Helgarpósturinn - 15.04.1987, Side 28

Helgarpósturinn - 15.04.1987, Side 28
HREINN Líndal tenorsöngvari sem um árabil rak tískuverslunina H. Líndal við Skólavörðustíg er um þessar mundir búsettur í St. Paul/ Minneapolis í Bandaríkjunum. Við fengum nýlega fréttir af velgengni söngvarans þar í landi en frá því í haust hefur Hreinn haldið konserta í 24 borgum og bæjum í Bandaríkj- unum og hlotið mikið lof. I úrklippu úr bandarísku dagblaði gefur að líta gagnrýni um konsert Hreins nú í vetur þar sem söngvar- anum er líkt við stórsöngvarann Enrico Caruso. Gagnrýnandinn seg- ir Caruso hafa sagt að „söngur sé spurning um 90% svita, 10% snilli- gáfu og hjartahlýju," en þessir hæfi- leikar fylgist sjaldan að í einum manni. Þegar Hreinn Líndal hafi sungið hafi honum hins vegar tekist á snilldarlegan hátt að sameina þessa kosti. í greininni segir að Hreinn hafi gefið áheyrendum sín- um innsýn í bakgrunn sinn m.a. með því að syngja norsk, sænsk og íslensk ljóð. Þegar hann hafði sung- ið lag Tshaikovskys „One Who Has Yearned Alone“ og „Zueignung" eftir Strauss hafi áheyrendur upplif- að söng „meistara listarinnar“ eins og segir orðrétt í greininni. Hið óvenjulega „Ég lít í anda liðna tíð“ hafi hins vegar vakið mesta hrifn- ingu ásamt lagi Tshaikovskys, „Eugen Onegin" sem Hreinn hafi sungið á rússnesku og hafi flutning- ur hans á laginu verið fullkominn. Samkvæmt þeim upplýsingum sem HP bárust er Hreinn bókaður langt fram til ársins 1988 og mun m.a. halda konsert í „Carnegie Reci- tal Hall“ í New York í nóvember sem þykir merkur áfangi á listamanna- brautinni. TÓNLISTARunnendur geta mætt í Fríkirkjuna í kvöld kl. 20.30 og hlustað þar á tónlist af eldra tag- inu, en þar verður flutt tónverkið Stabat Mater eftir Pergolosi (1710— 1736). Flytjendur verða fjölmargir, Agústa Ágústsdóttir sópransöng- kona, Þuríöur Baldursdóttir, alt- söngkona sem kemur alla leið frá Akureyri og skólakór Garðabœjar, undir stjórn Guðfinnu Dóru Ólafs- dóttur, sjá um sönghliðina en hljóð- færaleikurinn verður í höndum Jakobs Hallgrímssonar orgelleikara og strengjakvartetts sem skipaður er þeim Szymon Kuran, fiðlu, Mary Campell, fiðlu, Guðmundi Krist- mundssyni, lágfiðlu og séra Gunnari Björnssyni sem leikur á selló. KEES Visser nefnist Hollendingur sem á föstudaginn var opnaði sýn- ingu á verkum sínum í Nýlistasafn- inu við Vatnsstíg. Sýningin ber nafn- ið „Tileinkun" og er að hluta til byggð á verkum Einars Jónssonar myndhöggvara en Kees sýnir 108 einþrykk, þ.e. 3 seríur af 36 mynd- um. Hugmyndina að verkunum fékk hann árið 1983 er hann heim- sótti sem oft áður safn Einars Jóns- sonar og hófst hann handa við vinnslu ári síðar. Þá gerði hann til- raunir með steinþrykk sem að hans mati gafst ekki vel en árið 1985 starfaði hann við Ríkisakademíuna í Amsterdam þar sem hann gat unnið verkin í háþrykk. Kees segist alltaf hafa hrifist af verkum Einars Jóns- sonar og að andrúmsloftið í safninu hafi verkað sterkt á hann. Hann tel- ur þó að safnið hafi tekið stakkskipt- um eftir þær breytingar sem gerðar hafa verið og að andi Einars Jóns- sonar sé nú horfinn úr því, sem að hans mati er miður. Upphaflega seg- ist Kees hafa ætlað að gera fjögur verk en þegar þremur þeirra hafi verið lokið sá hann að hann hafði valið þau verk sem kannski ein- kenndu lífið best: Kjarnann — sem gæti táknað fæðinguna, Brautryðj- andann — tákn lífsins og Visna og grœna tréð, tákn dauðans. Kees Visser er fæddur í Hollandi og er sjálfsmenntaður listamaður sem fæst við grafíkmyndir, málun og skúlptúr. Hann flutti hingað til lands 1980 og bjó fyrir norðan í tvö ár en frá því hann flutti aftur til Hol- lands heimsækir hann ísland á hverju ári og starfar m.a. sem leið- sögumaður hér í nokkrar vikur á hverju sumri. Kees hefur haldið 10 einkasýningar, aðallega í Hollandi og á íslandi og tekið þátt í samsýn- ingum víða um heim, t.d. í Sviss, Bandaríkjunum, Finnlandi og Dan- mörku. Sýning Kees Visser er