Helgarpósturinn - 02.04.1987, Blaðsíða 29

Helgarpósturinn - 02.04.1987, Blaðsíða 29
I HADEGINU á miðvikudag í næstu viku leiða tveir tónlistarjöfrar saman hesta sína í fyrsta skipti. Nán- ar tiltekið munu Gunnar Kvaran Fantasíur úr daglega lífinu léttara og loftkenndara, þess vegna eru verkin kannski fantasíukennd- ari heldur en þau hafa áður verið." — Þannig ad þetta er spurning um samspil efnis og forms? „Já, það er það. Auðvitað reynir maður alltaf að finna það efni sem hentar hverri hugmynd en í þróun verksins getur efnið haft töluverð áhrif og kannski stjórnað útfærsl- unni að einhverju leyti. Það var mér upplifelsi að vinna svona opið og eins og ég var að segja þá urðu verk- in fantasíukenndari, eins konar fantasíur úr daglega lífinu þar sem ég er að reyna að láta manninn gera hið ógeranlega." — Þú ert meö glerverk og svo blandarbu glerinu í leirinn. Hvaöa hlutverki gegnir gleriö hjá þér? „Glerið er draumkennt efni, HP ræðir við Steinunni Þórarinsdóttur myndhöggvara tilefni sýningar sem hún opnar nk. laugardag. Steinunn Þórarinsdóttir opnar á laugardaginn sýningu 't austursal Kjarvalsstaöa og veröur þaö fyrsta einkasýning hennar frá 1984. Stein- unn, sem er formaöur Myndhöggv- arafélagsins, hlaut starfslaun Reykjavíkurborgar 1986 og eru flest verkin frá því ári. Hún er þekktust fyrir leirverk sín, en hefur aö undan- förnu veriö aö færa sig meira yfir í aö vinna í járn. Auk leirsins og járnsins notar hún gler og blý í verk- in sem öll lýsa manninum í ýmsum myndum og gerðum. Steinunn var fyrst spurö aö því hvort hún teldi aö þessi sýning vœri ímiklu frábrugöin þeirri sem hún síöast hélt. „Mér finnst þetta vera öðruvísi sýning núna. Ég hef verið að vinna í járn síðan 1984 og það breytir miklu. Bæði vegna þess að það er allt annað að vinna í það heldur en leirinn og líka vegna þess að þau verk eru miklu stærri en ég hef áður gert. Ég hef aldrei haft jafn stórt vinnupláss og ég hef núna, þess vegna hef ég gefið mér lausari taum. Það er eiginlega mesta breyt- ingin" — I hverju felst helst þessi munur á aö vinna í járniö og leirinn? „Maður er miklu fljótari að sjá það sem maður er með í höndunum þegar unnið er með járni. Fyrir mér var það þess vegna léttir að byrja að vinna í járnið og það hefur líka gefið mér visst frelsi því það er meira abstrakt en leirinn. Þegar maður vinnur með massíft efni yfirfærir maður það á sjálfan sig og verður massífur í hugsun. Járnið er miklu massíft en fjótandi í senn. Það er gegnsætt og svo er hægt að spila á það með skuggum og lýsingu, tvö- falda það með réttum áhrifum." — Þú ert hér meö ferns konar efni sem þú vinnur í, getur þaö ekki ver- iö erfitt aö hoppa á milli? „Nei, það finnst mér ekki. Það er nauðsynlegt að hoppa á milli. í járn- inu er visst frelsi sem ekki er í leirn- um og öfugt. Þetta vegur hvort ann- að upp. Það er oft hræðsluvekjandi að skipta um efni vegna þess að það er öryggi í því sem maður þekkir en ég held að öryggi sé ekki góð tilfinn- ing fyrir myndlistarmann. Hún er ekki mjög skapandi. Þess vegna get- ur verið hættulegt að vinna alltaf í sama efnið, það verður eins og hækja sem maður styðst við." -KK sellóleikari og Martin Berkowsky píanóleikari spila í Norrœna hús- inu öll þrjú Tilbrigöaverk Beeth- ovens fyrir selló og píanó sem hann samdi á unga aldri. Án vafa munu margir vilja hlýða á túlkun þeirra fé- laga á Tilbrigðunum, en þeim sem ekki komast á staðinn skal bent á til huggunar að tónleikarnir verða teknir upp fyrir útvarp. 