Helgarpósturinn - 27.11.1986, Blaðsíða 42

Helgarpósturinn - 27.11.1986, Blaðsíða 42
AFKVÆMI Greinilegar viöhorfsbreytingar meðal framhaldsskólanema ÓÐARINNAR Er þetta uppa-raus ekki oröiö dálítiö þreytt, aö hampa og einblína á ungt fólk á upp- leiö eftir metoröastiga tœknikrataþjóöfélagsins, blint á hámanísk gildi, hugsandi ein- göngu um eigiö skinn, troöandi hvert á annars tœr í vaxandi samkeppni í háskólakerfi og atvinnulífi sem vegsamar „hagnýt" gildi en telur fremur fánýtt aö gera útámiö bók- mennta og heimspeki? Er nippabrandarinn ekki oröinn dálítiö þreyttur líka: aö gera grín aö '68 kynslóöinni svokölluöu sem enn streitist viö aö vinna „óaröbœr“ störftil dœmis í mennta-, menn- ingar- og félagsmálageiranum þrátt fyrir aö þau eru harla lítils metin á vogarskálum markaöshyggjunnar? Hvaö líöur börnum '68 kynslóöarinnar sem nú eru farin aö flykkjast inn í framhalds- skólana?Eru þau virkilega líkleg tilaö fylkja liöi í viöskiptafræöina, sólbrún ogsmart, í fótspor uppanna, eöa hafa umbótasinnaöir og róttœkir foreldrar þeirra gertþau víö- sýnni og húmanískari? Nú veröur reynt aö gefa einhver svör viö þessum spurningum. Til að setja umfjöllun þessari einhver mörk verður einkum svipast um í Há- skólanum þar sem tæplega 2000 manns hefja nám á ári hverju, og framhaldsskólum höfuðborgarsvæðisins en nú er svo komið að u.þ.b. 80% hvers árgangs leita þar inn- göngu. Svipumst fyrst um innan veggja Háskólans þar sem aðsókn hefur mjög aukist í „arðbærum" greinum á borð við viðskipta-, tölvu- og lögfræði. MEIRI BLÖNDUN í HÁSKÓLA- DEILDUM Salvör Nordal stundar nám bæði í heim- speki og viðskiptafræði. Hún segist telja að nú sé blandaðra fólk í hinum einstöku deildum en áður var. „Þá fóru allir streitarar í lögfræði eða viðskiptafræði, en nú er þar alls konar fólk," segir Salvör. „Áður leit rót- tækt fólk ekki við þessum greinum, þótti þær hreinlega hallærislegar, og flykktist í húmanísku greinarnar. Nú virðist mér að fólkið sé blandaðra í öllum deildum auk þess sem konum hefur víða fjölgað stórlega." Þá taldi Salvör að hertar námslánakröfur og aukin samkeppni á atvinnumarkaði hefði gert það að verkum að háskólanemendur hefðu gjarnan mjög ákveðnar skoðanir á því hvað þeir ætli sér með námi sínu. Þeir væru svo sannarlega ekki í Háskólanum til að lifa og leika sér, eða auka sér víðsýni almennt séð, heldur til að stefna að ákveðnu starfi. Hún hefur jafnframt orðið vör við að yngra fólk sé farið að skipuleggja líf sitt í ríkara mæli en áður tíðkaðist, og hefði þá lífsmynstur þeirra sem nú eru á milli þrítugs og fertugs sem víti sér til varnaðar, semsé að lítt fýsilegt sé að lenda í húsnæðisbasli með tíu ára skuldahala, í tvöfaldri vinnu og 42 HELGARPÓSTURINN kannski engan til að passa börnin. „Það er ekki mikið látið með fjölskyldulíf í mínum hópi,“ segir Salvör. „Enginn tekur það til sín þótt barneignum hér hafi fækkað ískyggi- lega rnikið." Mikið hefur verið rætt og ritað að undan- förnu um dvínandi áhuga yngra fólks á pólitík, a.m.k. flokkspólitík. Salvör segist taka undir það, í háskólapólitíkinni séu miklu minni öfgar en áður, ékki eins afgerandi skoðanir; fólk sé skiljanlega orðið þreytt á þessum gömlu flokkspólitísku jálkum. Þess í stað hugsi fólk t.a.m. meira um mataræði og heilsu, íþróttir og útlitið. Auðvitað skemmti fólk sér og detti í það af og til en það sé ekki Málið. Það sé púkalegt að vera djammari og lifa fyrir liðandi stund. VAXANDI MIÐJUMOÐ í HÁSKÓLANUM Stefán Ólafsson lektor í félagsvísindadeild tók í svipaðan streng og Salvör hvað varðar lífsskoðanir háskólanema. Honum þykir þó afar villandi að tala um hægri sveiflu í því sambandi: „í skoðanakönnunum Félagsvísinda- stofnunar höfum við gert talsvert af því að bera saman gildismat kynslóðanna, viðhorf þeirra til ólíkra mála. Þá kemur i ljós að vinstri bylgjan upp úr ’68 hefur haft mjög afgerandi áhrif til viðhorfsmótunar, en þessi svokallaða hægri bylgja sem fylgdi í kjöl- farið er ekkert meira til hægri en fólk hefur almennt verið áður fyrr" segir Stefán. „Þegar borin eru saman viðhorf ólíkra aldurshópa til t.d. fóstureyðinga, vændis, samkynhneigðs fólks, Ieyfis til einkarekstrar skóla og sjúkrahúsa kemur í ljós að þetta svokallaða unga hægri fólk er ekkert meira til hægri en hinn venjulegi íslendingur á aldrinum 40—70 ára. Vinstri sveiflan sker sig úr en kynslóðin sem fylgdi í kjölfarið er bara svona ósköp normal. Nýir kjósendur eru