opin á virkum dögum frá kl. 16—20 og um helgar frá kl. 14—20. Sýning- unni lýkur á annan í páskum. DJASS Blómlegur Reykja- víkurdjass Það hefur verið fjörugt djasslífið undanfarinn mánuð eftir drunga- legt haust og dapran vetur. Helst ber til tíðinda opnun Heita potts- ins, djassklúbbs í Duushúsi. Apríl- mánuður er mánuður píanista þar á bæ og fyrsta sunnudag eftir páska leikur Guðmundur Ingólfs- son þar við hvern sinn fingur og seiða rýþmann með honum Þórður Högnason bassaleikari og Guðmundur Steingrímsson trommari. En það hafa ekki aðeins íslenskir djassleikarar kýlt á sveifl- una í Heita pottinum. Þann 30. mars sl. kom danski trompetleik- arinn Jens Winther í heimsókn og blés með GEYT-tríóinu, sem Ey- þór Gunnarsson, Tómas R. Einars- son og Gunnlaugur Briem skipa. Þeir fóru líka í hljóðver og bættist þá annar blásari í hópinn: Rúnar Georgsson. Það var margt fallega gert þetta kvöld í Duushúsi, sérí- lagi í ópusum Eyþórs og stray- hornsku stefi Tómasar bassaleik- ara: í svefninum ek ég. Það verður allt á skífunni og er mann farið að klæja í fingurgómana eftir að fá hana í hendur — það verður von- andi með haustinu. Jens Winther er í mikilli sókn í trompetblæstri sínum og náði jarðföstu sambandi við íslensku piltana. Tónn hans er heitur og breiður og ballöðurnar blés hann af sannri list — opinskátt og fals- laust. Annar trompetleikari blés á Hótel Borg þremur dögum síðar. Leo Smith og með honum Þor- steinn Magnússon á gítar, Wes Brown á rafbassa og Kamal Sabir á trommur. Hann var maður kvöldsins og hefði verið gaman að heyra hann með meistara Ornette Coleman, en með honum hefur hann leikið nokkuð. Leo Smith hefur heimsótt okkur nokkrum sinnum og er mikið vatn runnið til sjávar síðan hann blés í Félagsstofnun stúdenta á vegum Jazzvakningar. Tónlist hans var þá í anda framúrdjassins en nú blæs hann einhvers konar reggí-djass- fönk. Það var líka rífandi rýþmi í upphafi og seiðurinn mikili, en einhvern veginn fór það nú svo er á leið að maður varð viðskila við tónlistina. Einhæfnin var of mikil í blæstri Leos — glíman við sömu tónana of löng. Hvað um það — það var dúndur- gaman að sveitinni í fyrstu lögun- um. Sólóar Þorsteins Magnús- sonar vel uppbyggðir og trommu- leikur Kamals frábær frá fyrsta slagi til hins síðasta. A undan sveit Leos léku Skát- arnir: Friðrik Karlsson, Birgir Bragason og Pétur Grétarsson. Þeir félagar fara ekki troðnar slóð- ir. Friðrik kominn með heljarmik- ið tækjasafn og blæs í trompet á gítarinn með öðru. Þegar hann verður orðinn útlærður í tækja- tækninni verður gaman að heyra í Skátunum — ekki vantar kraftinn í tríóið. Við stöldrum við þangað- til. Sveiflu- geggjun Á árunum 1958-59 hljóðritaði breski djassgagnrýnandinn Stan- ley Dance breiðskífuröð fyrir bresku hljómplötuútgáfuna Fel- sted. Affinity hefur nú gefið þessar skífur út að nýju og Skífan flutt inn sex þeirra. Rendezvous with Rex með septett Rex Stewarts, Bone for the King með septett og oktett Dicky Wells, Earl’s Backroom and Cozy's Caravan með kvartett Earl Hines og septett Cozy Cole, Blues á la mode með septett og kvintett Bud Johnsons, Swinging like Tate með oktett Buddy Tates og Cue for Saxophone með septett Billy Strayhorns. Þarna eru stjórstjörn- ur svíngsins á íullu og fengu sjálfar að skipa hljómsveitina og ráða efnisskrá. Fyrsta upptakan er með sveit Rex Stewarts, kornettleikarans magnþrungna, sem gat sér frægð- arorð með Ellington á árunum 1934-45. Þegar hann fór í fræga Evrópuferð með hljómsveit sinni 1947 átti hann að leika á íslandi, en ekki fékkst leyfi til þess hjá stjórnvöldum, sem töldu að ís- lenskir hljóðfæraleikarar gætu leikið það sem leika þurfti fyrir landann. Meðal þeirra er Rex kall- aði til leiks í janúar 1958 var altó- istinn Hilton Jefferson, gamall fé- lagi frá dögum McKinney’s Cotton Pickers, George Kelly er blés í tenórinn með Savoy Sultans band- inu og Willie The Lion Smith, sem kenndi Duke Ellington