Helgarpósturinn - 15.04.1987, Side 14
eftir Friðrik Þór Guðmundsson myndir Jim Smart
Lucas lávarður: „The Scots are a funny lot of people."
Isíðustu viku gafst okkur hin-
um jarðbundnu íslendingum
tækifæri á að virða fyrir okkur
alvöru lávarö og ekki á hverj-
um degi sem það happ hendir
okkur. Á vegum Verslunarráds /s-
lands var hér staddur Lucas lávarö-
ur af Chilworth, ráðherra viðskipta
og iðnaðar, og um leið málsvari rík-
isstjórnar Margrétar Thatcher í
hinni virðulegu lávarðadeild breska
þingsins. Við litum inn á „morgun-
verðarfund", ásamt rjóma íslenskra
viðskiptamanna með lávarðinum,
þar sem hann reifaði viðskipti land-
anna og þá sér í lagi í ljósi hugmynd-
ar um sameiningu Evrópu í eitt
markaðssvæði.
14 HELGARPÓSTURINN
Eftir að viðstaddir höfðu gengið
hringinn í kringum morgunverðar-
borðið og fengið sér væntanlega
sæmilega dæmigerðan breskan
morgunverð, kynnti Jóhann Ólafs-
son, formaður V.í. hinn góða gest og
erindið hófst. Um 55 gestir hlýddu á
Lucas lávarð fjalla um framtíð Evr-
ópubandalagsins, viðhorfin í upp-
hafi nýrra viðskiptaviðræðna í
GATT, mikilvægi utanríkisviðskipta
í efnahagslífi þjóða og hvernig örva
megi og styðja við útflutninginn.
Áheyrendurnir voru alvarlegir á
svip, klæðskerasaumaðir og ábyrgð-
arfullir. Þeir voru á öllum aldri, en
allir steyptir í sama „svart-hvíta“
mótið. Líka þrjár af fjórum konum,
sem sáust innan um alla karlana.
Eina undantekningin var áberandi;
glæsileg kona í hárauðri dragt. En
hún var ensk, gestkomandi frá
breska verslunarráðinu, fröken Kiki
Allerman.
„ ... Á sínum tíma var Bretland í
öðru sæti yfir þau lönd sem fluttu
mest af varningi til íslands, en nú er
Bretland aðeins í fimmta sæti með
rúmlega 8% af innflutningi landsins.
Vitaskuld er ég óánægður með
þessa þróun og ég vonast til að þið
getið upplýst mig um hvort þetta er
okkur að kenna eða ykkur ...“
Lucas lávarður talaði skýrt og
skorinort. Sjóaður gestur upplýsti,
að mállýskan væri millistéttar-
mannsins og bankastjóraleg Lund-
únamállýska. Röddin sterk og féll
eðlilega inn í svart-hvítan áheyr-
endahópinn, eins og snjókoma í
drifalogni. Eina sem truflaði: Þjónar
í gráum mittisjökkum með ljósbláar
slaufur, rukkandi fyrir morgunmat-
inn.
„ ... Efnahagsbandalagið og Frí-
verslunarbandalagið þurfa að auka
samvinnu sín á milli og það voru
einmitt Bretar sem höfðu frum-
kvæði að því að ályktun í fyrra um
aukna samvinnu á þessum vett-
vangi...“
Sigmar Pormar, blaðafulltrúi V.í.
upplýsti að sumir gestanna kæmu af
einskærum áhuga, en aðrir sérstak-
lega vegna viðskiptahagsmuna
sinna og auðvitað blandast þetta
saman. Eg horfi í svip gestanna; við-
brögðin eru ekkert sjálfgefin. Þetta
er nú ekki eins og t.d. kosningafund-
ur, þar sem hrópað er og kallað
framí. Enginn aðdáunar- og undrun-
arkliður. Af hverju ekki? Prúður og
stilltur hópur, sem kann sig. Lávarð-
urinn sjálfur féll vel inn í heildar-
myndina; jakkafötin óaðfinnanleg,
bindið dökkt, skyrtan ljósblá og yfir-
vararskeggið vel snyrt. Af ytra borði
hans að dæma gæti hann allt eins
verið stjórnarformaður Flugleiða,
forstjóri SÍS, eða bankastjóri Lands-
bankans.
