Helgarpósturinn - 27.11.1986, Blaðsíða 24
á það að verðmunur væri nokkur
milli ljósra og skærra lita. Þannig
kostar lítri af Ijósri málningu í kring-
um 200 krónur lítrinn en lítri af
skærari litum, t.d. gulum, rauðum,
bláum og grænum kostar í kringum
500krónur. Hærri upphæðina sagði
hann þó sjaldgæfa og áætla mætti
að um 90% af þeirri málningu sem
á boðstólum er kosti milli 200—300
kr. lítrinn. Ásgeir sagðist geta út-
vegað svo til hvaða lit sem fólki dytti
í hug því í gangi hjá þeim væru þrjú
blöndunarkerfi og því um 10.000 Iit-
ir á boðstólum. Sagði hann verð-
mismun aðallega fara eftir litum því
tegundir væru svipaðar. Það sem
hann kvað Stulla þurfa að eiga til
framkvæmdanna voru eftirtaldir
hlutir: Málningarrúllu (300 kr. +
hólkur á 200 kr. = 500.-), pensla
(500 kr.), tvo sparslspada (150 - kr.),
sandpapp'trsklossa (200 kr.-), yfir-
breidsluplast (kr. 250.-, 50 fermetr-
ar), límband (50 metrar á 150 kr.) og
einnota hanska (u.þ.b. 100 kr. ef
tveir vinna). Samtals munu áhöld
því kosta frá 1.700—2.000 kr.
Við búumst við að Stella vilji
fylgja tískunni og máli stofu og her-
bergi í Ijósum lit. Á 40 m2 stofu þurfa
þau 20 1 (tvær umferðir) og kostar
málningin þá um 4.000 kr. Á 10 m2
barnaherbergi þurfa þau málningu
fyrir 1.800 kr. og í 15m2 svefnher-
bergi fyrir 3.200 kr. Forstofuna ætla
þau að mála skærgula því þannig
málningu sáu þau á vegg erlendis
og hrifust mjög af. Þá er málningin
orðin tiltölulega dýrari og á 3 m2
forstofu fer gul málning fyrir 1.000.-
kr. Baðherbergi og eldhús er flísa-
lagt og því þarf aðeins að lakka loft-
in þar og myndi það kosta um 1.500
kr. Samtals mun máiningarvinna
LATIÐ OKKUR TAKA BETRIJ0LAMYND
TRONUHRAUNI 8
HAFNARFIRÐI SÍMI 54207
BJARNI JÖNSSON
LJÓSMYNDARI
(efni og áhöld) kosta þau um 13.000
krónur.
TEPPI EÐA PARKETT?
En þau verða líka að setja eitthvað
á gólfin. Stella getur ekki ákveðið
hvort hún vill svokölluð „lykkju-
teppi“ (lík Berber-teppunum eða
„uppúrklippt efni“ og því var fengið
verð á báðum tegundum. Stefanía
hringdi í Teppaland og ræddi þar
við Ingimund Hákonarson sem
reiknaði út hvað muni kosta að
teppaleggja stofu og herbergi, setja
parket eða kork í eldhús og flísar
eða gólfdúk á baðberbergisgólf.
Ingimundur varð ekkert hissa á
bóninni og sagði að sala á teppum
væri yfirleitt meiri á þessum árs-
tíma. „Það er ekki óeðlilegt" bætti
hann við, „íslendingar eru gjarnir á
að miða við jólin." Hann sagði þó að
teppin væru ekki ,,á toppnum" núna
og hörðu gólfefnin hafi verið að
ryðja sér æ meira til rúms. Aftur á
móti virtist fólk vilja stök teppi til að
hylja hörðu gólfin og þannig jafnað-
ist salan. Hann sagði fólk ekki leggja
mikið upp úr hvaö er í teppunum,
miklu meira upp úr litum. „Fólk
virðist leita meira að nýjungum og
er orðið frjálsara í litavali síðustu
mánuðina," sagði hann. Verðið sem
við gefum upp er staðgreiðslverð en
Teppaland býður afborgunarskil-
mála og hækkar verð þá eðlilega.
Öll vinna er innifalin.
Teppi á 40 m2 stofu: kr. 22.580,-
(lykkjuteppi). Uppúrklippt teppi á
herbergi (25 m2) kr. 32.930- (ullar-
blanda í báðum tegundum). Korkur
é eldhús: 23.656.- (náttúrulegur,
lakkaður) og gólfdúkur á baðher-
bergi kr. 7.867.-.
Ef Stella hins vegar óskar eftir
parketti á bæði herbergin myndi
það kosta 56.605 - kr. eða tæplega
24.000 krónum meira en teppi.
LOPAPEYSUR
VÆRÐARVOÐIR
Húfur, treflar,
vettlingar.
Barnalopapeysur í
miklu úrvali.
Viö förum daglega á
pósthúsid meö jóla-
sendingar til útlanda.
AUar sendingar
tryggdar.
íslenskur
heimilisiðn aður
sími 11785.
24 HELGARPÓSTURINN