Helgarpósturinn - 27.11.1986, Blaðsíða 33

Helgarpósturinn - 27.11.1986, Blaðsíða 33
Innlit í nýtt húsnæði Leiklistarskólans í Landssmiðjunni Tvístringnum lokið Það lyktar af smurningu og feiti þegar hurðinni er skellt á eftir sér í nýjum húsakynnum Leiklistarskóla Islands. Og svo sem ekkert að undra. Landssmiðjan hefur verið þarna til húsa og er það ennþá; hef- ur að vísu bundist jörðinni betur eft- ir að Albert seldihana um árið, skil- ið eftir sig efstu hœðirnar en haldið þeim neðstu. Og Leiklistarskólinn er kominn þarna upp —■ í sambúð með jafn ólíku fólki og söngmálastjóra þjóðkirkjunnar og hvalarannsókna- mönnum Hafrannsóknastofnunar. Helga Hjörvar skólastjóri lóðsar HP um nýju húsakynni skólans sem eru fægðari en hæfa ópússuðum stígvélum blaðamanns. Við þrömm- um um þetta sjö eða áttahundruð fermetra um stund, sem Helga segir að skiptist í verkstæði, líkamsþjálf- unar- og leiktúlkunarsal á einni hæð og kennslu- og skrifstofur á annarri. Svo dæsir hún hróðug: „Ég veit þú getur ekki ímyndað þér hvað þetta er mikill munur fyrir okkur frá því sem var...“ Fyrsta árs nemar samanþjappaðir í líkamsþjálfunarsalnum þar sem áður var fært inn debet og kredit Landssmiðjunnar. En ég get það alveg eftir að Helga hefur komið orðum að því sem hér kemur: Skólinn var í fyrstu á tveim- ur stöðum; gamla Búnaðarfélags- húsinu og hluta Miðbæjarskólans. Fyrir giska þremur árum missti hann aðstöðuna á síðarnefnda staðnum og tvístraðist í sjö kennslu- staði eftir það, ekki innan Reykja- víkurmarka, heldur alls höfuð- borgarsvæðisins. Þá hituðu nem- endur sig gjarnan upp í miðborginni en enduðu daginn úti á Nesi. í verstu tilvikum kennt inni á skrifstofu Helgu og í allra verstu tilvikum á klóinu. Helga og Ólafur Örn Thoroddsen tæknistjóri LI, sem bætist núna í umræðuna, eru sammála um að ör- lög skólans hefðu jafnvel verið að hætta ef nýja húsnæðið hefði ekki komið til í haust. „Skapið var búið,“ segir Ólafur. „Kominn óþolandi pirringur í mann,“ segir Helga. „Vitaskuld var samt verst að þessi þrengsli og tætingur var farið að bitna á námsárangri" og þau segja ennfremur: „Við erum fyrst að sjá það núna hvað fyrri nemendur hafa farið mikils á mis við það að hafa ekki átt þess kost að skiptast á skoð- unum við nemendur úr öðrum ár- göngum, miðla reynslu og njóta daglegs samgangs við hverja aðra, eins og nú er mögulegt." Nýja húsnæði skólans þjappar ekki einasta saman fólkinu sem honum tilheyrir hverju sinni, heldur færir það líka nemendur og kenn- ara nálægt innsta leikhúskjarnan- um í Reykjavík. Þjóðleikhúsið er handan götunnar og það sem er meira: „Nú er ekki lengur langt upp í Lindarbæ," eins og Helga Hjörvar orðar það. Nemendaleikhúsið, vett- vangur fjórða árs nema LÍ, er svo gott sem komið á skólalóðina. -SER. Helga Hjörvar skólastjóri og Ölafur örn Thoroddsen tæknistjóri Ll saman komin I mat- sal skólans — og fyrrum samkomusal Landssmiðjunnar. Helga bendir í átt til vegg- skreytinga I salnum sem hún segir vera þær fyrstu sinnar tegundar í borginni. „Hér voru haldin knöll hjá Landssmiðjunni og segir sagan að eftir eitt af þeim hressilegri hafi einn starfsmaðurinn lokast hérna inni og