Helgarpósturinn - 27.11.1986, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 27.11.1986, Blaðsíða 7
Hafskipsmáliö: Launasamningar Hafskipsmanna œvintýri líkastir og ólöglegir í þokkabót ALBERT SKRIFAÐI UPP Á SKATTSVIK • 60% af laununum framhjá launabókhaldi • Þar af fór megnid framhjá skatti • Albert stjórnarformadur lánaði Ragnari og Björgólfi tœpar 2 milljónir fyrir bílum vid hæfi • Leynireikningarnir áttu aö dekka „jaðarkostnaö“ Eins og greint var frá í sídasta tölublaöi Helgarpóstsins hefur þad komid fram vid rannsókn Hafskips- málsins, að Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra naut allverulegra greiðslna vegna „afsláttar“ á farm- gjöldum ogvegna ferðalaga úrsjóð- um Hafskips, en þó einkum af hin- um svokölluðu leynireikningum framkvœmdastjóra hins gjaldþrota fyrirtœkis. Pessar tekjur taldi ráð- herrann ekki fram tilskatts. Alls var hér um að rœða um 800 þúsund krónur á núvirði. En rannsókn málsins hefur ekki aðeins leitt í ljós, að Albert Guð- mundsson hafi dulið fyrir skattyfir- völdum þessar tekjur sínar, heldur mun hann hafa einu sinni samþykkt launafyrirkomulag forstjórans og stjórnarformannsins, sem gengur á svig við skattalögin og í annað sinn gert sérsamning við forsvarsmenn Hafskips um vildarlán vegna bíla- kaupa. 40% LAUNA Á LAUNA- REIKNING — 60% Á LEYNIREIKNING Skipan launamála þeirra Ragnars Kjartanssonar fv. stjórnarformanns og Björgólfs Guðmundssonar (og raunar Páls Braga Kristjónssonar einnig, þótt ekki væri um það sam- ið) er næsta óvenjuleg. Fyrsti samningurinn af þessu tæi var gerður árið 1977 og fólst í stór- um dráttum í því, að 60% af föstum launum forsvarsmannanna tveggja skyldu renna inn á sérreikning (leynireikning) og var hugsunin sú, að af þessum reikningum greiddu framkvæmdastjórarnir Ragnar og Björgólfur það, sem þeir hafa kallað í yfirheyrslum hjá RLR „jaðarkostn- að“. Þessi skipan launamálanna verður þess valdandi, að fram- kvæmdastjórarnir þurftu aðeins að telja fram til skatts 40% af föstum launum sínum, að viðbættri upp- hæð, sem þeir gátu ákveðið sjálfir. Afgangurinn varð hluti af bók- haldi Hafskips sem kostnaður af ýmsu tæi og mun Helgi Magnússon endurskoðandi Hafskips hafa séð um hvernig útgjöld greidd af leyni- reikningnum (var bara einn í gangi þá) voru færð til útborgunar af leyni- reikningnum í einu lagi og færa á móti síðan þessa fjárhæð á ýmsa kostnaðarliði. Þannig gátu fram- kvæmdastjórarnir ákveðið upphæð launa sinna sjálfir og skellt svo „öðrum kostnaði" á Hafskip sjálft. Við rannsókn málsins kom upp ágreiningur meðal sakborninga um þetta og mun Helgi hafa staðhæft, að hann hafi búið út launamiða til skattyfirvalda nákvæmlega í sam- ræmi við upplýsingar Ragnars og Björgólfs. í ljós hefur komið, að þar virðist vanta töluvert á og því ómögulegt að átta sig almennilega á því hvað þeir félagar fengu raunverulega í laun. Um fyrsta launasamninginn sáu Ólafur B. Ólafsson varaformaður stjórnar Hafskips og Magnús Magnússon þáverandi stjórnarfor- maður. Jafnframt þessu fyrirkomulagi á beinum launum var gert ráð fyrir í samningum við þá Ragnar og Björg- ólf, að þeir fengju bílastyrki í gegn- um launakerfi Hafskips. í þriðja lagi var svo ákvæði í þess- um hagstæða samningi, að þeir fé- lagar fengju sérstaka launauppbót upp á 2% af bættri rekstrarafkomu félagsins og skyldi sú greiðsla reikn- ast af hagnaði fyrirtækisins áður en tillit væri tekið til afskrifta, fjár- magnskostnaðar og opinberra gjalda. Þetta fyrirkomulag þýðir í raun, að Ragnar og Björgólfur hefðu átt rétt á launauppbót „frostavetur- inn mikla" árið 1984! ALBERT HÆKKAÐI „HLUTINN" Á árinu 1980 tók Albert Guð- mundsson iðnaðarráðherra við stjórnarformennsku hjá Hafskipi. Þá var samningum breytt við Ragn- ar og Björgólf, þannig að 2% hækk- uðu í 31/2% af bættri afkomu. Undir þennan samning rituðu Albert stjórnarformaður, Olafur B. Ólafsson varaformaður og Sveinn R. Eyjólfsson ritari stjórnar. Ekki verður annað séð en þeir þremenningarnir hafi með því að undirrita þennan samning staðfest með undirskrift sinni launafyrir- komulag, sem fól í sér bein skatt- svik. Samningur þessi er gerður 14. ágúst 1980, en er látinn gilda frá árs- byrjun 1980. Helztu atriði samningsins eru þessi: 1. Laun tvímenninganna skulu vera samkvæmt launabókhaldi fyr- irtækisins auk 60% þar ofan á, eins og var í fyrra samningi, í gegnum opinn reikning í vörzlu fram- kvæmdastjóra (leynireikningur) og mæti að hluta kostnaði. 