Helgarpósturinn - 15.04.1987, Side 31
TÓNLIST
Fyrir hans
benjar. ..
TO HELL WITH THE
DEVIL — Stryper
Enigma/Gramm
Einhvers staðar í Biblíunni segir
að við skulum lofa Drottin með
gleðilátum. Og hver er þess um-
kominn að banna að lætin skuli
koma úr gíturum tengdum við
magnara- og hátalarastæður?
Guðspjallarokk og popp hefur tek-
ið miklum breytingum á undan-
förnum árum. Liðnir eru dagar
endurfæddra raulara sem voru
komnir með annan fótinn í gröfina
á dögum blóma og psychedelíu en
sáu að sér á síðustu stundu. Nú
hlustar ungt kristið fók á Amy
Grant, Steve Taylor, Russ Taff, Tim
Miner, Sheilu Walsh ... og jafnvel
Styper.
Einhvers staðar las ég að væri
sál Debbyar Boone sett í kroppinn
á Ozzie Osbourne yrði útkoman
liðsmenn bárujárnsrokksveitar-
innar Strypers. Fljótt á litið á
myndum og myndböndum líta
fjórmenningarnir út eins og hverj-
ir aðrir heavy metalistar. Tónlist
þeirra er einnig — þegar hæst læt-
ur — keimlík því sem bandarískir
og jafnvel sumir breskir, þýskir og
franskir starfsbræður þeirra eru
að fást við. En þegar lagt er við
hlustir eru textar Strypers talsvert
annars eðlis en gengur og gerist í
bárujárnsrokki. Þar er ekki sungið
um vergjarnar konur, ofbeldi,
slark, karlrembu, lífið á hljóm-
leikaferðunum né annað sem
'bárujárnsrokkurum virðist al-
mennt vera efst í huga. Liðsmenn
Strypers lofa kærleika guðs í sín-
um textum og vara við hinum
vonda.
Nafnið Stryper er líkt og Manna-
korn sótt í Biblíuna. Nánar tiltekið
í 53. kafla og fimmta vers Jesaja-
bókar: „With His stripes we are
healed,“ segir þar eða samkvæmt
íslensku þýðingunni: „Fyrir hans
benjar urðum vér heilbrigðir."
Hljómsveitin ætti því að heita
Benjar uþp á íslenskan móð.
Fjórmenningarnir sem skipa
Stryper láta sér ekki nægja að
syngja texta sem vitna um kær-
leika Drottins. Þeir eru sannkristn-
ir piltar sem gleyma ekki að fara
með bænirnar sínar fyrir og eftir
tónleika: „Drottinn! Blessa þú
hljóðfæri mitt, útbúnað allan og
lát mig halda hinum rétta tóni í
kvöld," hefur People tímaritið eftir
Oz Fox gítarleikara. Milli laga
boða þeir áheyrendum sínum
fagnaðarerindið og í lok hljóm-
leika henda þeir tugum eintaka af
Nýja testamentinu út í þröngina
fyrir framan sviðið. Til saman-
burðar dreifðu liðsmenn báru-
járnssveitarinnar W.A.S.P. lengi
vel hráum kjötbitum til síns fólks í
tónleikalok!
Stryper hefur sent frá sér tvær
LP plötur í fullri lengd og eina til
viðbótar af styttri gerðinni. Sú
stutta, The Yellow And Black
Attack, kom út árið 1984. Henni
var þokkalega tekið og hefur hún
nú verið endurútgefin. Ári síðar
kom út breiðskífan Soldiers Under
Command. Fram að þeim tíma er
To Hell With The Deuil kom út
hafði Soldiers . . . selst í um 350
þúsund eintökum. Það verður að
teljast stórt upplag á kristilega
popp- og rokkmarkaðnum. Fáir
aðrir en Amy Grant geta státað af
meiri sölu. Það er kannski full
stórt upp í sig tekið að segja að To
Hell... hafi beinlínis slegið í
gegn. Að minnsta kosti er Stryper
ákaflega smá hljómsveit í sniðun-
um miðað við Mötley Crúe og
Quiet Riot svo að tvær bárujárns-
sveitir séu teknar af handahófi. En
eigi að síður hefur To Hell. . . ver-
ið á Billboard vinsældalistanum
mánuðum saman. Vinsældir
hennar hafa síðan gert það að
verkum að fyrri plöturnar seljast
einnig ágætlega.
To Hell With The Devil hljómar
mjög fagmannlega. Sér til fullting-
is við upptökustjórn fengu liðs-
menn Stryper gamlan ref, Steph-
an Galfas, sem hefur getið sér gott
orð með Jack Bruce, Meat Loaf,
John Waite og Southside Johnny
And The Jukes. Að mínu mati er
bárujárnstöktum hljómsveitarinn-
ar hampað full mikið. Kannski
vegna þess að í útliti og klæða-
burði minna fjórmenningarnir á
öllu ókristilegri sveitir sem eiga
það til að hampa ljótleikanum
fremur en fagnaðarerindinu. Best
tekst fjórmenningunum upp í
millihröðum lögum svo sem Call-
ing On You og Holding On. Hress-
ustu rokklög plötunnar, More
Than A Man og titillagið, hljóma
svosem þolanlega en rólegu lögin
tvö, Honestly og All Of Me, eru
veikustu hlekkirnir.
