Helgarpósturinn - 02.04.1987, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 02.04.1987, Blaðsíða 3
FYRST OG FREMST NYLEGA mátti sjá ansi sláandi fyrirsögn í ,,VestfiröingC', sem er málgagn Alþýðubandalagsins fyrir vestan. Hún hljóðaði svo: „Hver Vestfirðingur burðast með 19 Reykvíkinga á bakinu". Breið hljóta bökin að vera og Vestfirð- ingar níðsterkir samkvæmt þessu! Hér mun vera átt við að Vest- firðingar muni á næstu árum afla 19 sinnum meira á hvern íbúa en Reykvíkingar af gjaldeyri í þjóðar- búið. í næsta blaði ritar síðan alla- balli af kvenkyni: „Svo er það blessað flugið. Hvað ættum við að tala um annað en veðrið ef alltaf væri hægt að fljúga?" Þetta er ófögur mynd af Vestfirðingum; stumrandi um með 19 borgarbúa á bakinu, stynjandi um veðrið. UMRÆÐA um stórmarkaðina hefur verið mjög til umfjöllunar meðal eigenda smáverslana, sem álíta að stóru verslanirnar muni algjörlega kæfa einkaframtakið á næstunni. Spunnust heitar umræður um þessi mál og einn verslunareigandi sagði það geta orsakað meiri háttar vandræði fyrir fólk að þurfa að afgreiða sig sjálft og því ætti fólki að vera ljós gæði litlu verslananna þar sem kaupmaðurinn leggur áherslu á að þjóna viðskiptavinum sínum. Máli sínu til stuðnings benti verslunar- eigandinn á að hann hefði fyrir skömmu verið staddur í stór- markaði þar sem gömul kona hefði rétt upp smokka og spurt í hvaða „stærð þessir væru“. Hún hafði sem sé ruglast á herrasokkum og smokkum sem lágu hlið við hlið og skildi síst af öllum í þeim hláturgusum sem gullu við ... AFGREIÐSLUSTÚLKUR í lyfjaverslunum eru víst orðnar ýmsu vanar. Samt henti það eina þeirra að verða orðlaus um daginn þegar inn í apótekið kom maður á besta aldri og sagðist ætla að fá „einn smokk". Stúlkan sagðist því miður ekki geta afgreitt smokka í lausu, þeir væru bara seldir fimm í pakka. Maðurinn lét sig hafa það, tók við pakkanum og borgaði. Opnaði síðan pakkann og rétti stúlkunni fjóra smokka. Hún varð hvumsa og spurði hvers vegna hann gerði þetta. „Ég þarf ekki nema einn,“ var svarið. „Ég er nefnilega að reyna að hætta!" KJAFTSHÖGG Alberts Gud- mundssonar minnti óneitanlega á kjaftshögg Arna Johnsens í Sjó- mannaskólanum um árið. Árni er samur við sig og ritaði af baráttu- gleði í blaðið Dagskráin nýlega. Greinin er í áköfum sóknarstíl: „Það er ekki nóg að velta hlut- unum fyrir sér, það þarf að taka af skarið, hrinda málum fram og fylgja þeim fast eftir... Það er kraftur í þessari þjóð okkar. . . til- búin til þess að berjast fyrir málum. . . þora að takast á við nýjar leiðir" og svo framvegis. Sprengikrafturinn er mikill og má ráða af honum að Árni vilji helst sjá landsmenn sína alla með tölu öskrandi og æpandi í brjáluðum vígamóð, bítandi í skjaldarrendur, vegandi mann og annan. En Árni virðist því miður afskaplega heftur í núverandi stjórnarsamstarfi, því hann gefur Framsóknarflokknum afleita einkunn, hann sé flokkur sem ,,á fremur heima hugmynda- fræðilega á freðmýrum austur í Síberíu.. . því þeir eru svo freðnir í hugsun þessa flokks að það kostar okkur ómældan tíma og fé í lífi okkar lands“. Niðurstaða Árna er að menn vilji gjarnan halda í það sem þeir hafa, en „fyrr má nú rota en dauðrotá'! Og þá bíðum við bara spennt eftir næstu lotu... ATKVÆÐIN eru dýrmæt í augum flokkanna