Helgarpósturinn - 27.11.1986, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 27.11.1986, Blaðsíða 10
 HP HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Ingólfur Margeirsson og Halldór Halldórsson Ritstjórnarfulltrúi: Sigmundur Ernir Rúnarsson. Blaðamenn: Gunnar Smári Egilsson,Friðrik Þór Guðmundsson, Helgi Már Arthursson, Jóhanna Sveins- dóttir, Jónína Leósdóttir og Óskar Guðmundsson. Útlit: Jón Óskar Hafsteinsson. Ljósmyndir: Jim Smart. Útgefandi: Goðgá h/f. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson. Skrifstofustjóri: Garðar Jensson. Auglýsingastjóri: Steinþór Ólafsson. Auglýsingar: Hinrik Gunnar Hilmarsson Sigurður Baldursson. Dreifing: Garðar Jensson (heimasími: 74471). Guðrún Geirsdóttir. Afgreiðsla: Berglind Nanna Burknadóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sími 68-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36. Sími 68-15-11. Setning og umbrot: Leturval s/f. Prentun: Blaðaprent h/f. LEIÐARI Fjölmiðlarnir og „valdið7/ Talsverð umræða hefur spunnist um fjöl- miðla, hlutverk þeirra og ábyrgð. Upphaf þessara umræðna má sennilega rekja til lítt ígrundaðra lesendabréfa í blöðum og jafnilla grundaðra athugasemda Ragnars Kjartans- sonar fv. stjórnarformanns Hafskips, Helga Magnússonar fv. endurskoðanda sama fé- lags og svo athugasemda úttaugaðra stjórn- málamanna í ráðherrastólum. Inn á milli hafa svo leynst á köflum ákaflega einkennilegar athugasemdir í ritstjórnarrými Morgunblaðsins, þ.e. forystugreinum, Reykjavíkurbréfum, Staksteinum og Víkverja. Sá sem hratt umræðunni á stað fyrir alvöru var Matthías Bjarnason viðskiptaráðherra í umræðum um þá staðreynd, að Morgunblað- ið, ríkissjónvarpið og Stöð 2 hefðu komist yfir eintök af skýrslunni um viðskipti Hafskips og Útvegsbankans. Matthías gekk svo langt að lýsa yfir því á Al- þingi, að hann myndi greiða atkvæði með lagasetningu, sem skyldaði fréttamenn til þess að gefa upp nöfn heimildarmanna sinna. Þarna gat Matthías óvart um grund- vallaratriði frjálsrar fjölmiðlunar og sjálfur sjálfstæðismaðurinn vildi svipta fréttamenn þeim nafnleyndarrétti, sem prentlögin tryggja þeim. Ekki stóð á viðbrögðunum og Blaða- mannafélag íslands fordæmdi þessi ummæli Matthíasar og benti réttilega á, að þau mál, sem efst hafa verið á baugi í þjóðfélaginu, Hafskipsmál, Útvegsbankamál og mál Hjálp- arstofnunar kirkjunnar, hefðu áldrei orðið að umræðuefni í þjóðfélaginu og lægju senni- lega grafin, ef ekki hefði reynt á nafnleynd heimildarmanna fréttamanna. Fyrir Helgarpóstinn, sem er eina blaðið, sem reglulega fæst við einhvers konar rann- sóknarblaðamennsku, er nafnleynd algjört skilyrði fyrir slíku starfi. Og kannski er það einmitt þar sem hnífur- inn stendur í kúnni. Þessir menn eru á móti gagnrýni og slæmum tíðindum. Matthías og hans líkar í pólitíkinni eru óðum að átta sig á því, að þeir eru úr takti við þjóðfélagið, á ská og skjön við það samfélag, sem er fyrir utan múra þinghússins eða stjórnarráðsins. Áhrif þeirraáatburðaráshvunndagsinserusáralítil. Þess vegna stendur maður eins og Matthías, holdgervingur stjórnmála 6. áratugarins, og reynir með offorsi og látum að ná þessum völdum aftur. Málið er hins vegar það, að þeir áttu ekki að hafa þessi völd og eiga ekki að hafa þessi völd. Dæmi um örvæntingarfulla tilraun þeirra til að endurheimta einhver völd er t.d. sú stað- reynd, að nú er búið að loka prófkjörum í öll- um flokkum. Þar ráða þeir enn. Matthíasarnir vilja ráða upplýsingastreym- inu. Þeir vilja ráða því hvort þegnarnir séu fá- vísir eða upplýstir. Samkvæmt yfirlýsingum þeirra vilja þeir, að þjóðin sé fávís. Þess vegna verður að beita öllum tiltækum ráðum til að hefta upplýsingastreymið. Og í umræðunni hefur þeim tekist að snúa spurningunni upp í það hverjir fari eiginlega með völdin, valdhafarnir eða fréttamennirnir, og þeir segja fréttamenn enga ábyrgð bera. I fyrsta lagi snýst þessi spurning ekki um völd tiltekinna manna, heldur um upplýsingar sem lagðar eru í dóm lesenda. HP treystir les- endum sínum þótt Matthías og einhver Þjóð- viljamatthías geri það ekki. Þeir treysta eng- um nema sjálfum sér. Þeir eru ritskoðunar- sinnar. Við berum hins vegar ábyrgð gagnvart lesendum okkar. BRÉF TIL RITSTJÓRNAR Ljódabréf til Þorsteins Pálssonar í nóvember 1984 fékk ég senda happdrættismiða frá Sjálfstæðis- flokknum, ásamt bréfi undirrituðu af Þorsteini Pálssyni. í því bréfi stóð m.a. „ ... og ég mundi fagna því að fá nokkrar línur frá þér um það hvernig yrði best stjórnað landinu . ..