Helgarpósturinn - 02.04.1987, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 02.04.1987, Blaðsíða 27
LISTAP Að vera persónulegur skiptir meginmáli HP ræðir við Ragnheiði Jónsdóttur einn fremsta grafíklistamann hérlendis. Ragnheidur Jónsdóttir grafíklista- kona opnar á laugardaginn kt. 15 sýningu á verkum sínum í Norrcena húsinu. íoktóber sídastliðnum voru 10 ár frá því hún hélt sína fyrstu einkasýningu í graftk, einmitt í Nor- rœna húsinu, þannig ad hér er um nokkurs konar afmœlissýningu að rœða. Ragnheiður er löngu þjóð- kunn af verkum sínum, hún hefur haldið alls 11 einkasýningar á ferli sínum, bœði hér á landi og erlendis, hlotið fjölda viðurkenninga og verð- launa og verk hennar eru til sýnis í söfnum víða um heim. Hún er einn af frumkvöðlunum í viðreisn ís- lenskrar graftkur og hefur með list sinni borið hróöur sinn og íslenskr- ar menningar um heimsbyggðina. Sýning Ragnheiðar stendur til 23. apríl, sem er 85. afmœlisdagur Hall- dórs Laxness, en svo skemmtilega vill til aö hún myndskreytti bók með úrvali Ijóða Halldórs sem gefin var út þegar hann var áttrœður. Ragn- heiður gerir fyrst grein fyrir því hvernig hún byrjaði í grafíkinni og ferli sínum í grófum dráttum. „Þegar ég var í myndlistarskóla í kringum 1960 var lenska að mála, það voru allir í málverki og máiuðu abstrakt. Þeir sem ekki gerðu það voru bara settir út í kuldann. Núna hefur þetta breyst og fjölbreytnin er orðin gífurleg, sem er kærkomið fyrir marga. Það hentar ekki fyrir alla, einn stíll og eitt efni. Ég máiaði líka abstrakt og hélt eina einkasýn- ingu á þeim málverkum og ég teikn- aði líka og vann í keramik. Sama haust og ég hélt þessa fyrstu og einu málverkasýningu mína var grafík- deildin við Handíðaskólann endur- vakin og þar var ég á kvöldnám- skeiðum. Mér fannst þetta vera svo spennandi efni að síðan hef ég ekki litið við öðru. Við endurvöktum félagið Islenska grafík árið 1969 og um vorið 1970 héldum við okkar fyrstu samsýn- ingu í Unuhúsi. Hún gekk ágætlega og vakti nokkra athygli. Við sendum hana síðan út á land og ég man að hún gekk sæmilega á Neskaupstað og svo var hún hengd upp í Gagn- fræðaskólanum á Akureyri. Þar borguðu sig tveir inn. Þegar þarna var komið sögu fannst mér ég verða að víkka sjón- deildarhringinn svo ég fór til Parísar og komst þar inn á verkstæði S.W. Hayter. Til hans kom fólk frá öllum heimshornum, fólk sem var búið að vinna að sinni list lengi en langaði til að læra eitthvað nýtt. Þetta var ekki neinn skóli, heldur var maður alveg frjáls. Ég lærði þarna svokallaða Hayters-aðferð við að setja lit í grafíkmyndir en hún heillaði mig ekki svo ég hef aldrei notað hana. Mér opnuðust samt alveg nýir heim- ar í París, ég kynntist miklu af óliku fólki og sá fjöldann allan af sýning- um og sá hvað var að gerast. Þar frétti ég af alþjóðlegum grafíksýn- ingum, þeim fyrstu sem ég vissi af, og sendi myndir á þær og komst þar inn. Eftir það fékk ég boð um að senda verk á sýningar víða og seinna við- urkenningar og verðiaun, sem varð til þess að ég fékk fleiri boð. Þannig vatt þetta uppá sig. Eftir Parísar- dvölina kom ég heim og vann hér heima og hélt mína fyrstu einkasýn- ingu 1976.