sem bjóða sig fram, þegar framboðið er langt umfram eftirspurn. Ekki eitt ein- asta mögulegt atkvæði má sleppa, hvar sem það kann annars að vera statt í heiminum. Dæmi um nálar- I leit þessa í heystakkinum stóra er eftirfarandi setning úr auglýsingu í Reykjanesi: „Sjálfstæðisflokkurinn ; í Keflavík vill sérstaklega óska eftir því við bæjarbúa að þeir leiti upplýsinga um aðstandendur, sem eiga að vera á kjörskrá í Keflavík í komandi aiþingiskosningum, en eru búsettir eða dvelja erlendis." Flokkurinn ætti kannski að fá Interpol til liðs við sig í atkvæða- leitinni... Á FIMMTUDAGSnóttina síð- ustu hringdi síminn á heimili einu hér í borg. Húsráðandi vaknaði upp við vondan draum og datt ekki annað í hug en eitthvað hefði komið fyrir í fjölskyldunni. Leit á klukkuna og sá að hún var að verða hálf tvö og vinnudagur daginn eftir. í símanum var maður sem kynnti sig sem Jón Ólafsson, sagðist vera að hringja fyrir Borg- araflokkinn og ætlaði bara að vita hvort húsráðandi ætlaði ekki örugglega að kjósa Albert í kosn- ingunum. Hefur sjálfsagt átt von á góðum undirtektum þar sem hann vissi að húsráðandi hafði stutt Albert í forsetakosningunum og unnið fyrir hann þá. En varla átti hann von á þeim viðbrögðum sem hann fékk: Húsráðandi þuldi upp 128. grein um reglur opinberra starfsmanna og kvaddi við svo búið, ákveðinn í að kjósa ekki flokk sem héldi þeim ósið uppi að vekja vinnandi fólk um miðjar nætur til að falast eftir atkvæði í kosningum sem fram eiga að fara mánuði síðar. Fyrir þá sem ekki þekkja hina gagnmerku lagagrein hljóðar hún svo: „Brot í opinberu starfi: Ef opin- ber starfsmaður heimtar, tekur við eða lætur lofa sér eða öðrum gjöfum eða öðrum ávinningi, sem hann á ekki tilkall til, í sambandi við framkvæmd starfa síns, þá skal hann sæta varðhaldi eða fangelsi allt að 6 árum, eða sektum, ef málsbætur eru." SMARTSKOT HELGARPÚSTURINN UMMÆLI VIKUNNAR Skoðanakönnun Engin merki svika sér „Lokad — vegna tilgangsleysis" því síður líkamsmeiðsla. Fylgi Berta eflaust er æðri fyrirgreiðsla. - SKILABOÐ FRÁ FRAMHALDSSKÓLANEMENDUM, I FRil VEGNA KENNARAVERKFALLS, UM MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ - RITUÐ A SPJALD SEM FYLGDI ER ÞEIR LOKUÐU DYRUM RÁÐUNEYTISINS MEÐ RAMMGERÐRI KEÐJU. Niðri. , Ertu búinn að „meika" það? Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi „Ja, það er nú það! Eins og oft er sagt í Hollywood þá verður samningur oft aðalatriðið, en það sem hann fjallar um gleymist. Ef samningurinn er málið í þessu tilviki þá má alveg segja að ég sé búinn „að meika það". En ef það eru verkin sem skipta máli — og að mínu mati er það svo — þá held ég að ég sé dálít- ið langt frá því. Þótt þetta sé kannski ágætis árangur á íslenskan mælikvarða þá er maður náttúrlega bara smáfiskur þarna úti, því verður ekki neitað." — Hvert er hlutverk framleiðanda? „Það getur verið mjög mismunandi, allt frá því að vera nokk- urs konar „bókhaldari" upp í að hafa yfirumsjón með svona verki. Það er miklu meiri verkaskipting í Hollywood en þekkist hér eða á hinum Norðurlöndunum, þannig að í minu fyrirtæki erum við tveir framleiðendur sem fylgjum verkinu eftir frá upp- hafi til enda. Við komum með hugmynd að kvikmynd og fylgj- um henni eftir allt í gegn. Við byrjuðum og enduðum þetta verk." — Hvernig