóri: Sidney P)ollack.
Sýnd kl. 5 og 8.45.
REGNBOGINN
Geimkönnuðirnir
(Explorers)
★★
Amrísk garanteruð spekúlasjóns-súkk-
sess-filma. Leikstjóri: Joe Dante. Aðalleik-
arar: Ethan Hawke, River Phoenix.
Sýnd kl. 3, 5.20, 9 og 11.15.
Sæt í bleiku
(Pretty in Pink)
★
Molly Ringwald vekur upp spurningar —
er ekki komið nóg af þessari gegndar-
lausu lágkúru?
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15.
Fólkið sem gleymdist
Dínósárar og annar óskapnaður ræðst á
fólkið sem gleymdi sér. Ævintýramynd
með Patrick Wayne.
Sýnd kl. 3.15, 5.15 og 11.15.
BÍÓIN
★ ★ ★ ★ framúrskarandi
★ ★ ★ ágæt
★ ★ góö
★ þolanleg
O léleg
AUSTURBÆJARBÍÓ
Salur 1
Lögmál Murphys
★★
— sjá umsögn f Listapósti.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Salur 2
Flóttalestin
(Runaway Train)
★★★
Meitluð túlkun helstu leikara — Voight
hreinn og beinn viðbjóður — á mestan
hlut í að gera þessa mynd sterka.
Bandarísk, árgerð 1985. Leikstjóri Andrei
Konchalovsky. Aðalleikarar: John Voight,
Eric Roberts.
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Salur 3
Leikur við dauðann
(Deliverance)
Spennumynd Johns Boorman. Voight
fjölgar sér á sali — hér ásamt Burt Reyn-
olds hinum loðna.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
BÍÓHÚSIÐ
Allt f hönk
(Better Off Dead)
★
— sjá umsögn í Listapósti.
Geðveikur grfnari með John Cusack í
aðalhlutverki. Leikstjóri: Savage Steven
Holland.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Skógarlff
kl. 3 á sunnudag.
BÍÓHÖLLIN
Salur 1
Lögregluskólinn III
(Run for cover)
★
- sjá umsö^n í List2r*östi
Sýnd kl. 5,1. 9 og if
Salur 2
9Vi vika (9 54 Weeks)
★★★
Dúndurvel og -fallega kvikmyndaðar og
leiknar upp- og ofanferðir.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.05.
Bönnuð innan 16 ára.
Salur 3
Skotmarkið (The Target)
★★
Hnökralaus njósnamynd — en lognmolla
þrátt fyrir fagmennskuna. Sýnd kl. 5 og 9.
Út og suður í Beverly Hills
(Down and Out in Beverly Hills)
★★★
Prófessíónell og skemmtileg gaman-
mynd með Dreyfuss, Nolte og hundinum
Mika. Leikstjóri: MPaul Mazursky.
Sýnd kl. 7 og 11.
Youngblood
★★
Myndarleg Rocky-mynd á skautum.
Peter Markle leikstýrir og Robert Lowe
leikur.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Salur 5
Hættumerkið
(Warning Sign)
★★
Efnavopn fara úr böndunum og mennirn-
ir með Lúmsk hryllings-spennumynd.
Sýnd kl. 7 og 11.
Nflargimsteinninn
(The Jewel of the Nile)
★★
Douglas jr. og Kathleen Turner í skemmti-
legri og hreint ekki viðburðasnauðri
ævintýramynd.
Sýnd kl. 5 og 9.
Reisn
Lowe gegn Bisset. Unglingamynd þar
sem færi gefst á mömmu vinarins.'
Draumamynd unglinganna.
Endursýnd kl. 3.05, 5.05, 7.05, 9.05 og
11.05.
Slóð drekans
Bruce Lee hinn látni lemur alla í spað svo
að myndin er bönnuð öllum þeim sem á
hana vilja fara.
Sýnd kl. 3.10, 5.10, 7.10, 9.10 og 11.10.
Vordagar með Tati
Fjörugir frídagar
Gráthlægilegt og galið sumarfrí hjá hin-
um elskulega hrakfallabálki Hr. Hulot.
Sýnd kl. 7.15 og 9.15.
STJÖRNUBÍÓ
Salur A
Kvikasilfur
(Quicksilver)
★★
— sjá umsögn í Listapósti.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.05.
Salur B
Ástarævintýri Murphys
(Murphy’s Romance)
★★★
Óvænt perla — leikurinn með afbrigðum
góður og myndin alveg stórskemmtileg.
Bandarísk og árgerð '85. Sally Fields og
James Garner leiða leikinn.
Sýnd kl. 5 og 11.20.
Eins og skepnan deyr
★★★
Sjarmi myndarinnar felst einkum f töku
og leik. Edda Heiðrún, Þröstur Leó og
Jóhann Sigurðarson fara með hlutverkin
og Hilmar Oddsson leikstýrir þeim í sinni
fyrstu mynd. Verður að kallast mjög góð
mynd.
Sýnd kl. 7.
Bjartar nætur
(White Nights)
★★★
Andsovéskur áróður en hrein snilld þegar
best lætur. Dansararnir Baryshnikov og
Hines fara vel með aðalhlutverkin.
Leikstjórn: Taylor Hackford.
Sýnd kl. 9.
30 HELGARPÓSTURINN