“ — Þá hefurðu þegar verið búin að fá ýmis verðlaun? „Já, ég var búin að fá tvenn verð- laun, önnur í Þýskalandi það sama sumar en hin í Póllandi '74. Reyndar frétti ég ekki af þeim fyrr en 10 ár- um síðar þegar mér var boðið að taka þátt í 10 ára afmælissýningu pólska biennalsins. Mér barst aldrei bréfið sem greindi frá þessum verð- launum. Ég hef reyndar alltaf stílað mikið upp á stórar alþjóðlegar sýn- ingar til þess að fá viðmiðun og sam- anburð við það sem aðrir eru að gera.“ — Ef við víkjum að þessari sýn- ingu sem þú œtlar að opna núna á laugardaginn, verðurðu þar með nýjar myndir? „Já, þær eru allar unnar á síðasta einu eða tveimur árum, reyndar langflestar á síðasta ári. Ég sýni 26 eða 27 myndir og ég trúi varla að ég hafi unnið þær allar á svona stuttum tíma, þetta er svo gífurlegt puð að vinna í grafík, seinlegt og erfitt. Eig- inlega er grafíkin miklu líkari mynd- höggi en málverki." — Er þessi sýning framhald afsíð- ustu einkasýningu þinni? „Já, ég held að stemmningin í þessum myndum sé framhald af því sem ég hef áður verið með, ég get a.m.k. ekki séð það sjálf að það sé einhver breyting." — En yrkisefnin, hvað viltu segja um þau? „Ég held að það sé alltaf þannig, að það sem endar á pappírnum séu áhrif sem maður verður fyrir, eitt- JIM SMART hvað sem maður upplifir en þekkir kannski ekki aftur fyrr en löngu síð- ar. Örugglega kemur oft fram eitt- hvað í myndunum sern ég ætlaði mér ekki að hafa þar. Ég geri yfir- leitt ekki skissur, í mesta lagi mjög ónákvæmar, heldur byrja án þess að hafa nákvæma hugmynd um það sem ég ætla að gera. Samt býr auð- vitað alltaf einhver hugmynd að baki. Það er eins og maður leiðist áfram, það er eitthvað sem gerist í myndinni sjálfri þegar hún er í vinnslu. Ég hef einhvern tímann lýst því að það að skapa mynd væri eins og að lesa bók, bókin þróar sig áfram og oftast veit maður ekki hvað gerist á næstu síðu, kannski fer hún í allt aðra átt en maður hafði haldið. Annars skiptir mestu máli að vera persónulegur í sinni myndlist og reyna að hreyfa við fólki." — Ertu enn haldin sýningar- skrekk? „Nei, nei, ég hef það prinsipp að láta ekki frá mér mynd nema ég sé sátt við hana sjálf. Maður verður að hafa alveg á hreinu að maður sé sáttur við verkið hvar sem það lend- ir. Þegar ég loksins hengi upp mynd- irnar, er ég sátt við að sýna þær, annars myndi ég sleppa því.“ -KK TONLIST eftir Atla Heimi Sveinsson Stórkostlegur Schönberg Flestir tónleikar sem maður hlýðir á gleymast fljótlega. Sjald- an kemur fyrir að músikflutningur lifi í minningunni; og örsjaldan skeður að tónleikar verða eftir- minnilegir: upplifunin fylgir manni frá degi til dags, og minn- ingin verður áleitnari eftir því sem tímar líða. En þetta henti í vetur með tónleika Kammersveitar Reykjavíkur í Áskirkju þann 12. mars síðastliðinn. Flutt voru tvö verk eftir Schönberg: Blásara- kvintettinn op. 26 og Serenaðan op. 24. Það virðist sem þetta kvöld eigi eftir að verða mér (og kannski fleirum) ógleymanlegt, „eitthvað" skeði, sem greinir á milli hins venjulega og hins stórfenglega. Sá grunur, sem búið hefur í sál- arafkimum mínum í nær aldar- fjórðung, staðfestist, að Schön- berg sé tónskáld aldarinnar. Þessi músík er engu lík. Hún virðist