Helgarpósturinn - 17.07.1986, Síða 39
FRETTAPOSTUR
Kjaradómur veldur úlfaþyt
Kjaradómur hefur kveðiö upp úrskurð um sérkjarasamn-
inga Bandalags háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna og rík-
issjóðs. Launahækkanir hinna 2Sja aðildarfélaga verða á
bilinu 9.3—16%, og það frá 1. mars. Kröfur BHM-R hljóðuðu
hins vegar upp á að meðaltali um 60% og þá miðað við laun
háskólamenntaðra manna á almennum vinnumarkaði.
Talsmenn BHM-R eru afar óánægðir með úrskurð þennan
og tala nú um að fá fullan samningsrétt — með öðrum orð-
um verkfallsrétt, en til þess þarf lagabreytingu. Kjaradóm-
ur klofnaði í málinu, einn vildi ganga skemur en fulltrúi
BHM-R vildi ganga lengra í hækkunum. Ekki hafa hinir há-
skólamenntuðu fulla samúð launþega, því hækkanir þessar
eru umfram almennar launahækkanir i landinu og hefur
Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, sagt dóm þennan koma
sér á óvart. Óánægja ríkisstarfsmanna i BHM varð hins veg-
ar til þess að margir urðu veikir — þjáðir af ,,þunglyndi“.
Lög gegn verkfalli flugvirkja
Fyrirhugað verkfall flugvirkja hjá Arnarflugi var í síðustu
viku stöðvað með bráðabirgðarlögum. Aðalfundur Arnar-
flugs hefur verið haldinn og var þar gengið frá hlutafjár-
aukningu upp á um 52 milljónir króna og er vænst 43 millj-
óna króna til viðbótar því á næstunni, þannig að heildar-
hlutafé verði 111 milljónir. 20—25 milljóna króna tap varð á
rekstrinum fyrstu 5 mánuði þessa árs, en um 70 milljóna
tap í fyrra. Nýr stjórnarformaður félagsins er Hörður Ein-
arsson i Frjálsri fjölmiðlun.
Ólgusjór í Alþýðubandalaginu
Sl. mánudagskvöld var haldinn fjölmennur miðstjórnar-
fundur í Alþýðubandalaginu þar sem fyrirferðarmesta mál-
ið var Guðmundar þáttur Guðmundssonar i Hafskipsmál-
inu. Umræður stóðu yfir frá kl. 9 að kveldi til kl. 6 að morgni
og var meðal annars felld tillaga Kjartans Ólafssonar um af-
sögn Guðmundar, með því að önnur mildari tillaga var sam-
þykkt með 44 atkvæðum gegn 20. Fimm manna nefnd var
sénd út af örkinni á fund Guðmundar, sem lét fundinn
framhjá sér fara, með tillögu þessa i farteskinu, en hún telst
vera almenn viðvörunartillaga þar sem meðal annars segir:
„(Hafskipsmálið) hefur einnig leitt í ljós þær hættur sem
geta fylgt því að trúnaðarmenn launafólks og sósíalískrar
hreyfingar tengist hagsmunaböndum við forráðamenn auð-
fyrirtækja og áhrifamikilla einstaklinga í forystusveit
íhaldsaflanna.“ Guðmundur hyggst ótrauður fara i framboð
fyrir Alþýðubandalagið í næstu kosningum.
Vinslit Guðmundar og Alberts
Sérstakri rannsókn er nú lokið á þáttum Guðmundar J.
Guðmundssonar og Alberts Guðmundssonar í Hafskips-
málinu. Hvað Guðmund varðar kom ekkert saknæmt i ljós,
en hvað Albert varðar taldist ekki unnt að rannsaka það mál
nánar nema i samhengi við Hafskipsmálið almennt. Guö-
mundur J. Guðmundsson sendi Albert ávisun upp á rúm-
lega 152 þúsund krónur og bað hann að koma til þeirra sem
söfnuðu fé fyrir heilsubótarferð Guðmundar til Flórída.
Albert endursendi ávísunina og segir nú Guðmund hafa vit-
að allan tímann hvaðan féð kom. Guðmundur, sem kominn
er af sjúkrahúsi þar sem hann var i nokkra daga, hefur slit-
ið öllum vinskap við Albert í kjölfar þessa.
Heimsmeistarakeppnin vinsæl
í sérstakri skoðanakönnun, sem Rikisútvarpið lét Hagvang
gera fyrir sig, kom í ljós að heimsmeistarakeppnin í knatt-
spyrnu naut talsverðra vinsælda hér á landi. Um 60% að-
spurðra töldu að sýndir hefðu verið hæfilega margir leikir
í sjónvarpinu eða að þeir hefðu mátt vera fleiri. Um 67%
horfðu á úrslitaleikinn og yfir helmingur þjóðarinnar
horfði á undanúrslitaleikina og leikinn um þriðja sætið. í
könnuninni var um leið leitað mats aðspurðra á fréttastof-
um sjónvarps og útvarps og töldu yfir 70% aö fréttir þaðan
væru mjög eða frekar traustsverðar, en aðeins um 20%
höfðu svipað að segja um dagblöðin. Þá var spurt um hval-
veiðar íslendinga og var meirihlutinn fylgjandi veiöum í
vísindaskyndi.
Fréttapunktar
• Alls hafa greinst 25 tilfelli alnæmissýkingar hér á landi.
Hjá Blóðbankanum hefur greinst eitt tilvik þar sem blóð-
gjafi reyndist sýktur og er verið að kanna hvort og þá hverjir
kunni að hafa fengið blóð úr viðkomandi.