“ Ég tók þessu boði feginshendi, og sendi Þorsteini eftirfarandi bréf skömmu síðar, en fékk aldrei svar til baka. Mig langar að biðja HP um birtingu á þessu ljóðabréfi mínu. Ólafur Runólfsson Bréf í pósti berast mér býsna mörg um sérhvern vetur. Reyndar oft þad rukkun er rím og stuölar geöjast betur. Flokknum þínum frá, ég hef fengid bréf og nokkra miöa. Fremur lítinn gaum því gef gengur illa, mig aö siöa. Mér er ekki ennþá tamt við eöalborna menn aö rœöa. Línur þínar las ég samt lítiö var á þeim aö grœöa. / því bréfi eitt ég sá og þaö geöjast huga mínum: ,,AÖ þú mundir fagna aö fá frá mér bréf, í nokkrum línum" „Um þaö hvernig yröi best" okkur stjórnaö nœstu tima. Ég fer ekki á háan hest hugsa bara um aö ríma. Svo, — þú miöa sendir heim síöan vilt um aura biöja. Þú bestu þakkir biöur þeim er baráttuna vilja styöja. Ríki okkar ráöiö þiö ég reyni aö taka því er kemur. Og ég flokka ekki styö einstaklinga, miklu fremur. Núna, vitnaö oft er í yfirstéttar bruöl og hroka. Fránum augum fyrir því fyrirbýö ég þér aö loka. Allir menn, sinn eiga rétt œöstu kappar, þetta muniö. Ef þú tapar okkar stétt yfirbygging gœti hruniö. Ég er einn, meö launin lág lítt þér ganga mannaveiöar. Ennþá kjörin eru bág aöeins fœ til hnífs og skeiöar. flla aö stjórna, til nú tekst títt viö þurfum ól aö heröa. Úr flokki þínum fylgi hrekst ef framtíöin mun svona veröa. Allir menn, sinn eiga draum einkamálin varla rceöa. Nú er þörf aö taka í taum Talsvert mun á því aö groeöa. Númer eitt, aö lœkka laun loföunga í efstu sœtum. Annars miöar ekki baun afarvel aö þessu gœtum. Meöan er svo mikiö bil milli efstu og neöstu þrepa, og launin ekki löguö til, lœgra setta mun þaö drepa. Þjóöin valla þraukar nú þegnar falla, tapa kaeti. Margur alla missir trú mun því halla undan fœti. Þeir sem hiröa hœstu laun hafa gnótt af fríöindonum. Ástand þetta er í raun undirrót aö byltingonum. Vissulega veröur er verkamaöur launa sinna. En á þessum hólma hér hann fœr sífellt minna og minna. Sumir kalla kvennastörf hvar kaup er lægst í mörgum stéttum. Nauösyn rík, og nœsta þörf aö nái konur launum réttum. Heyra má aö heimiliö hornsteinn sé á voru landi. Ef því splundra œtliö þiö ei vér geturn varist grandi. Lœkkun skatta, legg ég til lánamál aö endurskoöa. Gjalda og tekna brúa bil bjarga okkar þjóö úr voöa. Eitt er þaö, sem okkar þjóö eflaust mœtti láta standa. Lífeyris- aö láta sjóö leysa jafnt úr allra vanda. Fyrir mér er fjandinn laus í fáránlegum innflutningi. Aö setja okkur sjálf á haus sœmir varla Islendingi. Ef er framleitt innanlands allt sem þegnar nota og neyta. Þá viö fyllum þarfir manns þessu vœri hœgt aö breyta. Upp mun renna indœl tíö ef viö bœtum framleiösluna. Þeir er stjórna landi og lýö líka œttu þaö aö muna. Auöur þjóöar upp þá vinnst eflast tök á nœgtabrunni. Þeir bera enn úr býtum minnst er best hér þjóna framleiöslunni. Lœgöu sprettinn, lít þér nœr Listahútíö tek sem dœmi. Bœr og ríki borgaö fœr brúsann, þó aö illa sœmi. Bruöl og snobb, ég biö mér frá þaö bœtir ekki haginn þjóöar. En í staöinn efla má ýmsar fornar dyggöir góöar. Okkar þjóö er ekki snauö ef að henni viljum hlúa. Já, viö margan eigum auö auöveldlega má hér búa. Ef viö rœktum réttu trén rœtur illar burtu skerum. Og í hugsun aldrei klén íslendingar sjálfir verum. Upp í stjórn viö hefjum hœng hugsanlega fyrir jólin. Og hann skríöur on'í sœng eöa bara fer í stólinn. Lagið ykkar eigið öl og vín Tómstundaiðjan sem borgar með sér — verð per ölflösku 0,33 l aðeins frá kr. 9.00 — verð per vínflösku 0,7 l aðeins frá kr. 40.00 Magnafsláttur — Tilboð á byrjendasettum Ármúla 40 - Sími 35320 A/m 0 OL- OG VINEFNI LAUSN Á SPILAÞRAUT Þegar andstæðingur gefur þér tækifæri til þess að spila á þann hátt, sem þú myndir annars aldrei gera, er eins gott að spila með gát. An þess að spila trompinu aftur frá austur, mundir þú ráðast á tromp- litinn með því að spila smá spili til kóngsins og á þann hátt hirt drottninguna um leið. Þannig lágu öll spilin. 8-5-4 D-G-4 D-10-6-2 K-5-3 K-D-9-6-2 Á-G-7 9-8-3 10-7-5 Á-8-7-4 K-9-3 D 9-8-7-4 10-3 Á-K-6-2 G-5 Á-G-l 0-6-2 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.