ætla að lifa af alla fordóma og fjand- skap. Nú finnst mér hún ennþá ferskari, áleitnari og frumlegri en þegar ég kynntist henni fyrst. Það sem er ferskt og frumlegt í listum virkar illa á suma, því það víkkar sjóndeildarhringinn, færir menn í fang hins óþekkta. Þá geta sumir orðið óttaslegnir, jafnvel farið að hugsa. En það eru ekki allir sem vilja það. Menn vilja bara hafa músikkina til yndisauka, þæg- inda, gleði eða jafnvel í þágu ein- hverrar stjórnmálastefnu. Og svo er Schönberg seintekinn, hann býr til alls konar hindranir milli verksins og áheyrandans. Hann reynir ekkert að vera skemmtilegur, og er leiðinlegur og stórfenglegur í senn. Flestum tón- skáldum, sem reyna að vera skemmtiieg tekst það ekki en lenda þess í stað í því að vera ómerkileg. Flutningurinn var stórkostlegur, bæði Blásarakvintett Reykjavíkur (Bernharður Wilkinson, flauta, Daði Kolbeinsson, óbó, Einar Jóhannesson, klarinett, Hafsteinn Guðmundsson, fagott, Joseph Ognibene, horn) og Kammersveit- in (Einar Jóhannesson, klarinett, Sigurður I. Snorrason, bassaklarin- ett, Martin Smith, mandólín, Þór- arinn Sigurbergsson, gítar, Rut Ingólfsdóttir fiðla, Guðmundur Kristmundsson, lágfiðla, Arnþór Jónsson, selló og John Speight, bassasöngvari). Og svo stjórnaði Paul Zukofsky. Hann hefur kennt mönnum hér að flytja Schönberg sem venjulega músik, en ekki sem hljómandi stærðfræðiformúlur. Flutningurinn var meira að segja „schwungvoli" og „wienerisch". Schönberg var að ósekju löng- um bendlaður við stærðfræði, út- reikninga og rökhyggju en hann skrifaði aldrei nótu nema innblást- ur væri að baki. Hann var algjör andstæða þeirra sem segja að iist- in sé 5% innblástur og 95% vinna. Og það skýrir árangur hans. Þess vegna þagði hann þegar hann hafði ekkert að segja, samkvæmt ráðleggingum Wittgensteins, sem var Vínarbúi eins og Schönberg: um þá hluti sem ekki er unnt að ræða — um þá skal þegja. Ég held að allir þeir, sem tóku þátt í þessum tónleikum hafi fyllst heilbrigðum metnaði. Þegar mað- ur gerir eitthvað vel, þá er maður ekki ánægður, þvi maður veit að unnt er að gera betur. Þegar eitt- hvað tekst sæmilega, langar mann ekkert að gera betur, er ánægður með allt og finnst það auk þess harla gott. Þannig verður útnesja- mennska eða próvinsíalismi til og það er sérstök listastefna, sem allt- af hefur verið vinsæl hérlendis. En vera Pauls hér með okkur af og til hindrar uppgang útnesjamennsk- unnar. Þess vegna eru margir á móti starfi hans, þó þeir þræti kannski fyrir það. Hann hefur unnið mikið starf með Sinfóníu- hljómsveit æskunnar næstum ára- tug, og ég hef ekki séð að það hafi verið metið nema hjá listamönn- um, og hver tekur mark á þeim? Hann hefur einnig stjórnað Sin- fóníuhljómsveitinni á nýútkom- inni hljómplötu, þar sem íslensk hljómsveitarverk er að finna. Ég hef aldrei heyrt Sinfóníuhljóm- sveitina spila af jafnmiklu list- fengi. Samt hefur Paul Zukofsky ekki verið boðið að stjórna á þeim bæ á næstunni. Tregðulögmáiið er sterkt og meðalmennskan seig. Og Schönberg hefur eignast hér trúan söfnuð, eins og annars stað- ar, sem fyllti Áskirkju. Hann varð kannski til á Listahátíð fyrir nokkrum árum þegar Zukofsky, Kammersveitin og Ruth Magnús- son