• Meirihluti stjórnar Byggðastofnunar felldi tillögu Geirs
Gunnarssonar um að stofnunin yrði flutt norður á Akur-
eyri. Það hefur vakið athygli að það voru einmitt fulltrúar af
landsbyggðinni sem stuðluðu að falli tillögunnar (sjá Inn-
lenda yfirsýn).
• Tap á rekstri Granda hf. í Reykjavík varð 22 milljónir
króna á fyrstu fimm mánuðum þessa árs. Tekjur voru þó 56
milljónir umfram útgjöld, en á móti komu afskriftir upp á
53 milljónir og fjármagnskostnaður upp á 25 milljónir.
• Hraði verðbólgunnar um þessar mundir er tæplega 12%
miðað við heilt ár samkvæmt þróun vísitölu framfærslu-
kostnaðar síðustu 3 mánuði. Síðustu 12 mánuði hefur visi-
talan hins vegar hækkað um 21.5%.
• Talsverð ólæti urðu um helgina fyrir utan og innan Mið-
garð, þar sem Stuðmenn léku á sveitaballi um helgina. Voru
fimm fluttir á sjúkrahúsið á Sauðárkróki eftir dansleikinn
og þurfti að senda einn þeirra til Reykjavíkur til nánari
rannsókna.
HELENA
SPENNANDI
NÁTT- OG UNDIR
FATNAÐ
LADY OF PARIS
Laugavegi 84 (2. hœð) - Sími 1 28 58
Sumartilboð
Stærö 35x31x14 cm
Tilboðsverð. Aðeins kr. 1.990.-
Vegna innkaupa af Schneider stór-
heildsölulager í Þýskalandi.
Lúxus- og keppnisreiAhJól (fyrir fuliorön*)
6 gíra og 3ja gira kvennmana- og kari-
mannshjól 28“.
AÖ hjóla er ein áhugaveröasta og hollasta
iþróttin.
Nú bjóöum vlö frábaar reiðhjól frá SchnaW-
•r heildsólulager f Þýskalandi. Utur
grásanseraöur.
Kynningarverö stgrv. kr. 8.900.-
Pottasett aðalsins 5 stk
Stroganoff"
ff
Heltt ráö fyrir eldavélina yðar.
Fullkomin aöalspottasett, sem
sparar sannfærandi.
Fjölþætt gæöi — jafn hiti þykkur
botn.
II þess að elda á og hita upp.
Hitaeinangruó handföng.
- Tveir steikarpottar meö loki 0
16 og 20 cm.
- Kjötpottur meö loki 0 16 cm.
- Skaftpottur 0 16 cm.
— Steikarapanna 0 24 cm.
Tllboðsverð aöelns kr. 5.490.-
12 m hnífaparasett
(70 hlutir)
12 hnifar, 12 gaflar, 12 skeiöar, 12 desert-
skeiöar, 12 desertgaflar, 1 tertuspaöi, 1
rjómaskeið, 2 rifgaflar, 2 kálskeiöar, 1
súpuskeiö, 1 sósuskeiö 2 salatskeiöar.
Tilboösverð 70 hlutlr aðeins kr. 4.890.-
Fjölskyldutrimmtœkln vlnsœlu
Burt meö aukakílóin.
Æfiö i 5 min á dag.
islenskar notkunarreglur.
Verö aóeins kr. 2.490.-
^\TFélaginn
Ekta leöur — ótrúlega létt og endingar-
góð.
Rétta taskan fyrir friiö, útilffið og ferða-
lagiö.
Tveir utanáliggjandi vasar meö sór-
styrktum rennilásum.
Þægileg handföng og axlaband.
Stærð: 46x22x25 cm (brúnar).
Verö aðeins kr. 2.490.-
Ferðatöskur
(3 stk)
3 töskur úr ekta leöri (brúnar) fyrir þá
sem elska lúxus — lika á feröalögum.
Ótrúlega þægileg og rúmgóð taska,
stærö: 56x43x12.
Minni taska meö hliöarhólfi, stærö:
47x28.5x12.
Litil taska (snyrtitaska), stærö
24x16.5x10.5.
Verð aöeins (3 stk) kr. 3.590.-
Vinsamlegast sendið í póstkröfu eft-
irfarandi (afgrt. 2 vikur):
□ 12m. hnifaparasett (70 hlt.)
□ Félaginn (handtaska)
□ 3feröatöskur
Nafn
Heimili Simi
Póstnr. Bær
I
I
^ Sendist til Póstverslunin Prima, Trönuhraun 2, 2. hæð, Box 63,
| 222 Hafnarfiröi, s. 91-651414.
| Skrifstofan opin frá kl. 10-16 virka daga.
Reiðhjól
51 hlutur tilboösverö
eöeins kr. 4.890.-
Lagt á borð
FrábsBft fyrir þá sem gera kröfur
um útlK og hagkvæmni.
Heilt samstætt boröbúnaöarsett fyrir
veisluborö.
Ljóst meö Ijósbrúnu sveitsmunstri.
Settiö semanstendur af:
6 djúpir diskar,
6 grunnir diskar,
1 sléttur diskur,
1 sósuskál,
6 vinglös,
6 ölglös,
24 (4x6) gaflar, hnífar, skeiðar, de-
sertskeiðar.
Þvottaekta fyrir uppþvottavélar.
Allt með útskomum
Pöntunarsímar
91-651414 eða 91-51038 kl. 9-22 alla daga.
HELGARPÓSTURINN 39