Helgarpósturinn - 27.11.1986, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 27.11.1986, Blaðsíða 14
Upphaf vidhorfsbreytingar til dauðans hér á landi? Það á fyrir okkur öllum að liggja að deyja. Saml sem áður eyðum uið ómœldri orku í að bægja þeirri hugsun frá okkur og dauðinn er ekki vinsœlt umrœðuefni manna á meðal. Þetta viðhorfgœti hins vegar breyst á nœstu árum, ef marka má reynslu annarra þjóða þar sem um- rœða um sorg og dauða hefur á undanförnum tveimur áratugum orðið sífellt opinskárri. Fyrsti vottur um sl'tka hugarfarsbreytingu hér á landi er ráðstefna heilbrigðisstétta um þessi málefni, sem haldin verð- ur í Reykjavtk 30. nóvember. Helg- arpósturinn náði tali af þremur fyr- irlesurum á þessari tímamótaráð- stefnu. LÍKN í STAÐ LÆKNINGAR Bryndts Konráösdóttir, hjúkrunar- fræðingur, hefur nýhafið störf hjá Krabbameinsfélagi íslands. Meðal verkefna hennar hjá féiaginu verð- ur skipulagning á aðstoð við krabbameinssjúklinga og aðstand- endur þeirra sem sinnt verður af hópi fólks úr nokkrum heilbrigðis- stéttum. Hópurinn mun m.a. vinna eftir hugmyndum ákveðinnar starf- semi, sem á ensku nefnist „hospice". Ekki er til nein viðtekin þýðing á orðinu „hospice" á íslensku en Bryndís segir að ef til vill megi út- skýra starfsemina í stuttu máli m.þ.a. nota orðið líkn. Hugmynda- fræðin sem starfsemi „hospice" byggir á tekur til umönnunar sjúkl- inga með ólæknandi sjúkdóma, þ.e. að gera þeim siðustu árin eða mán- uðina eins bærilega og hægt er. Nær hún einnig til aðstandenda sjúkl- ingsins sem fá aðstoð við að vinna úr sorgum sínum við og eftir fráfall- ið og að ráða fram úr ýmsum vanda- málum sem upp koma. Ég bað Bryndísi Konráðsdóttur um að segja mér nánar frá þessum athyglisverðu hugmyndum, sem hún og aðrir fyrirlesarar munu gera skil á ráðstefnu heilbrigðisstétt- anna. „Þessi hugmyndafræði tekur til umönnunar fólks, sem fengið hefur þann úrskurð að það sé haldið hvers kyns ólæknandi sjúkdómum og eigi skammt eftir ólifað. Markmiðið er ekki lækning — það segir sig sjálft — heldur líkn. Það á að hjálpa sjúk- lingnum þann tíma sem hann á eftir ólifaðan og sjá til þess að allar hans þarfir séu virtar og uppfylltar fram í andlátið, svo hann megi deyja með fullri reisn. Þar að auki nær aðstoð- in til aðstandenda sjúklingsins, bæði á meðan hann lifir og eftir að hann deyr, því þeir þurfa engu síður á 14 HELGARPÓSTURINN Taflið sem mennirnir eru dæmdir til aö tapa: Riddarinn teflir við Dauðann (Max Von Sydow og Bengt Ekerot) f kvikmynd Ingmars Bergmans „Sjöunda Innsigliö". umönnun að halda á þessu erfiða tímabili." SJUKLINGAR FAI AÐ VERA HEIMA — Er þessi starfsemi ný afnálinni, Bryndís? „Nei, „hospice" er þekkt frá þvi fyrir Krist, en þá var það notað yfir hvíldarstaði fyrir pílagríma. Síðar var það notað um hæli, sem oft voru rekin af nunnum. Þangað kom mik- ið af dauðvona sjúklingum og þess vegna er þetta orð notað yfir þá „líknarstarfsemi" sem nú hefur rutt sér til rúms á Vesturlöndum. Það má eiginlega segja að það hafi orðið vakning í þessum málefn- um árið 1967, þegar Dame Cicely Saunders opnaði St. Christopher hospice í London. Frá þeim tíma hafa risið slíkar stofnanir víða í Bret- Iandi, Kanada og Bandaríkjunum, en þessi lönd eru lengst á veg komin í líkn við dauðvona sjúklinga. Það er þó ekki endilega meining- in að safna öllu dauðvona fólki sam- an inn á einhverjar stofnanir, heldur er einmitt reynt að koma því í kring að sjúklingarnir geti verið