Helgarpósturinn - 27.11.1986, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 27.11.1986, Blaðsíða 15
Heilbrigöisstéttirnar endurskoöa afstööu sína til dauöans og krefjast þess aö kerfiö geri þaö einnig að vera viðstadda í viðtölum okkar við sjúklinga, sérstaklega þegar við erum að segja þeim frá því hvernig meðferðinni verður háttað. Það er auðvitað mikið áfall að fá slíkar fregnir og þegar fólk er í þess konar ástandi, vill obbinn af því sem við segjum því fara fyrir ofan garð og neðan. Þess vegna er það gott ef nánasti aðstandandi er þarna líka. Þar að auki hefur maður sjaldan jafnmikla þörf fyrir ástvini sína og þegar maður stendur frammi fyrir fréttum um illræmdan sjúkdóm." — Fékkstu þjálfun í því sem snýr ad daudanum og dauövona sjúkl- ingum í þínu sérnámi í Svíþjóð? ,,Það var ekki hluti skyldunáms- ins, en þó var boðið upp á slík val- námskeið. Maður fær síðan óhjá- kvæmilega þjálfun í starfi. Sumum læknum finnst sínu hlut- verki hins vegar lokið, þegar sjúk- dómurinn er kominn á lokastig. Þessu er ég innilega ósammála. Hlutverk læknisins heldur meira að segja áfram eftir dauða sjúklingsins, því þá þurfa aðstandendur hans styrk og hjálp á meðan þeir komast yfir erfiðasta tímabilið. Kerfið gerir samt sem áður ekki ráð fyrir þessu, frekar en ýmsu öðru í sambandi við umönnun dauðveiks fólks. Ríkið ýtir líka undir þetta með því að launa lækni sem skoðar eyru tíu sjúklinga á klukkustund margfalt meira en þann, sem situr í klukku- tíma og talar við krabbameinssjúkl- ing í sálarstríði hans. Finnst mönn- um þetta eðlilegt? Það er sífellt mið- að við hvað þú sinnir mörgum sjúkl- ingum, ekki hvað þú ert að gera fyr- ir þá. Þess vegna virkar kerfið ekki hvetjandi fyrir lækna í þá átt að sinna hverjum og einum meira en nú er gert. Þetta er sorgleg stað- reynd, sem endurspeglar afstöðu samfélagsins til vinnu og launa. Það er magnið sem gildir." SJALDAN BEÐIÐ UM PREST — Erum vid íslendingar langt á eftir öörum þjóðum hvað þetta varðar? „Við erum aftarlega á merinni hvað varðar umræðu um dauðann — þessa óhjákvæmilegu afleiðingu lífsins. Hér er umræða um þessi mál ekki almenn. Vonandi verður fund- urinn á sunnudaginn til þess að vekja einhverja til umhugsunar." Hvað með hlut sjúkraliða / um- önnun dauðveikra sjúklinga? Ég tók eftir því, að það á enginn sjúkraliði að tala á ráðstefnunni. „Sjúkraliðar gegna vissulega stóru hlutverki, sem alls ekki má vanmeta. Fyrirlesararnir eru hins vegar allflestir á einhvern hátt sér- menntaðir eða sérþjálfaðir í umönn- un sjúklinga með ólæknandi sjúk- dóma og ætli það sé ekki ástæðan fyrir því að enginn sjúkraliði er þar á meðal." — Biðja sjúklingar oft um prest, þegar dauðinn nálgast? „Nei, mjög sjaldan. Það hefur lík- lega skeð tvisvar á mínum ferli, að því er mig minnir. En það er kannski Bryndfs Konráðsdóttir, hjúkrunarfræð- ingur: „Læknarnir eru oft uppi á stalli og sjúklingarnir kunna ekki við að spyrja þá út úr." líka mér að kenna. Ég hef ef til vill ekki hugað nægilega að þeirri hlið. Trúin er hins vegar stór þáttur í lífi margra og það er mjög nauðsynlegt að hafa presta með í hópi, sem sinn- ir dauðvona sjúklingum." — Ert þú sammála kenningum Kúbler-Ross um stigin fimm, sem dauðvona sjúklingar ganga í gegn- um? „Þau eru afskaplega mikil einföld- un, enda er Ross e.t.v. ekki mikill vís- indamaður. Hún hefur hins vegar unnið mikið og ómetanlegt afrek með starfi sínu — hún hefur hrein- lega alið okkur upp í þessum fræð- um.“ ÞJÁNINGARLEYSI ER MARKMIÐIÐ — En Sigurður, er raunverulega hœgt að sjá til þess að allir sjúkling- ar séu kvalalausir fram í andlátið? Eru þeir þá ekki bara í meðvitund- arlausu dái? „Það er hægt að láta langflestum líða vel, þrátt fyrir verkina t.d. með morfíngjöfum. Fólkið finnur fyrir aukaverkunum, en það er eins og sálin geti eftir nokkurra daga aðlög- un hafið sig upp yfir þær. Sálin stillir sig eiginlega ofar — ofan við auka- verkanirnar. Sjúklingnum getur þá liðið vel, þrátt fyrir allt, og getur jafnvel verið heima með sínum nánustu og átt með þeim ómetanlegar stundir. Það er einmitt markmiðið: Að sjúkling- urinn geti notið hverrar stundar sem hann á ólifaða og að hann þurfi ekki að þjást. Lyfsalarnir svitna Sigurður Árnason læknir: „Læknar og aðrir eiga erfitt með að umgangast deyj- andi manneskjur." sjálfsagt oft, þegar þeir sjá stærð skammtanna sem ætlaðir eru fólki, sem enn dvelst í heimahúsum. En það er réttur hvers einasta einstakl- ings að vera kvalalítill og meðal sinna nánustu allt þar til hann skilur við. Einnig á hann að geta dáið áhyggjulaus