Helgarpósturinn - 17.07.1986, Side 33
Framlag Stúdentaleikhússins til N’ART:
Nýstárlegt verk eftir
Magnús Pálsson og
listahátíðarklúbbur
Úr sýningu Stúdentaleikhússins á „De kommer med kista og henter mig" eftir Magnús Pálsson. Verkið fylgir ekki bygg-
ingu hefðbundins leikhúss nema að litlu leyti en leitar þess í stað fanga í miðju myndlistar og tónlistar.
Framlag Stúdentaleikhússins til
N'ART-hátídarinnar er uppfœrsla
nýstárslegs verks eftir Magnús Páls-
son myndlistarmann í leikstjórn
hans sjálfs. Þaö heitir „De kommer
med kista og henter m ig" og er aö
mörgu leyti sérstœtt: tilraun til ad
sameina leiklist og myndlist; ýmist á
norsku, ensku eda íslensku! enginn
eiginlegur söguþrádur.
Magnús hefur unnið þetta þannig
að hann sankar að sér texta- og
myndbrotum héðan og þaðan, vinn-
ur allan textann upp sem klippi-
myndir svo verkið verður eins kon-
ar „collage" límt inn á glærur. Þetta
er ekki fyrsta tilraun Magnúsar á
þessu sviði, en hann hefur farið ólík-
ar leiðir við að koma slíkum texta á
framfæri: stundum hefur hann verið
fluttur, stundUm varpað á vegg,
stundum hefur hann sýnt bækur af
þessum toga, t.a.m. bæði í Noregi og
Hollandi. Þá er skemmst að minnast
afar lífrænnar „bókasýningar"
Magnúsar í Nýlistasafninu á Lista-
hátíð ’84.
Að sögn ErlingsJóhonnessonar,
eins þátttakandans í „De kommer
med kista og henter meg“, var í
þessu tilviki valin sú leið að leikend-
urnir lærðu allan textann; hinn
myndræni þáttur sýningarinnar
kemur þá einkum fram í sviðsmynd
og búningum sem Kristinn Hardar-
son myndlistarmaður sér um.
— Hvernig er texti verksins til
kominn?
„Hann er mikið til fenginn úr
teiknimynda- og hasarbiöðum,
amerískum og norskum, og svo fá
gullkorn frá Shakespeare gamla og
Knud Hamsun að fljóta með,” sagði
Erling í spjalli við HP. „Þarna eru á
ferð aksjónkarlar og teiknimynda-
fígúrur. Magnús mótar stemmning-
una í kringum hverja persónu að
hluta til út frá þeim texta og mynd-
um sem hann hafði í upphafi. Fyrst
raðar hann þeim upp dálítið eftir
auganu, samhengið skapast eftir á.
Hvatinn að texta og atferli hverrar
persónu liggur í myndinni af textan-
um.“
„De kommer med kista og henter
mig“ er rúmlega klukkutíma löng
sýning. Að henni standa, auk höf-
undar og leikstjóra, tíu leikarar,
tveir ljósamenn, hljóðmaður, sýn-
ingarstjóri og leikmyndar- og bún-
ingagerðarmaður. Tvær sýningar á
verkinu eru fyrirhugaðar meðan á
N’ART stendur: frumsýning verður
mánudaginn 21., önnur sýning
fimmtudaginn 24. Auk þess verða
tvær sýningar eftir að N’ART lýkur,
þann 28. og 29. júlí. Sýningarnar
hefjast kl. 20.00.
Þá er vert að leggja ríka áherslu á
að Stúdentaleikhúsid mun starf-
rækja N’ART-listahátíöarklúbb í Fé-
lagsstofnun stúdenta á hverju
kvöldi meðan á hátíðinni stendur.
(Og engin meðlimakort!) Hann
verður opinn til miðnættis á virkum
dögum en lengur um helgar og ýms
dansiböll eru í uppsiglingu. Salur Fé-
lagsstofnunar er allur skreyttur í
teiknimyndastíl í anda leikritsins og
þær skreytingar verða látnar standa
þar til yfir lýkur. í klúbbnum er gert
ráð fyrir frjálsum uppákomum en
auk þess eiga menn von á „skipu-
lögðum” gjörningum undir hand-
leiðslu Ásgeirs Sigurvaldasonar. -JS
„Mér líður vel þegar
ég er búinn með sögu“
— segir hið unga skáld Sindri Freysson í samtali við HR
Sindri Freysson hefur þegar getið
sér gott orð fyrir smásagnagerð,
þrátt fyrir ungan aldur. Hann verð-
ur sextán ára í nœstu viku. Nú þegar
hafa birst eftir hann smásögur í
TímaritiMáls og menningar, Lesbók
Morgunblaðsins, Vikunni og víðar.
