Helgarpósturinn - 27.11.1986, Blaðsíða 20
eftir Þórhall Eyþórsson
mynd Jim Smart
FYRR HENGI ÉG MIG
í EIGIN BINDI EN AÐ ÉG
LÁTI GRÍPA MIG BINDIS
LAUSAN i ÚTSENDINGU
Guðni Bragason telst til þessa umhugsunarverða hóps affólki sem sjón-
varpsáhorfendur eiga von á heim í stofu sex kvöld vikunnar. Sem frétta-
maður með erlendar fréttir þykir hann málefnalegur í umfjöllun, skýr í
framsetningu á fréttaefni og yfirvegaður í fasi. Hann býr yfir þeim eigin-
leika sem skiptir sköpum fyrir sjónvarpsfréttamann: áhorfendur fá um-
svifalaust á tilfinninguna að þeirgeti treystþví sem hann segir. Klœðaburð-
urinn undirstrikarþessa tilfinningu, en hann mótast af hæfilegu samblandi
afíhaldssemi og sundurgerð. Guðni hefur augljóslega gott vald á sjónvarpi
sem fréttamiðli; strax þegar hann birtist í fyrsta sinn á skjánum var eins og
hann hefði aldrei gert annað. En þetta er aðeins ein hliðin. . .
Það eru fleiri hliðar á Guðna Bragasyni. Og ég er ekki viss um að þeim
sem þekkja hann vel þyki mest varið í þá hnökralausu hlið á honum sem
snýr að sjónvarpsáhorfendum. En hvernig maður er hann? Sjálfur segist
hann vera forstokkaður íhaldsmaður í einkalífi. ,,Horfi til dæmis aldrei á
kvikmyndir nema ég hafi séð þœr áður og umgengst aðeins þá sem ég hef
þekkt síðan í menntaskóla." — En hvers vegna lá leiðin í fréttamennsku?
„Ég segi oft frá því að áhugi minn á frétta-
mennsku hafi fyrst vaknað þegar ég las sögurn-
ar hans Egons Erwins Kischs um fréttamennsk-
una í Prag á millistríðsárunum. Hann segir til
dæmis frá blaðamanni Kaþólska blaðsins, sem
alltaf lagði lykkju á leið sina heim eftir vinnu
framhjá glugga þar sem lítið barn var jafnan að
leika sér. Blaðamaðurinn gerði allt sem hann
gat til þess að vekja athygli barnsins í von um að
á endanum félli það út um gluggann — og hann
yrði fyrstur með fréttina. Ég hafði dálítið gaman
af þessari sögu, eins og flestum sögum eftir
Kisch, sem aldrei gat stillt sig um að ýkja og
skrumskæla. Hann átti víst stærsta bókasafn í
Evrópu um glæpi og myrkraverk."
ALLT NEMA ÍÞRÓTTIR. . .?
Þegar Guðni Bragason byrjaði að vinna á
fréttastofu sjónvarps síðasta vetur hafði hann
verið við nám í útlöndum á áttunda ár. Eftir
stúdentspróf frá fornmáladeild Menntaskólans í
Reykjavík vorið 1977 hélt hann utan til náms í
Múnchen í Vestur-Þýskalandi og síðar til New
York. „Mér finnst það hjálpa mér mjög í starfi
mínu sem fréttamaður erlendra frétta að hafa
dvalið iangdvölum í Evrópu og vestanhafs," seg-
ir Guðni. „Óneitanlega var maður í nálægð við
fréttnæma atburði. Til dæmis, þegar ég kom til
Múnchen var hryðjuverkaaldan að fjara út og
vestur-þýska lögreglan að skjóta síðustu terror-
istana af gömlu kynslóðinni. í kjölfarið fylgdi
svo það sem Þjóðverjar kalla „die Wende", eða
umskiptin írá stjórn jafnaðarmanna til kristi-
legra dem' ;rata, svo og uppgangur umhverfis-
verndarmanna, græningjanna."
