Helgarpósturinn - 27.11.1986, Blaðsíða 18
FRETTASKYRING
eftir Óskar Guðmundsson
FASTEIGNIR RIKISSJOÐS
LEYNIRAÐUNEYTI
RÍKISINS
Togstreita milli Þjóðskjalasafnsins og ríkisstofnunar, sem
starfar ekki eftir neinum lögum né reglugerð og hefur enga
stjórn.
I'stjórnkerfinu er starfandi stofn-
un sem heitir „Fasteignir ríkis-
sjóds". Stofnunin starfar ekki eftir
neinum sérstökum lögum og um
hana erengin reglugerd. Hún uird-
ist hvergi vera skráð, þó hún hafi
meö höndum umfangsmikla starf-
semi og þaö hefur „gleymst" að
skipa henni stjórn síöustu tvö árin.
Innan stjórnsýslunnar furöa sig
margir á þessari stofnun og HP
heyröi hana kallaöa „leyniráöu-
neytiö", sem í sjálfu sér er skiljan-
legt heiti á stofnun sem ekki fer
meira fyrir opinberlega.
ENGIN LÖG
Ekki eru til nein lög um Fast-
eignir ríkissjóðs. Ekki heidur nein
reglugerð um stofnunina. En frá
29. júlí 1981 er til innanhússplagg
frá ráðuneytisstjóra um stofnunina
þar sem segir: „Samkv. 5. gr. aug-
íýsingar um staðfestingu Forseta
Islands á reglugerð um Stjórnar-
ráð íslands fer fjármálaráðuneytið
með mál er varða eignir ríkisins
svo og fyrirsvar þeirra vegna
nema lagöar séu til annars ráöu-
neytis. Með bréfi dagsettu 7. febr-
úar 1980 skipar fjármálaráðherra
sérstaka stjórn til að fara með mál
er snerta húseignir ríkisins, en síð-
an hefur þeirri stjórn verið falið
að fara með mál er snerta jarðir og
lóðir, sem eru í forræði fjármála-
ráðuneytisins. Er því hér fjallað
um Fasteignir ríkissjóðs og talað
um „Fasteignir ríkissjóðs" sem
stofnun og gert ráð fyrir að hún
verði í B-hluta ríkisreiknings og
færð þar sem ein af þeim stofnun-
um sem lúta stjórn fjármálaráðu-
neytisins. Stofnunin Fasteignir rík-
issjóðs fer með mál er varða fast-
eignir þær er fjármálaráðuneytið
felur stofnuninni að varðveita og
ávaxta á hverjum tíma. Stofnunin
selur fasteignir þessar á leigu með
skriflegum húsaleigusamningi."
(Leturbreytingar HP).
Björn Hafsteinsson, lögfræðing-
ur í fjármálaráðuneytinu segir að
hér sé ótvírætt um formlegt erind-
isbréf ráðuneytis til þáverandi
stjórnar Fasteigna ríkissjóðs að
ræða, opinbert plagg, þó ekki hvíli
upplýsingaskylda af hálfu fjár-
málaráðuneytis gagnvart öðrum
að birta það opinberlega.
En varla er hægt að kalla bréf
sem fer frá ráðuneytisstjóra til
undirmanna sinna annað en inn-
anhússplagg, því auðsætt er að al-
menningur og viðskiptavinir eru
engu nær um fyrirbærið Fasteign-
ir ríkissjóðs í gegnum innanhúss-
plagg, sem er jafnvel ekki öllum
ráðuneytismönnum kunnugt.
ENGIN STJÓRN
í stjórninni sem skipuð var 1980
átti sæti: Indriöi H. Þorláksson, frá
fjármálaráðuneyti, Héöinn Eyj-
ólfsson þáverandi starfsmaður fjár-
laga- og hagsýslustofnunar og
Björn Hermannsson tollstjóri.
Þessi stjórn var skipuð til fjögurra
ára og féll hún á tíma 1984. Síðan
hefur engin stjórn verið skipuð.
Það virðist hafa gleymst.