hvernig skálma skyldi á píanó. Ljónið skálmar líka um nótnaborðið svo unun er á að hlýða og fellur vel að hrjúfri og heitri sveiflu Stewart- sveitarinnar. Haywood Henry fer á kostum í grófum einleik á barrý- ton en mjúkum á klarinettu. Yfir öllu gnæfir svo Rex með mjúkan tóninn og stundum einsog manns- rödd þegar hálftakkatækninni er beitt. Dicky Wells var helstur básúnu- snillingur er gisti Basiebandið og hér eru gamlir Basiegaurar í sveit hans, Buck Clayton á trompet, Buddy Tate á tenór, Benny Morton og George Matthews á básúnur og Jo Jones á trommur. Á fyrri hlið skífunnar eru básúnuleikararnir fjórir: Vic Dickenson bætist í hóp- inn. Helst finnst mér lýta þá hlið að sá ágæti píanisti Skip Hall þen- ur hammondorgel undir básúnu- blæstrinum. Á seinni hliðinni sveiflar Everett Barksdale gítarn- um einsog í Tatum tríóinu forðum og Wells, Clayton og Tate láta ekki sitt eftir liggja. Verkin eru öll frum- samin og sum tileinkuð ekki minni stórsveitarköppum en Tommy Dorsey og Fletcher Henderson. Trommuvirtúósinn Cozy Cole og píanójöfurinn Earl Hines skipta með sér einni skífunni. Cozy er með fyrstaflokks svíngara í sveit sinni — en óþekkta jafnt þá sem nú, Earl Hines fer á kostum í ópus- um sínum en píanósnilli hans var ekki mikið hljóðrituð á þessum ár- um — það var ekki fyrren 1964 að hann sló að nýju í gegn í djass- heiminum. Bud Johnson hefur í sínu liði bæði trompetleikarann Charlie Shavers og básúnuleikarann Vic Dickenson, sem kallaður var Fats Waller básúnunnar, Charlie Shav- ers, sem lengi var helsti einleikari Tommy Dorsey bandsins, blés allt- of sjaldan í jafn afslöppuðu sveiflu- andrúmslofti og ríkir á þessari skífu. Bud fer sjálfur á kostum, en þætti hans í djasssögunni hefur verið of lítill gaumur gefinn. Hann var bæði undir áhrifum frá Lester Young og Coleman Hawkins og einn af frumherjum boptenór- blásturs. Buddy Tate er okkur íslending- um góðkunnur, því hann blés hér á Listahátíð með Benny Goodman og í Gamla bíói með Hinum átta stóru, þarsem Teddy Wilson sló píanóið. Hann var lengi helsti blás- ari Basiebandsins í Hawkinsstíln- um og á þessari skífu eru gamlir Basiefélagar á ferð: Buck Clayton, Dicky Wells, Earl Warren og Jo Jones — Papa Jo trommarinn makalausi. Buck og Dicky eru á fleiri Felstadskífum en Earl Warr- en er altisti sem ekki heyrist oft í. Hann blés sjaldan sólóa í Basie- bandinu en hér fær hann að láta Ijós sitt skína þó hann búi ekki yfir kraftbirtingi Buddy Tates í blæstr- inum. Þær fimm skífur er hér hefur verið minnst á voru allar teknar upp árið 1958. Sjötta skífan í þess- ari röð var tekin upp 1959 og er best þeirra allra. Þar er það hægri hönd Duke Ellingtons, sem held- ur um stjórnvölinn: Billy Stray- horn. Hann slær píanóið og allir blásararnir eru úr Ellingtonband- inu: Quintett Jackson, básúnuleik- ari, Johnny Hodges, altisti, Shorty Baker, trompetleikari og Russell Procope klarinettuleikari. Afturá móti léku þeir aldrei með Elling- ton Al Hall bassaleikari og Oliver Jackson trommari. Hodges lék á þessari skífu undir nafni konu sinnar: Cue Porter. Hann var samningsbundinn Verve og gat því ekki notað eigið nafn. En Nor- man Granz hefur varla verið í erf- iðleikum að þekkja hver þarna blés — því engum er Johnny Hodges líkur. Flauelsmjúkur en þó kraftmikill tónninn og leikandi sveiflan léttari en fis en harðari en demant. Shorty Baker blés of fáa sólóa í Ellingtonbandinu, en hér er bætt úr því — mikið ljóð í tón- sköpun hans. Butter Jackson er meistari urrbásúnunnar og Russ- ell Procope kreólaklarinettsins og ekki kyn þó það sjóði og kraumi í tóngaldri septetts Billy Stray- horns. Oft var sagt að Duke og Billy vissu varla hvor léki hvað á sumum plötum og satt er það að oft lék Billy einsog Duke. Hér ger- ir hann það sjaldnast og hef ég sjaldan heyrt meiri Strayhorn í píanóleik hans. Óviðjafnanlegar skífur fyrir sveiflugeggjarana. 28 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.