Helgarpósturinn - 15.04.1987, Síða 20
líta á atburði síðasta árs og segja að allir þeir
sem kusu Waldheim séu fjandsamlegir gyðing-
um. Svo er hins líka að gæta að málið hefur haft
sínar jákvæðu hliðar. Núna hafa margir Austur-
ríkismenn neyðst til að gera það sem þeir hafa
ekki haft kjark eða vilja til í fjörutíu ár. Þessari
fortíð, antísemítismanum, nasismanum — þessu
hafði öllu verið sópað undir teppið. En nú hafa
þeir ekki komist hjá því að horfast í augu við
söguna og sjálfa sig.“
HITLER VAR ENGINN ESKIMÓI
— Þaö hefur verið mikið um það rœtt að Austur-
ríki hafi aldrei verið hreinsað af nasismanum,
að nasistar frá Austurríki hafi velflestir sloppið
með skrekkinn í stríöslok?
„Austurríkismenn voru ekki nema átta
prósent af íbúum Stór-Þýskalands. En nasistarn-
ir frá Austurríki — ég vil ekki tala um austur-
rísku nasistana vegna þess að nasistarnir voru
líka á móti Austurríki — eiga sök á ótrúlega
stórum hluta þeirra glæpa sem voru framdir. I
stríðslok var hafist handa við að hreinsa Austur-
Joseph Mengele: Var háll sem áll. . .
ríki af nasismanum. Það tímabil entist fram til
árins 1948. Þá byrjaði kalda stríðið. Á þeim tíma
sem kalda stríðið stóð sem hæst hreyfðist varla
neitt í þessum málum, hvorki hér né í Þýska-
landi. Þjóðverjar vissu það eftir stríðið, og þá
sérstaklega maður einsog Adenauer, að þeir
yrðu að kaupa sér miOa inní samfélag siðaðra
þjóða. Verð þessa aðgöngumiða var efnaleg og
siðferðileg enduruppbygging. Þjóðverjar keyptu
þennan miða. Austurríki fékk hann fyrir ekki
neitt. 1943 höfðu bandamenn skilgreint Austur-
ríki sem fyrsta fórnarlamb árásarstefnu nasista.
Það var horft framhjá því að Austurríkismenn
voru ekki einungis samstarfsmenn nasista, held-
ur oft og iðulega í leiðtogahlutverkum. Það hafa
verið nasistar í öllum stjórnmálaflokkum í
Austurríki. Það var útilokað að ná kjöri sem for-
seti Austurríkis án þess að nasistarnir hjálpuðu
til. Þegar stjórnmálaflokkarnir voru endurreistir
eftir stríðið voru nasistarnir svo sterkir að sá
stjórnmálaflokkur sem þeir fylgdu flestir að
málum var vís með að ná yfirburðastöðu. Sinnu-
leysið var allsráðandi. Mér fannst ég oft vera um-
John Demjanuk.
Klaus Barbie: „Slátrarinn frá Lyon".
kringdur óvinum hérna á skrifstofunni. Og það
voru ekki bara nasistarnir sem höfðu horn í síðu
minni, heldur líka lagsbræður þeirra úr öllum
stjórnmálaflokkunum. Þegar allt kemur til alls
er ekki hægt að neita því að Austurríkismenn
eru býsna séðir. Hitler var enginn eskimói. Með
einhverju móti tókst Austurríkismönnum að
gera Þjóðverja úr Hitler og Austurríkismann úr
Beethoven."
— Þú tókst samt þann kost að lifa og starfa í
Austurríki?