30. apríl gefst tónlistarunnendum aftur kost- ur á að hlýða á Gunnar og Martin leika saman, þá í Bústaöakirkju ásamt Guönýju Guömundsdóttur fiðluleikara, Onnu Málfríöi Sigurö- ardóttur píanóleikara og Einari Jó- hannssyni klarinettleikara. Um er að ræða minningartónleika um Jean Pierre Jaquillat, fyrrum aðal- hljómsveitarstjóra Sinfóníuhljóm- sveitar íslands, en hann fórst sem kunnugt er á hörmulegan hátt sl. sumar í bílslysi í Frakklandi. KVIKMYNDIR Hjartnœmt Háskólabíó: Children of a Lesser God (Guö gaf mér eyra) Bandarísk. Árgerö 1986. Framleiöendur: Burt Sugarman/ Patrick Palmer. Leikstjórn: Randa Haines. Handrit: Hesper Anderson/Mark Medoff. Kvikmyndun: John Seale. Tónlist: Michael Convertino. Aðalhlutverk: William Hurt, Marlee Matlin, Piper Laurie, Philip Bosco o.fl. Children of a Lesser God er byggð á samnefndu sviðsverki Mark Medoffs, annars af handrits- höfundum kvikmyndarinnar og fjallar um kennara nokkurn, James Leeds að nafni (William Hurt), sem kemur til starfa við Ketteridge heyrnleysingjaskólann í Maine. Þar kynnist hann Söru (Marlee Matlin), sem fyrrum var einn af efnilegri nemendum skól- ans, en hefur núorðið lifibrauð sitt af því að skúra ganga stofnunar- innar. Hann hrífst óðara af þessari stórlyndu persónu, sem að öðru jöfnu virðist hafa allt á hornum sér, en sýnir jafnframt af sér þvílík- an þokka og persónuþroska að nefndur Leeds fellur gjörsamlega í stafi yfir henni. Og það þegar við fyrstu kynni þeirra í örstuttri en dásamlega vel útfærðri senu, þar sem Sara stendur í orðalausu hávaðarifrildi við ónafngreindan aðila í eldhúsi stofnunarinnar, grýtir út og suður pottum og pönnum milli þess er hún segir viðkomandi vægast sagt duglega til syndanna með táknmál líkama síns eitt að vopni. Eiginlegt efnisinntak eða meg- inþema myndarinnar er í sjálfu sér ekki svo ýkja frumlegt. Það á sér ótal fyrirmyndir í síðari tíma amerískri leikhús- og kvikmynda- hefð. En sjálf handritsgerðin er á hinn bóginn í alla staði svo bein- skeytt og uppbyggð af þvílíkri rök- festu, að þar er nánast hvergi um neinar alvarlegar misfellur að ræða. Hversu óvægilega væmnar sem sumum kunna að þykja við- kvæmari senur myndarinnar, þá hefur Randa Haines vendilega gætt þess með einkar velfágaðri leikstjórn sinni að stíga aldrei skrefið til fulls yfir í þá vemmilegu táraflóðsvellu er svo gjarnan ein- kennir aðrar afurðir svipaðrar teg- undar úr draumaverksmiðjunum þar vestra. Þeir hérlendir sem auðnaðist að sjá William Hurt fara á kostum í marglofuðu og m.a. Óskarsverð- launuðu hlutverki sínu í Kiss ofthe Spider Wöman (áður en myndin sú hvarf svo óforvarendis af mynd- bandaleigunum í kjölfar marg- frægrar lögreglurassíu hér á dög- unum) hafa vafalaust beðið spenntir eftir þessu öndvegisverki Haines. Myndin var tilnefnd til ekki færri en fimm Óskarsverð- launa og voru þau Hurt og Matlin bæði þar með á lista. Hversu ótrúlegt sem það kann að virðast mun hlutverk Söru vera fyrsta verkefni Marlee Matlin á leiklistarbrautinni. Engu að síður var hún að talin nokkuð sigur- strangleg á Óskarshátíðinni (all- tént ekki síður en þá er hún hreppti Golden Globe verðlaunin hér á dögunum fyrir þessa af- bragðsgóðu túlkun sína á hlut- verki Söru), þó svo að hún hafi þar þurft að slást við ekki óreyndari stallsystur sínar en þær Jane Fonda, Sissy Spacek, Kathleen Turner og Sigourney Weaver, sem allar skiluðu af sér ágætis dags- verki á liðnu ári. Og svo fór