Helgarpósturinn - 27.11.1986, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 27.11.1986, Blaðsíða 8
KÖNGULÓARVEFUR VALDS OG HAGSMUNA Hér að neðan má sjá lauslegan uppdrátt af valdamunstri Neskaupstaðar. Innan um valdavefinn hringar sig vefur hagsmuna. Sjálfsagter þessi vefurekkiólíkuröðrum sllkum (öðrum byggðarlögum. Þóer vefur á Neskaupstað sjálfsagt þéttari og traustari en annarstaðar þar sem sami flokkurinn hefur setið að völdum þar í ein 40 ár. Og vefurinn verður dálítið sérstakur fyrir það að þetta er flokkur sem annarstaðar hefur ekki tekist að ná jafn vlðfeðmum völdum. SÍLDARVINNSLAN Á NESKAUPSTAÐ SKULDAR 850 MILUÓNIR KRÓNA Stœrstu lánardrottnarnir eru Landsbankinn og Olís Hagsmunir Síldarvinnslunnar og Alþýdubandalagsins halda Neskaupstaö í stálgreip Sami maöur fulltrúi þriggja aöila í fjórhlida viörœöum Síldarvinnslan á Neskaupstað á nú ímiklum greiðsluerfiðleikum. Að sögn forráðamanna fyrirtœkisins nema skuldir þess um 850 milljón- um króna. Af þessari skuldasúpu á Landsbankinn stœrsta skammtinn. Annar stór lánardrottinn Síldar- vinnslunnar er Olíuverslun íslands, Olís. ísamtölum við HP neituðu for- ráöamenn Síldarvinnslunnar að skuldir fyrirtœkisins Olís nœmu hœrri upphœð en 100 milljónum króna. DROTTNARI NESKAUPSTAÐAR Mikill hluti af skuldum Síldar- vinnslunnar er vegna skammtíma- lána og því er greiðslubyrði fyrir- tækisins þung. Svo þung að skórinn kreppir í rekstri fyrirtækisins þrátt fyrir mjög góða afkomu útgerðar- innar og nokkurra þátta fiskvinnsl- unnar. Þrátt fyrir slæma skuldastöðu og greiðsluerfiðleika segja forráða- menn Síldarvinnslunnar langt í frá að fyrirtækið sé að verða gjald- þrota. Samkvæmt milliuppgjöri frá síðustu mánaðamótum eru eignir umfram skuldir Síldarvinnslunnar um 350 milljónir króna. Veltan á síð- asta ári var um 980 milljónir króna og reiknað er með að velta þessa árs verði á bilinu 11-1200 milljónir króna. Sildarvinnslan sér helmingi vinnufærra Norðfirðinga fyrir at- vinnu og þáttur fyrirtækisins í at- vinnulífinu á Neskaupstað verður enn stærri þegar tekið er tillit til fjölda þjónustufyrirtækja er nánast lifa á Síldarvinnslunni. Stærð fyrir- tækisins, sem er líklega stærsta fyr- irtæki í sjávarútvegi á landinu, gerir það að verkum að jafn fámennt byggðarlag og Neskaupstaður verð- ur nánast eins og verbúð sem þjón- ar Síldarvinnslunni. Þegar einveldi Síldarvinnslunnar yfir atvinnulífinu leggst við 40 ára valdatíð Alþýðu- bandalagsins í bæjarstjórn verður valdamunstur bæjarfélagsins um margt sérstætt. HLUTABRÉFASKIPTI Dæmi um þetta er mál sem nú er í deiglunni. Þannig er, að á Neskaupstað er fyrirtæki sem heitir Dráttarbrautin h/f. Eigendur Dráttarbrautarinnar eru Samvinnufélag útgeröarmanna (30%), Síldarvinnslan (30%), bœjar- sjóður (37,5%) og um hundrað ein- staklingar skipta með sér þeim 2,5% af hlutafénu sem eftir er. Síldarvinnslan hefur rekið Drátt- arbrautina sem Ieiguaðili undanfar- in ár en vill nú eignast hana. Finn- bogi Jónsson, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, sagði í samtali við HP að ástæðan fyrir þvi væri óhagkvæmni undir núverandi rekstrarformi. Síldarvinnslan hefur því gert Samvinnufélagi