Guðni var fimm ár í Múnchen og nam þar í
fyrstu bókmenntir og leikhúsfræði, en síðan fjöl-
miðlafræði. Einhverju sinni hitti ég í Múnchen
einn kennara Guðna í bókmenntafræði, Hart-
mut Zelinski að nafni, sérfræðing í nýrómantík
og expressíónisma, doktor í austurlenskum
áhrifum á Hugo von Hofmannsthal, með horn-
spangargleraugu og í apaskinnsjakka; lét hann í
ljós hryggð sína vegna þess að eftirlætisnem-
andinn hefði snúið við sér baki en ánetjast fjöl-
miðlafárinu í staðinn og ýjaði að því að þar hefði
vænn biti lent í hundskjafti.
— Hvad œtli hafi valdib þessari vendingu,
Guöni?
„Það er mjög stutt á milli bókmennta og
blaðamennsku, og af ýmsum ástæðum kom
aldrei annað til greina en að ég legði fyrir mig
skriffinnsku af einhverju tagi. í Múnchen var ég til
að byrja með aðallega í því sem kalla mætti al-
mennar samanburðarbókmenntir, þar sem
fremur var lögð áhersla á tengsl bókmennta við
aðrar listgreinar og stjórnmál en textagrein-
ingu, og einnig á samsvaranir á milli landa og
tungumála. En ég komst fljótt að því að ég hafði
litla eirð í mínum beinum til þess að verða stúdí-
ósus ævilangt, sérstaklega eftir að ég var farinn
að skrifa ritgerðir hjá honum Zelinski um
obskúra höfunda á borð við Josef Súdfeld, sem
vegna lífsskoðunar sinnar kallaði sig Max
Nordau, eða Jakob van Hoddis. . . Hins vegar
hentar fréttamennska mér vel, því að það er
ekkert undir sólinni sem ég get ekki hugsað mér
að skrifa um — nema ef vera skyldi íþróttir."
Minnugir kunningjar Guðna gleyma því þó lík-
lega seint þegar hann — já, einmitt hann! — tók
öllum á óvart að senda frá Múnchen íþrótta-
pistla fyrir Vísi og útvarpið.
„Þessi fótboltaskrif mín voru eins og hver önn-
ur handavinna til þess að afla mér lífsviðurvær-
is. En guð minn góður, aldrei komst ég að því út
á hvað leikurinn gekk!“
YS OG ÞYS ÚT AF LURKUM OG
GRÁ RÚLLUKRAGAPEYSA
„En sem betur fer er Múnchen ekki bara
Bayern Múnchen," segir Guðni sposkur á svip,
„heldur núna — og hefur löngum verið — mesta
menningarborg Þýskalands, borg Tómasar
Manns, Stefans Georges og auðvitað Wagners,
Richards Strauss og Carls Orffs, svo að einhverjir
séu nefndir. Borgin hefur alltaf verið mjög póli-
tísk. Þar á Adolf sínar söguslóðir, eins og fanga-
búðirnar í Dachau bera enn vitni um. Og
Múnchen er háborg Franz Jósefs Strauss, en
hann á margt sameiginlegt með Ronald Reagan,
eins og það að vera óhemju vinsæll á meðal
samlanda sinna þrátt fyrir vafasama pólitík.
Engu er líkara en þeir geti hvor með sínum hætti
hitt Iandsmenn í hjartastað."
Mörgum þótti koma í Ijós ný hlið á Guðna
Bragasyni fréttamanni þegar einhver missti það
út úr sér að hann hefði samið texta á plötu Hilm-
ars Oddssonar Eins og skepnan deyr. Lagið „AIl-
ur lurkum laminn" varð ein vinsælasta dægur-
flugan hér um skeið í meðförum hins harða
tappa Bubba Morthens. „Þetta var ys og þys út
af engu,“ dæsir Guðni þegar ég rifja upp fyrir
honum hans eigin textagerð, „og allt saman á
misskilningi byggt. Textinn er ekkert síður eftir
Hilmar en mig. En hitt er annað mál að ég og fé-
lagar mínir á fréttastofunni höfðum gaman af
þessu. Fólki hættir til að ganga út frá því sem
vísu að flestir menn séu fagidjdtar. Sem betur fer
er það rangt. Sjáðu til dæmis Sonju Jónsdóttur,
einn vandaðasta fréttamanninn á sjónvarpinu;
hún er söngkona!"