að hún skaut þeim öllum ref fyrir rass. Gegnum tídina Stjörnubíó: Peggy Sue Got Married (Peggy Sue giftist) ★★★ Bandarísk. Árgerö 1986. Framleiöandi: Paul R. Gurian. Leikstjórn: Francis Coppola. Handrit: Jerry Leichtling/Arlene Sarner. Kvikmyndun: Jordan Croneweth. Aðalhlutverk: Kathleen Turner, Nicolas Cage, Barry Miller, Catherine Hicks, Joan Allen, Kevin O’Connor o.fl. Það verður að teljast hérlendum kvikmyndahúsaeigendum til hróss, hversu iðnir þeir hafa verið á liðnum misserum við að sækja heim það ferskasta er býðst af engilsaxneskum kvikmyndum á heimsmarkaðnum. Þegar Óskars- hátíðinni var hleypt af stokkunum vestanhafs vildi svo til að okkur hér heima hafði gefist að líta vel- flestar þær myndir er þar slógust um eftirsóknarverðustu viður- kenningarnar, ellegar þá að þær eru rétt ókomnar til landsins. eftir Ólaf Angantýsson ' Peggy Sue Got Married eftir meistarann Francis Ford Coppola er ein úr þeirra hópi. Þar fer blond- ínan elskverðuga Kathleen Turner (sem við minnumst af góðu einu úr myndum á borð við Romancing the Stone, Jewel of the Nile og Body Heat) á þvílíkum kostum í aðalhlutverkinu, að hún var til- nefnd ásamt fjórum öðrum til þess að bítast um Óskarinn eftirsóknar- verða í ár fyrir besta frammistöðu kvenleikara í aðalhlutverki. Myndin fjallar um Peggy Sue sem er rétt rúmlega fertug og komin að því að skilja við eigin- mann sinn. Kvöldstund nokkra fer hún ásamt dóttur sinni á 25 ára útskriftarafmæli gömlu skólafé- laganna, er þar kosin drottning kvöldsins og líður í ómegin af því tilefni. Það er skemmst frá því að segja að hún vaknar úr óráðinu 25 árum áður, þ.e. í þann mund er eig- inmaður hennar tilvonandi og síð- ar meir svo sviksamlega óáreiðan- legi tekur að gera hosur sínar grænar fyrir henni. Prýðisgóð dægrastytting hvar Coppola hefur tekist dável að draga upp fyrir hugskotssjónum okkar bráðskemmtilegan saman- burð, eða öllu heldur býsna grát- broslegan árekstur tíðaranda tveggja ólíkra tímabila í lífshlaupi viðkomandi persóna. Kathleen Turner er einnig hreint óborgan- leg í hlutverki hinnar 17 ára gömlu Peggy Sue með 40 ára lífsreynslu í farteskinu, þó hún hafi ekki staðist Marlee Matlin (Children ofa Less- er God) snúning, þá er til tíðinda dró varðandi Óskarstilnefningarn- ar í ár. GALLERI 119 heitir nýtt sýning- arhúsnæði sem tók til starfa síðast- liðinn laugardag. Galleríið dregur nafn sitt af húsnæðinu sem það er í, nefnilega Hringbraut 119. Það er Plakatverslunin Katel við Klappar- stíg sem hefur veg og vanda af gall- eríinu. Fyrsta sýningin sem marg- nefnt gallerí er með, er sýning á verkum hins kínversk/bandaríska listamanns, Walasse Ting, sem er heimsþekktur og afar vinsæll „tískumálari" í New York. Á sýning- unni eru 36 grafíkmyndir og 3 olíu- málverk auk plakata eftir verkum hans. Sýningin er opin 17—22 virka daga og 14—22 um helgar og stend- ur til 20. apríl. OG enn um gallerí. Mikill fjöldi gallería er nú rekinn í borginni og margar sýningar í gangi hverju sinni og svo margar að mörgum áhuga- manninum þykir erfitt að komast yfir að skoða allt sem í boði er. Enn eitt galleríið mun síðan fljótlega taka til starfa, gallerí í eigu FIM og það hefur heyrst að fyrsti sýnandi þar verði Jón Gunnar Arnason, einn fremsti myndhöggvari okkar. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest og mun ekki vera endanlega ákveð- ið að því er við heyrum. HELGARPÓSTURINN 29

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.