Helgarpósturinn - 02.04.1987, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 02.04.1987, Blaðsíða 15
Helstu breytingarnar sem átt hafa sér stað frá því við byrjuðum eru kannski ekki miklar. Poppátið hefur ekkert breyst í sjálfu sér en hins vegar hafa viðskiptin minnkað hjá okkur. Það kemur aðallega til af því að Bæjarbíó og Kópavogsbíó hafa hætt, en þau voru stórir viðskiptavinir hjá okkur og Tóna- bíó er að detta niður í ekki neitt, enda verið að selja bíóið. Þetta er því allt í rólegheit- unum nú orðið enda geri ég minnst af því að poppa sjálfur þessa dagana, það er í höndum annarra, einkum Karólínu Þórorms- dóttur sem hefur starfað hjá mér í fjölda ára. Meðan við starfræktum poppframleiðsluna í bílskúr við íbúðarhús kitlaði lyktin krakk- ana í hverfinu sem komu oft í heimsókn og báðu um poppkorn. Nú erum við ekki svo mjög nálægt íbúðarhverfi og þess vegna minna um heimsóknir frá börnum. Það eru miklar sveiflur í poppframleiðsl- unni. Ég gæti trúað að ég framleiddi frá 70—100.000 poka á ári en það byggist allt á því hvaða kvikmyndir er verið að sýna. Salan er alltaf mest þegar verið er að sýna unglingamyndir og jafnvel myndir sem höfða til allrar fjölskyldunnar eins og King Kong. Meðan „Sound of Music“ var sýnd hér var slegið met í poppkornssölu, það var met sem aldrei hefur verið slegið. Sú mynd var síðar endursýnd og sama sagan endur- tók sig: Salan á poppkorni rauk upp. Það eru svona ákveðnar myndir sem við köllum ,,popp-myndir“. Þeirra á meðal eru Indiana Jones og Löggan í Beverly Hills, myndir sem 30—50.000 manns fara að sjá. Við keyrum oft út, kannski ekki dagiega, en stundum kemur upp sú staða að uppselt er á tvær sýningar sama daginn og þá vantar „popp fyrir hlé“ eins og það er kallað. Þá er ekki annað að gera en að poppa aftur og keyra það út með hraði. Við gætum þess að hafa poppkornið alltaf nýtt og tökum á okkur ef gamlar birgðir eru í kvikmyndahúsunum. Það er auðvelt að koma þeim út; ég hef til dæmis gefið hesta- mönnum „gamla" poppkornið, enda er það víst ágætis hestafóður! Eina ástæða þess að fólk getur fengið gamalt popp í bíó gæti verið sú að lítil sem engin aðsókn hafi verið. Það er algjör undantekning að ég borði popp. Ég held að minnsta kosti að ég hafi aldrei borðað heilan poka í einu en það er ekki af því að mér finnist það vont heldur hef ég aldrei vanið mig á poppkornsát og er ekkert fyrir það.“ Poppkornsframleiðendunum ber saman um að sala í söluturnum hafi farið minnkandi, enda séu margar „sjoppur" komnar með eigin poppkornsvélar. Þá hefur nú komið á markaðinn ný tegund af maísbaunum, Paul Newman poppkorn, sem tekur víst ekki nema fjórar mínútur að poppast í örbylgjuofni. Ekki vildu poppframleiðendur trúa því að kvikmyndahúsin færu að kaupa sér örbylgjuofna og bjóða upp á heitt popp — enda næstum öruggt að þá myndi íslenski poppmarkaðurinn hrynja endanlega...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.