Helgarpósturinn - 15.04.1987, Page 35
INNLEND YFIRSYN
Draumur Steingríms
Hermannssonar um
„nýsköpun í atvinnulíf-
inu“ virðist hafa breyst í
martröð. Forsætisráðu-
neytið situr nú uppi með
Framkvæmdasjóð, sem
er lamaður af skuld-
bindingum við fyrirtæki
í erfiðleikum.
Nýsköpun eða einkabanki?
Fyrir réttum tveimur árum mælti Stein-
grímur Hermannsson, forsætisráðherra, fyr-
ir þremur frumvörpum á Alþingi, undir sam-
heitinu „Nýsköpun í atvinnulífinu". í blöðum
voru þær deilur sem risu í kjölfar þessara
frumvarpa hins vagar skilgreindar sem
ágreiningur um hvort leggja ætti niður
Framkuœmdastofnun eða ekki.
Frumvörpin fólu í sér að Framkvæmda-
stofnun var skipt niður í frumeiningar sínar,
Byggdastofnun og Framkvœmdasjóö fs-
lands. Að auki var gert ráð fyrir að stofnað
yrði Þróunarfélag íslands, sem yrði einhvers
konar aflvaki nýsköpunar í atvinnulífinu.
Veigamikil breyting í þessum frumvörpum
var sú að vald var fært frá Alþingi til for-
sætisráðuneytisins. Stjórn Framkvæmda-
stofnunar hafði verið kosin af Alþingi. Sam-
kvæmt frumvörpunum þremur féll það í hlut
forsætisráðherra að skipa stjórn Fram-
kvæmdasjóðs, að nokkru leyti eftir tilnefn-
ingu annarra aðila, og fulltrúa ríkisins í
stjórn Þróunarfélagsins. Alþingi skipaði síð-
an stjórn Byggðastofnunar.
Þrátt fyrir vissa andstöðu á þingi, náðu
þessi frumvörp fram að ganga. Andstaðan
mótaðist annars vegar af því að mönnum
fannst breytingin á eðli Framkvæmdastofn-
unar ganga of skammt. í raun fælist hún ekki
í öðru en að þrjár stofnanir sinntu hlutverki
einnar.
Hins vegar mótaðist andstaða þingmanna
af því að vald yfir tveimur af þessum stofnun-
um var fært frá Alþingi yfir til forsætisráð-
herra. Samkvæmt lögum gat hann tryggt sér
meirihluta í stjórnum þeirra stofnana. Þing-
menn töluðu um að Steingrímur Hermanns-
son væri að koma sér upp sínum einkabanka
í Framkvæmdasjóði og eins konar leikfangi
í Þróunarfélaginu.
Steingrímur Hermannsson skipaði þrjá
menn í stjórn Framkvæmdasjóðs. 1 henni
sitja nú Sigurgeir Jónsson, ráðuneytisstjóri
fjármálaráðuneytisins, Tómas Arnason,
seðlabankastjóri og Þórdur Friðjónsson, for-
stöðumaður Þjódhagsstofnunar.
Mikil læti urðu síðan þegar Steingrímur
fékk það í gegn að Gunnlaugur Sigmunds-
son var ráðinn framkvæmdastjóri Þróunar-
félagsins á vormánuðum 1986. Það varð
meðal annars til þess að Davíd Scheving Tor-
steinsson, fulltrúi lönaöarbankans í stjórn
félagsins, sagði sig úr stjórninni.
Gunnlaugur Sigmundsson er fyrrum sam-
starfsmaður Steingríms og góður og gegn
framsóknarmaður. Það sama má segja um
Tómas Árnason, fyrrverandi ráðherra
flokksins. Þórður Friðjónsson er síðan sonur
Friðjóns Þórðarsonar, fyrrverandi ráðherra
Framsóknar, og hefur hingað til átt frama
sinn undir Steingrími.
Samkvæmt frumvarpinu frá 1985 var ætl-
unin að gera Framkvæmdasjóð íslands að
eins konar yfirsjóði fjárfestingalánasjóða
atvinnuveganna. I lögunum er hlutverk hans
skilgreint þannig að honum sé ætlað að ann-
ast innan ramma þeirra og annarra laga
milligöngu um lántökur fyrir fjárfestinga-
lánasjóði og aðra sambærilega aðila. Til
þessara hluta er sjóðnum heimilt að taka er-
lend lán í eigin nafni og endurlána.
Hér var um eðlisbreytingu að ræða. Aður
hafði Framkvæmdasjóður lánað einstakling-
um og félögum jafnt sem fjárfestingalána-
sjóðunum, þó í minna mæli væri.
Nú tveimur árum eftir að þetta frumvarp
varð að lögum ber ekki jafn mikið á þessari
eðlisbreytingu og látið var í veðri vaka þegar
mælt var fyrir frumvarpinu.