„Nei, það er engin formlega
skipuð stjórn yfir Fasteignum rík-
issjóðs," segir Björn Hafsteinsson
lögfræðingur í eignadeild fjár-
málaráðuneytisins. Hann kveður
tveim starfsmönnum hafa vegna
starfa sinna verið falið að sinna þess-
um málum í stað fyrrverandi stjórn-
ar og ,4n þess að hafa formlegt skip-
unarbréf uppá það“. Hér sé um að
ræða þá tvo, hann sjálfan og Friö-
rik Friöjónsson frá fjárlaga- og
hagsýslustofnun. Auk þess sinni
Páll Halldórsson, deildarstjóri í
fjármálaráðuneytinu störfum rit-
ara á þeim fundum sem haldnir
eru um fasteignir á vegum stofn-
unarinnar. Friðrik Friðjónsson
segist í samtali við HP vera í nefnd
„Fasteigna ríkissjóðs" ásamt með
Birni Hafsteinssyni og þriðja
manninum Páli Halldórssyni. Um
þetta atriði vísaði Friðrik til Björns
til staðfestu, en Björn kveður enga
stjórn formlega hafa verið skipaða
einsog áður sagði.
STRÍÐ UM
ÞJÓÐSK JALASAFNIÐ
Eins og kunnugt er, keypti
menntamálaráðherra í fyrra hús-
næði Mjólkursamsölunnar gömlu
að Laugavegi 162 fyrir Þjóðskjala-
safnið, sem vantað hefur húsnæði
í áratugi. Fljótlega tók að bera á
togstreitu milli menntamálaráðu-
neytisins/þjóðskjalavarðar sem
húsnæðið var keypt fyrir og fjár-
málaráðherra (f.h. ríkissjóðs), sem
telur sig eiga húsið. Fasteignir rík-
issjóðs starfa í umboði fjármála-
ráðherra. Ólafur Ásgeirsson þjóð-
skjalavörður segir að málin standi
nú þannig að Þjóðskjalasafnið sé
að fá húsnæði Mjólkurstöðvarinn-
ar afhent alveg á næstunni. Safnið
eigi að fá allt húsnæðið til afnota,
enda hafi það verið keypt í þeim
tilgangi. Skjalasafn þarf að vera
með mikið rými fyrir geymslur,
þarsem gerðar eru miklar öryggis-
kröfur. „Okkar hlutverk er einnig
samkvæmt nýjum lögum, að vera
eftirlits- og skipulagsstofnun fyrir
opinbera stjórnsýslu, þannig að
við eigum að vera ráðgefandi um
skjalamyndun, eyðingu og
geymslu. Þannig að einnig er um
ákveðna hagræðingu að ræða fyr-
ir allt stjórnkerfið," segir Ólafur.
Gögn Þjóðskjalasafnsins liggja
útum allt land hjá sýslumanns-
embættum, skólum o.s.frv.
Ástandið er þannig að í um 40 ár
hefur engum gögnum að ráði ver-
ið skilað. í rauninni veit enginn
hvort einu sinni húsnæði Mjólkur-
stöðvarinnar nægir, en einsog
nærri má geta liggur á að byrja
þetta starf. Margir halda að ómet-
anleg gögn hafi farið forgörðum
vegna lélegrar geymslu víða um
landið. Nágrannaþjóðir okkar
hafa fyrir löngu komið einhverri
skipan á þjóðskjalasöfn sín, nán-
ast talið grundvallarforsenda fyrir
aðra safnavinnu, vinnu sagnfræð-
inga og opinbera stjórnsýslan.
LEYNIRÁÐUNEYTIÐ
TEKUR f TAUMANA
„Ég fékk að vita það í septem-
ber, að til væri stofnun sem héti
Fasteignir ríkissjóðs og ég hafði
aldrei heyrt um áður. Þá sögðust
þeir vera með bréf uppá að þeim
hefði verið afhent þessi húseign.
