Helgarpósturinn - 15.04.1987, Page 19

Helgarpósturinn - 15.04.1987, Page 19
viku. Ég sakna einhvers þegar líður vika án þess að berist hótanir. Pá óttast ég það að þeim finn- ist ég ekkert girnilegur lengur. En fólk sem send- ir bréf hefur yfirleitt ekki þor til að koma órum sínum í verk. Þeir sem senda engin bréf eru miklu hættulegri. Maðurinn sem kom fyrir sprengjunni heima hjá mér gerði ekki boð á undan sér.“ TRÚI EKKI Á ÞJÓÐARSEKT „Þegar ég hóf þetta starf var ég staðráðinn í að leita ekki einungis uppi þá sem myrtu okkar eig- in ættmenni, gyðinga. Eg var í útrýmingarbúð- um með fólki frá fimmtán þjóðlöndum og hef reynt að gera skyldu mína við öll fórnarlömbin. Ég hef rakið slóðir manna sem myrtu sígauna, Pólverja, Rússa og ítalska stríðsfanga eftir fall Mussolinis. í mínum augum hefur fórnarlambið ekkert þjóðerni og morðinginn ekki heldur. Ein- staklingurinn er fórnarlamb ef hann geldur með lífi sínu fyrir pólitík ofbeidismannsins. Glæpa- maðurinn er ekki glæpamaður vegna þess að hann er Þjóðverji, Rússi eða gyðingur. Ég hef líka haft hendur í hári gyðinga sem störfuðu með Þjóðverjum. Að mínu viti er það versti glæpurinn að vera á mála hjá óvininum. Tökum til dæmis þetta fólk frá Eystrasaltslöndunum. Það getur ekki borið því við að það hafi ein- göngu verið að framfylgja skipunum. Sekt þeirra sem gera slíkt af fúsum og frjálsum vilja er meiri og stærri en sekt Þjóðverja. Og þegar Þjóðverjar eiga í hlut geri ég greinarmun á nas- ista og Þjóðverja. f mínum huga er sekt einstakl- ingsbundin en leggst ekki á heilar þjóðir eða samfélög. Ég mun aldrei ásaka gervalla þýsku þjóðina, rétt einsog ég þoli ekki að heyra ger- valla þjóð gyðinga verða fyrir ásökunum. Gyð- ingar hafa orðið fyrir barðinu á svokallaðri þjóð- arsekt í 2000 ár. Sem gyðingur verð ég að vera afar varkár að gjalda ekki aftur í sömu mynt.“ — Telur þú aö of margir glœpamenn úr stríð- inu hafi komist undan? „Það komust þúsundir undan, margir af ein- tómum misgáningi. Við komum í hendur yfir- valda mönnum sem síðan voru sýknaðir. Vitnin sem við höfðum nægðu ekki til að sannfæra kviðdóminn. Og kviðdómur er alltaf hálfgert happdrætti, ekki síst hér í Austurríki. Við höfum mátt kljást við kviðdóma þar sem fimm af átta meðlimum voru gamlir nasistar. Glæpamenn- irnir halda því fram að þeir hafi verið hermenn, þeir hafi framfylgt skipunum. Hermaðurinn í kviðdómnum veit hvað það er að hlýða skipun- um. Ég hef átt samtöl við þýska hershöfðingja úr bardagasveitum og beðið þá að líða ekki glæpa- mönnum það að kalla sig hermenn. Hermaður tekur áhættu. Hann drepur en hann á líka á hættu að verða drepinn. Glæpamennirnir í gettóunum og útrýmingarbúðunum tóku enga áhættu. Þeir báru vopn, þeir voru í einkennis- búningum, en þeir lögðu líf sitt aldrei í hættu. Á sama tíma og milljónir þýskra hermanna biðu bana á vígstöðvunum lifðu 97 prósent glæpa- mannanna stríðið af. Vandinn er bara sá að það er ekki hægt að tjónka við hermenn, heiiabúið í þeim er oft svo skringilega innréttað." WALDHEIM — VERSTI ÓVINUR SJÁLFS SÍN — Nú sýnir Waldheim-málið glögglega að það er oft erfitt að skilgreina hverjir eru glœpamenn og hverjir ekki. „Mörgum hefur reynst torvelt að skilja viðhorf mitt til máls núverandi forseta Austurríkis. Ég hef aldrei ásakað neinn án þess að fyrir því sé einhver fótur. Og þegar ég ber fram ásakanir þá hef ég aldrei í hótunum við heilar þjóðir einsog þessir fuglar í Alþjóðlega gyðingaráðinu í New York (World