Helgarpósturinn - 02.04.1987, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 02.04.1987, Blaðsíða 26
Bæjarþing Ólafsvíkur tekur undir með Helgarpóstinum: Innheimtulaunin eru ólögleg Ályktun dómarans samhljóða skrifum Helgarpóstsins um ólöglega inn- heimtuþóknun af afnotagjöldum Ríkisútvarpsins / desember sídastlidnum birti Helgarpósturinn grein undir fyrir- sögninni: 14—18 milljónir I inn- heimtulaun sem dómstólarnir hafna. Par var fjallad um innheimtu- adferdir sem Theódór Georgsson, innheimtustjóri Ríkisútvarpsins hef- ur innleitt hjá stofnuninni. I grein- inni voru rök fœrd fyrir því ad þess- ar adferdir strída gegn lögum. En med þeim er skuldurum Ríkisút- varpsins gert ad greida völdum lög- mönnum offjár ár hvert. Á hverju ári felur Theódór 5—6 völdum lögmönnum innheimtu á þeim 6% af afnotagjöldum Ríkisút- varpsins sem eru í vanskilum um áramót. Þessir lögmenn innheimta síðan afnotagjöldin eins og um venjulegar skuldakröfur væri að ræða. Þegar skuldarar gera upp sín- ar skuldir við Ríkisútvarpið hjá lög- mönnunum er þeim gert að greiða innheimtuþóknun, samkvæmt gjaldskrá Lögmannafélags íslands, til lögmannsins, auk höfuðstóls, vaxta og 10% vanskilaálags sem rennur til Ríkisútvarpsins. I grein sinni frá í desember áætlaði Helgar- pósturinn tekjur lögmannanna sex af þessu á bilinu 14—18 milljónir ár hvert. En samkvæmt lögum fylgir af- notagjöldunum lögveðs- og lögtaks- réttur og því ber að innheimta þau eins og aðrar slíkar kröfur. Ef Inn- heimtudeild Ríkisútvarpsins færi að lögum í þessu máli ætti að senda vangoldin afnotagjöld til innheimtu hjá bæjarfógeta. Sú leið er bæði fljótvirkari fyrir Ríkisútvarpið og kostnaðarminni fyrir skuldarann. Hins vegar missa lögmennirnir við það spón úr aski sínum. Viðbrögð lögmanna við þessari grein Helgarpóstsins voru einkum á þá lund að benda á að þessi inn- heimtuaðferð hefði viðgengist í nokkur ár án þess að amast væri við henni. En praxis þarf ekki að vera réttur þó viðgengist hafi. Þann 19. mars síðastliðinn gekk dómur í máli Verkalýdsfélagsins Jökuls gegn Hradfrystihúsi Olafs- víkur fyrir bœjarþinginu í Ólafsvík. Mál þetta snerist að hluta til um inn- heimtuþóknun Arnmundar Back- mans af kröfu sem fylgdi lögtaks- réttur. í ályktun Jóns S. Magnússon- ar, dómara, segir um það atriði: „Kröfur, sem lögtaksrétt hafa, eru aðfararhæfar beint. Lögtaksréttur er veittur vissum kröfum, m.a. til þess að auðvelda innheimtu þeirra, og jafnframt til þess að halda kostn- aði við innheimtuna í lágmarki. Lögtaksréttur er því settur báðum aðilum til hagsbóta. Með því að veita kröfum lögtaksrétt er beinlínis ætlast til þess, að kröfuhafi snúi sér beint til fógeta með beiðni um lög- tak. Fógeti framkvæmir síðan lög- takið og þarf ekki frekari atbeina kröfuhafa til. Vilji hins vegar kröfu- hafi hafa annan hátt á, t.d. fela lög- manni innheimtuna, er honum það að sjálfsögðu frjálst, en ekki verður talið að kostnað við það sé heimilt að leggja á skuldara, heldur verði kröfuhafi að bera þann kostnað sjálfur, þar sem honum var í lófa lag- ið að biðja beint um lögtak, sem þá hefði engan aukakostnað haft í för með sér.“ Niðurstöður dómsins urðu þær að kröfu Verkalýðsfélagsins Jökuls um greiðslu innheimtuþóknunar á hendur Hraðfrystihúss Ólafsvíkur, var alfarið hafnað. Þessi rökleiðsla Jóns er nánast samhljóða grein Helgarpóstsins frá í desember og mætti jafnvel ætla að hann hafi frekar stuðst við blaðið en dómheimildir. Svo er þó ekki, því hœstaréttardómur frá 1954 um svip- að mál er nánast samhljóða dómi Jóns. Með þessum dómi hafa rök Helg- arpóstsins fengið viðurkenningu fyrir dómstólum. Þeir skuldarar Rík- isútvarpsins sem greitt hafa lög- mönnum innheimtuþóknun af af- notagjöldum ættu því að hafa hald- bær rök í höndunum til þess að krefjast endurgreiðslu á þeim. gse Ef máliö snýst um EYÐNI þá hringiröu í 91-62 22 80 GEGN EYÐNI BÍLALEIGA Útibú í hringum landið REYKJAVÍK:.91-31815/686915 AKUREYRI:........... 96-21715/23515 BORGARNES: BLÖNDUÓS: 93-7618 ...95-4350/4568 . SAUÐÁRKRÓKUR: .... SIGLUFJÖRÐUR: ...95-5913/5969 96-71489 HÚSAVÍK: 96-41940/41594 EGILSSTAÐIR: VOPNAFJÖRÐUR: FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR HÖFN HORNAFIRÐI: . 97-1550 ... 97-3145/3121 : . 97-5366/5166 97-8303 interRent Boröapantanir í síma 11340. Þaðerdýrt rafmagnið sem þú dregur að borga Rafmagn er svo snar þáttur í lífi okkar að við veitum því varla athygli. Flest heimilistæki og vélar á vinnustað ganga fyrir rafmagni og við erum svo háð þeim að óbeint göngum við sjálf fyrir rafmagni. Þessu ,,sjálfsagða“ raf- magni er dreift til okkar af rafmagnsveitu. Rafmagnsveita Reykjavíkur leggur metnað sinn í stöðuga og hnökralausa dreifingu til neytenda. Dreif- ingarkostnaður greiðist af orkugjaldi. Ógreiddir reikningar hlaða á sig háum vaxtakostnaði sem veldur því að rafmagnið er nær þriðjungi dýrara hjá þeim skuldseigustu — þar til þeir hætta að fá rafmagn. Láttu orkureikninginn hafa forgang! RAEMAGNSVEITA REYKJAVIKUR SUÐURLANDSBRAUT 34 SÍMI686222 26 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.