Helgarpósturinn - 27.11.1986, Blaðsíða 35

Helgarpósturinn - 27.11.1986, Blaðsíða 35
Smartmyndir Ekkert í uppköstum — ég sulla bara Omar Stefánsson opnar kröftuga myndlistar- sýningu í Gallerí Svart á hvítu við Oðinstorg. ,,Ég er sama og ekkert í uppköst- um," segir Ómar Stefánsson og gengur um gólfin á Gallerí Svart á hvítu; gónir á myndirnar sínar, bregdur birtu á þœr, hengir upp. Þetta er á þribjudag, sýningin opnar á laugardag. Og hann talar áfram um vinnslu verka sinna... „Já, ég rissa varla heldur. Ég sulla bara litunum afstrakt á striga eða eitthvað... pappír. Og held áfram þar til ég verð ánægður. Þetta er gjarn- an margunnið hjá mér, mörg lög margvíslegra atrenna. Mér er nokk sama hvort verkið endar sem af- strakt eða fígúratíft. Það kemur nú bara í ljós.“ Prófessor Klaus Vussman var að hleypa honum frá sér eftir fjögur ár við Hochschule der Kunste í Vestur- Berlín, en Ómar hafði skrifast út úr MHÍ ’81. Nýlistadeild. „Mér er illa við að skilgreina mig sem listamann. Ég veit ekki hvort ég geti sagt að ég máli í ákveðnum stíl. Efalítið er ég samt expressjónískur. Já, það mætti eiginlega segja mér það.“ Þetta verður þriðja einkasýning hans um helgina. Hann sýndi síðast með Tolla í Berlin október '84. Svo er sýning með honum og fleiri ung- um myndlistarmönnum við Vatns- stíg þessa dagana. Fjölbreyttur ný- listagustur. „Eg vil heldur láta frásögnina sitja á hakanum i mínum verkum heldur en litasamspil og áferð. Mér finnst mikils um vert að geta kveikt i ímyndunarafli fólks, vakið upp þanka þess og kaliað á svörun við myndunum. Eg sætti mig ekki bara við að myndirnar séu fagurfræði- lega góðar." Ómar kveðst vera ánægður með Gallerí Svart á hvítu sem sýningar- sal. Rýmið sé þægilegt og viðráðan- lega stórt. Á opnuninni klukkan tvö á þriðjudag ætlar hann að láta Gunnar Kristinsson tónlistarlækni og Óskar Thorarensen leika á hljómborð og slagverk... „Og það ætti að verða svolítið stímúlerandi fyrir ímyndunaraflið. Þetta verður gleðisýning hjá mér, sem ég vona að verði aðstandend- um sínum til sóma. Ég vona bara að allir sjái sér fært að koma og fari ánægðir heim. Það er atriði." -SER. KVIKMYNDAHÚSIN AIISTURBÆJARRifl ASKQLABIO Stella í orlofi. ★★★ Léttgeggjuð ærsl a la Islanda kl. 5, 7, 9 og 11. Purpuraliturinn (The color purple) ★★★ Manneskjulegur og hrífandi Spielberg kl. 5 og 9 fyrir 12 ára og eldri. Mad Max III ★★ Tina Turner fáklædd. Endursýnd kl. 5, 7, 9 og 11 fyrir 16 og eldri. Barnasýning Kl. 3 á sunnudag. bMh6uI| Léttlyndar löggur (Running scared) Ný Önnur jólamyndin, grínlöggumynd með Gregory Hines undir leikstjóm Reter Hames. Kl. 5, 7, 9 og 11. Aliens ★★★★ Splunkuný og spennandi spenna kl. 5, og 9 fyrir 16 ára og eldri. Stórvandræði í Litlu Kína (Big trouble in Little China) ★★ Uppátækjasamt sprell og hrekkir kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 12. f svaka klemmu (Ruthless people) ★★ Sjúklegur ærslaleikur kl. 7, 9 og 11. Mona Lisa ★★★ Elskuleg mynd, hörku drama og leikur. Kl. 5, 7, 9 og 11 fyrir 16 ára og eldri. Lögregluskólinn 3: Aftur í þjálfun (The Fblice Academy: Run for Cover) ★★ Ágætis ærsl af framhaldi að vera. Kl. 5. Barnasýningar kl. 3 laugardaga og sunnudaga. Fjöl- breytt úrval. BÍÓHÚSIÐ Taktu það rólega (Take it easy) ★ Stuðmynd um unglinga sem... kl. 5, 7, 9 og 11. Aftur í skóla (Back to School) ★★ Dillandi grín og hraði kl. 5.10, 7.10 og 9.10. LAUGARÁS B I O Dópstríðið (Quiet cool) ★ Mynd um græðgi fíkniefnaframleið- enda og seljenda. Stranglega bönnuð innan 16. Kl. 5, 7, 9 og 11. Frelsi (Sweet liberty) ★★ Notalega létt kvöldstund Alan Aldas kl. 5, 