HP tók Sindra tali.
„Ég er búinn að vera meira og
minna skrifandi síðan ég var krakki.
En ekki af neinni alvöru fyrr en
þetta fór að bera árangur, svo að
segja.”
— Hvenœr fór þetta að bera ár-
angur?
„Það fór að bera árangur þegar
fóík fór að hafa áhuga á þessu. Og
þegar ég fór að fá einhverja viður-
kenningu fyrir þetta. Að vísu er ég
eiginlega ekki ánægður með það
sem hefur birst eftir mig nema eina
sögu sem var birt í Tímariti Máls og
menningar.
Ég vann smásagnakeppni — sam-
keppni sem Lionsklúbburinn eða
Kiwanisklúbburinn Vífill hélt, svona
karlafélagsskapur var það. Og það
birtist sem sagt fyrst smásaga eftir
mig á prenti í þeirra málgagni. Einn-
ig hafa síðan birst eftir mig smásög-
ur í skólablöðum og öðrum smáút-
gáfum. Og síðan í Tímaritinu, Mogg-
anum og Vikunni.”
— Þú ert þá sískrifandi?
„Ja, þetta svona dettur yfir mann,
maður fær köst öðru hverju og sest
niður með ritvél fyrir framan sig og
byrjar að pikka. Það er svolítið
merkilegt með mínar bestu sögur,
þær hafa komið þegar ég hef verið
undir álagi. Ég vinn best á næturnar
og er hálfgerður nátthrafn.”
— Nú ertu í byggingarvinnu í sum-
ar, vinnur tíu tíma á dag, ertu ekki
of þreyttur á kvöldin til að skrifa?
„Nei, nei, ég er nokkuð þrekinn,
þannig að... (Þetta var létt grín). Ég
er miklu minna þreyttur en ég bjóst
við, svo að segja.
Knýjandiþörf til að skrifa? Ég veit
það ekki. Ég hef alltaf átt auðvelt
með að koma hugmyndum á pappír.
Það er náttúrlega misvel heppnað
en stundum tekst mér mjög vel upp.
Það er að segja að mínu eigin áliti.
Þetta kemur í lotum, maður fær
góðar hugmyndir og sest niður.
Byrjar á siðunni og þá kannski dett-
ur þetta niður eftir hálfa síðu og hún
liggur ef til vill í vélinni í marga
mánuði. Síðan byrjar maður aftur
og klárar söguna — kannski. ..“
— Er það þá þessi frœgi andi sem
kemur yfir þig?
„Andi og ekki andi! Hvað er þessi
frægi andi? Þetta er bara einsog
annað, fólk er i stuði til að skemmta
sér, eða slá garðinn eða eitlhvað.
Þetta er eitthvað sem kemur upp í
hugann. Svo líður manni bara ansi
vel þegar maður er búinn með sögu.
Já, maður er nokkuð hress í skapi
eftir að hafa sett endapunktinn. Það
er ánægjulegur viðburður.”
— Hvað með framtíðina?
„Ja, ég hef nú ekki selt neina sögu
í sumar, ég hef verið að vinna þann-
ig að ég hef ekki komist til þess. Ég
hef hálfgert vilyrði fyrir því að það
verði birt eftir mig saga í Tímariti
Máls og menningar. Saga sem var í
Listahátíðarkeppninni. Ég ætla líka
að athuga hvort Nýtt líf hafi áhuga
á sögu, þeir hafa gert eitthvað af því
að birta smásögur. Síðan stóra bók-
in!! (Sindri hlær dátt). Við sjáum til,
ég er ungur að árum og á framtíðina
fyrir mér. Hún á að vera nokkuð
greið sú leið, vona ég að minnsta
kosti.
Ég hef aldrei séð rithöfundarstarf-
ið fyrir mér sem starf, ekki fyrir
mig. Ég hef alltaf hugsað um það
með einhverju öðru. Ef ég gefst ekki
upp á því að skrifa á unglingsárum
og ef það sýnir sig að ég get skrifað
af viti þá getur vel verið að ég haldi
áfram. Haldi áfram og geri eitthvað
meira en að skrifa smásögur í tíma-
rit og svona.