sem allra lengst heima hjá sér. Við „hospice" starfa sérfræðingar á ýmsum svið- um s.s. læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfarar, sálfræðingar, félags- ráðgjafar og listmeðferðarfræðing- ar. Þetta fólk myndar hóp, eða „teymi" eins og það hefur stundum verið kallað á íslensku, sem vinnur að því að sjúklingurinn og fjölskylda hans fái alla hugsanlega aðstoð svo hann geti verið heima sem lengst; jafnvel að hann fái að deyja heima hjá sér. Einnig koma sjálfboðaliðar mikið inní þetta starf á ýmsan hátt.“ — Er grundvöllur fyrir stofnun fyrir dauðvona fólk á íslandi? „Ég held ekki, enn sem komið er. Þessi umræða er skammt á veg komin hérna og íslendingar eru tæpast undir það búnir. Ég hef rætt þessa hugmynd við nokkra sjúkl- inga sem m.a. eru með krabbamein og þeirra viðbrögð hafa öll verið á sama veg. Þeir geta ekki hugsað sér að enda á sérstakri stofnun fyrir deyjandi fólk, en eru sammála um að þörf sé á aukinni aðstoð og stuðningi til að vera í sínu venjulega umhverfi sem lengst." DAUÐVONA SJÚKL- INGUM MINNA SINNT — Getur það virkilega verið rétt að dauðvona sjúklingum sé minna sinnt en öðrum? „Það er því miður staðreynd, sam- kvæmt þessum erlendu könnunum. Hjúkrunarfólkið er hrætt við að fá óþægilegar spurningar, sem það getur ekki svarað, og það er hrætt við dauðann. Það er ekki litið á hann sem eðlilegan hluta lífsins. Umönnunin mæðir oft mest á hjúkrunarfræðingum og sjúkralið- um, því eftir að ljóst er að ekki verð- ur um lækningu að ræða, eiga lækn- arnir það oft til að hverfa meira eða minna. Þetta er þó sem betur fer að breytast mikið, sérstaklega hvað varðar krabbameinslækna. Ég vil hins vegar taka það fram, að það er mjög miserfitt að sinna dauðvona sjúklingum og fer það eft- ir aðstæðum. Það er t.d. gjörólíkt að annast gamalt fólk, sem er fullkom- lega sátt við að deyja, eða ungt fólk og börn." — Setur umgengnin við dauðann ekki mark sitt á ykkur, sem vinnið t þessari nálœgð við hann? „Það er auðvitað krefjandi að annast stöðugt dauðvona sjúklinga og starfsfólkið sjálft þarf mikinn og stöðugan stuðning, ekki síður en sjúklingarnir og aðstandendur þeirra. Ef slíkur stuðningur er ekki fyrir hendi er hætta á óeðlilega mik- illi streitu. Einnig er svokallað „burn-out-syndrome“ eða kulnun vel þekkt fyrirbæri meðal þeirra, sem starfa mikið með dauðvona einstaklinga. Þetta er nokkurs kon- ar þunglyndislægð — stöðnunardal- ur, sem maður á erfitt með að vinna sig upp úr án hjálpar. Eitt af því, sem verður að breytast hér á landi er það, að fólk í heil- brigðisstéttunum verður að fá meiri stuðning. Starfsfólkið sjálft hefur heldur ekki leitað nægilega eftir hjálp. Það verður þvi að koma til hugarfarsbreyting." FÓLK Á RÉTT Á AÐ HALDA REISN „Fólk á rétt á þessari umönnun. Oft biðja sjúklingarnir eða aðstand- endur þeirra um að dregið verði úr virkri læknismeðferð og að þeir fái að deyja í friði. Því miður er þessu ekki alltaf sinnt. Læknar bera oft fyrir sig siðareglur sínar og telja sig verða að halda áfram meðhöndl- un meðan sjúklingurinn lifir. Fólk er líka oft uppburðarlítið þegar læknar eru annars vegar. Þeir eru uppi á einhverjum stalli og sjúki- ingarnir „kunna ekki við" að spyrja þá út úr og standa á rétti sínum gagnvart þeim. Við hjúkrunarfræð- ingarnir fáum oft spurningar, um það sem læknarnir hafa þegar svar- að en sjúklingarnir ekki skilið eða gleymt, en það kemur oft til af því hve mikið áfall það er fyrir sjúkling að heyra