Helgarpósturinn - 15.04.1987, Qupperneq 3
FYRST OG FREMST
BARATTAN um jafnrétti tekur
á sig ólíklegustu myndir. Einn
frambjóðandi Framsóknarflokksins
á Vesturlandi, Margrét Magnús-
dóttir segir í viðtali við málgagn
flokksins þar, Magna að hún sé á
móti framboði Kvennalista. Hún
rökstyður mál sitt í langri klausu
sem lýkur með þessum orðum:
„Við konur verðum að koma
okkar málum fram á heimavelli
karlanna, slást við þá þar ef þurfa
þykir... Vid köstum ekki brjóst-
unum í karlana og hlaupum út á
vinnumarkadinn. ..“!! Með öðrum
orðum: Brjóstakast er ekki rétta
aðferðin í jafnréttisbaráttu. . .
TÍMARITAbransinn virðist
ganga heldur brösulega þessa
dagana — sem hann hefur reynd-
ar gert upp á síðkastið. Er þar
helst að minnast þeirra tímarita
sem hafið hafa göngu sína og dáið
jafnharðan. Þar má nefna Stíl,
Stord, TV og Núna og auk þess
Búid betur, sem gárungarnir kalla
þessa dagana „Búib — sem betur
fer“. Þá hóf ungur, framtakssamur
maður útgáfu á Tölvubladinu sem
gekk ekki betur en svo að útgáfu-
félagið Fjölnir keypti blaðið.
Fjölnir varð svo aftur að láta í
minni pokann nýlega þegar fyrir-
tækið var selt til stærsta tímarita-
útgefandans, Frjáls framtaks. Á
mánudaginn var svo auglýst í DV
til sölu Tímaritaútgáfa, þekkt
nöfn, og boðist til að taka bíl upp í
sem hluta kaupverðs. Grunsemdir
vöknuðu, því ekki eru við lýði
mörg útgáfufyrirtæki með þekkt
nöfn í tímaritabransanum og féll
Sam-útgáfan að sjálfsögðu undir
grun fyrst af öllu. Grunurinn
reyndist þó ekki á rökum reistur,
Sam-útgáfan er ekki til sölu og
vantar heldur ekki bíl. Sýna þessi
dæmi að ekki er allt gull sem glóir
og skjótfenginn auður er ekki það
sem þeir hljóta sem hrinda af stað
nýjum tímaritum. . .
FRUMLEGUR forréttur var
borinn á borð fyrir starfsmenn
fyrirtækis eins í Reykjavík á
árshátíð um síðustu helgi. Ljóst
var að starfsfólkið myndi dreypa á
góðum veigum um kvöldið en sá
galli var á gjöf Njarðar að skyldan
kallaði næsta morgun.
Yfirmaðurinn dó þó ekki ráðalaus,
pantaði nokkur hundruð belgi af
Pre-Glandin, sem unnið er úr
kvöldvorrósarolíu og lét bera á
borð sem forrétt fyrir
starfsmennina. Fer svo ekki
frekari sögum af árshátíðinni —
nema hvað allir mættu galvaskir
til vinnu klukkan níu næsta
morgun. Hyggst yfirmaðurinn nú
skylda starfsfólkið til að fá sér Pre-
Glandin í hvert skipti sem Ijóst er
að eitthvað annað en kaffi verði
drukkið um helgar...
FERSKIR sveppir hafa fengist í
flestum verslunum á höfuðborgar-
svæðinu undanfarna mánuði og er
það enn ein breytingin í þá átt að
bjóða upp á nýtt meðlæti með
kjöti og fiski allan ársins hring.
Húsmæður hafa að sjálfsögðu
kunnað vel að meta þetta framboð
á hvítum og stinnum sveppum,
óháð árstíma og veðurfari. Þegar
kona nokkur var um daginn að
láta vigta nokkur grömm af
munaðarvöru þessari fyrir sig rétt
fyrir lokun á laugardegi, spurði
hún afgreiðslustúlkuna hvort
óseldu sveppirnir yrðu ekki orðnir
ókræsilegir á mánudagsmorgun.
Stúlkan svaraði því til, að þá yrðu
sveppirnir auðvitað brúnir og linir,
en það gerði hins vegar ekkert til.
Svo bætti hún við: „Þá taka fram-
leiðendurnir sveppina nefnilega
aftur og selja þá til veitinga-
húsanna." Verði ykkur að góðu!
MÖRGUM þykir yfirbragð kosn-
ingabaráttunnar orðið svolítið
„amerískt" hjá afkomendum vík-
inganna á hinu kalda Fróni. Sjálf-
stœðismenn maula nú Tópas úr sér-
hönnuðum umbúðum með X-D í
bak og fyrir. Framsóknarflokkurinn
hefur íklætt sig og sína í hvítar, axla-
púðamiklar og nýmóðins peysur
með græna kennimerkinu sínu í
barminum. Og Alþýduflokkurinn
hitar í kolunum með sérhönnuðum
krataeldspýtum. Við fréttum af ung-
um manni, sem fékk framsóknar-
peysu gefins á dögunum og mætti í
henni í vinnuna, án þess að eiga sér
neins ills von. Spáðu samstarfs-
menn hans mikið í merkið i barmin-
um, þar til pilturinn stundi loks:
„Mér var sagt að það myndi enginn
þekkja þetta.“
EFTIRFARANDI vísukorn
barst inn á ritstjórn HP í tilefni
þeirra atburða sem átt hafa sér
stað á stjórnmálavettvangi undan-
farið:
Á íslandi gerist nú ýmislegt skrítið
og úlfúð á milli vina
Ég býst við að íhaldið batni lítið
við Boxarauppreisnina...