Nú, ég byrja þetta fjögurra ára
menntaskólanám í haust, starta því
svona. Ég fer meira að segja svo
gamalgróna leið að ég fer í hinn
mosavaxna MR,“ sagði Sindri Freys-
son að lokum.
-gpm
Skemmtilegar, hugmyndaríkar, frjóar
frá Finnlandi
skips við Sigtún, 25., 26. og 27. júlí
Norrœnir listamenn og skemmti-
kraftar hafa streymt til landsins og
um landið að undanförnu og þeir
munu halda því áfram nœstu daga.
Tilefnið er N’art '86, tíu daga hátíö,
haldin í Reykjavík og HP sagði lítil-
lega frá henni fyrir hálfum mánuði.
Hátíðin er hugsuð sem norrœn af-
mœliskveðja til Reykjavíkurborgar
vegna 200 ára afmœlisins. Sjá dag-
skrá hátíðarinnar í Leiðarvísi helg-
arinnar. Ótalmargt er í boði.
„Eitt af atriðunum á N’art ’86 er
frumsýning finnska leikhópsins
Porquettas eða Valkyrjurnar, eins og
hópurinn myndi heita á íslensku, á
eigin verki „Pacific inferno". Verkið
er byggt á skáldsögunni „Frjádagur
eða hin eyjan” eftir Michel Tournier.
Sýningar verða í Borgarskála Eim-
þannig að það ætti enn að vera
hægt að ná í miða.
Það eru þær Ana-Yrsa Falenius og
Ida-Lotta Backman sem mynda leik-
hópinn Valkyrjurnar. Þær eru val-
kyrjur. Þær stofnuðu Valkyrjurnar
eftir að hafa lokið námi frá Leiklist-
arháskólanum í Helsinki árið 1979.
Þær byrjuðu á því að fara á flakk
með stykkið „Líf stúlku” til Ítalíu,
Grikklands og Hollands (Festivals of
Fools og Theatre des nations), til
Bandaríkjanna og Kanada. Síðan
hafa þær verið á flakki með leikhús-
ið víða enda kalla þær leikhús sitt
ferðatöskuleikhús.
„Á þessum árum hefur samvinna
okkar skapað mjög persónulegt
form á leikhúsi — absúrd, gefandi
og fallegt. Við notum hreyfinguna
en ekki orð: sviðsmál. Við notum
tengda, sýnilega og líkamlega tján-
ingu alltaf í bland við tilfinningar,”
segja þær um leikhúsið sitt. Annað
verk Valkyrjanna er „Dauðavals-
inn” en á þeim árum sem þær ferð-
uðust með það verk fæddist „Pacific
inferno.” „Það er einsog öll okkar
verk, í stöðugri þróun. Sýningar
okkar verða til á mörgum árum og
þær halda áfram að breytast og þró-
ast jafnlengi og við sýnum,” segja
þær Ana-Yrsa og Ida-Lotta um þetta
nýjasta verk sitt.
Þetta er fyrsta verk Valkyrjanna
sem styðst við texta og þetta er
fyrsta verk þeirra sem er unnið í
samvinnu við músíkant og er með
lifandi tónlist. Músíkantinn er Ari
Taskinen. „Verkið kannar andstæða
krafta í persónu. Sýningin er ferð til
eyðieyjar sem er manneskjan sjálf.
Manneskjan sem leitar eftir jafn-
vægi milli hins nútímalega, menn-
ingarlega og hins villta,” segja þær
einnig um „Pacific inferno”.
Valkyrjurnar hafa frá upphafi
vakið mikla athygli vegna fram-
sækni sinnar og frumleika í túlkun,
sem yfirstígur alla venjulega tungu-
málaörðugleika. Auk þess að ferð-
ast og sýna hafa þær haldið fjölda
námskeiða, meðal annars kenndu
þær hér á námskeiði fyrir norræna
áhugaleikara sem Bandalag ís-
lenskra leikfélaga skipulagði og
haldið var á Hvanneyri sumarið
1982. Þær hafa einnig leikið í kvik-
myndum og sjónvarpi og unnið með
öðrum leikhópum, svo sem KOM-
leikhúsinu finnska, grænlenska
leikhópnum Tukak og Unga Klara-
leikhúsinu í Stokkhólmi. Um þær er
sagt að þær séu skemmtilegar, hug-
myndaríkar, frjóar og að þær búi yf-
ir mikilli kunnáttu. Víst er að það er
mikill fengur fyrir íslenska leikhús-
unnendur að fá Valkyrjurnar hing-
að til lands. Njótið vel.
-gpm
HELGARPÓSTURINN 33