Helgarpósturinn - 15.04.1987, Qupperneq 8
ur og peysu. Á borðinu fyrir framan
hana var kaffikanna, bollar og gos-
drykkjadós — að ógleymdum ösku-
bakka, sígarettum og eldfærum. Við
vorum ekkert að eyða tímanum í
rabb um heima og geima. Svala ætl-
aði að segja mér sögu sína og það
var ekki eftir neinu að bíða. Hún tal-
aði afar hægt og rólega, en undir
niðri var greinilega djúpt og mikið
sár.
,,Það, sem amaöi að mér, var ,,of-
virkandi æðasamdráttur" í höndum
og fótum. Þetta lýsir sér þannig að
þessir líkamshiutar hvítna, t.d. þeg-
ar kalt vatn rennur á hendur manns.
Samdrætti æðanna er stjórnað frá
taugahnoðum í mænubotninum, að
því er mér skilst, og ég var send í
rannsókn þar sem athugað var
hvort hægt væri að laga þetta með
skurðaðgerð. Útkoman úr rann-
sókninni var jákvæð og í árslok
1982 var ákveðið að ég færi í slíka
aðgerð, þar sem átti að kippa fótun-
um í lag fyrst."
TALIN VERA MEÐ
FLENSU
— Hvernig adgerö er þetta?
,,Ja, ég spurði nú líka mikið um
það á þessum tíma, en það virtist
enginn geta svarað mér af þeim sem
ég komst í tæri við á spítalanum.
Mér var þó sagt að búast við 4-5
daga innlögn og einhverjum seið-
ingi, eða „tannpínuverk", í fótunum
fyrst eftir aðgerðina.
Með þessar upplýsingar fór ég í
aðgerðina á Landspítalanum, þann
3. febrúar 1983.“
— Hvernig var lídan þín þegar þú
komst til medvitundar eftir svœfing-
una?
,,Ég var með verki, eins og mér
hafði verið sagt að búast við, og
hita. Á þriðja degi var ég hins vegar
orðin hitalaus og áleit að það versta
væri yfirstaðið. Það reyndist því
miður mesti misskilningur.
Strax næsta dag fékk ég hita aftur
og verkirnir fóru síversnandi. Það
var flensa að ganga á þessu tímabili
og eftir að ég hafði verið send í
lungnamyndatöku, var ég úrskurð-
uð með inflúensu. Samt var ég ekki
með nokkurn hósta eða kvef og ég
frétti síðar að það hefði ekkert kom-
ið fram á lungnamyndinni."
EINS OG HANN VÆRI
AÐ MJÓLKA BELJU
Svala varð alvarleg í bragði, þegar
hér var komið sögu, og tók sér mál-
hvíld á meðan hún kveikti í sígar-
ettu. Eftir smástund hélt hún
áfram:
„Um leið og hitinn hækkaði, urðu
kvalirnar í mjöðmunum alveg
hræðilegar. Dýnan í sjúkrarúminu
var afskaplega hörð og óþægileg og
ég átti orðið mjög erfitt með að
liggja. Ég gat eiginlega engan veg-
inn verið.
Tólf dögum eftir aðgerðina voru
saumarnir teknir. Ég var með tvo
skurði, sem lágu skáhallt niður,
mjaðmirnar að náranum." Til þess
að blaðamaður skildi nákvæmlega
hvað um væri að ræða, togaði Svala
peysuna upp og gallabuxurnar nið-
ur. Við blöstu tveir djúpir og ófagrir
skurðir niður með mjöðmunum.
— Voru skurdirnir svona útlít-
andi, þegar saumurinn var tekinn?
spurði forviða blaðamaðurinn.
„Alls ekki. Þeir voru óskaplega
fínir og nettir. Strax þetta sama
kvöld var hins vegar sjáanlegur roði
og ört stækkandi gúll myndaðist við
annan skurðinn.
Ég sýndi einni hjúkrunarkonunni
hvað væri að gerast og hún sótti
lækni, sem sagði að þetta væri ör-
ugglega gamalt blóð sem safnast
hefði fyrir þarna. Hann ákvað að
bíða með að gera eitthvað í þessu
fyrr en næsta dag, en þá var ég líka
orðin gjörsamlega viðþolslaus af
kvölum. Ég þoldi ekki að neinn
kæmi við mig og fannst eins og
mjaðmirnar á mér myndu hreinlega
springa þá og þegar. Þetta var alveg
ólýsanleg tilfinning, skal ég segja
þér.
Mér var gefin kæruleysissprauta,
en hún breytti engu. Ég var alveg
jafnkvalin eftir sem áður og í því
ástandi var ég þegar annar skurður-
inn var opnaður. Læknirinn risti í
hann og um leið fann ég að eitthvað
heitt vall út um allt. Mér verður þá
litið á lækninn og hjúkrunarkon-
una, sem þarna var viðstödd, og þau
voru bæði þakin dökkgráum greftri.