„ . . . það þjónar auðvitað engum
tilgangi að leggja skatt á vöru ef
skatturinn er síðan hærri en verð
vörunnar sjálfrar. Við berjumst hart
gegn þingmáium sem bera slíkt
með sér . ..“
Að ræðu Lucasar lá-
varðar lokinni tóku
við fyrirspurnir. For-
vitnilegust var þó fyr-
irspurn Ragnars Hall-
dórssonar. Hann upplýsti lávarðinn
um, að þúsundir íslenskra hús-
mœdra færu árlega til Glasgow í
verslunarerindum og spurði hvort
þau viðskipti væru inní tölum hans
um viðskipti landanna. Það vissi lá-
varðurinn ekki almennilega: „The
Scots are a funny lot of people". En
Ragnar upplýsti einnig, að fyrir um
10 árum hefði álverið keypt mikið af
Bretum, en síðan nánast gefist upp,
því ómögulegt reyndist í mörgum
tilfellum að fá varahluti og varla
einu sinni svör við fyrirspurnum. En
að þetta væri sem betur fer að
batna. Lucasi létti við að heyra það
og upplýsti að mikil hugarfarsbreyt-
ing hefði átt sér stað í Bretlandi hin
síðari ár. Nú væri t.d. unga fólkið að
átta sig æ betur á þeirri staðreynd,
að það hefði mikla efnahagslega
þýðingu að leggja fremur út á braut
verslunar og iðnaðar í stað þess að
fara, eins og svo margir forverar, út
í kennslu og þjónustu og önnur störf
utan framleiðslugreinanna.
Ragnar var ánægður með svörin,
og sagði blaðamanni eftir á þá
meiningu sína, að auðvitað væri
þetta allt Thatcher að þakka. „Hún
hefur tekið til hendinni og nú eru
Bretar orðnir alvöru viðskiptavinir.“
Lucas lávarður nefndi frú
Thatcher reyndar ekki á
nafn, en vafalaust er
hann sammála Ragnari,
og í ræðu sinni nefndi
hann sérstaklega þá ánægjulegu
þróun, að fólk áttaði sig betur og
betur á því, að auðurinn væri undir-
staða velferðarinnar. Allt væri að
þróast í rétta átt og nú væru at-
vinnulausir í Bretlandi einni milljón
færri en fyrir 4 árum. í fréttum síðar
um daginn var reyndar sagt frá því,
að Margrét hefði neitað manni ein-
um um biskupdóm á þeirri forsendu
að hann væri of vinstri sinnaður, en
hvað er einn maður á móti milljón?
Að „morgunverðarfundi" loknum
streymdu gestirnir út, eitthvað svo
yfirmáta virðulegir og tígulegir í
fasi. Kannski einhverja þeirra hafi
verið að dreyma um dásemdir þess,
að bera titilinn „lávarður". Því mið-
ur verða þeir víst að láta sér nægja
risminni vegtyllur á borð við Fálka-
orður, Stórriddarakrossa og þvíum-
líkt. En auðvitað eru þeir allir lá-
varðar í sjálfu sér, þessir valdsmenn
og stórmenni íslenskra viðskipta og
iðnaðar. Ragnar Halldórsson, greif-
inn af Álveri, Jónas Haralz, mark-
greifinn af Landsbanka, Sigurður
Helgason, jarlinn af Flugleiðum,
Hörður Sigurgestsson, hertoginn af
Eimskip, Einar Sveinsson, baróninn
afSjóvá, Axel Gíslason, prins afSIS.
Og sendimenn bandaríska sendi-
ráðsins, Pétur Snæland og James Le
Desma, hafa vafalaust látið sig
dreyma líka um leið og þeir „njósn-
uðu“ fyrir stórveldið í vestri. En
fundi var slitið og ískaldur veruleik-
inn beið utan dyra.