sjúkdómsgreininguna. Alls kyns hugsanir fara af stað í höfði hans og hann meðtekur ekki nema hluta þess, sem verið er að segja við hann." AUKIN HEIMILIS- ÞJÓNUSTA Á DÖFINNI Bryndís Konráðsdóttir vitnaði til bókar eftir Elísabetu Kubler-Ross, sem í íslenskri þýðingu nefnist Er dauðinn kveður dyra. Höfundurinn er læknir og hefur hún m.a. sett fram kenningu um ákveðin stig, sem sjúklingar og aðstandendur gjarnan ganga í gegnum þegar þeim hefur verið sagt frá alvöru sjúkdómsins. Starfssvið Bryndísar hjá Krabba- meinsfélaginu er tvíþætt. Hún mun skipuleggja ráðgjafar- og upplýs- ingaþjónustu um krabbamein fyrir almenning, sem verður í formi símaþjónustu. Þangað getur fólk hringt og spurst fyrir um allt er við- kemur krabbameini og fengið upp- lýsingar og ráðgjöf. En Bryndís mun einnig koma á fót aukinni heima- þjónustu við krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra. MARGIR EIGA ERFITT MEÐ AÐ UMGANGAST DAUÐANN Annar fyrirlesari á fyrrnefndri ráðstefnu heilbrigðisstétta um sorg og dauða, er Sigurður Árnason, krabbameinslæknir á Landspítalan- um. Sigurður var fyrst spurður að því ftir Jónínu Leósdóttur myn d ir Jim SmarHBHMBHH hvort viðhorf læknastéttarinnar væru að breytast í þessum efnum. „Já, viðhorfin eru vissulega að breytast smám saman, en samt sem áður er langt í land. Það hefur ekki orðið nein bylting. En ég get sagt þér sem dæmi að þegar ég var kandídat var stoppað í svona tíu til fimmtán sekúndur á stofugangi hjá dauðvona sjúklingum. Þá var við- horfið að sjúklingarnir ættu að fá að vera sem mest „í friði". Það er líka staðreynd, að margir, bæði læknar og aðrir, eiga afskap- lega erfitt með að umgangast deyj- andi manneskjur. Dauðinn er þó það eina, sem við vitum fyrir víst að muni koma fyrir okkur. I nútímalífi er hins vegar mikið gert af því að ýta þessari staðreynd frá sér.“ — Elísabet Kubler-Ross leggur mikla áherslu á að fólk fái að deyja með reisn og að lopinn sé ekki teygður að óþörfu, þegar vitað er um tilgangsleysi þess. Eruð þið, sem aðhyllist „hospice" hugmyndafrœð- ina, þá að bregðast ykkar embœttis- eið? „Þetta er spurning um „hingað en ekki lengra". Markmiðið verður að láta sjúklingi líða sem best en minni áhersla lögð á að lengja líf hans hvað sem það kostar. Sjúklingar koma stundum að máli við lækna og biðja þess iengstra orða að þurfa ekki að deyja með slöngur út úr sér og vélar, sem koma í stað lungna eða annarra líffæra. Fólk vill eðli- lega fá að halda sinni mannlegu reisn í dauðanum. Mig langar hins vegar til þess að benda á, að þessi umræða um dauð- ann og sorgina sem honum fylgir, einskorðast ekki við krabbamein og umönnun slíkra sjúklinga. Það er ekki eini sjúkdómurinn sem dregur menn til dauða. Sjáðu bara hjarta- og æðasjúkdóma — og svo slysin. Dauðinn snertir því miður líka börn og ungmenni og einskorðast ekki við fullorðið eða gamalt fólk. Við ís- lendingar eigum nánast heimsmet í þvi hve fæðinga- og ungbarnadauði er hér sjaldgæfur og hreykjum okk- ur oft af því. En það gleymist oft hve mörg börn deyja af slysförum hér á landi og það vegur upp lítinn ung- barnadauða. Dánartölur íslenskra barna í slysum eru nefnilega einnig heimsmet, sem meira en tímabært er að gera eitthvað í.“ KERFIÐ ANDSTÆTT GÓÐRI UMÖNNUN — Eru œttingjar sjúklingsins við- staddir, þegar honum er gerð grein fyrir því að sjúkdómurinn sé kom- inn á ólœknandi stig? „Við hvetjum ættingjana til þess

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.