útvegs- manna á Neskaupstað (SUN) og bæj- arsjóði tilboð um skipti á hlutabréf- um í Dráttarbrautinni og Síldar- vinnslunni. Eftir þær breytingar ætti Síldarvinnslan 97,5% í Dráttar- brautinni. __ Bæði SÚN og bæjarsjóður eru þegar eignaraðilar að Síldarvinnsl- unni — SÚN á 60% og bæjarsjóður um 11%. SÖMU MENN í ÖLLUM STÓLUM Þessi tilfærsla á hlutabréfum mun bæta lítillega skuldastöðu Síldar- vinnslunnar, þar sem eignastaðan mun skána um sem nemur núver- andi hlut SÚN og bæjarsjóðs í Drátt- arbrautinni. En hverjir koma til með að semja um hlutabréfaskiptin? Kristinn V. Jóhannsson er forseti bæjarstjórnar og mun því sjálfsagt leiða samningaviðræðurnar fyrir hönd bæjarsjóðs. Kristinn er siðan einnig framkvæmdastjóri SÚN. Og Kristinn er einnig stjórnarformaður Síldarvinnslunnar. Kristinn mun því sitja báðum megin við borðið og líka við annan endann. Við hinn endann mun líklega sitja stjórnarformaður Dráttarbrautar- innar. Hann er Asgeir Magnússon, bæjarstjóri og stjórnarmaður í Síld- arvinnslunni. Ef stjórnarformaður SÚN tekur þátt í viðræðunum er þar kominn Jóhann K. Sigurðsson, annar fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar. Það þarf síðan ekki að taka það fram að allir eru þessir menn al- þýðubandalagsmenn. AÐRIR MENN I GÓÐUM STÓLUM En hagsmunir skarast víðar á Neskaupstað og í tengslum við Síld- arvinnsluna. Eins og fyrr sagði skuldar Síldar- vinnslan um 850 milljónir króna. Stærstu lánardrottnar fyrirtækisins eru Landsbankinn og Olís. Umboðs- aðili Olís á Neskaupstað er Olíu- samlag útgerðarmanna sem er eign SÚN. Framkvæmdastjóri samlags- ins er Kristinn V. Jóhannsson, stjórnarformaður Síldarvinnsl- unnar. Fulltrúi Alþýðubandalagsins í bankaráði Landsbankans er Lúðvík Jósepsson, fyrrverandi stjórnarfor- maður Síldarvinnslunnar. Hann erfði sæti sitt frá Einari Olgeirssyni. í síðasta tölublaði HP var greint frá ítökum Alþýðubandalagsins í Verkalýösfélagi Norðfjarðar og langvarandi einveldi þess í Alþýðu- sambandi Austurlands, sem virðist nú í þann mund að falla. Alþýðubandalagið og Síldar- vinnslan drottna y fir Neskaupstað og völd þessara aðila eru samtvinnuð og oft erfitt að greina á milli hags- muna þeirra. TENGSLVIÐ ÖNNUR MÁL Málefni Síldarvinnslunnar ríma um margt við mál sem eru ofarlega á baugi þessa dagana. Gríðarlegar skuldir hennar við Landsbankann og OIís minna óneitanlega á ísbjörn- inn sem Reykjavíkurborg og ekki síður Landsbankinn björguðu frá gjaldþroti fyrir ári. Bera má upp sömu spurningar um setu fyrrver- andi stjórnarformanns Síldarvinnsl- unnar í bankaráði aðalviðskipta- banka hennar og bornar voru upp um setu stjórnarformanns Hafskips í viðskiptabanka þess fyrirtækis. Þá koma málefni Síldarvinnslunn- ar við sögu í dapurri stöðu Olís. Eins og kunnugt er hefur það fyrirtæki staðið tæpt í nokkur ár, þó eitthvað sé bjartara framundan vegna bættr- ar stöðu útgerðarinnar sem hefur verið í gríðarlegum skuldum við Olís. Af skuldunautum Olís er Sild- arvinnslan ofarlega á blaði og þessi tvö fyrirtæki eru síðan ofarlega á skuldaraskrá Landsbankans. 8 HELGARPÓSTURINN leftir Gunnar Smára Egilssoni

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.