Þetta kom okkur á óvart, því við
höfðum fyrir tilstuðlan ráðherra
og samþykkt ríkisstjórnar fengið
þetta hús, — beinlínis keypt fyrir
Þjóðskjalasafnið," segir þjóðskjala-
vörður. „Mér skilst að þeirra hlut-
verk sé formlega að taka við hús-
um og sjá um ytra viðhald á þeim
og þeir eigi ekkert að hafa með
ráðstöfunarrétt húsanna að gera.
Við teljum hann ótvírætt liggja hjá
stjórn Þjóðskjalasafns og hvergi
annars staðar," segir Ólafur enn-
fremur. Hann kveður engu líkara
en fjárlaga- og hagsýslustofnun
telji húsnæðið betur komið annars
staðar en hjá Þjóðskjalasafninu. í
stjórn Þjóðskjalasafns eru Sverrir
Kristinsson bókaútgefandi, Svein-
björn Rafnsson prófessor og Björk
Ingimundardóttir skjalavörður,
auk þjóðskjalavarðar.
Menntamálaráðherra hefur
staðið vel vaktina fyrir safnið og
ekki látið undan þrýstingi.
VIÐ SJÁUM UM
EIGNINA
Björn Hafsteinsson kveður tekið
fram í afsali Mjólkursamsölunnar
að kaupandi væri fjármálaráð-
herra fyrir hönd ríkissjóðs. Fjár-
málaráðherra hafi síðan með bréfi
11. ágúst falið „Fasteignum ríkis-
sjóðs" að sjá um eignina. Form-
lega leigi Fasteignir ríkissjóðs út
húsnæði sem stofnuninni hafi ver-
ið falið til umsjár, en hún tæki ekki
ákvarðanir um hverjir það væru
sem fengju inni hverju sinni, held-
ur væri farið að ábendingum frá .
fjárlaga- og hagsýslustofnun eða
fjármálaráðherra.
Hverjir hafa þá ráðstöfunarrétt
yfir húsnæðinu, sem keypt var fyr-
ir Þjóðskjalasafnið? „Opinberlega
koma Fasteignir ríkissjóðs til með
að ráðstafa þessum eignum og þá
til þjóðskjalavarðar að mestu. Því
húsnæði sem ráðstafað hefur ver-
ið, hefur verið ráðstafað af þjóð-
skjalaverði og menntamálaráðu-
neytinu og við höfum ekki séð
ástæðu til að gera athugasemdir
við það, vegna þess að þetta eru
verkefni í kringum þjóðskjala-
vörð,“ segir Friðrik Friðjónsson.
„Meðan Þjóðskjalasafnið kemst
ekki inní Mjólkurstöðina vegna
fjármagnsskorts er Fasteignum
ríkissjóðs uppálagt að gera eign-
ina engu að síður arðbæra og við
hljótum að fá einhverja aðra opin-
bera stotnun til að taka húsnæðið
á leigu á rneðan," sagði Björn Haf-
steinsson lögfræðingur. Friðrik
tók í sama streng, og kvað það
gefa auga leið, að kaup á þessu
húsnæði fyrir Þjóðskjalasafnið
miðuðust við húsnæðisþörf safns-
ins á komandi árum eða áratug og
því væri ekki óeðlilegt að ráðstafa
því húsnæði sem safnið þyrfti ekki
á að halda til annarra ríkisstofn-
ana.
SKÁRU NIÐUR
FJÁRVEITINGUNA
í ljósi þessara ofangreindu um-
mæla má ætla að fjárlaga- og hag-
sýslustofnun geti hæglega bent á
að þarsem Þjóðskjalasafnið hafi
ekki nógu mikið fjármagn til að
fullgera allt húsnæði Mjólkur-
stöðvarinnar sé eðlilegt að Fast-
eignir ríkissjóðs ráðstafi stórum
hluta eignarinnar. Staðreyndin er
nefnilega sú, að samkvæmt fjár-
lagafrumvarpi fær Þjóðskjalasafn-
ið ekki nema 4 milljónir króna.