fluttu Pétur í tunglinu. Það var mikilfenglegt. Og ég bíð vongóður eftir næstu stórtíðindum frá Paul og Kammersveitinni og Sinfóníu- hljómsveit æskunnar. Skyldi Sin- fóníuhljómsveit íslands vilja vera með? HRAÐUR akstur er allajafna um þann hluta Miklubrautar sem liggur framhjá steindu stóði Ragn- ars. Kjartanssonar myndhöggv- ara, en þar hefur það staðið á stalli mörg herrans ár, í þann mund að stökkva af stað. Og nú er stokkið... Þetta fræga og dáða myndverk Ragnars var tekið niður fyrir nokkr- um vikum og fært austur að Korp- úlfsstöðum þar sem það hefur verið í lagfæringu síðustu daga. Titringurinn frá mestu umferðar- götu íslands hefur svo haft sitt að segja um téða höggmynd. Það hefur molnað úr stóðinu smám saman með árunum og fyrir fáum misser- um þótti sýnt að hrossin hryndu fram af stallinum ef ekkert yrði að gert. Nú hefur verið þétt upp í brotin og tekin afsteypa af verkinu, sem vænt- anlega verður sent utan og steypt í brons á næstunni. Borgarbúar mega því búast við að stóðið hans Ragnars fari að láta^sjá sig á stallin- um hvað úr hverju, stæltara og fal- legra en nokkru sinni. BRAGI Ásgeirsson, listmálari, opnar sýningu á um 100 verkum á Kjarvalsstöðum á laugardaginn kl. 14. Þetta er níunda stóra sýningin sem Bragi er með á eigin vegum en auk þess hefur hann haldið fjöldann allan af einkasýningum og tekið þátt í samsýningum bæði í málverki og grafík. Nú eru liðin fimm ár frá því hann hafði síðast svona stóra sýningu á Kjarvalsstöðum. Bragi sagðist hafa málað flestar myndirn- ar á síðastliðnu sumri og ári og hafa þær aldrei verið sýndar áður, utan örfáar sem eldri eru og fá að fljóta með. Bragi sagðist halda að fólk myndi sjá töluverðar breytingar hjá sér frá því hann hélt síðast sýningu, hann teldi sjálfur að myndirnar væru að breytast. Hann sagðist vinna meira í olíu en áður og nota minna af upphleyptum hlutum í myndirnar. Aðspurður sagðist hann ekki vinna í neinu þröngu þema, þetta væru aðallega hughrif sem hann yrði fyrir og málaði uppúr sér jafnóðum. Sýningin hefur enda hlotið nafnið Hughrif. Bragi er gam- alkunnur listamaður, einn af SÚM- hópnum og var einna'fyrstur hér- lendis til að fara úti grafik. Sýning hans stendur til annars í páskum. KVIKMYNDASAFN íslands hefur í bígerð að koma á fót kvik- myndaklúbbi og er ráðgert að stofna hann nk. haust í kjölfar kvik- myndahátíöar sem þá verður. Það mun vera í lögum safnsins að það sjái um sýningar á kvikmyndum og vill forstöðumaður þess, Guöbrand- ur Gíslason, með þessum hætti standa við lögin um safnið. Klúbbur þessi verður að öllum líkindum bæði opinn og iokaður, þ.e. menn geta keypt sér skírteini sem veitir þeim verulegan afslátt á sýningar á vegum hans og svo verður líka möguleiki á að sjá eina og eina sýn- ingu. Markmið klúbbsins verður að standa fyrir góðum kvikmyndasýn- ingum og mun vera ætlunin að byrja með bandarískt prógramm og jafnframt mun vera meiningin, fyrir milligöngu Menningarstofnunar Bandartkjanna, að fá hingað snjall- an leikstjóra til að vera viðstaddan opnun klúbbsins. Hefur nafn Johns Hustons, þeirrar öldnu kempu, bor- ið á góma í því sambandi. HELGARPÓSTURINN' 27-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.