SMARTSKOT
HELGARPÚSTURINN UMMÆLIVIKUNNAR
Borðhald „Hann er talsvert upptekinn af sjálfum sér
Alltaf þegar hann át sinn mat og þegar hann gerir glappaskot þá eru þau fyrirgefin eins og hann vœri einhver
var umfangiö svo mikið, léttgeggjadur „Onkel Joakim“.“
að báðumegin borðsins sat PÁLL PÉTURSSON ÞINGFLOKKSFORMAÐUR
og bætti enn við spikið. FRAMSÖKNAR UM FYRRUM IÐNAÐARRÁÐHERRA, ALBERT GUÐMUNDSSON, I KJALLARAGREIN i DV
Niðri. S.L. MÁNUDAG
Ertu kominn á
toppinn?
Tindur Hafsteinsson, sigurvegari í
vísnakeppni Vísnavina
„Tindur — er það ekki toppurinn? Við skulum taka það með
í reikninginn að fjöllin eru mishá og mitt er rétt að mótast."
— Hefurðu gert mikið af því að semja lög?
„Ég hef samið þrjú lög. Ég þyrjaði síðasta sumar á ástaróði
sem ég hef reyndar ekkert opinberað! Svo samdi ég tvö lög við
texta sem Valdimar Óskarsson gerði."
— Hvenær fékkstu áhuga á vísnasöng?
„Það er nú orðið langt síðan. Þegar ég var 14 ára spilaði
bróðir minn mikið á píanó og söng lög með David Bowie og
Bítlunum og ég smitaðist af því og fór að pikka á píanóið sjálfur
og söng með. Síðan þróaðist þetta út í að ég fór að fara yfir í
rólegri og rólegri lög — og endaði í þessu."
— Hlustarðu mikið á svona tónlist?
„Nei, ég er svona alæta myndi ég segja. Hlusta á allt."
— Áttu þér eftirlætis söngvara?
, Já, David Bowie var það lengi framan af og er reyndar enn."
— Hefurðu lært á hljóðfæri?
„Já, ég lærði á píanó frá því ég var 7 ára fram til 12 ára aldurs.
Hætti þá og snerti ekki á píanói í tvö ár."
— Ætlarðu f frekara pfanónám?
„Ég hef nú nóg á minni könnu eins og er og það þyrfti þá
að bíða betri tíma. Ég þarf að láta skólann sitja í fyrirrúmi og
Ijúka mínum prófum þar."
— Hvað gerðirðu í verkfallinu? Samdirðu fleiri lög?
„Nei, ég var aðallega í því að losa mig við ritgerðir og hjálpa
tilvonandi tengdó við að flytja."
— Hvað voru margir keppendur í þessari vísna-
söngvakeppni?
„Þeir voru sjö. Það voru veitt verðlaun fyrir besta lagið og
besta textann. Sá sem samdi verðlaunatextann heitir Kristján
Hrafnsson og er nemandi í M.R."
— Hvað verður nú um lagið þitt? Fer það á plötu?
, Ja — nú þori ég ekkert að segja! Maður á sér alltaf draum,
en hvenær hann rætist er ómögulegt að segja."
— Hver myndi þá flytja lagið?
„Ég hefði hugsað mér að gera það sjálfur."
— Nú — söngstu líka lagið?
„Já já. Lék á píanóið og söng."
— Hvernig er með stráka á þínum aldri? Hafa þeir yf-
irleitt áhuga á þessari tegund tónlistar?
„Flestir sem hafa áhuga á tónlist eru komnir út í hljómsveit
með rafmagnshljóðfæri og annað slíkt en það er ekki þar með
sagt að þeim líki ekki þessi tónlist. Alla vega virðist mér hún
falla í góðan jarðveg meðal jafnaldra minna."
— Nú ertu kominn með kosningarétt og átt að kjósa
í fyrsta skipti. Hvernig leggjast kosningarnar í þig?
„Ég hef reynt að fylgjast með eins og ég get og hef varla
nokkurn tíma séð annað eins. Þetta eru svo miklar sveiflur fram
og til baka að maður verður hálf ruglaður."
— Ertu þá ekki búinn að ákveða hvað þú ætiar að
kjósa?
,,Jú, svona nokkurn veginn."
— Viltu segja okkur hvað þú ætlar að kjósa?!
„Nei — ætli ég haldi því ekki leyndu!"
— Ætlarðu að helga þig tónlistinni í framtíðinni?
„Nei, ég ætla bara að hafa gaman af þessu en hef ekki hugs-
að mér að leggja þetta fyrir mig."
— Ertu að hugsa um að fara út í textagerð Ifka?
,Jafnvel. En þá vil ég semja um eitthvað sem varið er í; eitt-
hvað sem er að gerast. Textarnir hans Valdimars fjalla um nú-
tímaleg vandamál og hann fjallar um svo margar hliðar þeirra.
Þess vegna líkar mér svo vel við textana hans."
— Hvað fékkstu svo í verðlaun?
„Fyrsta lagið fékk 20.000 krónur, annað 10.000 og þriðja lag-
ið 5.000. Þessir peningar koma sér vel fyrir mig því ég er að fara
til Frakklands í frönskunám í sumar svo þeir fara beint í ferða-
sjóð."
Um slðustu helgi var haldin keppni um besta vlsnalagið meðal fram-
haldsskólanema. Vlsnavinir stóðu fyrir keppninni og sigurvegari besta
lagsins var Tindur Hafsteinsson 18 ára nemandi við Fjölbrautaskólann
I Garðabae Tindur fiutti og söng eigiö lag við texta Valdimars Óskars-
sonar „Maðurinn (rólunni".
HEUGARPÓSTURINN 3