Helgarpósturinn - 02.04.1987, Blaðsíða 33

Helgarpósturinn - 02.04.1987, Blaðsíða 33
D U^Forgarfulltrúar minnihluta- flokkanna í Reykjavík hafa gefið út sameiginlegt blað „Við í Reykja- vík“. Það eru þau Bjarni Þ. Magn- ússon, Sigrún Magnúsdóttir, Kristín Olafsdóttir, Guðrún Ágústsdóttir, Össur Skarphéð- insson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem standa að þessu Haföu smokk viö hendina Hann gœti reddad þér H» GEGN EYÐNI framtaki í framhaldi af samstarfi þessara flokka við gerð fjárhags- áætlunar borgarinnar. Athygli vek- ur, að Bjarni P. Magnússon keyrir stíft á annarri línu í borgarmálum en Jón Baldvin Hannibalsson í landsmálum, þar sem Alþýðuflokk- urinn í borginni vill samstarf við vinstri flokkana, „lýðræðishluta borgarstjórnar" eins og borgarfull- trúarnir kalla það, en formaður kratanna hefur lagt höfuðáherslu á samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. í blaðinu segir Össur, að hann ætli að vinna að því að þessir flokkar og listar bjóði fram sameiginlegan lista við næstu borgarstjórnarkosning- ar.. . A__, verðir í Hollywood og Evrópu og ef til vill fleiri veitingastöðum eftir því að hópur ungra stúlkna var tek- inn að stunda staðina. Hinir glöggu menn sáu strax að stúlkurnar gátu vart verið eldri en 15—16 ára gaml- ar, en á hinn bóginn höfðu þær und- ir höndum að því er virtist fullkom- lega gallalaus og gild ökuskírteini, þar sem aldurinn hljóðaði upp á yfir tvítugt. Það kom hins vegar að því að dyraverðirnir fóru að heyra hinar ótrúlegustu sögur og þegar gengið var í að upplýsa málið kom ýmislegt fróðlegt í ljós. Stúlkurnar, 15—16 ára og flestar nemendur í 9. bekk Lang- holtsskóla, höfðu keypt skírteinin á 1000—3000 krónur af skólabróður sínum, 15 ára dreng í 8. bekk. Er tal- ið að á milli 30 og 40 fölsuð ökuskír- teini hans hafi komist í umferð. Öll hin fölsuðu skírteini voru upprunn- in úr fógetaskrifstofunum í Kópa- vogi, þau höfðu stimpil réttra yfir- valda, vélritun var lýtalaus, en á hinn bóginn voru undirskriftir fals- aðar. Rannsóknarlögregla ríkisins var sett í málið samkvæmt heimild- um HP, en þar var engar upplýsing- ar um málið að fá. En samkvæmt heimildum HP var málið látið falla niður vegna ungs aldurs falsar- ans... Opnun sérstaklega fyrir leikhúsgesti kl. 18.00. Boröpantanir \ síma 11340. „ Fermingargjöfin sem hefur vaxið með mér## „Nú eru sex ár frá því ég fermdist og það er ekki hægt að segja annað en að spariskírteinið sem ég fékk í fermingargjöf hafi notað tímann vel.“ Verðir þú svo heppin(n) að fá spariskírteini ríkissjóðs í fermingargjöf er bjart framundan hjá þér, því spariskírteinið vex með þér og veitir þér fjárhags- legan stuðning þegar fram líða stundir. Kostirnir eru augljósir: Þú átt örugga peninga, sem vaxa ört og þú getur gripið til þeirra þegar þér hentar. Spariskírteini ríkissjóðs bera 6,5% ársvexti, eru verðtryggð að fullu og öryggi þeirra er ótvírætt. Spariskírteini er sannarlega arðbær framtíðar- gjöf, sem kemur eigandanum alltaf að góðum notum. Spariskírteini ríkissjóðs fást í fallegum gjafamöppum á öllum hefðbundnum sölustöðum. RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS HELGARPÓSTURINNv^ GOTT FÚLK / SÍA

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.