Helgarpósturinn - 27.11.1986, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 27.11.1986, Blaðsíða 3
FYRST OG FREMST SLAANDI hvað vörur geta hækkað á leiðinni yfir hafið. Daglega ganga sögur af tug eða jafnvel hundruð prósenta hækkun- um á vörum sem hingað eru fluttar utan úr heimi, en sem betur fer heyrist sjaldnar af þús- undum prósenta í þessu efni. Og þó; þessi barst okkur nýlega: Verslunareigandi mun hafa verið á ferð í Suðurríkjum Bandaríkjanna nýlega og festi þar kaup á dá- góðum slatta af armböndum, sem mið-amerískir indjánar framleiða til fjalla úr messing og leðri. Þetta er í mikilli tísku núna — og það vissi okkar maður, fékk hvert armbandið í heildsölu á 3 dollara og líkaði prísinn, enda rétt rúm- lega 120 krónur íslenskar. Nokkrum dögum seinna var varan svo komin í útstillingar uppi á íslandi. Og verðmiðinn, frekar svona aflangur, bar töluna 2.900 krónur. Semsé tuttuguogfjórfalt innkaupsverðið — og þó svo ríkið taki náttúrlega sitt, ef varan hefur þá verið heiðarlega flutt inn í landið — hefur maður það samt einhvernveginn á tilfinningunni að þessi bísnessmaður hafi aiveg í sig... GROÐI er annars vinsælt umræðuefni manna. Nokkrir kallar sátu saman til borðs niðri á Borginni á fimmta tímanum í vikunni — og ræddu vitaskuld hvar hagnaðarvonin væri mest um þessar mundirnar. Einn kallanna, sýnu feitastur, klappaði saman lófunum (þannig að undir tók í gullhringunum) og kvað upp úr: Strákar mínir, ég veit alveg hvað ég færi út í núna, væri ég ungur og hress. Auðvitað take-away-stad. Ég myndi reisa einn slíkan í hvelli, vitandi vits að allur sá aragrúi launþega sem hefur ekki lengur tíma til að búa til kvöldmat vegna allra fréttatímanna væri ekki lengi að greiða niður stofnkostnaðinn. Líkast til nokkuð rétt hjá kalli... GARUNGARNIR eru áberandi í íslensku þjóðfélagi, að vísu helsti óræður hópur en alltaf með hlutina á hreinu. Karlarnir í heitu pottunum á morgnana hljóta að teljast til þessa þjóðfélagshóps, en þeim reynist alla jafna auðvelt að leysa hitamálin saman í hring í fjörutíu gráðum. Eitthvað heyrum við samt að þeim sé farið að ganga erfiðlega íþróttin atarna — og eins og allt annað ku það stafa af þessum endalausu breyttu forsendum í samfélaginu. Nú eru fjölmiðlarnir nefnilega orðnir svó margir, útvarps- og sjónvarps- stöðvar farnar að spretta upp í hverju hverfinu af öðru — og menn ekki Iengur með tölu á hvað mörgum blöðum og tíma- ritum þeir eru áskrifendur að. Þá var nú veröldin einfaldari í dentid þegar aðeins var eitt blað, altso málgagnið, og tvær fréttastofur, það er rikisins. Fyrrum var svo býsna auðvelt að varpa upp málum úr þessum miðlum og reifa þau við næsta mann í pottinum eða hvar svo sem menn voru manns gaman, enda gengu menn þá að því vísu að viðmælandinn hefði heyrt um málið. Nú er þetta úr sögunni. Fréttum og frétta- tímum rignir yfir fólk, ýmist á sama tíma, færðir til, skaraðir eða skotið inn á milli, óvænt, ákveðn- um ellegar aðeins til áréttingar. Eftir sitja menn í heitu pottunum sínum úti um allt land þar sem enginn hefur heyrt það sama. En þar er þá líka kominn grundvöllur fyrir nýjum fjölmiðli. FAUNA var formlega sett á laggirnar, stofnun áhugamanna um náttúruvernd og dýralíf, en tilgangur þessarar stofnunar er samkvæmt skipulagsskrá að styðja með fjárframlögum starfsemi sem til þess er fallin ,,að vekja áhuga íslenskra barna og ungmenna á dýrum, lifnaðarháttum þeirra og umhverfi og stuðla að auknum tækifærum ungra og aldinna í þéttbýli, til að sjá dýr með eigin augum og kynnast þannig útliti þeirra og atferli". Sannarlega göfugur tilgangur nú til dags þegar þéttbýlisbúar vita varla hvað snýr fram og hvað aftur á jafnvel algengustu skepnum nátt- úrunnar. Og aðstandendur Faunu eru vissulega mjög áhugasamir. í stjórnina voru kjörnir Helgi Jónasson úr Garðabæ og þeir Tryggvi Hardarson og Rúnar Brynjólfsson úr Hafnarfirði. Þeir eru þarna sestir í örugga stóla, því eftirfarandi kemur fram í skipu- lagsskránni: „Tilnefning manns í stjórnina gildir ævilangt." Þremenningarnir ætla því að hafa þetta að löngu ævistarfi, en verða að vísu að halda aftur af sér á manna- og dýramótum, því það er einnig tekið fram í skránni að þó geti dómsmálaráðuneytið „vikið manni úr stjórn, ef því þykir ástæða til, svo sem vegna ósæmi- legs athæfis". Vonandi halda þremenningarnir sinum hreina skildi, en