En þó að Guðni sé einhverra hluta vegna gjarn
á að eyða öllu tali um spretti á skáldfáknum stoð-
ar hann ekki að sverja fyrir að hann var gust-
mikið skólaskáld á menntaskólaárunum, forseti
Listafélagsins og í grárri rúllukragapeysu, sem
hver sænskur bókmenntafræðingur hefði getað
verið fullsæmdur af. Ég spyr hann hvort hann
yrki ekki enn, þótt ekki sé nema í laumi.
„Biddu fyrir þér!“ er svarið við þessari að-
dróttun. „Þegar ég kem heim eftir tólf til fimm-
tán tíma vaktir á fréttastofunni get ég ekki hugs-
að mér að setjast við ritvélina eða tölvuna, eins
og mér er sagt að metsöluhöfundar geri nú til
dags. Eg er reiðubúinn að gera allt annað, jafn-
vel að veiða lax. Ég verð að viðurkenna að ég
hef dálítinn komplex vegna þess að ég hef ekk-
ert áhugamál. Stundum hyggst ég þó reyna að
bæta úr þessu og stekk þá til að mynda á skíði,
sem venjulega endar með skelfingu, því ég verð
alltaf einhvern veginn annars hugar þegar ég er
að renna mér niður brekkurnar. . . Mér gengur
semsé illa að þroska með mér heilbrigð áhuga-
mál. Ég nenni varla að lesa bækur lengur. í vetur
er leið var ég búinn að lesa allan Evelyn Waugh,
og er þá meðtalið bréfasafnið, en bréfin skrifaði
hann á kvöldin þegar hann var orðinn drukk-
inn, og dagbækurnar, en þær skrifaði hann á
morgnana þegar hann var timbraður. Geturðu
hugsað þér betra verkefni fyrir samanburðar-
bókmenntafræðing? Eftir þetta tók ég til við
Alec Waugh, bróður Evelyn, og loks Auberon
Waugh, son hans, og nú hef ég ekkert Iengur að
lesa.“
PRÓFVERKEFNI UM
HEIMSSÖNGVARA
Haustið 1983 hélt Guðni til New York til fram-
halds þar námi sínu í fjölmiðlafræði. Reyndar
vill hann heldur kalla það blaðamennsku, því
hann segist frábitinn því að stunda rannsóknir á
fjölmiðlum. „Ég hef einfaldlega engan áhuga á
slíku, og valdi mér því New York-háskólann, en
fjölmiðlafræðideildin þar er mjög praktísk. Ég
fékk þjálfun í að skrifa fyrir hvers konar fjöl-
miðla, en borgin sjálf var vettvangur námsins.
Fljótlega eftir að ég byrjaði í námi í New York
komst ég í hóp stúdenta sem setti saman reglu-
legan fréttaþátt fyrir sjónvarpsstöð í borginni,
sem kaliast WNYC. Á meðal fréttaefnis sem ég
gerði fyrir þáttinn var viðtal við Willy Brandt
sem þá sótti ráðstefnu hjá Sameinuðu þjóðun-
um. íslendingar komu einnig fram í þessum
fréttaþáttum. Ólafur Ragnar Grímsson var þar
vegna ráðstefnu sem samtök hans, Parliamen-
tarians Global Action, héldu í New York, og
Kristján Jóhannsson óperusöngvari, sem þá var
byrjaður að syngja um öll Bandaríkin."
Seinna varð MA-verkefni Guðna einmitt heim-
ildarkvikmynd um Kristján, nokkurs konar svip-
mynd af lífi og starfi söngvarans í Bandaríkjun-
um. Hún var aðallega tekin í New York, en þar
hefur Kristján nú slegið í gegn svo sem kunnugt
er — sungið í New York City óperunni, og Metró-
pólítan er næst. Myndin um Kristján var sýnd í
íslenska sjónvarpinu í fyrrahaust.