t.d. ekkert innstilltari á Sjálfstæðis- flokkinn en hinir eldri." Því ályktar Stefán Ólafsson sem svo að ný hægri vídd sé ekki komin til sögunnar, heldur einungis afturhvarf til þess sem var áður en vinstri bylgjan skall á. „Yngra fólk hugsar meira um eigið skinn, neyslu og starfsframa, heldur en það að bjarga heiminum," segir hann. „Fólk vill bara eignast sitt húsnæði og fá að vera þar í friði.” Þá segir hann að þeir háskólanemendur sem telji sig vinstra megin í pólitík séu ekki eins dogmatískir og áður var, t.d. hvað varðar einkarekstur. Mörkin á milli vinstri og hægri séu orðin býsna fljótandi nema hjá frjálshyggjumönnum sem séu í raun örfáir. Eiginlega sé þetta óskapiega litlaust miðjumoð. Stefán segir aðsókn nemenda í félags- vísindadeild mjög mikla sem að einhverju leyti megi skýra með því að hún hafi fengið hagnýtara yfirbragð, einkum eftir að Félags- vísindastofnun kom til sögunnar en hún sé viðurkennd stofnun alls staðar í þjóð- félaginu. Nemendurnir í deildinni séu mjög blandaðir, allt frá kommatýpum og alveg yfir í frjálshyggjukrakka. Aður hefði fólk einkum farið í deildina af pólitískum áhuga en nú væri framtíðaráhugi í víðum skilningi það sem réði þessu námsvali. Þá kom fram hjá viðmælendum blaðsins í tengslum við háskólastigið að yfirvöld menntamála hefðu svert um of húmanísku greinarnar þannig að fólk væri farið að forðast þær. Það kemur m.a. fram í því að margir eru vantrúaðir á að þeir geti náð valdi á veröldinni í kringum sig með auknum þroska og víðsýni, en einblíndu þess í stað á að kýla á eitthvert „hagnýtt" nám í hvelli. Það viðhorf gæti ekki annað en flokkast undir dæmigerðan tækniskóla- hugsunarhátt. Ýmsar húmanískar greinar væru varla kennsluhæfar sem stendur, t.d. mættu innan við tíu manns til leiks í haust í uppeldisfræði til BA-prófs. Þarna speglaðist náttúrulegá m.a. umræðan um lág laun kennara. Af því sem hér hefur komið fram má e.t.v. draga þá ályktun að háskólanemar hugsi fyrst og fremst um hagnýtt gildi náms og starfs, að ljúka námi sem fyrst og komast í sæmilega launað starf áður en þeir hella sér út í húsnæðisbasl og barneignir, hugsi jafn- framt um eigið skinn með því að gæta sín í mataræði og heilsurækt en hafi lítinn áhuga á flokkapólitík. En hvað líður framhalds- skólanemum, skyldu einhverjar viðhorfs- breytingar vera í aðsigi í þeirra hópi? HP leitaði svara hjá nokkrum kennurum sem hafa kennt undanfarinn áratug eða svo við MH. FRAMHALDSSKÓLANEMAR I JAFNVÆGI Fyrst varð fyrir svörum Gudrún Hannes- dóttir félagsfræðikennari og námsráðgjafi. Hún taldi að núverandi nemendur MH væru upp til hópa mjög jákvæðir og vandamála- lausir, tiltölulega frjálslegir í umgengni og fáir skæru sig úr. Hún telur þá raunsærri en fyrir nokkrum árum síðan. Þá hefði verið meira um uppreisnartilhneigingar, t.d. að menn mættu ekki í tíma í mótmælaskyni við mætingarreglurnar: „Ég hef á tilfinningunni að margir þeir sem nú taka þátt í mælskukeppnunum af kappi hefðu lent í einhvers konar uppreisn fyrir nokkrum árum. Það eru framfærnir krakkar með munninn fyrir neðan nefið, sem geta öðlast viðurkenningu annarra á þessum vettvangi." Þá segir Guðrún að nemendur séu í ríkara mæli praktískt þenkjandi varðandi náms- og starfsval, velti fyrir sér í ríkara mæli hvað komi sér vel í framtíðinni. En á síðasta námsári gætu þau allt eins skipt um skoðun og sagt við sjálf sig: Nú geri ég bara það sem mig langar mest til að gera, burt- séð frá því hvort það er hagkvæmt eða ekki. Nemendur væru líka praktískir að því leyti að rúmlega helmingur þeirra vinnur með skólanum, til að vera aðstandendum sínum ekki til byrði og til að öðlast meira sjálfstæði. „Það sorglega er aftur á móti að ýmsir ráða alls ekki við framhaldsskólanám þó að þau hafi fengið svokallaða lágmarkseinkunn upp úr grunnskóla," segir Guðrún. „Á nemendunum sér maður hvernig skilin í þjóðfélaginu skerpast æ meir og þá einkum varðandi menntun foreldra, þann stuðning og uppörvun sem þeir veita börnum sínum sem veganesti í skólann. Slíkt er orðið að félagslegum arfi eins og annað. Það er mjög átakanlegt að horfa upp á þann trúnaðar- brest sem skapast milli margra nemenda og foreldra þeirra. En það er afar lítið um að þeir krakkar álasi foreldrum sínum. Þau geta gengið ótrúlega langt í því að finna skýringar og afsakanir fyrir foreldra sína, sýnt þeim alveg ótrúlegt umburðarlyndi.”

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.