Helgarpósturinn - 27.11.1986, Blaðsíða 47

Helgarpósturinn - 27.11.1986, Blaðsíða 47
FRÉTTAPÓSTUR Samningaviðræður á fulla ferð Alþýðusambandið, Vinnuveitendasambandið og Vinnu- málasamband samvinnufélaganna hafa sett samningavið- ræður í fjórða gír eftir að formannaráðstefnu ASÍ lauk um helgina. í samningaviðræðunum hefur ASÍ samþykkt að fresta ákvörðun um greiðslu launabóta til mánaðamóta, en samkvæmt ákvæðum febrúarsamningsins skyldu laun hækka um tæþ 5% í desember en ekki umsamin 2%, þar eð framfærsluvísitalan fór yfir „rauða strikið". Hjá ASÍ hefur mikil áhersla verið lögð á verulega hækkun lægstu launa og er mögulegt að í stað þess að laun hækki um 5% yfir línuna verði þeirn „gæðum“ misskipt. Ef vel tekst til og fögur orð fást hjá rikisvaldinu um aðgerðir í skattamálum og fleiri málum telja samningamenn að vel komi til greina að semja fyrir 1. desember og það til eins árs. Ekki er ljóst við hvaða „lægstu laun“ er miðað, en á formannaráðstefnu ASÍ var tal- að um 32—36 þúsund króna lágmarkslaun á mánuði. Árangurslaus leit að 2 sjómönnum Tveggja manna er saknað eftir að trillan Arnar ÍS-25 strandaði um 10 kílómetra austan Grindavíkur. Trillan, 9 tonna, strandaði um kl. 14 á sunnudag og fundu tvær rjúpnaskyttur flakið og björgunargúmbátur fannst skammt frá, en neyðarsendir hans var óhreyfður. Fjöldi manns hefur síðustu daga leitað að mönnunum tveimur, en án árangurs. Sjómennirnir heita Jón Eðvaldsson, 53 ára, búsettur i Sandgerði og Jóhannes Pálsson, 34, sömuleiðis búsettur í Sandgerði. Báðir kvæntir með 3 börn. Deilt um fréttatima ríkisrásar Síðustu daga hafa Ingvi Hrafn Jónsson, fréttastjóri ríkis- sjónvarpsins og Inga Jóna Þórðardóttir, formaður útvarps- ráðs, deilt harkalega um hvenær fréttir skuli vera í sjón- varpinu. Eftir sérstaka skoðanakönnun tók útvarpsráð þá ákvörðun að færa fréttirnar aftur til kl. 20 eftir að hafa áður fært þær til 19.30. Ingvi Hrafn hefur lýst því yfir að þessi ákvörðun komi fréttastofunni mjög illa í samkeppninni við Stöð 2 og gefið í skyn að í útvarpsráði vildu ráðandi öfl styrkja þá stöð á kostnað ríkissjónvarpsins. Inga Jóna bendir aftur á móti á niðurstöður úr könnun Félagsvisinda- stofnunar þar sem yfirgnæfandi meirihluti aðspurðra vildi hafa fréttirnar kl. 20 eða jafnvel síðar. Lánskjaravísitalan of há? Embættismenn í kerfinu eru ósammála um túlkun á ákvörðun ríkisstjórnarinnar í ágúst 1983 um takmarkaða hækkun lánskjaravisitölunnar í september það ár. Þá var ákveðið að lánskjaravísitala fyrir september skyldi hækka um 5,1% en ekki um 8,1% eins og mælingar gerðu ráð fyrir. Fram hefur komið það álit manna í Seðlabankanum að ótví- rætt hafi þessi lækkun átt að gilda áfram. Því væri láns- kjaravísitalan nú enn þessum 3 % of há og fjölmargir lántak- endur því mögulega með kröfurétt á ríkisvaldið — upphæð- irnar gætu numið hundruðum milljóna króna. Félagsmála- ráðherra, forstjóri Húsnæðisstofnunar og fleiri eru þessu ósammála og segja hina takmörkuðu hækkun aðeins hafa átt við þennan eina mánuð. Miðað við þetta kom