Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 15.04.1987, Qupperneq 4

Helgarpósturinn - 15.04.1987, Qupperneq 4
YFIRHEYRSLA NAFN: Albert Guðmundsson fæddur: 5.10. 1923 áhugamál Iþróttir og pólitík heimili: Við Laufásveg staða: Flokksleiðtogi Borgaraflokksins og fyrrv.ráðherra læun: Biðlaun ráðherra heimilishagir: Kvæntur Brynhildi Jóhannsdóttur og eiga þau þrjú uppkomin börn, 14 barnabörn Fólki verið hótað eftir Óskor Guðmundsson myndir Jim Smort Albert Guðmundsson Ieiðtogi Borgaraflokksins fékk í gær formlega lausn frá embætti iðnaðarráðherra á ríkisráðsfundi. Albert er í Yfirheyrslu. I>ú hefur verið sakaður um að Ieita póli- tískra og persónuiegra hefnda með stofnun Borgaraflokksins og framboðs hans. Hvað segir þú um slíkar sakargift- ir? — Það er ekki hægt að segja að menn sem eru reknir úr einum stjórnmálaflokki séu að hefna sín á einhverjum bara vegna þess að þeir ætli að vera í stjórnmálum áfram. Það er hverjum sem er frjálst að gefa kost á sér til löggjafarstarfa. Þannig að þú lítur svo á að það hafi jafn- gilt brottrekstri úr Sjálf stæðisflokknum að hafa verið beðinn um að víkja úr ráð- herrasæti? — Það var ekki um annað að ræða en að ég segði af mér, eða að taka því sem formað- ur flokksins var búinn að segja að biði mín; að þingflokkurinn tæki af mér umboð sem ég hafði frá honum, annað hvort að vera rek- inn eða segja af mér. Lítur þú enn svo á að formaður Sjálf- stæðísflokksins hafi gert mistök í þessu efni? — Ég held að það sé alveg ljóst, að formað- ur Sjálfstæðisflokksins hafi gert mörg mistök við rekstur á flokknum. Hann hefur varla lát- ið fara frá sér orð án þess að meiða einhvern. Er hér um að ræða reynsluleysi að þínu mati, vanhæfni eða hvað veldur? — Ég vil ekki dæma um það, en það er Ijóst að hann er ekki reynsluríkur maður. í þessu sambandi kemur þín eigin dómgreind til álita, þú ert sagður hafa unnið að formannskjöri Þorstelns Páls- sonar? — Já jafnvel meira. Þrátt fyrir þátt hans í svokölluðu Ármannsfeilsmáli á sínum tíma, þegar ég var hvað uppteknastur við að byggja Sjálfstæðisflokkshúsið, þá fyrirgaf ég honum það nú. Að beiðni tengdaföður hans, Jónasar Rafnar, ræddi ég um væntanlegt framboð hans í Suðurlandi á sínum tíma og talaði m.a. við Ingóif Jónsson, sem var bæði mikill vinur minn og Jónasar. Ingólfur stóð svo að framboði Þorsteins í kjördæminu. Nú líta þeir sem eftir eru í Sjálfstæðis- flokknum svo á, að þú hafir klofið flokk- inn. Þú hefur sjálfur eytt miklum tíma í þennan flokk lengst af ævinni — hvernig tilhugsun er það að hafa klofið Sjálf- stæðisflokkinn? — Nei, sjáðu til, ég lít ekkí svo á að ég hafi klofið flokkinn. Mér þykir vænt um Sjáif- stæðisfiokkinn og ekkert hefði ég viljað frek- ar en starfa þar áfram í friði og góðu sam- starfi við ágæta vini sem ég á þar. Það segir sig sjálft, að maður sem er ráðherra f lokksins og aðeins einn mánuður eftir af kjörtímabili hans sem ráðherra og hann er þegar búinn að vinna sitt sæti í mjög erfiðu kjördæmi, er í fyrsta sæti í stærsta kjördæmi landsins, siík- ur maður fer ekki að hlaupa frá því og segja af sér nema tii hafi komið mikil pressa og hún var á mig sett: að segja af mér eða verða rekinn. Þrátt fyrir þessa niðurlægingu sem ég tók á mig, að hverfa svona úr ráðherra- stóli, ætlaði ég að vera áfram