drepið tímann með því að kúnstnera svona frábær- lega..." Smartmynd. Talía er gjarnan þýtt á íslensku sem hlaupaköttur, en svo er Ifka til önnur Thalía og sú er leiklistargyðjan. Ölafur örn stendur hér við gamlan hlaupakött Landssmiðjunnar sem kemur sér núna vel þegar flytja þarf leiktjöld frá verkstæði útí Lindarbæ — Nemenda- leikhús Li. KVIKMYNDIR Stórbrotiö Regnboginn: La notte di San Lorenzo (San Lorenzo nóttin). ★★★ ítölsk. Árgerð 1981. Framleiðandi: Giuliani de Negri. Leikstjórn/handrit: Paolo og Vittorio Taviani. Kvikmyndun: Franco di Giacomo. Tónlist: Nicola Piovani. Aðalhlutverk: Omero Antonutti, Margarita Lozano, Norma Martelli, Micol Guidelli o.fl. Þeir Taviani-bræður hófu leik- stjórnarferil sinn með gerð nokk- urra styttri heimildarkvikmynda á árunum 1954—59, og var það ekki fyrr en 1960, sem þeir gerðu fyrstu kvikmynd sína af fullri lengd. (L’Italia non é un paese oovera), þá 29 og 31 árs gamlir. Þekktustu verk þeirra til þessa eru San michele aveva un gallo (1971), Allonsanfan (1974) Padre Padrone (1977) og svo að sjálf- sögðu La notte di San Lorenzo, sem tryggði þeim bræðrum leik- stjórnarverðlaunin í Cannes 1982. Aðfaranótt 10. ágúst ár hvert kalla ítalir San Lorenzo nóttina og er það trú manna í Toscana-hér- aði, að ef þú verður vitni að stjörnuhrapi þá nótt, áttu þess kost að fá innstu ósk þína uppfyllta. Kvikmyndin er frásögn móður, er segir kornungri dóttur sinni frá ósk sinni eina slíka nótt í eigin barnæsku, og þeim atburðum í sögu ítölsku þjóðarinnar er henni tengdust. La notte di San Lorenzo byggir á sannsögulegum atburðum úr heimabæ þeirra Taviani-bræðra, San Miniato í Toscana-héraði. Árið 1944 voru þeir sjálfir 13 og 15 ára gamlir og lýsir kvikmyndin síð- ustu dögum stríðsins, eins og þeir komu þeim fyrir sjónir á sínum tíma. Það sem var afgerandi fyrir þá bræður, og sem jafnframt hefur sett djúp spor hvað varðar lífs- skoðun þeirra og pólitíska sann- færingu, var einkum sú staðreynd, að fram til stríðsloka höfðu þeir líkt og aðrir bæjarbúar San Miniato lifað mjög svo einangruðu lífi í smábæ, hvers hefðir og venj- ur... almennt félagslegt skipulag og siðferðismat var enn á miðalda- stigi. í stríðslok varð hins vegar gjörbylting á allri félagslegri að- stöðu bæjarbúa. Á einni nóttu tók tilveran slíkum stakkaskiptum, að ekkert varð aftur líkt því sem áður hafði verið. Skyndilega varð breyt- inga þörf... og umfram allt: Menn gerðu sér í fyrsta skipti grein fyrir því, að breytingar voru yfirleitt „mögulegar". Fasisminn, sem áð- ur hafði virst svo óhagganlegur, svo eðlilegur hluti... kjarni lífsins og tilverunnar var allt í einu (og s.a.s. á einni nóttu) að engu orð- inn. Sá lærdómur sem þeir Taviani-bræður drógu af þessari reynslu sinni var því: „Allt er í heiminum hverfult og tilveran því sífelldum breytingum undirorpin. Við getum sjálf haft áhrif til breyt- inga á forsendum lífsskilyrða okk- ar, en til þess þarf bjartsýni, ákveðni og hugrekki... og umfram allt: meðvitund um styrk samein- eftir Ólaf Angantýsson ingarinnar... sosíalismans." Árið 1944 eru Þjóðverjar og svartstakkar Mussolinis á undan- haldi undan herjum Banda- manna. Ibúar