í þeirri fullvissu að ann- ast verði um fjölskyldu hans að hon- um látnum." — Er starf krabbameinslœknis ekki óskaplega krefjandi fyrir eigið sálarástand? „Auðvitað er þetta mikið álag, sérstaklega þegar margir sjúklingar deyja um svipað leyti. Starfið hefur ekki gert mig neitt minna hræddan við dauðann — ég get ekki sagt það. Hins vegar hefur það kennt mér að lifa meira fyrir stundina, sem er að líða. Það eina sem við vitum að er öruggt, er „hér og nú“. Ég geri ekki margar áætlanir fram í tímann, því reynslan kennir manni að slikt getur allt brugðist. Þegar álagið er mest í vinnunni hjá mér, verð ég fúll og erfiður í sambúð. Við slíkar aðstæður finnst manni þau vandamál, sem upp koma á heimilinu, þvílík smámál að maður leiðir þau oft hjá sér. Það er tæpast þægilegt fyrir konuna og börnin — ég geri mér grein fyrir því.“ — Hvað gerirðu til þess að hressa upp á sálartetrið? „Ég les. Sérstaklega finnst mér gott að lesa ljóð. Þau eru róandi. Síðan hleyp ég. Þegar maður er búinn að hlaupa nokkra stund, hverfa allar erfiðar hugsanir eins og dögg fyrir sólu. Sigrún Proppé listmeðferðarfræðingur: „Ég hjálpa sjúklingum að túlka sitt eigið myndmál." Þar að auki á ég hross. Það er fátt eins gott fyrir sálarlífið og að moka hrossaskít, skal ég segja þér.“ — Að lokum, Sigurður. Halda sjúklingarnir lengi í vonina um bata? „Mannskepnan heldur áfram að vona jafnlengi og hún lifir. Líf og vonin eru samfellur. Sjúklingarnir aðlaga vonina hins vegar því sem þeir hafa og lífinu eins og það er heima. Þeir setja sér markmið í samræmi við ástand sitt; ákveða kannski að á morgun skuli þeir sitja í stól kortéri lengur en í dag, eða að á morgun skuli þeir reyna að þvo sér sjálfir, og svo framvegis. Og það er einmitt eitt af meginhlutverkum okkar að hjálpa sjúklingum að sætta sig við orðinn hlut og notfæra sér það sem þeir geta en einblína ekki um of á það sem þeir fá ekki gert.“ LISTMEÐFERÐ VIRKJAR SKÖPUNARÞÖRFINA Þriðji og síðasti fyrirlesarinn, sem við höfðum samband við, var Sig- rún Proppé. Sigrún er listmeðferð- arfræðingur. Ég spurði hana fyrst, hvernig fólk með hennar menntun tengdist umræðunni um dauðann. „Það er m.a. á okkar sviði að vinna með það, sem gerist í tilfinn- ingalífinu þegar fólk kemst í snert- ingu við sorg og örvæntingu. Við vinnum með starfsfólki, sem annast dauðveikt fólk, með dauðvona sjúklingum og einnig með aðstand- endum, bæði fyrir og eftir andlátið." — Hver er tUgangur listmeðferðar fyrir þessa aðila? „Tilgangurinn er sá að styðja fólk- ið, styrkja það og hjálpa því að átta sig á eigin tilfinningum og viðbrögð- um. Það fara auðvitað ýmsar kenndir af stað við að vita dauðann nálgast. Ég hjálpa sjúklingnum og aðstandendum að vinna sem hrað- ast úr tilfinningalegum upplifunum og flýta fyrir stigunum, sem Kúbler- Ross hefur sett fram kenningu um. Því fyrr sem viðkomandi kemst á lokastigið, sem einkennist af jafnað- argerði og sáttum, því betra. Fyrir sjúkling getur skipt sköpum að fá aukið baráttuþrek eða taka því óumflýjanlega á uppbyggjandi hátt. Listmeðferð er grein af sállækn- ingum þar sem notast er við myndlist- arefni, sem sjúklingnum er fengið til þess að tjá sig með. Við notum m.a. leir, liti og annað efni til þess að örva tjáninguna. Þannig fær manneskjan útrás og þetta auðveldar úrvinnslu tilfinninganna, sem bærast innra með henni.“ — Túlkar þú síðan verkin, sem fólkið skapar? „Nei, ég geri það ekki. Ég hjálpa fólkinu að túlka sjálft sitt eigið myndmál til að auka sjálfsskilning og innsæi. Ég virkja leik- og tjáning- arþörfina, sem býr innra með okkur öllum — sköpunarþörfina. Forkunn- átta eða hæfni í listum er alls ekki nauðsynleg og því geta allflestir nýtt sér þessa aðferð með góðum árangri. Þetta hentar hins vegar ein- staklega vel, þegar börn eru annars vegar. Börn teikna alltaf sjálf sig, líð- an sína og sitt nánasta umhverfi." Þó svo umræða um sorgina og dauðann sé ef til vill ekki langt kom- in í okkar lokaða, íslenska þjóðfé- lagi, er greinilega til margt áhuga- samt og hugsandi fólk, sem tilbúið er að stuðla að þeirri hugarfars- breytingu, sem enn á langt í land meðal vor. Fyrsta skrefið er ráð- stefnuhald innan heilbrigðisstétt- anna, síðan stendur til að halda slík- ar ráðstefnur fyrir almenning og öllu þessu fylgir vonandi opinskárri umræða úti í þjóðfélaginu. Enn sem komið er finnst manni þó framandi að heyra talað um rétt einstakiings- ins í tengslum við dauðann — þetta bannorð í firrtum heimi Vestur- landabúanna. HELGARPÓSTURINN 15

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.