„Ég er fæddur Austurríkismaður. Faðir minn
barðist fyrir Austurríki og lét lífið á Rússlands-
vígstöðvunum 1915. Ég var eitt ár í Bandaríkjun-
um og fannst þá nóg komið. Austurríki er í nafla-
stað Evrópu. Hér mætast straumar og fólk víðs
vegar að úr álfunni. Austurríkismenn eru ekki
bara af þýskum uppruna, hér eru líka Tékkar,
Ungverjar, Pólverjar, Slóvenar, ítalir. Og hér var
fjöldi gyðinga sem bar hitann og þungann af
austurrískri menningu um langt skeið. Margir af
mestu rithöfundunum, tónlistarmönnunum og
leikhúsfrömuðunum voru gyðingar. Því miður
sáu þeir ekki Hitler fyrir, en það gat heldur eng-
inn. En maður sem gegnir starfi á borð við mitt
hér í Austurríki getur ekki átt alla að vinum. Ég
hef ekki gefist upp vegna þess að ég lifði af. Það
er ekki alltaf auðvelt að lifa af. Ég verð stöðugt
að réttlæta það fyrir sjálfum mér hvers vegna ég
lifði af en ekki hinir. Náttúrlega leiða margir
aldrei hugann að þessu, en mér finnst ég þurfa
að koma í staðinn fyrir aragrúa af fólki. Þar er
meðal annars margt fólk úr heimabæ mínum
sem týndi lífi, fólk sem var betra en ég, greind-
ara en ég. Stundum finnst mér éjg vera ekkert
annað en staðgengill þessa fólks. Eg er rúmra 78
ára. Þegar ég vakna á morgnana verkjar mig í
iíkamann. Ég veit að ég verð að senda bréf þá
um daginn og þess vegna læt ég einsog ekkert
sé. Ég fer ekki á nein eftirlaun. Ef ég læt af starfi
mínu liggur ekkert annað fyrir mér en að sitja
heima og bíða dauðans. Ég vil ráðleggja því fólki
sem er á mínum aldri að reyna að starfa eins
lengi og hægt er. Dauðinn ætti að koma að óvör-
um.“
MAÐURINN SEM HANDTÓK
ÖNNU FRANK
— Hvað er eftirminnilegasta málið sem þú
hefur fengist við?
„Það erfiðasta var að finna manninn sem
handtók Önnu Frank. Það tók mig fimm ár.
Þetta var maður án embættis, án áhrifa. Það
eina sem ég vissi var að þetta var lögreglumaður
sem einn dag fékk skipun um að fara í tiltekna
götu í Amsterdam og finna gyðingafjölskyldu
sem þar var í felum uppá hanabjálka. Það liggur
kannski ekki alveg í augum uppi hvers vegna ég
lagði á mig allt þetta erfiði til að finna þennan
mann. Það er vegna þess að Anna Frank er tákn
fyrir þær einu og hálfu milljón barna sem nas-
istar myrtu. Dagbók Önnu Frank hafði meiri
áhrif á mannkynið en samanlögð Núrnberg-rétt-
arhöldin. Menn fundu til samkenndar með
þessu stúlkubarni. Þetta gat verið dóttir manns,
eða dóttir vinar. Dagbókin, sem er skrifuð án
beiskju og haturs, var þýdd á ótal tungumál og
lesin af hundruðum milljóna. í Önnu Frank sáu
nýnasistar sinn versta óvin. Þess vegna efndu
þeir til áróðursherferðar um að Anna Frank hefði
aldrei verið til, að dagbókin væri fölsuð. Svo var
það 1958 að samið var leikrit byggt á dagbók-
inni. Ég frétti af því að unglingar á aldrinum
14—15 ára hefðu fjölmennt fyrir utan leikhúsið
og dreift flugumiðum um það að þetta væri ein-
tómt svindl; Anna Frank væri hugarburður gyð-
inga sem vildu neyða Þjóðverja til að greiða sér
skaðabætur. Ég fór í leikhúsið og sá lögregluna
handtaka þessi ungmenni — þau voru öll á aldur
við Önnu Frank. Daginn eftir sat ég á kaffihúsi
með kunningja mínum. Hann veitti athygli ung-
um strák sem þar var í fylgd með móður sinni.
Kunningi minn þóttist viss um að þessi strákur
væri einn af þeim sem mótmæltu fyrir utan leik-
húsið. Svo hann kallaði pilt til sín og það stóð
heima, hann hafði verið í hópnum við leikhúsið.
Hann spurði hverju hann hefði verið að mót-
mæla? Jú, strákur þuldi upp allt það sem stóð á
flugumiðanum, að dagbókin væri fölsun. Því-
næst varð honum litið á mig og sagði: „Nei, er
þetta ekki herra Wiesenthal, nasistaveiðarinn?