smábæjarins San Martino hafa safnast saman í kjall- ara eins af húsum bæjarins. Þau boð berast frá herstjórninni að þeim sé af „öryggisástæðum" gert að safnast fyrir í kirkjunni, því Þjóðverjar hafi ætlað sér að sprengja húseignir yfirlýstra anti- fasista í loft upp á undanhaldinu. Af fyrri reynslu treysta ekki allir þessum orðum herstjórnarinnar og skiptast því bæjarbúar í tvær fylkingar. Önnur kemur sér fyrir í kirkjunni, hin hyggst freista þess að læðast á brott í skjóli nætur. Um nóttina verður síðari hópurinn vitni að því er Þjóðverjar sprengja kirkju þeirra í loft upp. Kvikmynd- in fjallar síðan á einkar nærfarinn hátt um afdrif þessa ógæfusama fólks, gleði þess og sorgir á þessari ferð þess á vit frelsisins. OHÆTT er að minna lesendur á stórvirki Hjálmars R. Bárðarsonar, Fuglar íslands, þegar þetta fáir dag- ar eru fram að hámarki bókavertíð- arinnar. Bókin kom út fyrr á þessu ári og fékk frábæra dóma, enda er hér dýrgripur á ferðinni; fimmtán ára þrotlaus þolinmæðisvinna. Og efalítið verk sem verður talið meðal stóru afrekanna í íslenskri bókaút- gáfu á þessari öld. BÖÐVAR Guðmundsson skáld, kennari og trúbador var í Lista- póstsviðtali í vor í tilefni af nýút- kominni ljóðabók, en hann hefur síðastliðin þrjú ár setið í gleðibæn- um Björgvin við að kenna nprskum háskólastúdentum íslensku. í viðtal- inu bar Böðvar gestaþjóð sinni mið- ur vel söguna, m.a. sagðist hann ef- ast um að til væri leiðinlegri þjóð í heiminum, hann fagnaði þeirri stund í hvert sinn sem hann lyfti tá sinni af þvísa landi og gréti þegar hann setti hælana niður aftur. Þá sagði Böðvar orðrétt: „En þessi and- skotans halilújasöfnuður hér, út- lendingahatarar, smáborgarar sem eru hræddir við allt, bindindismenn sem þykjast vera frelsaðir og fari því til guðs allir saman, er sannfærður um að maður sjálfur fari til andskot- ans. Þetta er undarlegt fólk." En þar sem slatti af Norðmönnum er læs á voru máli og Helgarpóstur- inn er býsna útbreiddur þar sem annars staðar á Norðurlöndunum var viðtalið við Böðvar lesið upp til agna og framangreind ummæli hans þýdd frá orði til orðs í einu víð- lesnasta dagblaði Noregs, þessum ágætu frændum vorum til mikillar hrellingar og sárinda. BIRGITTA Spur, ekkja Sigur- jóns Ólafssonar myndhöggvara sýnir áfram fádæma þrautseigju í uppbyggingu á safni manns síns í Laugarnesi, þótt hún hafi storminn í fangið frá ríki og borg. Þeir aðilar hafa reynar sýnt minningu Sigur- jóns mikla óvirðingu með óþolandi skilnings- og áhugaleysi á list þessa frumherja í íslenskum skúlptúr. En Birgitta gefur sig ekki, hefur nú ný- lega sent frá sér árbók safnsins 1986. Þessi fyrsta árbók er helguð minningu listamannsins, og meðal efnis má nefna greinar eftir nokkra vini Sigurjóns, frumort kvæði eftir dönsku skáldin Hans Melbjerg og Susanne Lyngborg við nokkrar myndir Sigurjóns og annarra ís- lenskra listamanna og grein eftir danska listfræðinginn Peter Eriksen um umdeildar myndir Sigurjóns á Ráðhústorginu í Vejle á Jótlandi. Bókin er 84 blaðsíður og hana prýð- ir fjöldi ljósmynda. Hún er jafnt á dönsku og íslensku. HELGARPÓSTURINN 33

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.