2. Þá er gert ráð fyrir því, að Haf- skip láni framkvæmdastjórunum 15 milljónir gamalla króna, hvorum, vaxtalaust til þess að gera þeim kleift að kaupa sér góða bíla. Lánið átti að endurgreiða á 10 árum og var afborgunarlaust fyrstu þrjú árin. Þessi fjárhæð samsvarar 1 milijón 323 þúsund krónum á núvirði. 3. í samningnum er svo gert ráð fyrir því, að Hafskip greiði slysa- og líftryggingu framkvæmdastjóranna sem svari til þriggja ára launa þeirra hjá félaginu. 4. Þessi liður fjallar svo um 3'/2% hlutdeild framkvæmdastjóranna sameiginlega af bættri afkomu félagsins, sem sé reiknað á undan fjármagnskostnaði, afskriftum og sköttum. í fundargjörðum Hafskips er þess getið, að lögð hafi verið fram tillaga um kjör framkvæmdastjóranna og stjórnarformanni, Albert, falið að staðfesta kjörin við endurskoðanda félagsins, Helga Magnússon. Við rannsókn máisins kom fram, að fæstir stjórnamanna höfðu hug- mynd um efni þessa launasamnings. 2 MILLJÓNIR FYRIR EITT STYKKI BÍL í apríl 1983 var svo gert sam- komulag við þá Björgólf og Ragnar þess efnis, að félagið láni þeim sem fyrr fyrir nýjum bílum því sem næst að verðmæti tegundarinnar Chrys- ler Le Baron og nam lánið að þessu sinni 700 þúsund nýkrónum eða sem svarar til 1 milljónar 866 þús- und króna á núvirði. Undir þetta samkomulag ritaði stjórnarformaður Albert Guð- mundsson, sem var á förum frá fyr- irtækinu. í ársbyrjun 1983 varð sú breyting á hjá Hafskipi, að nú komu þrír hlaupareikningar í stað eins, sem Ragnar Kjartansson hafði með höndum. Nú fengu þeir Björgólfur Guðmundsson og PáU Bragi Krist- jónsson einnig sérstaka reikninga til umráða. í þessu sambandi vekur það at- hygli, að ekki var gerður sérstakur samningur við Pál Braga um launa- uppbætur. Engu að síður virðist hann hafa skammtað sér verulegar launabætur af innstæðufé reikn- ingsins. Þegar rannsóknarlögreglan kann- aði notkun þessara sérstöku reikn- inga, leynireikninganna, kom í ljós að þeir virtust notaðir til að greiða margt annað en það, sem forsvars- mennirnir höfðu kallað jaðarkostn- að. Helgi Magnússon endurskoð- andi sagði þennan jaðarkostnað vera risnu, ferðakostnað, kostnað vegna innlendra og erlendra við- skipta, styrki, gjafir o.s.frv. Við nánari athugun kom í ljós, að „jaðarkostnaðurinn" umræddi náði yfir vítt svið. M.a. afslætti, auglýs- ingar, kostnað vegna kaffistofu, launa annarra en Ragnars og Björg- ólfs, vátryggingar, áskriftargjöld, símakostnað, viðhaldskostnað o.s.frv. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú, að ekki verði séð að þessir kostn- aðarliðir hafi átt heima utan við hið venjulega bókhaldskerfi Hafskips. Þá er efazt um þessa bókhaldsleið og efazt um, að hún standist jafn- framt því sem bent er á, að fylgiskjöl komi oft og einatt ekki heim og saman við upphæðir ávísana né nöfn viðtakenda. Um þessa reikninga fóru fjárhæð- ir sem nema a.m.k. 10—20 milljón- um króna á ári og er þá varlega reiknað. Hér að framan hefur verið fjallað um launamál forsprakka Hafskips. Áður hefur Helgarpósturinn fjallað um ýmsa þætti tengda leynireikn- ingunum svokölluðu s.s. afsláttar- leftir Halldór Halldórssonl greiðslur, greiðslur ferðalaga o.fl. o.fl. Skattrannsóknarstjóri hefur haft þessi mál til sérstakrar athugunar um langt skeið og jafnframt ríkis- saksóknari með sérstakri hliðsjón af skattskilum þeirra Hafskipsmanna og þeirra, sem þegið hafa greiðslur af leynireikningunum, einkum þó afsláttargreiðslur. HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.