Ég er viss um að þér getið ekki fundið manninn
sem handtók Önnu Frank! Ef hann finnst, þá trúi
ég, en ekki fyrr.“ Ég hugsaði með mér að þetta
væri alveg laukrétt hjá pilti. Við þyrftum sögu-
legt vitni. Og ég fann manninn, eftir fimm ára
leit. Ég tók ótal feilspor, en ég gafst ekki upp.
Anna Frank var alltaf á skrifborðinu hjá mér. Eft-
ir mikið stapp komst ég að því að maðurinn var
austurrískur og að nafn hans byrjaði á Silber.
Farðu í símaskrána hérna í Vín — þar eru fimm
síður með nöfnum sem byrja á Silber. Hann
hafði verið í Hollandi í stríðinu og þaðan rakti ég
smátt og smátt slóðina til Austurríkis. Ég fann
hann hér, í austurrísku lögreglunni. Ég var ekki
í vafa um að þetta væri stórmál. Ég var viss um
að þetta myndi hafna á forsíðum allra heims-
blaða. En því miður dagaði fréttin uppi langt inni
í blaði. Ástæðan var einfaldlega sú að um sama
leyti var Kennedy forseti myrtur vestur í Banda-
ríkjunum og það komst náttúrlega ekkert annað
að hjá blöðunum. Síðan liðu 25 ár og Anna
Frank var hvergi nefnd á nafn í nýnasistablöð-
um. Nú er komin fram ný kynslóð og þeir eru að
byrja á nýjan leik. En þetta var unnin orrusta
gegn nýnasismanum. Við gátum ekki leyft
þennan áróður."
ÍVAN GRIMMI OG SLÁTRARINN
FRÁ LYON
— En stórmálin hafa verið fleiri, Eichmann,
Menjgele...
„Eg held að þetta hafi verið erfiðasta málið
mitt. Ég nefni ekki Eichmann vegna þess að þar
var ég síður en svo einn um hituna. Það var
fjöldinn allur sem vann að því máli, það er eins-
og mósaíkmynd og þar þekki ég ekki nema
mína steina. Uppá eigin spýtur fann ég fanga-
búðastjórann í Treblinka sem bar ábyrgð á
dauða 870 þúsunda. Ég hafði uppá honum þar
sem hann vann í Volkswagen-verksmiðjunum í
Sao Paolo í Brasilíu. Hann var framseldur til
Þýskalands og dó í fangelsi. Ég hef líka fengist
við stórmál hér í Austurríki. í hirð Eichmanns
voru fjölmargir Austurríkismenn. Novak, flutn-
ingastjóri Eichmanns, var Austurríkismaður.
Áðurnefndur yfirmaður Treblinka var það
reyndar líka. í Sýrlandi býr Alois nokkur Brúnn-
er, Austurríkismaður sem var helsta hjálpar-
hella Eichmanns. Við höfum ítrekað reynt að fá
hann framseldan, en líklega láta Sýrlendingar
aldrei undan. Það að drepa gyðinga er ekki
glæpur í Arabalöndunum."
— Nú standa yfir tvö umfangsmikil réttarhöld
yfir stríðsglœpamönnum. John Demjanuk, sá
sem auknefndur er ,,Ivan grimmi", er fyrir dómi
í Jerúsalem og í Frakklandi er að hefjast réttur
yfir Klaus Barbie, „Slátraranum frá Lyorí'. Eru
þetta eftilvill síðustu stóru réttarhöldin yfir
glœpamönnum úr stríðinu?