í framboði fyrir flokkinn í Reykjavík. Þannig var staðan þangað til Þorsteinn lýsti því yfir á Stöð 2, sem alþjóð hlustaði á, að ég kæmi ekki tii greina sem ráðherra að kosningum afstöðn- um. Að þessum orðum sögðum þá var ijóst, að ég gat ekki boðið Reykvíkingum upp á að vera þeirra fyrsti þingmaður — en með skerta starfsaðstöðu. En nú voru stuðningsmenn þínir sagð- ir þegar búnir að sækja um listabókstaf og hafinn undirbúningur framboðs um allt land þegar þetta viðtal á Stöð 2 var tekið, þannig að sú yfirlýsing hafi bara verið notuð sem fyrirsláttur, — eins og Þorsteinn hefur einnig sjálfur sagt þetta? — Þorsteinn Páisson segir bara ekki satt — og sjálfstæðismenn eru að túlka þetta á rang- an hátt. Ég bendi á, að þjóðin var áhorfandi að pólitískri aftöku í Sjálfstæðisflokknum, sem ég brást svo við. Hér er ekki um annað að ræða en pólitíska aftöku, sem sett var í gang á lúalegasta hátt meðan ég var fjarver- andi í útlöndum í opinberum erindagjörðum sem ráðherra. — Heldur þú að leiðir hafi endanlega skilið milli þín og Sjálfstæðisflokksins? — Maður veit aldrei framtíð sína. Þú sérð að ég fer til Danmerkur í erindagjörðum sem ráðherra á miðvikudegi og allt er í sátt og samlyndi, ekki vitað um nein vandamál í gangi. En á fimmtudegi er eins og himinn og jörð séu að farast, þannig að ég veit ekki hvað gerist í kvöld, hvað þá eftir kosningar. Nú fýsir sjálfsagt einhverja hugsan- lega kjósendur að vita hvort þú treystir þér til að útiloka að Borgaraflokkurinn sameinist Sjálfstæðisflokknum að af- loknum kosningum? — Ég sé ekki á þessu augnabliki að svo geti orðið. Ég get ekki ímyndað mér að Sjálf- stæðisflokkurinn óski eftir sameiningu og ég hef ekki orðið var við áhuga á slíku meðal minna stuðningsmanna í Borgaraflokknum. Ákærur hafa verið birtar í fyrsta kafla Hafskipsmálsins. Létti þér ekki þegar ákæran var birt og þú varst ekki á lista hinna ákærðu? — Það er ekki hægt að neita því, að ég var afskaplega feginn að málið væri komið á af- greiðslustig. En ég verð að játa að það urðu mér vonbrigði að sjá bankastjórana á lista hinna ákærðu, á því átti ég ekki von. Núverandi fjármálaráðherra hefur birt yfirlýsingu um fyrirgreiðslur fjár- málaráðherra frá fyrri tí mum úr lífeyris- sjóði opinberra starfsmanna. Miklar tröllasögur ganga um þetta mál, m.a. að þú hafi veitt lán til „valinkunns sóma- manns" í dómskerfinu? — Ég gef engar upplýsingar um hverjir hafa fengið fyrirgreiðslu úr þessum sjóði sem allir fjármálaráðherrar frá 1952 hafa notað. Ég veit ekki hvort menn úr dómskerfinu hafa fengið lán í gegnum tíðina. En finnst ykkur ekki furðulegt að þetta mál skuli koma upp núna? Hvers vegna dregur fjármálaráðherra núna athygii að þessu, er hann að siga rann- sóknaraðiljum á það fólk sem hefur fengið lán í áranna rás? Finnið þið ekki sjálfir póli-. tísku lyktina af þessu? Nú eru þessar upphæðir hærri í þinni fjármálaráðherratíð en bæði fyrr og síð- ar eftir listanum að dæma. Var þessi fyr- irgreiðsla eitthvað fyrir háttsetta emb- ættismenn meiri en eðlilegt getur talist? — Við skulum ekki vera að blanda hátt- settum embættismönnum inn í þetta. Upp- hæðirnar breytast. Mér er sagt að áður fyrr hafi ráðherra fjármála haft heimild til að út- hluta 20% af ráðstöfunarfé lífeyrissjóðsins. Mér er líka bent á, að