Helgarpósturinn - 02.04.1987, Blaðsíða 36
,, MEIRI HLÝJA HÉR
EN í VALHÖLL* ‘
„HANN“ dregur aö sér, en þaö er margt
annaö, sem skýrir ótrúlega mikiö tylgi
Borgaraflokksins
Tilkoma Borgaraflokksins á ör-
fáum sólarhringum, flokks sem sýn-
ir yfir 20% fylgi á Reykjavíkursvœd-
inu i skoöanakönnun nokkrum dög-
um eftir að hann hefur veriö settur
á laggirnar, hefur fœrt pólitísku
flokkaskipanina í landinu úr skorö-
um — í bili a.m.k. Sjálfstœöisflokk-
urinn og allir hinir gömlu flokkarnir
hafa reynt aö gera sem minnst úr
þessum nýja samkeppnisaöilja.
„Tilfinningabylgja sem fjarar út
fyrir kosningarnar" „partur afSjálf-
stœöisflokknum, sem skríöur sam-
an viö hitt íhaldiö, strax eftir kosn-
ingarnar“ „enn einn smáflokkur-
inn" „enn einn hœgri flokkurinn"
„enn einn smáflokkurinn til viöbót-
ar yiö vinstri smáflokkana"?!
Á þessa lund hljóðuðu yfirlýsing-
ar flokksleiðtoga gömlu flokkanna
stæðishugsjóninni", og þar með
opnaði hún fyrir túlkun um að Borg-
araflokkurinn væri angi af Sjálf-
stæðisflokki. Það virtist hins vegar
ekki koma að sök, því aðrir urðu til
að túlka hann öðru vísi, og brátt fór
stefnuskrárvinna í gang.
Þegar Júlíus Sólnes las upp stefnu-
skrána á sunnudaginn mátti glöggt
flokkinn sem er amk. nú, í kringum
hann einan. Af viðtölum við fólk í
Borgaraflokknum má þvert á móti
draga ályktanir um að margvíslegir
straumar liggi þarna saman og fái
útrás. Auðvitað er mest talað um
„HANN“, og t.d. sagt, að ,,þó þeir
finni helmingi meiri skít á Albert en
þegar er fram komið, þá styrkir það
okkur bara“. Þarna er viss píslar-
inn af götunni", „hér rúmast öll trú-
félög“.
Þessi sýnishorn af ummælum
fólks í Borgaraflokknum gefa ef til
vill vísbendingu um þá strauma sem
nú fara saman í framboð. Eins og
kunnugt er, hefur Sjálfstæðisflokk-
urinn í raun verið breiðfylking að
mörgu leyti ólíkra afla í stjórnmál-
um. Flokkurinn hefur verið mun
JIM SMART
fyrstu sólarhringana. En skoðana-
kannanir um sl. helgi gáfu til kynna
að a.m.k. nú væri Borgaraflokkur-
inn enginn smáflokkur. 1 ljós kom og
að flokkurinn tók ekki einungis
fylgi frá Sjálfstæðisflokknum, held-
ur öllum flokkunum nema Kvenna-
listanum, að því er virðist.
En er flokkurinn til hægri eða
vinstri við Sjálfstæðisflokkinn? Til
að byrja með fór Helena Alberts-
dóttir með dálítið klaufalega útlegg-
ingu á stefnu flokksins í Stöð 2. Hún
kvað nýja flokkinn byggðan á „sjálf-
kenna ýmsar fjólur úr urtagarði
allra gömlu stjórnmálaflokkanna.
Og þar mátti finna angan þess
„populisma", sem menn kannast við
frá fornu fari frá Albert og fleiri
sterkum einstaklingum sem lent
hafa í upphlaupi. En einnig má
segja, að stefnuskráin afmarki Borg-
araflokkinn frá Sjálfstæðisflokknum
í nokkrum atriðum.