þessi ákvörðun aðeins einum aðila til góða, byggingarsamvinnu- félagi sem var með 20 íbúða fjölbýlishús í smíðum. Jón og Svavar deildu hart Á þriðjudagskveldi mættust Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins og Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins í þættinum „í návígi" á Stöð 2. Fyrir lá bónorð Alþýðubandalagsins um „jafnaðarmannastjórn" þessara flokka ásamt Kvennalista og efasemdir Jóns Bald- vins um slika stjórn — en Jón er sagður vilja viðreisnar- stjórn umfram allt, en hefur ekki útilokað nýsköpunar- stjórn þessara flokka og Sjálfstæðisflokks. Umræðurnar í þættinum leystust upp i vandað karp og stóðu báðir menn sig vel við að senda hvor öðrum tóninn. Umræðurnar einkennd- ust fremur af kosningabaráttuskjálfta en öðru og fátt nýtt kom fram. Af framboðsraunum Páll Pétursson sigraði í prófkjöri framsóknarmanna á Norðurlandi vestra um helgina og stóðst því ásókn Stefáns Guðmundssonar, en eftir á hafa þeir deilt um aðferðir hvors annars. Steingrímur Hermannsson hlaut rússneska kosn- ingu framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi, en Jóhann Einvarðsson hreppti annað sæti. Eiður Guðnason varð efst- ur krata á Vesturlandi, en í harðri baráttu um annað sætið sigraði Sveinn G. Hálfdánarson. í sama kjördæmi vann Skúli Alexandersson yfirburðasigur i forvali Alþýðubanda- lags, en í öðru sæti lenti Gunnlaugur Haraldsson. Fréttapunktar • Fram hefur komið að á áratugnum 1974—1984 þróaðist lækna- og lyf jakostnaður á þann hátt, að læknakostnaður á mann hefur dregist saman um fjórðung en lyfjakostnaður tvöfaldast á föstu verði. • Nýjustu Aids-tölur eru á þá leið að fundist hafa 29 smitað- ir, þar af 4 með Aids á lokastigi og 10 með forstigseinkenni. • Olafur veitingamaður Laufdal hefur fest kaup á veitinga- staðnum Sjallanum á Akureyri, en skömmu áður hafði hann afneitað þeim möguleika. • Ef virðisaukaskattur verður tekinn upp er talið að mat- vörur hækki um 10,5% að meðaltali, en framfærslukostn- aður hækki þó ,,aðeins“ um 1,2% vegna lækkunar ýmissa liða. • í Hafnarfirði hefur verið stofnað hlutafélag um fiskmark- að sem á að opna í febrúar og sömuleiðis stendur fyrir dyr- um stofnun slíks félags í Reykjavík. • Eftir talsverðar viðræður forráðamanna viðkomandi fyr- irtækja hefur verið tekin sú ákvörðun að Skeljungur muni ekki kaupa eða sameinast Olís. • Þorgeir Ástvaldsson hættir sem forstöðumaður Rásar tvö í febrúar þegar skipulagsbreytingar taka gildi og embættið verður lagt niður. NQATUN Nógar vörur í Nóatúni Sœnsk Jólaskinka 690.- kr. kg. Kalkúnar og Villigœsir Kjúklingar 195.- pr. kg. Reyksodid lambalœri beinlaust 475.- pr. kg. Nýir Svínabógar í 1/1 hringskornir (ókeypis úrbeining) 298, pr. kg. Ný Svínalœri i 1/1 og 1/2 (ókeypis úrbeining) 298, pr. kg. Nýjar Svínakótilettur 555, pr. kg. Hangikjöt frá KEA og SÍS Villikryddaö Lambakjöt Opið mán-fimm. 9—18.30 Opið fös. 9—19.30 Opið lau. 10—16.00 Nóatúni 17 sími 17261 Rofabæ 39 sími 671200 HELGARPÖSTURINN 47

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.