Helgarpósturinn - 02.04.1987, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 02.04.1987, Blaðsíða 17
Þ að vantaði ekki lætin þegar hinn nýi Borgaraflokkur var að safna álitlegum frambjóðendum á lista sína undir lok síðustu viku. Þannig greina heimildir okkar frá því að sl. föstudagsmorgun hafi Al- bertsmenn haft samband við Guð- mund H. Lárusson á Akureyri og boðið honum efsta sæti listans í Norðurlandskjördæmi eystra. Guð- mundur mun hafa hlegið dátt og gantast með tilboð þetta eins og hvern annan brandara. Um miðjan dag var þessu hreyft í útvarpsfrétt- um og þegar Guðmundur var inntur eftir þessu brosti hann — en hló ekki. Um kvöldið var hann síðan orðinn geirnegldur í fyrsta sætið og gengur nú um með þingmann í maganum. Má með sanni segja að enginn viti að morgni hvað dagur- inn hefur í för með sér... Þ etta gerðist allt mjög skyndi- lega hjá Borgaraflokknum. Heim- ildir HP greina þannig frá því að AI- bert Guðmundsson hafi verið einn allra fyrsti kúnninn hjá nýopn- aðri auglýsingastofu Magnúsar Ólafssonar (yngri kynslóðin þekk- ir hann sem Bjössa bollu), sem aug- lýsir einmitt „skyndiauglýsinga- þjónustu" á spottprís, Magnús enda ekki bundinn samningum Sam- bands íslenskra auglýsinga- stofa. Ekki einasta munu Alberts- menn hafa falast eftir límmiðum og öðrum áróðursbrögðum í skyndi, heldur í leiðinni boðið Magnúsi 5.-7. sæti á lista flokksins í Reykja- nesi, sennilega þó ekki öll sætin þrjú þó hann sé gildur vel! Magnús af- þakkaði sætin, en viðskiptin fékk hann... Þarftu ráö? HÖFUÐBORGIN í 2. sæti er Finnur Ingólfsson, viðskiptafræðingur og aðstoðarmaður sjávar- egsráðherra. Finnur hefur bæði verið formaður stúdentaráðs Félagsstofnunar stúdenta. Einarður stuðningur hans við asjóð námsmanna er landsþekktur og skipulagningin á rkmenntun fiskiðjufólks er til fyrirmyndar. Efsta sæti listans skipar Guðmundur G. Þórarinsson, verkfræðingur. í borgarstjórn og á Alþingi hefur hann eink beitt sér fyrir nýsköpun í atvinnulífi og alþjóðasamstarfi, frumkvæði íslendinga að afvopnun á N-Atlantshafi. Halla Eiríksdóttir, hjúkrunarfræðingur er í 4. sæti. Sérgrein ennar er barnahjúkrun. Auk starfa á Landakoti kennir Fóstruskólann. Heilbrigðismál eru efst á baugi hjá i. Hún vill bæta þjónustu heilbrigðiskerfisins með því nýta ráðstöfunarfé betur. SIGRIÐUR sa og kennari við Háskólann. Hún leggur mikla áherslu á umhverfisvernd og auk þess eru henni öryggis-, varnar- og menntamál ofarlega í huga. Sigríður skipar 3. sætið. SIGFUS 5. sætið skipar Sigfús Ægir Árnason, verkfræðingur og framkvæmdastjóri TBR. íþróttir og æskulýðsstörf eru mál, jafnt í starfi og leik. Hann hefur beitt sér fyrir markvissri uppbyggingu íþróttamannvirkja, einkum er þjóna almenningi. TV T T\ T Anna Margrét Valgeirsdóttir / \ I VI I VI / \ í 6. sætinu lauk stúdentsprófi JLjLJL 1 JL 1JL V í desember sl. og er nú starfsmaður félagsmiðstöðvarinnar Frostaskjóls. Hún er í stjórn FUF1 Reykjavík og hefur tekið þátt í Norðurlandasamstarfi á vegum ungra framsóknarmanna. Hún er mjög virk í flokksstarfinu og sinnir sérstaklega málefnum launþega og unga fólksins. VIÐ KYNNUM 6 EFSTU MENN í REYKJAVÍK FRAMSOKNAR FLOKKURINN Dll HELGARPÓSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.