óneitanlega stingur æviráðning i stóla í stúf við þá umræðu sem fram hefur farið í þóðfélaginu um réttmæti hennar. En þetta mun, að sögn Jóns Thors i dómsmálaráðuneytinu, alls ekki vera óalgengt og margar stofnanir og samtök með slíkar hefðir, þó ekki séu ákvæði um ævilanga stjórnarsetu alltaf fyrir hendi... SMARTSKOT HELGARPÚSTURINN UMMÆLIVIKUNNAR Að sjá stjörnur Eitt er sem ég hef viljað voða lengi vita á meðan ég góni: Hve „Strengjabrúður" stjörnur margar fengi á Stöðinni hjá Jóni. Niðri. „Ég var ekki útnefndur skotmadur ársins í fyrra og lét óánægju mína í Ijós." CARL J. EIRiKSSON BYSSUMAÐUR A iÞRÓTTASÍÐU DV 26. NÖVEMBER VEGNA ÞESS AÐ HANN HEFUR NÚ VERIÐ REKINN ÚR SKOTFÉLAGI REYKJAViKUR. Um næstu mánaðamót tekur Halldór Reynisson, sem undanfarin ár hefur gegnt stöðu forsetaritara, við prestsembætti í Hruna. Hans fyrra starfi fylgdu mikil ferðalög og veisluhöld, bæði innanlands og utan, og oft á tlðum var eiginkona Halldórs, Guðrún Björnsdóttir (fylgdarliöi for- setans. Við spurðumst fyrir um hvernig það legðist (Guðrúnu að flytja austur (sveitir með fjölskylduna og hætta kennslu við Hlíðaskóla, þar sem hún hefur unnið í fimm ár. Ertu kvíðin? Guðrún Björnsdóttir, verðandi prestsfrú í Hruna „Er ég kvíðin? Þú átt væntanlega við hvernig það leggist í mig að flytjast austur, vegna þess að maðurinn minn er að verða þar prestur? Sjáðu til, ég er eiginlega alveg á móti því, þegar verið er að tala við konur af þeirri einu ástæðu að þær eru eiginkonur mannanna sinna. Ekki myndi hafa verið hringt í Halldór, ef ég hefði fengið skólastjórastöðu fyrir austan, er það? Svo er ég á móti því að vera titluð prestsfrú, því ég er óskaplega lítil frú í mér. En þú varst að spyrja um kvíðann og ég verð að segja, að ég hlakka bara til. Hins vegar verður auðvitað erfitt að yfirgefa bekkinn minn og allt samstarfsfólk." — Hvað ætlar Guðrún Björnsdóttir að hafa fyrir stafni í Hruna? „Hún ætlar vonandi að kenna, en það er enn óvíst hvort ég fæ kennslu. Ég er með próf úr Kennaraháskólanum og hef kennt í Hlíðaskóla undanfarin fimm ár, þannig að kennslan er mitt fag." — Hafiö þið hjónin verið í sveit áður? „Ég var í sveit á sumrin, allt fram á unglingsár. Og hefur alltaf dreymt um að búa í sveit. Ég er heilmikil sveitakona í mér. Ég hef unnið úti frá tveimur börnum á undanförnum árum og starfi Halldórs hefur fylgt töluvert „útstáelsi" eins og maður segir, svo það verður gott að komast í sveitina. Þetta hefur bitn- að á börnunum og fjölskyldu manns, því við höfum mikið þurft að fá pössun fyrir þau. Nú langar okkur að hafa meiri tíma fyrir þau og á stað eins og Hruna er það einmitt hægt. Þetta er það umhverfi, sem mann langar til að ala börnin sín upp í. Strákurinn okkar er að byrja að átta sig á þessu og hlakka til. Hann byrjar í skóla næsta vetur og fylgir mér þá vonandi, ef ég fæ vinnu. Það er hins vegar vinsælt að búa á Flúðum og nóg af góðum kennurum við skólann, svo það er óvíst hvort eitt- hvað losnar." — Heldurðu að þú komir til með að sakna einhvers úr Reykjavik? „Ef ég þyrfti á einhverju að halda, gæti ég vel sótt í það. Þetta er ekki nema eins og hálfs tíma keyrsla. Mér finnst ég annars aldrei hafa nægan tíma til þess að gera það sem mig langar til á heimilinu. Ef ég fæ þennan tíma, ætla ég að nýta hann sem allra, allra best. Það hefur ekki gefist tími til að sinna áhugamálum að neinu marki í stressinu hér (bænum, en við höfum hugsað okkur að eignast hesta og stunda einhverja hestamennsku fyrir austan." — Verðið þið meö annað skepnuhald í Hruna? „Við eigum enn eftir að athuga með fullvirðisréttinn, en þetta er heilmikil jörð, sem við reynum auðvitað að nýta einhvern veginn. Þar að auki eru þarna útihús fyrir 200 kindur, þannig að vel gæti farið svo að við yrðum með einhverjar kindur. Ég ætla þar að auki að fá mér (slenskar haughænur. Þær eru skemmtilega litríkar, en ég sá þær í sumar hjá frændfólki mínu í Vigur. Kannski fáum við okkur líka kanínur fyrir krakkana." — Heldurðu að fólk hafi miklar væntingar til þín sem eiginkonu nýja prestsins? „Ég hef sagt við fólk fyrir austan eins og vini mína hér, að því standi allar dyr opnar, ef það þarf á einhverju að halda. Það er hins vegar af því að ég er ég sjálf, ekki af því að ég er einhver prestsmaddama. Ég hef mjög gaman af að umgangast fólk." HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.