Til þess að ná greftrinum út,
kreisti læknirinn mig af miklum
krafti, eins og hann væri að mjólka
belju. Við þurftum líka öll að hafa
fataskipti, þegar þessu var lokið."
SÁ ÞREFALT OG STÓÐ
ALVEG Á SAMA
— Minnkadi bólgutilfinningin og
verkirnir viö þetta?
„Þennan sama dag fann ég fyrir
smávegis létti, en líðan mín var orð-
in nákvæmlega eins strax næsta
dag. Svo var ég líka orðin hræðilega
máttfarin og hafði misst 10 eða 11
kíló, vegna þess að ég hafði lítið get-
að borðað.
Daginn eftir að greftrinum hafði
verið hleypt svona út, var síðan sett
í aðgerð þar sem hreinsa átti skurð-
ina betur. Þetta var á 14. degi frá því
að ég var lögð inn. Eftir hreinsunina
var vinstri skurðurinn rimpaður
saman eins og rúllupylsa, en sá
hægri skilinn eftir opinn. Mér var
sagt að lítið hefði fundist vinstra
megin, en ég átti einmitt mikið eftir
að kveljast í þeim skurði. Strax á 16.
degi var ég t.d. orðin viðþolslaus."
— Gastu eitthvað verið á fótum á
þessum tíma?
„Þegar þarna var komið sögu, gát
ég ekki lengur gengið og með mik-
illi harðfylgni fékk ég þá hjólastól.
Ég var enn með hita og svo kvalin
að það þýðir ekki einu sinni að
reyna að lýsa því.
Fimm dögum eftir aðgerðina var
ég líka alveg hætt að hafa nokkurt
samband við fólkið í kringum mig.
Kvalirnar voru slíkar, að ég var hel-
tekin af þeim og hafði misst alla
rænu fyrir umhverfinu. Ég man, að
ég hafði dregist einhvern veginn
fram á setustofu og sat þar þegar til-
kynnt var að stofugangur væri að
hefjast. Allir sjúklingarnir fóru inn á
stofurnar, nema ég. Mér fannst þetta
amstur ekki koma mér lengur við.
Það var klukka á veggnum í setu-
stofunni og ég man svo greinilega
hvernig mér varð við, þegar ég leit
á hana. Ég sá þrjár klukkur — það
var allt orðið þrefalt í kringum mig.
Og ég hugsaði: „Nú er þetta búið!“
Veistu, það hrærðist ekki ein ein-
asta tilfinning innra með mér við
þessa hugsun. Mér stóð nákvæm-
lega á sama þó ég væri að deyja."
FER HEIM OG HENGI
MIG...
— Hvað gerði starfslið spítalans í
málinu, þegar hér var komið sögu?
„Ég var sótt af hjúkrunarkonu,
þegar í ljós kom að enginn var í
rúminu, og hún bauðst til að styðja
mig. Þá hvæsti ég „Frekar skríð ég!“
því ég var orðin svo neikvæð út í allt
og alla í þessu ástandi. Og þegar
læknirinn kom til mín, sagðist ég
fara heim og hengja mig, ef hann
gerði ekki eitthvað fyrir mig. Ég var
orðin svo langt leidd, eins og þú skil-
ur.“
Það hefði mátt heyra saumnál
detta í íbúðinni á meðan Svala sagði
frá þessari átakanlegu reynslu sinni.
Ég dáðist að því að hún skyldi ekki
vera beygðari en raun bar vitni, en
auðvitað eru liðin mörg ár frá þess-
um atburðum og sagt er, að tíminn
lækni andleg sár manna. Svala
hafði augljóslega þurft mikið á þeim
lækningarmætti að halda.
— Hver urðu viðbrögð lœknisins?
„Hann ákvað að setja mig í að-
gerð seinna um daginn og mér voru
gefin svefnlyf á meðan ég beið. Þau
hrifu þó ekki, því ég var orðin
ónæm fyrir þeim á þessum tíma. I
Jón G. Briem, lögfræðingur: „Gjafsókn hafnað þó svo konan geti á engan hátt stað-
ið undir málskostnaði."
JÓN G. BRIEM
„MIKLAR TAFIR AF
VÖLDUM LÆKNARÁDS"
/ júnímánuði árið 1983, leitaði
Svala tilJóns G. Briem, lögmanns,
og tók hann mál hennar að sér. A
þessum tœplega fjórum árum,
hefur gengið á ýmsu t baráttunni
og raunar fyndist manni það ofur
skiljanlegt, ef fatlaða konan hefði
hreinlega gefist upp á fyrri stigum
málsins. Nú hillir hins vegar loks
undir upphaf réttarhaldanna og
það hlýtur að vera viðkomandi
mikill léttir, þó svo augljóst þyki
að málið fari fyrir Hœstarétt ogþví
Ijúki þess vegna ekki á nœstu
mánuðum.