7, 9 og 11. Psycho III ★★★ Mögnuð mynd milli skinns og hörunds kl. 5, 7, 9 og 11 fyrir 16 og eldri. IREGNBOGINN Draugaleg brúðkaupsferð (Haunted Honeymoon) ★ Léttruglaður gríntryllir að hætti Gene Wilder kl. 3.05, 5.05, 9.15 og 11.15. Guðfaðirinn (Godfather) ★★★★ Hinn eini og sanni guðfaðir Brandos og Racinos endursýndur kl. 3, 6 og 9 fyrir 16 ára og eldri. ÁBENDING! Alltaf gaman að sjá löggur klúðra um leið og þær klikka ekki og þvf bendum við óséð á nýju „jólamyndina" í B(ó- höllinni Léttlyndar löggur. Þær (þeir) sem fá þægileg svimaköst fyrir framan sjónvarpið þegar Selleck leikur Magn- um geta brugðið sér í augnaveislu í Regnboganum að sjá Svaðilför til Kína — og er þá ekkert sagt um myndina sjálfa. En áfram bendum við á þungaviktina: Guðfaðirinn og Aliens fá 4 stykki stjörnur, auk þess sem er að finna 8 myndir sem fá þrjár stjörnur og teljast þá ekki framúrskarandi — en mjög góðar þó. Nýjar myndir í þessum flokki eru San Lorenzo nóttin og Mað- urinn frá Majorka. Maðurinn frá Majorka (The man from Mallorca) ★★★ Sænsk spennulöggumynd kl. 3,5 og 7 fyrir 12 og eldri. Svaöilför til Klna Endursýnd ævintýramynd með Magnum. Kl. 3.15, 5.15 og 11.15. Hold og blóð (Flesh and Blood) ★★★ Ruddamennska frá miðöldum kl. 3, 5.20, 9 og 11.15. I skjóli nætur (Midt om natten) ★★★ Notalegur danskur millitryllir kl. 5 og 9 fyrir 16 ára og eldri. Þeir bestu (Top Gun) ★★★ Strípur og stjörnur, mökkur af militar- isma kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Mánudagsmyndin San Lorenzo nóttin ★★★ Mynd Raolos og Vittorios Tavianis sem hlaut sérstök verðlaun á Cannes 1982. Barátta þorpsbúa á Itallu við Þjóðverja 1944. Mánudagsmyndir eru sýndar alla daga! Það gerðist I gær (About Last Night) ★★ Hjartaknúserinn Rob Lowe kl. 5,7, 9 og 11.10. [ úlfahjörð (Les Loups entre eux) ★★ Athyglisverður ævintýratryllir kl. 7 og 11.10 fyrir 16 og eldri. Með dauðann á hælunum (8 million ways to die) Spennandi tryllir með Jeff Bridges kl. 5 og 9. TfBtflfttfi TÓNABlÓ Guðfaðir F.B.I. (J. Edgar Hoover) Ný Spennukryddaður ævintýratryllir um hinn umdeilda Hoover, sem túlkaður er af Broderick Crawford kl. 5, 7 og 9 fyrir 16 ára og eldri. ★ ★ ★ ★ framúrskarandi ★ ★ ★ mjög góð ★ ★ miðlungs ★ þolanleg O mjög vond MYNDBAND VIKUNNAR Letter to Brezhnev. ★★★ Árgerd 1985. Framleidandi: Janet Goddard. Leikstjórn: Chris Clarke. Adalhlutverk: Peter Firth, Alfred Molina, Alexandra Pigg, Tracey Lea, Margi Clarke, Angela Clarke o.fl. Rússneskt vöruflutningaskip siglir í hægðum sínum inn til Liv- erpoolhafnar. Á dekki standa fé- lagarnir Pjotr og Sergei, sem eiga fyrir höndum 24 tíma landvistar- leyfi í hinum „frjálsborna” heimi vestan járntjalds. Sergei í fyrsta sinn, Pétur er öllu sigldari. í einu af hvunndagslegri úthverfum hafn- arborgarinnar búa vinkonurnar Elaine og Teresa sig undir vikulegt kráarrölt sitt. Elaine atvinnulaus, Teresa óbreytt verkakona í einni af verksmiðjum borgarinnar. Þessir einstaklingar eyða einni kvöldstund... og nótt saman. Þegar að því kemur að þeir félagar þurfa að hverfa aftur austurfyrir járntjald er svo komið málum, að Pétur og Elaine eru orðin svo ófor- betranlega ástfangin hvort af öðru, að til stórra vandræða horfir. Stórkostlega skilmerk, en þó einkar hugljúf dæmisaga um for- kastanlegan hroka og eðlislægan fáránleik samskiptatengsla aust- urs og vesturs. Ein af ágætari perl- um ensku nýbylgjunnar, sem á liðnum árum hefur lyft breskri kvikmyndahefð til þess vegs og þeirrar virðingar, er hún í eina tíð naut í augum heimsins. -Ó.A. HELGARPÓSTURINN 35

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.