komust þið f samband við þessi tvö risa- veldi, MGM og Polygram? „Polygram hafði gert nokkrar kvikmyndir á sjöunda áratugn- um og var svo óheppið að tapa 100 milljónum dollara á innan við tíu árum og hafði nú hug á að fara út í gerð ódýrari kvik- mynda. Menn gerðu sér grein fyrir að þar væri markaður fyrir hendi og leituðu eftir tillögum nokkurra aðila, þar á meðal margra þekktra — og svo okkar, sem þeir þekktu því við höfð- um gert fyrir þá tónlistarmyndbönd. Við vorum svo heppnir að okkar tillögu var tekið og þannig hófst þetta. Við sýndum svo nokkrum stærstu dreifingarfyrirtækjunum myndina óklippta og tókst að selja hana í vinnslu og dreifingu til MGM." — Hvað þýðir það fyrir ykkur að komast aö hjó svona þekktum fyrirtækjum? „Það er engin spurning að þetta er algjört happdrætti. Bandaríski kvikmynciaiðnaðurinn skiptist í tvennt: Stóru stúdí- óin sem ráða dreifingarkerfinu svo til algjörlega og svokallaða „independenta". Stóru fyrirtækin byggja yfirleitt upp á eigin framleiðslu og það er sjaldgæft að þau taki myndir frá öðrum inn í sitt dreifingarkerfi. Árlega kaupa þau kannski í mesta lagi 10 myndir af 300 sem „independentar" framleiða. Ég líki þessu við happdrætti — og hef því hlotið vinning." — Svo við snúum okkur að fyrra „starfi". Ertu alveg hættur í spilamennskunni? ,,Já, ég er alveg hættur. Þetta fullnægir alveg minni tjáningar- þörf." — Þú hefur gert tónlistarmyndbönd fyrir þekkta kappa þarna úti? „Jú, það er rétt. Ég hafði til dæmis mjög gaman af að vinna með manni einsog Graham Nash sem var í Crosby, Stills, Nash & Young og Holliea Þetta voru átrúnaðargoð mín þegar ég var yngri og þegar ég var í hljómsveitum lá ég yfir plötunum þeirra alla daga til að læra lögin! Ekki hvarflaði þá að mér að ég ætti síðar eftir að starfa með þessum mönnum!" — Ætlarðu að setjast alveg að í Bandaríkjunum? „Nei, það ætla ég að vona ekki. Ég kem oft hingað heim og finnst gaman hér. Hins vegar má segja sem svo að varla finnast meiri andstæður í starfsgrundvelli en ( Hollywood og hér heima. Ég efa að starfsgrundvöllur fyrir kvikmyndaiðnað sé nokkurs staðar smærri en hér, þó mér finnist hann á margan hátt vera ágætur. Það er líka gróska í kvikmyndaiðnaðinum á íslandi, en aðstæður eru auðvitað gjörólíkar." — Hvað bíður þín ( framtíðinni? „Ég tek bara einn dag í einu. Næsta mynd byrjar eftir mánuð svo það verður nóg að gera." Á laugardaginn er heimsfrumsýning á kvikmyndinni „Private Investi- gations". Annar af framleiðendum hennar er enginn annar en Islending- urinn Sigurjón Sighvatsson sem á sínum tlma gerði garðinn frægan hér heima með þátttöku sinni í hljómsveitabransanum, m.a. I Brimkló og Ævintýri. Sigurjón hefur veriö búsettur I Bandarlkjunum meira og minna síðastliðin átta ár utan þess aö hann dvaldi hér heima um tlma, bæði við gerð sjónvarpsauglýsinga og uppsetningu „Litlu hryllingsbúð- arinnar" en hann er jafnframt einn stofnenda Hins leikhússins. Það vek- ur einnig athygli að Sigurjón hefur gert samning við tvö risafyrirtæki, Polygram og MGM. MGM kvikmyndafyrirtækið er óþarft að kynna en rétt er að minna á að Fblygram er næststærsta hljómplötufyrirtæki heims og gaf m.a. út hljómplötur með tónlistinni úr „Saturday Night Fever" og „Grease". HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.