Margir líta á flokkinn einungis út
frá persónu Alberts Guömundsson-
ar, en því fer fjarri að hægt sé að
einskorða þá hreyfingu um Borgara-
vættistónn, sem einnig hefur þýð-
ingu í pólitík. En borgaraflokks-
menn tala um fleiri atriði:
„Frjálshyggjan er búin að kála
Sjálfstæðisflokknum", „við mótmæl-
um flokksræði í öllum flokkunum",
„það er niðurbæld óánægja í öllum
flokkunum — hún brýst hér fram",
„það er alls staðar kuldi og þröng-
sýni — hér er umburðarlyndi", „það
er búið að lemja á okkur — nú fáum
við uppreisn", „hér er miklu meiri
hlýja en í Valhöll", „við erum maður-
stærri en hægri flokkar nágranna-
landanna og með ólíkindum að
hann hafi ekki klofnað fyrr. Oft hef-
ur legið við borð, en þrátt fyrir gífur-
legt sundurlyndi, jafnvel hatur, svo
sem í garð Gunnars Thoroddsen og
hans manna fyrir örfáum árum, þá
hefur flokkurinn ekki klofnað. Þess
vegna eru margir þeirrar skoðunar
að Sjálfstæðisflokkurinn geti ekki
klofnað til langframa — og að Borg-
araflokkurinn eigi eftir að skríða til
Sjálfstæðisflokksins síðar. Þeir sem
eru þessarar skoðunar benda á að
ráðherrar úr ríkisstjórn Gunnars
heitins, þeir Pálmi Jónsson og Friö-
jón Þóröarson leiði enn lista Sjálf-
stæðisflokksins í sínum kjördæm-
um. Og bent er á að aðalstuðnings-
maður ríkisstjórnar dr. Gunnars,
Eggert Haukdal, sitji hið næsta for-
manni Sjálfstæðisflokksins á lista.
Slíkur flokkur geti ekki klofnað til
langframa.
Hitt sjónarmiðið er að hin ólíku
sjónarmið séu með brotthvarfi Al-
berts úr Sjálfstæðisflokknum ósætt-
anleg — og nú sé komið að þeirri
ögurstundu í sögu Sjálfstæðisflokks
og flokkakerfisins á Isiandi, að nýr
hægri flokkur sé í uppsiglingu.
En nú gæti annað og meira verið
á ferðinni heldur en einfalt klofn-
ingsframboð. Hér er kominn fram
Iisti flokks með sjálfstæða stefnu-
skrá, andstæða frjálshyggjunni,
með áherslu á „mildi, borgaralegt
umburðarlyndi, gegn frjálshyggju
og flokksforræði", jafnvel bryddað á
annarri utanríkisstefnu en Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur fylgt, svo
sem gagnrýni Alberts á flokksfor-
ystuna í viðtali við sunnudagsblað
Þjóðviljans um sl. helgi ber vott um.
Og þeir sem eru þeirrar skoðunar,
að Borgaraflokkurinn sé kominn til
þess að vera, segja að ýmis öfl sem
nú standi að Borgaraflokknum eigi
ekkert erindi til Sjálfstæðisflokks-
ins. Albert hefur tekið þann kost að
beina máli sínu til miðjunnar, um-
burðarlyndis og lýðræðis. í Borgara-
fiokknum eru til þverpólitískir
straumar, andfrjálshyggja, andfor-
ræðissinnað fólk, nýir hópar í póli-
tísku starfi, fólk úr smábisness,
launamenn og fólk úr trúfélögum.
Reyndar er sérstök ástæða til að
benda á hversu þýðingarmiklir í
pólitík hópar um trúarlíf geta orðið.
Auðvitað hefur það einnig sitt að
segja, þegar leiðtogar launafólks
eins og Aöalheiöur Bjarnfreösdóttir
bindast slíkum nýjum flokki. Einnig
var greinarhöfundi bent á að fjöldi
fólks sem farið hefði illa út úr Haf-
skips- og Útvegsbankamálum fyndi
til vissrar uppreisnar í gegnum þetta
framboð og starfaði þar ötullega.
Nú þegar hafa yfir 2000 manns
látið skrá sig hjá Borgaraflokknum.
Ólíkt öðrum framboðum sem koma
fram í skyndingu hefur þetta fram-
boð úr nokkrum peningum að spila
og það er á þeim völlur: t.d. hafa
þegar verið tengdar um 15 símalín-
ur við nýju kosningamiðstöðina í
Skeifunni. Borgaraflokkurinn hefur
þegar dustað rykið af gömlum
spjaldskrám, úr prófkjörum, forseta-
framboði og af nógu að taka. Lýð-
skrum um stundarsakir eða frjáls-
lyndur borgaraflokkur til frambúð-
ar?
STÖRKOSTLEGT
ÚRVAL
PLAKÖT OG MYNDIR
RAMMA
MIÐSTOÐIN
SIGTÚN 20. 105 REYKJAVÍK. SÍMI 25054.
36 HEIjGARPÓSTURINN