í samtali við Jón G. Briem, Iög-
fræðing Svölu, kom fram að í
ágústmánuði 1985 sótti hann um
„gjafsókn" í málinu. Gjafsókn þýð-
ir, að ríkið borgar málskostnað
fyrir viðkomandi. Menn minnast
þess kannski að Sverrir Her-
mannsson, menntamálaráðherra,
lýsti því yfir í svokölluðu fræðslu-
stjóramáli, að Sturla Kristjánsson
fengi gjafsókn í máli sínu gegn
ríkisvaldinu.
Kona, sem hefur eingöngu
tryggingabætur sér til framfærslu
eftir að hafa fyrir mistök orðið
75% öryrki inni á ríkisstofnun,
fékk hins vegar synjun frá dóms-
málaráðuneytinu. Árið 1985 var
Svala að vísu enn í hjónabandi, en
árslaun eiginmanns hennar voru á
þeim tíma tæplega 500 þúsund og
ljóst að málskostnaður yrði aldrei
undir 670 þúsund krónum.
Ráðuneytið tók sér drjúgan tíma
til að svara umsókn lögfræðings-
ins um gjafsókn, eða þar til í febrú-
ar 1986. Nú hefur Jón G. Briem
hins vegar aftur sótt um, í ljósi
þess að Svala er skilin og hefur
engar tekjur aðrar en örorkubæt-
urnar. Það fer því tæpast á milli
mála, hve fjarstæðukennt það er
halda því fram að hún geti staðið
straum af málaferlunum. Hún,
sem getur ekki einu sinni tekið á
leigu litla íbúð fyrir sig og börnin
sín.
Af frásögn Svölu er kannski erf-
itt að gera sér nákvæma grein fyr-
ir því hvað fór úrskeiðis á spítalan-
um og hvað verið er að bera hjúkr-
unarfólkinu á brýn. Jón G. Briem
tjáði okkur að hinn bótaskyldi
verknaður væri sá, að ígerðin
hefði ekki fundist og þar með
komið í veg fyrir að hún eyðilegði
taugastöðvar, sem liggja niður í
fæturna. Málið er því sótt á hend-
ur Páli Gíslasyni yfirlækni, heil-
brigðisráðherra og fjármálaráð-
herra.
Krafa um skaðabætur á hendur
ríkissjóði kom fyrst fram þann 20.
ágúst 1984. í janúar árið 1985
barst neikvætt svar frá fjármála-
ráðuneytinu.
Þann 17. apríl 1985 var síðan
gefin út stefna á ríkissjóð og dr. Pál
Gíslason, en dómsmálið var þing-
fest í maíbyrjun. Greinargerð
stefndu var skilað í júnílok og í
september 1985 var málið sent
Lœknaráði til umsagnar. Lækna-
ráð gekk með í fulla níu mánuði,
eða þar til í maí árið 1986. Þá barst
umsögn þess til dómara, en aftur
þurfti að leita umsagnar ráðsins í
október 1986, vegna örorkumats-
ins. Þá tók það Læknaráð um hálft
ár að svara, eða fram í mars á
þessu ári. Það er því ljóst, að
„Læknaráð hefur ekki gert mikið
til þess að flýta málinu," eins og
Jón G. Briem komst að orði.
Og enn er beðið eftir Lækna-
ráði. Það var Réttarmáladeild
ráðsins sem sendi Landlæknis-
embættinu umsögn í maí 1986 og
var niðurstaðan sú, að ígerðin
væri að verulegu leyti orsök ör-
orku Svölu. Var þetta nokkurs
konar undanfari umsagnar
Læknaráðs, sem fylgja átti í kjöl-
farið. Fyrir mistök virðist hafa
gleymst að senda síðara bréfið, og
er þess nú beðið að ráðið leiðrétti
þennan formgallasvo réttarhöldin
geti hafist. Þessi bið hefur staðið í
u.þ.b. mánuð og er það eina sem
stendur í vegi fyrir því að Borgar-
dómur geti tekið mál Svölu til um-
fjöllunar.
Eins og fram kom í viðtalinu við
Svölu, er hér um prófmál að ræða.
Þarna er verið að gera út um það,
hvar ábyrgðin eigi að liggja þegar
eitthvað fer úrskeiðis á meðan á
sjúkrahúsdvöl stendur. Jón G.
Briem lagði áherslu á það í viðtali
við HP, að sjúklingurinn réði að
sjálfsögðu engu um meðhöndlun-
ina inni á sjúkrastofnun. Það væri
því í hæsta máta óeðlilegt að þol-
andinn taki áhættuna af mistök-
um í umönnun, sem hann hefði
ekkert yfir að segja.
Þetta er svo mikilvægt mál, að
ljóst þykir að álit Hæstaréttar
verði að koma fram í því. Málsaðil-
ar gera þess vegna ráð fyrir áfrýj-
un, hver svo sem niðurstaða Borg-
ardóms verður. Lamaða konan,
sem lögð var inn á Landspítalann
vegna smávægilegs kvilla fyrir
rúmum fjórum árum, verður því
að bíta á jaxlinn og bíða enn um
hríð.
8 HELGARPÖSTURINN