Guðni segir að sér hafi þótt ákaflega skemmti-
legt að vinna að þessari mynd, enda hafi hann
alltaf verið mikill áhugamaður um óperu. Þess
má geta hér að bróðir Guðna, Sigurður Braga-
son, er baríton-söngvari og hefur verið við nám
í Mílanó. En hvaða augum lítur Guðni fyrrum
viðfangsefni sitt, Kristján Jóhannsson?
„Hann hefur stórkostlega persónu og er sá ís-
lendingur á tónlistarsviðinu sem lengst hefur
náð. Það sem mér finnst þó aðdáunarverðast í
fari Kristjáns er að hann hugsar eins og atvinnu-
maður á heimsmælikvarða."
EKKI BARA KÓK OG
CAMPBELLSSÚPA
Guðni veltir vöngum nokkra hríð og bætir svo
við: „Það er kannski veran í New York sem hefur
innrætt mér virðingu fyrir atvinnumennsku og
fagmennsku. Þar er hraði og kraftur svo mikill
að manni þykir stundum nóg um. Borgarstjór-
inn í New York, Ed Koch, sagði eitt sinn í viðtali
að í New York gengi fólk hraðar, talaði hraðar og
hugsaði hraðar en annars staðar, og ef það væri
ekki svona fyrir, þá tileinkaði fólk sér þetta
strax."
—• Þú ert mjog hrifinn af Bandaríkjunum?
„Sjáðu til: I Evrópu, ekki síst í Þýskalandi, er
ákaflega landlæg andúð á Bandaríkjunum, rétt
eins og á meðal margra íslenskra mennta-
manna. Mér þykja þessir fordómar næsta lág-
kúrulegir, enda verður þeirra oft vart hjá fólki
sem hefur aðeins yfirborðsþekkingu á Banda-
ríkjunum, og sér eingöngu í þeim þessi tákn sem
við könnumst öll við, kóka-kóla og Campbells-
súpudósina; þetta er svo látið nægja til þess að
fordæma Bandaríkin sem neyslusamfélag og
fyrir múgmenningu. En drottinn minn dýri, mál-
ið er ekki svona einfalt. Bandaríkin eru heil
heimsálfa, þar sem getur að finna allt það
versta, en einnig allt það besta í mannlegu sam-
félagi. í New York eru til dæmis stórkostlegustu
söfn í heimi og hvergi eru settar upp betri leik-
og óperusýningar; en á hinn bóginn er því ekki
að neita að þar verður maður jafnframt vitni að
mikilli eymd og hryllilegum aðstæðum fólks. í
Bandaríkjunum er mjög ríkjandi það viðhorf að
hver sé sjálfum sér næstur, og ef einhver verður
undir, þá bara sorrí. .
— .. .Stína! En mi bjóstu í Greenwich Village:
var það ekki gaman?
„Það er þannig með þessi hverfi sem einu
sinni voru talin skemmtileg að þar búa nú bara
lögfræðingar, læknar, prestar, eins og til dæmis
í Greenwich Village, sem bítnikkarnir gerðu
frægt. Sama gildir um Schwabing í Múnchen,
Latínuhverfið í París og Trastevere í Róm. Maður
er og verður túristi á svona stöðum. Eitt af fáum
oríginal borgarhverfum sem ég hef komið til er
Ermita-hverfið í Manilla á Filippseyjum. Það býr
enn yfir upprunalegum þokka, og þar er sér-
staklega góður skemmtistaður sem heitir
Hobbit House. Eigendur hans, þjónar og
skemmtikraftar eru allt saman mjög smávaxið
fólk, ég meina dvergar. Ákaflega sérkenni-
legt...“
— íhugum margra erNew York mesta glœpa-
borg sem til er. Varðstu aldrei fyrir neinu óþœgi-
legu þar?
„Flestir sem hafa dvalist í New York hafa frá
einhverri óþægilegri reynslu að segja. Ég hef
verið heppinn og aðeins einu sinni verið rænd-
ur. Það var í einhverju vafasömu hverfi að ég var
að kanna næturlífið við annan mann, þegar að
okkur réðust tíu litlir negrastrákar og hirtu af
okkur þá dollara sem við vorum ekki búnir að
eyða. Annars venst maður því fljótlega að búast
við hinu versta af nágrönnum og vegfarendum,