Helgarpósturinn - 27.11.1986, Blaðsíða 48

Helgarpósturinn - 27.11.1986, Blaðsíða 48
Þ egar litiö er á væntanlega dagskrá ríkissjónvarpsins í jóia- mánuðinum er ljóst að stofnunin ætlar að taka samkeppnina við Stöd 2 alvariega. Margt úr fram- leiðslu innlendrar dagskrárgerðar er ekki einasta forvitnilegt, heldur virðist svo sem erlent efni fari mjög batnandi. Auk nýrra og margra verðlaunaðra sjónvarpsmynda og fræðslumynda er vert að benda á kvikmyndir á borð við Sting og On Golden Pond. Þrjár íslenskar kvik- myndir fá inni í dagskránni í des- ember, Gullsandur Ágústs Guð- mundssonar, Með allt á hreinu sama leikstjóra ásamt Stuðmanna- genginu (sennilega besta íslenska gamanmyndin til þessa) og barna- mynd Þráins Bertelssonar um tvíburana hennar Guðrúnar Helgadóttur, Jón Odd og Jón Bjarna. Þá verður leikrit Nínu Bjarkar Árnadóttur, Líf til ein- hvers, frumsýnt á jóladagskrá sjón- varpsins í leikstjórn Kristínar Jó- hannsdóttur, en Guðlaug María Bjarnadóttir leikur þar helsta hlut- verkið. Innlenda fræðsiuþætti á borð við Mývatn Magnúsar Magn- ússonar, sögu Korpúlfsstaða og Silfursmíði má jafnframt nefna, auk viðtalsþátta við Megas, Krist- in Hallsson og Halldór Laxness, sem Hrafn Gunnlaugsson talar við. Skáldið á Gljúfrasteini hefur og fallist á að lesa fimmtán mínútna smásögu úr eigin smiðju á aðfanga- dagskvöld, klukkan ellefu — og er eflaust að margir hlakka til þess kvölds, þó ekki sé nema af þeirri ástæðu . .. |£ ■ ^kratar á Vestfjörðum efna til prófkjörs um heigina. Sighvatur Björgvinsson og Karvel Pálma- son berjast um fyrsta sæti á lista Alþýðuflokks vestra. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður flokks- ins, hefur lýst yfir stuðningi við Karvel, en þeir funduðu saman á Hólmavík í síðustu viku. Björn Ingi Bjarnason, kosningastjóri Karvels í Reykjavík var með í förinni. Fjand- skapur Jóns Baldvins og Sighvatar er ekki nýr af nálinni, en þrátt fyrir hann vakti stuðningur Jóns Bald- vins við Karvel óskipta athygli. Þótti alþýðuflokksmönnum vestra að formaður ætti ekki að blanda sér í baráttuna með þessum hætti. En meiri athygli hefur það vakið, að eiginkona Jóns Baldvins, Bryndís Schram beitir sér nú óspart í utan- kjörstaðaatkvæðagreiðslu krata á Vestfjörðum. . . u ndirbuningur fyrir næstu Listahátíð og þá sérstaklega fyrir væntanlega Kvikmyndahátið í maí- mánuði á næsta ári hefur gjörsam- lega legið í lamasessi eftir að fráfar- andi stjórn Listahátíðar lét af störf- um. Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra hefur enn ekki skipað formann í nefndina, en það er ríkið sem skipar formanninn í ár, en Reykjavíkurborg varafor- manninn. Nú heyrum við að Sverrir sé að velta fyrir sér að skipa Jón Þórarinsson, tónskáld og fyrrum yfirmann Lista- og skemmtideildar sjónvarpsins sem formann Listahá- tíðar og að Davíð Oddsson hafi hug á að koma Brynjólfi Bjarna- syni framkvæmdastjóra Granda að sem varaformanni Listahátíðar. Við sjáum til hvað gerist.. . KJOTMIÐSTOÐIN Sími 686511 Laugalæk 2 Svínahamborgarhryggur með beini 490.- kr. kg Svínahamborgarhryggur beinlaus 735.- kr. kg Svínahamborgarreykt iæri með beini 290.- kr. kg (frí úrbeining) Svínahamborgarreyktur bógur með beini 285.- kr. kg (frf úrbeining) Svínahamborgarreyktur hnakki beinlaus 477.- kr. kg 1/1 og 1/2 ný svínalæri aðeins 275.- kr. kg (frf úrbeining) 1/1 og hringskornir nýir svínabógar 270.- kr. kg (frf úrbeining) Sértilboð: Lambahamborgarhryggur 275.- kr. kg London lamb (frábært úrbeinað læri) 395.- kr. kg Hangikjöt á heildsöluverði Úrbeinað hangilæri 545.- kr. kg Úrbeinaður hangiframpartur 445.- kr. kg Ennþá lambaskrokkar á 179 kr. kg rúllupylsa fyrir slög. 1/2 nautaskrokkar 249 kr. kg Nautalæri 310 kr. kg Nautaframpartar 201 kr. kg Frágangur innifalinn. Ennbá filboðsverð, birgðir fakmarkaðar Póstsendum um aiH land Opið til kl. 8 í lcvöld 09 laugardag 7-16 Verið velkomin m

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.