eftir þeim lista sem fjármálaráðherra hefur óumbeðið lagt fram, þá hafi ég ráðstafað 3% sem voru 10 milljón- ir, en 1% sem hann ráðstafar ári seinna eru 8 milljónir. Hver hefur úthlutað mest og hver minnst? Einu vil ég bæta við; þær afgreiðslur sem ég bað hann um að standa við voru að sjálfsögðu út af kvóta sem lífeyrissjóðsstjórn- in var búin að ætla ráðherra sem var ég í þessu tilfelli. En ekkert af þeim kom út af hans kvóta. Þetta mál er bara sett fram sem kosningamál, að segja frá þessu núna og vilja svo ekki í einhverju sakleysi gefa upp hverjir hafa fengið lánin, þetta er auðvitað ekkert annað en að biðja menn um að veiða það. En finnst þér þetta ekki óeðlilegt fyrir- komulag að ráðherra sé eins og einhver bankastjóri og geti úthlutað útvöldum úr sjóði starfsmanna? — Ég skal ekkert um það dæma. Hitt er ljóst, að þetta er fyrirkomulag sem ég tók við eins og Þorsteinn og hefur tíðkast í marga áratugi. Ég held að enginn fjármálaráðherra hafi misnotað þetta. Þorsteinn þurfti ekkert að leggja þetta niður með brölti, hann gat bara hætt að úthluta. Það hefur enginn beðið hann að nota þessa heimild. Mér skilst að hann hafi úthlutað 20 sinnum árið 1986. Auðvitað stoppar hann þessa afgreiðsiu núna vegna þess að það eru kosningar fram- undan. Eg hefði ekki heldur úthlutað rétt fyrir kosningar. Af hverju ertu svona óánægður núna með forystu Sjálfstæðisflokksins? — Það er eitt sem við skulum átta okkur á, að við getum ekki þolað það lengur að það skuli vera til einhver klíka, sem felur sig í myrkrinu og hefur alræðisvald innan Sjálf- stæðisfiokksins. Út á við ætla þeir að ráða kjósendum. Þessir menn sem ráða með al- ræðisvaidinu eru nýfrjálshyggjumenn sem eiga ekkert skylt við stefnu flokksins eins og hún hefur verið borin fram fyrir kjósendur og hefur laðað fólk að fiokknum. Stofnun Borgaraflokksins er eins og að kveikja eitt lítið ljós í myrkrinu; getur orðið til þess að menn finni leiðina út úr myrkrinu, eitt lítið tendrað ijós. Þetta alræði innan Sjálfstæðis- flokksins er slíkt flokksræði út á við, að það eru varla til opinber eða hálf-opinber fyrir- tæki eða stofnanir sem þessir aðiljar ekki ráða. Áttu við að þessi „litla klíka með al- ræðið“ ráði líka afstöðu kjósenda úti í þjóðfélaginu? Finnið þið fyrir því? — Við finnum mikið fyrir því að kjósendur hafi verið ónáðaðir. Ertu að segja að kjósendum hafi verið hótað? — Það kemur fólk til okkar og segir að því hafi verið hótað. Ég vil ekki fullyrða um það, en það fer ekkert á miiii mála að þessi klíka sem ég er að tala um er allsráðandi í þessu þjóðfélagi. Nú hefur margt verið borið á þig síð- ustu daga. Það er talað um siðblindu þína, fyrirgreiðslupólitík, m.a. sagt til marks, að þú skiljir ekki hvað það þýði að taka einn fram fyrir í biðröðinni og hygla honum á kostnað heildarinnar? — Er það að vinna gegn heildinni að ég fór af stað með byggingar fyrir aldraða jafnvel með andstöðu innan Sjálfstæðisflokksins, er það ekki að vinna fyrir heiidina þegar ég hækkaði kaup Dagsbrúnarmanna, eða þeg- ar ég feiidi niður skatta á þá sem voru að fara á eftirlaun? Hitt er svo annað mál að þegar einstaklingar koma tii mín þá neita ég þeim ekki um fyrirgreiðslu. En ég leita þá ekki uppi. Fólk kemur til mín.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.