„Um það er ekki gott að segja. Einsog stendur
hafa yfirvöld í Þýskalandi um 1500 mál til með-
ferðar. Þar hefst nýtt réttarhald í hverri viku þótt
það fari ekki alltaf hátt. Ég held tæplega að þetta
séu síðustu stóru réttarhöldin, en hinsvegar
gætu þetta verið síðustu réttarhöldin sem
megna að vekja mikia og óblandna geðshrær-
ingu. Annað slíkt réttarhald myndi dynja yfir
okkur ef okkur tækist að finna Rolf Gúnther,
varaskeifu Eichmanns. Við vitum ekki hvar
hann er niðurkominn. 1948 handtók ég mann
sem síðan lánaðist að flýja úr fangelsi. Það var
Anton Burger, sem var yfirmaður Teresienstadt
og ábyrgur fyrir brottflutningi gyðinga frá Slóv-
akíu. Réttarhald yfir honum myndi vekja upp
miklar og heitar tilfinningar. Ég hef ekki verið
viðriðinn mál Ivans grimma. Hann hefur neitað
öllum sakargiftum, en ég held að það fari ekki
á milli mála að hann sé rétti maðurinn. Mál
Klaus Barbie er öllu erfiðara viðfangs. Barbie
svífst einskis. Ég held að Frakkar yrðu hæst-
ánægðir ef hann geispaði golunni í fangelsi áður
en réttarhöldin hefjast. Barbie mun reyna að
þyrla upp eins miklu moldviðri og honum fram-
ast er auðið. Hann hefur engu að tapa. Hann er
75 ára og deyr ábyggilega í fangelsi. Hann reynir
að þæfa málið og draga það á langinn. Hann er
vís með að ásaka góða og gegna andspyrnu-
hreyfingarmenn um að hafa verið á mála hjá
Þjóðverjum. Verjandi Barbies er maður sem allt-
af hefur talað máli öfgamanna. Hann reynir ekki
að telja Barbie af þessu.“
í GINI ÓFRESKJUNNAR
— Sú kynslóð sem lifði stríðið er að Ijúka lífs-
hlaupi sínu og þar með talin fórnarlömb og
morðingjar. Mun eitthvaö lifa eftir afstarfi þínu
þegar þín nýtur ekki lengur við?
„Við hérna á skrifstofunni höfum um árabil
fylgst grannt með öfgamönnum víða um heim,
sérstaklega hægriöfgamönnum, sem við þekkj-
um orðið býsna vel. A sínum tíma var komið aft-
an að minni kynslóð. Við ættum að gera allt sem
í okkar valdi stendur til að börnin okkar og
barnabörnin lendi ekki í svipuðum hörmung-
um. Við þóttumst viss um að við lifðum á öld
framfara, við trúðum á bróðurþel, vináttu og
réttlæti. Við tókum ekkert mark á Hitler né
þeim vitfirrtu kenningum sem hann hrópaði yfir
heimsbyggðina. Fyrir það þurftum við að gjalda
dýru verði. Börn framtíðarinnar ættu ekki að
þurfa að standa slík reikningsskil. Þegar við sjá-
um að myrkraöfl eru í uppgangi látum við
stjórnvöld vita af því. Ég hef höfðað mál gegn
öfgamönnum hér í Austurríki, í Þýskalandi og
víðar. Við látum almenning vita að hér sé hætta
á ferðinni, að sagan geti endurtekið sig. Hið
sama gerir skrifstofan í Los Angeles. Þetta starf
vona ég að haldi áfram eftir dauða minn. Það er
ofgnótt af hatri í heiminum. Sú þjóðernisstefna
sem er einsog trúarsetning í mörgum löndum er
versti óvinur lýðræðis og frjálsrar hugsunar.
Þegar ég heyrði fyrst fréttina um að atóm-
sprengjunni hefði verið kastað í ágúst 1945
hugsaði ég með mér: Nú þurfum við alheims-
stjórn. Það er eina svarið við kjarnorkudauðan-
um. í Evrópu hafði ég horft á óvininn traðka í
svaðið hvert landið á fætur öðru. Ég sat í fanga-
búðum með vinum frá Tékkóslóvakíu, Belgíu,
Hollandi, Ítalíu og Ungverjalandi. Að nafninu til
vorum við víst óvinir, en þegar allt kom til alls
var eins ástatt fyrir okkur öllum. Við vorum allir
lentir í gini ófreskjunnar. í Bandaríkjunum logar
hatur á milli kynþátta. í Evrópu vex andúðin á
innflytjendum frá Afríku og Ásíu. Og gyðingar
eru ennþá vinsæll skotspónn, einsog þeir hafa
verið síðastliðin 2000 ár. Þessvegna verðum
við að halda glæpum nasistatímans á lofti. Það
er okkar viðvörun til morðingja morgundags-
ins.“
Gyðingakonur og -börn bfða örlaga sinna [ Auschwitz.
20 HELGARPÓSTURINN
Waldheim: Lygari en ekki glæpamaður, segir Wiesenthal.