Þrátt fyrir að rokk Strypers sé
ekki alveg jafn gratt og menn vilja
vera láta fer hljómsveitin samt í
taugar ótrúlega margra kristinna
manna sem telja rokk einn hluta
ljótleikans sem eigi rætur sínar í
neðra. Mín skoðun er sú að fagnað-
arerindið megi alveg eins boða í
pönkhljómlist og bárujárnsrokki
rétt eins og væmnum kántríball-
öðum að hætti Nashvilleliðsins.
Eða hvað segir ekki í sálmi númer
150:
Lofið Guð ... með lúðurhljómi,
lofið hann með hörpu og gígju!
Lofið hann með bumbum og gleðidansi,
lofið hann með strengleik og hjarðpípum!
Lofið hann með hljómandi skálabumbum*,
lofið hann með hvellum skálabumbum!
Allt sem andardrátt hefir lofi Drottin!
Halelúja!
Stryper hefur hægt og sígandi
verið að vinna sér nafn utan
heimalands síns, Bandaríkjanna, á
undanförnum mánuðum. Heima
fyrir hefur hljómsveitin verið á
stöðugum hljómleikaferðum frá
stofnun árið 1983. Nú á hins vegar
að fylgja To Hell . . . eftir í Evrópu
næsta sumar. Þá eru góðir mögu-
leikar á því að Stryper staldri við
hér á landi. Hún ætti að verða au-
fúsugestur ekki síst vegna þess að
bárujárnsrokksveitir hafa ekki
beinlínis hópast hingað á undan-
förnum árum. Satt best að segja
man ég ekki eftir neinni síðan Led
Zeppelin lék hér 1970 og Deep
Purple ári síðar.
* Skálabumba = cymbal
KVIKMYNDAHUSIN
AIISTURBtJARRiíl
LOKAÐ VEGNA BREYTINGA
■Itniini
LITLA HRYLLINGSBÚÐIN
★★★
(Little Shop of Horrors)
Þetta er íslendingum að góðu kunnugt
eftir að Hitt leikhúsið setti upp sam-
nefnt leikrit, en myndin er ekki sfður vel
heppnuð.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
ALLT I HVELLI
(Touch and Go)
★★
Grínmynd með Michael Keaton.
Sýnd kl. 7, 9 og 11.
LEYNILÖGGUMÚSIN BASIL
★★★★
Teiknimynd.
Sýnd kl. 5.
LIÐÞJÁLFINN
(Heartbreak Ridge)
★
Clint Eastwood leikur liðþjálfa sem
þjálfar sérsveitir í bandaríska hernum.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
NJÖSNARINN
(Jumpin Jack Flash)
★★
Gamanmynd með stjörnunni úr Color
Purple, Whoopi Goldberg,
Sýnd kl. 5, 7 og 11.
FLUGAN
(The Fly)
★★
Galdrar og hrollur fyrir það sem þess er
virði. Bönnuð yngri en 16 ára.
Sýnd kl. 11.
PENINGALITURINN
(The Color of Money)
★★★
Paul Newman hlaut óskarinn fyrir leik
sinn í þessari mynd.
Sýnd kl. 9.
ÁBENDING
Enn eru ótrúlega góðar myndir í þíó
þrátt fyrir að franska kvikmyndavikan
sé búin. I Háskólabfó má sjá Marlee
Matlin, óskarsverðlaunahafa og f Bfó-
höllinni er annar slfkur á ferð, Raul New-
man ( Peningalitnum, auk þess
endursýnd ein besta mynd slðasta árs,
Hanna og systurnar eftir Woody Allen
í Regnboganum.
KRÖKÓDlLA DUNDEE
(Crocodile Dundee)
★★★
Léttgrín.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Ráðagóði róbótinn, Hundalff,
öskubuska og Hefðarkettir sýndar
kl. 3 um helgina.
BÍOHUSIÐ
VALDATAFL
(Power Power)
NÝ
Mynd eftir Sidney Lumet með nokkr-
um þekktum leikurum s.s. Richard
Gere, Julie Christie og Gene Hackman.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
GUÐ GAF MÉR EYRA
(Children of a Lesser God)
★★★
Marlee Matlin hlaut óskarinn fyrir leik
sinn f þessari mynd f hennar fyrsta hlut-
verki. i hófi væmin ástarsaga.
Sýnd kl. 5, 7.30 og 10.
LAUGARÁS
B I O
EINKARANNSÖKNIR
(Private Investigations)
★★
Framleiðandi Sigurjón Sighvatsson.