Jewish Council). Þegar þeir ásök- uðu Waldheim fór ég fram á að fá að sjá gögn sem sönnuðu sekt hans eða sakleysi. Ég hef ekki séð neitt sem bendir til þess að hann hafi verið flæktur í glæpsamlegt athæfi. En náttúrlega vissi hann meira en hann hefur viljað láta uppi. Kjarni málsins er bara sá að mitt starf hefur ver- ið að leita uppi glæpamenn, ekki lygara." — Þú lagðir til að settyrði á laggirnar alþjóð- leg nefnd til að kveða upp úrskurð um Wald- heim-málið. „Já, ég mæltist til þess að þau gögn sem til eru yrðu fengin í hendur alþjóðlegri nefnd hernað- arsagnfræðinga. Þetta eru nefnilega allt hernað- arskjöl. Þetta var því miður ekki gert. En þarna er þess að gæta að Waldheim undirritaði öll skjöl vinstra megin. Það þýðir að hann átti ein- ungis að staðfesta að rétt væri með farið. Hann undirritaði aldrei hægra megin vegna þess að hann var ekki í forystuhlutverki. Fólk spyr mig hver hafi verið ferill Waldheims í hernum. Og ég svara: Þegar stríðið byrjaði var hann liðsforingi af annarri gráðu. Fjórum árum síðar var hann liðsforingi af fyrstu gráðu. Þetta er nú allur framaferillinn. Hann var algjört smáseyði. Starf hans var að safna upplýsingum og senda þær herforingjaráðinu. Hann hafði engan tillögu- rétt, ekkert frumkvæði. Þess vegna vil ég fá að sjá sönnunargögn um að maðurinn hafi framið glæpi. Fái ég þau mun ég sem austurrískur borg- ari biðja hann að segja af sér. En ég hef ekki séð neitt siíkt.“ — Þú segir samt að hann sé lygari sem varla sœmir manni sem gegnir forsetaembœtti? „Ef Waldheim hefði sagt sannleikann hefði hann getað komist frá málinu með glæsibrag. í staðinn þrætti hann alltaf fyrir. Hann mundi ekki, hann sagðist ekki hafa séð neitt, hann varð tvísaga. Það er ekki hægt að sakfella manninn fyrir að hafa vitað að 50 þúsund gyðingar voru fluttir frá Saloniki á þeim tíma sem hann gegndi herþjónustu í Grikklandi. Auðvitað hlýtur hann að vita það, hann er ekki blindur. Þegar hann heldur því statt og stöðugt fram að hann viti ekki neitt verður hann tortryggilegur. Hvaða annar- legu ástæður liggja þarna að baki, spyrja menn. Waldheim hélt ótrúlega heimskulega á málum og var í raun versti óvinur sjálfs sín.“ — Það er haft fyrir satt aö andúð á gyðingum hafi aukist í Austurríki í kjölfar Waldheims- málsins? „Þegar Waldheim-málið kom upp höfðu þeir í Alþjóða gyðingaráðinu í hótunum við austur- rísku þjóðina einsog hún lagði sig. 70 prósent af Austurríkismönnum voru barnungir í stríðinu eða ekki einu sinni fæddir. Það er ekki hægt að kalla allt þetta fólk til ábyrgðar. Þessar hótanir kölluðu fram harkaleg viðbrögð. Gömlu gyð- ingahatararnir voru allt í einu komnir í varnar- stöðu. Bilið á milli ungu og gömlu kynslóðanna er líklega hvergi eins breitt og í Austurríki og Þýskalandi. Dæmi um það er að ungir nýnasist- ar hafa ekkert samband við gömlu nasistana. Unga fólkið sagði: Við höfum farið allt aðra leið en foreldrar okkar og forfeður. Það gat ekki skil- ið hvers vegna gyðingar höfðu í hótunum við sig. Þegar var loks kosið var Waldheim kjörinn með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Stór hluti af þessum kjósendum kaus ekki Waldheim sem slíkan, heldur gegn íhlutun frá útlöndum. Ég átti samtöl við bandaríska f jölmiðla á þessum tíma og sagði við þá að Nixon hefði líklega aldrei þurft að segja af sér ef Watergatemálið hefði komið frá útlöndum. Það er ekki hægt að HELGARPÖSTURiNN 19

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.