Samkvæmt heimildum HP lagði
menntamálaráðherra til að um 18
milljónir króna færu til viðgerða
og flutninga safnsins. En í fjárlaga-
frumvarpinu er þessi upphæð
skorin niður í 4 milljónir, sam-
kvæmt tillögu frá fjárlaga- og hag-
sýslustofnun ríkisins! Og vegna
þess að fjárlaga- og hagsýslustofn-
un fer einnig með eignir ríkisins á
hún kröfu á umráðarétti yfir hús-
næði Þjóðskjalasafnsins, sem fékk
ekki nægilegt fjármagn til að full-
gera húsnæði sitt.
Nú segir Björn Hafsteinsson að
tekið sé fram á afsali að kaupandi
sé fjármálaráðherra fyrir hönd
ríkissjóðs, — en á afsalinu er einn-
ig tekið fram að húsnæðið sé
keypt fyrir Þjóðskjalasafnið. Og í
bókun ríkisstjórnarinnar frá 17.
desember 1985 er einnig tekið
fram að eignin sé keypt fyrir Þjóð-
skjalasafn íslands. Þá er einnig
tekið fram í áðurnefndu innan-
hússplaggi um leyniráðuneytið
„Fasteignir ríkissjóðs", að stofnun-
inni sé falin umsjón með eignum
ríkisins „nema lagðar séu til ann-
ars ráðuneytis". Var þetta húsnæði
lagt til „annars ráðuneytis" með
bókun ríkisstjórnarinnar?
HVER ER HVAÐ OG
HVURS ER. . .
Nú er rétt að taka fram að heim-
ildarmönnum HP bar saman um
að Ingimundur Magnússon bygg-
ingameistari, sem vinnur við eftir-
lit fyrir Fasteignir ríkissjóðs, væri
að vinna mjög þarft og gott starf
og á þá starfsemi kom engin gagn-
rýni fram.
En nú lítur þetta þannig út að
fjármálaráðuneytið fer með ýmsar
eignir ríkissjóðs samkvæmt lög-
um. Innan ráðuneytisins er eigna-
deild fjármálaráðuneytisins og
fjallar um fasteignir ríkisins. Undir
fjármálaráðherra heyrir einnig
fjárlaga- og hagsýslustofnun, sem
virðist fara nokkurn veginn með
sömu mál. Og í tengslum við fjár-
laga- og hagsýslustofnun og eigna-
deild fjármálaráðuneytisins er svo
okkar ágæta „leyniráðuneyti" —
Fasteignir ríkissjóðs.
„Það má vel segja að þetta sé
kannski flóknara en þetta þyrfti að
vera vegna þess að ekki hefur ver-
ið skipuð þarna sérstök stjórn
aftur. Þess vegna hefur þetta lent á
þeim mönnum, sem sinna eignum
ríkisins í hinum ýmsu deildum,"
segir Björn Hafsteinsson.
Friörik Friöjónsson í Fasteign-
um ríkissjóðs og fjárlaga- og hag-
sýslustofnun kvað engan vafa
leika á, að Fasteignir ríkissjóðs
hefðu komið í veg fyrir óþarfa
þenslu. „Þetta er stofnun sem m.a.
hefur það verkefni, að fylgjast
með því að húsnæði, sem aðrar
ríkisstofnanir fá í gegnum Fast-
eignir ríkissjóðs, sé ekki of stórt,"
segir Friðrik.
En einn ónafngreindur heimild-
armaður okkar í ríkiskerfinu kvað
hér miklu alvarlegra mál á ferð-
inni, — togstreitan um húsnæði
Þjóðskjalasafnsins væri aðeins
angi af miklu stærra máli: hvernig
leyniráðuneyti fjárlaga- og hag-
sýslustofnunar færði stöðugt út
kvíarnar. Nýjustu dæmin um út-
þensluna væru í frumvörpum til
laga um að fjárlaga- og hagsýslu-
stofnun tæki að sér verkefni sem
hingað til hafa heyrt undir Inn-
kaupastofnun ríkisins, fagráðu-
neytin og húsameistara ríkisins. . .
18 HELGARPÓSTURINN