Faglega gerð en engin tilraun til ný-
sköpunar.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
EFTIRLÝSTUR LlFS EÐA LIÐINN
(Wanted Dead or Alive)
★★★
Hörku spennumynd.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
BANDARlSKA AÐFEROIN
(The American Way)
Um fljúgandi útvarpsstöð.
Sýnd kl. 7, 9 og 11.
FURÐUVERÖLD JÓA
(Making Contact)
★★
Ævintýramynd.
Sýnd kl. 5.
IREGNBOGIINN
HERBERGI MEÐ ÚTSÝNI
(Room With a View)
★★★★
Frábær mynd. Ekta bresk f klassa fyrir
sig.
Sýnd kl. 3, 5.30, 9 og 11.15.
TRÚBOÐSSTÖÐIN
(Mission)
★★★
Ein sú besta í bænum, frábær kvik-
myndataka og stórgóður leikur.
Sýnd kl. 5, 7.15 og 9.30.
hjartasAr
(Heartburn)
★★
Jack Nicholson og Meryl Streep, en ár-
angurinn lætur á sér standa.
Sýnd 5.05, 7.05, 9.05 og 11.15.
SKYTTURNAR
★★★
Metnaðarfull mynd og bara vel heppn-
uð að mörgu leyti.
Sýnd kl. 3.15, 5.15, 9.15 og 11.15.
FERRIS BUELLER
★★
Gamanmynd um skróp og Ferraribíl.
Sýnd kl. 3.05.
ÞEIR BESTU
(Top Gun)
★★★
Þjóðernisrembingur í algleymingi og
pfnu ást með.
Sýnd kl. 3.
HANNA OG SYSTURNAR
(Hannah and her Sisters)
★★★
Woody Allen mynd sem svíkur engan.
Þrefaldur óskar en Woody spilaði á
klarinettið sitt á meðan.
Sýnd kl. 7.15.
BlA BORG
(Blue City)
★★
Með Judd Nelson og Ally Sheedy.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
PEGGY SUE GIFTI SIG
(Peggy Sue Got Married)
★★★
Kathleen Turner fær aðsvif og hverfur
aftur (tímann, endurtekur Iffið sig?
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
STATTU MEÐ MÉR
(Stand by Me)
★★
Fjórir strákar að leita að líki.
Sýnd kl. 5, 7, 9og11.
LEIKIÐ TILSIGURS
(Best Shot)
Mynd með Gene Hackman þar sem
hann teikur mann sem kemur til smá-
bæjar til að þjálfa körfuboltalið er margt
fer öðruvísi...
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Fallega þvottahúsið mitt
Ný mánudagsmynd
Fjörug og skemmtileg mynd sem hefur
vlða hlotið góða aðsókn. Sýnd kl. 7.10
og 9.10.
★ ★ ★ ★ framúrskarandi
★ ★ ★ mjög góð
★ ★ miölungs
★ þolanleg
O mjög vond
MYNDBÖND
Ran. ★★★★
Til útleigu hjá m.a. Myndbanda-
leigu kuikmyndahúsanna.
Japönsk/frönsk. Árgerd 1985.
Leikstjórn: Akira Kurosawa.
Adalhlutuerk: Tatsuya Nakadai,
Akira Terao, Jinpachi Nezu,
Diasuke Ryu, Mieko Harada,
Yoshiko Miyazaki o.fl.
Þessi vægast sagt frjálslega út-
legging meistara Kurosawa á Lear
konungi Shakespeares er tví-
mælalaust í hópi þess eftirtektar-
verðasta er gefst að líta á hillum
myndbandaleiganna þessa dag-
ana. Og væri sannarlega vel ef for-
ráðaménn þeirra stofnana gerðu
meira af því að leita víðar og á
önnur mið en þau, er getið hafa af
sér þorra þeirra einskisverðu slor-
pródúktíóna er í allt of ríkum mæli
hafa einkennt úrval leiganna á
liðnum misserum.
Ran er einfaldlega ólýsanlega
stórbrotið listaverk og í þess orðs
fyllstu merkingu. Hún hefur allt
það til að bera er talist getur höf-
uðprýði allra velunninna kvik-
mynda: Hún er hvort tveggja í
senn ægifögur og hrikaleg aldar-
farslýsing á einhverju róstusam-
asta tímabili í sögu japönsku þjóð-
arinnar, sem og stórkostlega vel
stílfærð útfærsla á einhverju
mesta leikbókmenntaverki evr-
ópskrar menningararfleifðar. Úr
þessu tvennu hefur Kurosawa síð-
an ofið saman og spunnið upp eitt-
hvert stórfenglegasta sjónarspil er
gefist hefur að líta í kvikmynda-
heiminum á liðnum árum. Unn-
endur sannrar kvikmyndagerðar-
listar ættu undir engum kringum-
stæðum að láta þetta einstaka
listaverk framhjá sér fara.
(Sjá ennfremur grein um kvik-
myndina í næsta blaði.)
Ó.A.
HELGARPÓSTURINN 31