Eins og fram hefur komið í Helgarpóstin-
um er Framkvæmdasjóður í miklum skuld-
bindingum vegna Álafoss, en hann á 98,5%
af hlutafé félagsins. Sjóðurinn jók skuldbind-
ingar sínar í fyrra er hann lánaði fyrirtækinu
120 milljónir króna. Það er nú ljóst að nægir
ekki til að bæta stöðu félagsins og sjóðurinn
mun þurfa að auka framlög sín til þess á
þessu ári.
Hvort sem Framkvæmdasjóður er eignar-
aðili að Álafossi eða ekki, má spyrja hvort
lagaheimildir séu fyrir lánveitingum sjóðsins
til fyrirtækisins. Sjóðnum er óheimilt að lána
nema innan ramma lánsfjáriaga eða annarra
laga. Lánveitingar sjóðsins til Álafoss var
ekki getið í lánsfjárlögum fyrir árið 1986 og
erfitt er að finna henni stoð í öðrum lögum.
eftir Gunnar Smára Egilsson
n
Helgarpósturinn greindi frá því fyrir
tveimur vikum að Framkvæmdasjóður hefði
haft milligöngu um erlent lán til Arnarflugs
vegna hlutafjáraukningar þess fyrirtækis.
Það lán nemur allt að 130 milljónum króna.
Forsaga þess máls er sú, að ráðherrar í rík-
isstjórninni með Steingrím Hermannsson í
broddi fylkingar, beittu sér fyrir því að
hindra gjaldþrot Arnarflugs síðastliðið vor.
Það var álit þeirra að íslendingar þyldu ekki
annað áfall á borð við gjaldþrot Hafskips á
flutningamörkuðum erlendis. Þessi stefna
endaði síðan með ósköpum. Tap Arnarflugs
á síðasta ári varð 120 milljónir króna. For-
svarsmenn Arnarflugs drógu því Steingrím
til ábyrgðar, en hann hafði milligöngu um
fjármögnun á frekari hlutafjáraukningu.
Framkvæmdasjóður hefur auk þessa lán-
að nokkrum öðrum fyrirtækjum beint á síð-
ustu árum. Þar á meðal má nefna 50 milljón
króna lán til Hótel Arkar í Hveragerði.
Á sama tíma hafa umsvif sjóðsins dregist
saman. Fjárfestingalánasjóðirnir hafa nú
byrjað að taka sjálfir erlend lán. Á síðasta ári
ráðstafaði sjóðurinn tæpum 3,2 milljörðum
króna. I ár er ráðgert að hann ráðstafi rúm-
um 660 milljónum króna. í þeirri upphæð er
ekki gert ráð fyrir lánum til einstakra fyrir-
tækja, eða framlagi til Álafoss.
Hinn hlutinn af „nýsköpun atvinnulífsins",
Þróunarfélagið, er minna i sniðum. Það er
ekki komin nægjanleg reynsla á það til að
meta árangur þess.
En af stöðu Framkvæmdasjóðs er ljóst að
„nýsköpun atvinnulífsins" hefur að stórum
hluta mistekist. Sjóðnum er eftir sem áður
beitt til þess að bjarga þeim fyrirtækjum sem
ráðamenn hans hafa áhuga á. Munurinn felst
í því að nú hefur Steingrímur Hermannsson,
forsætisráðherra, töglin og hagldirnar í
sjóðnum.
ERLEND YFIRSYN
Enn hefur ásannast, að af Bandaríkjanna
hálfu eru alvöruátökin þau, sem eiga sér stað
milli ráðuneytanna í Washington en ekki
gagnvart andstæðingum eða keppinautum á
alþjóðavettvangi. Nú sem stendur er tekist á
um afstöðuna til takmarkana á vígbúnaði og
fyrstu skrefa til afvopnunar. Þar eru þver-
girðingsmenn í landvarnaráðuneytinu ný-
búnir að vinna sigur á samkomulagssinnum
úr utanríkisráðuneytinu.
Þetta gerðist í undirbúningi undir ferð
George Shultz utanríkisráðherra til Moskvu
til fundar við sovéskan starfsbróður sinn,
Edouard Shevarnadse. Reagan forseti hafn-
aði tillögum Shultz og manna hans, um
bandarískt frumkvæði í ýmsum efnum, til að
þoka málum nær samkomulagi. Eins og fyrri
daginn reyndist forsetinn á bandi Caspars
Weinbergers landvarnaráðherra og manna
hans úr Pentagon.
I leiðinni komu Weinberger og lið hans því
í kring, að Bandaríkjaforseti slátraði sínum
eigin tillögum frá fundinum með Mikhail
Gorbatsjoff sovétleiðtoga í Reykjavík. Sam-
kvæmt frásögn R. Jeffrey Smith, fréttamanns
Washington Post, fól Reagan utanríkisráð-
herranum að tjá sovétmönnum, að hann sé
horfinn frá tilboðum sínum á fundinum í
Höfða um að fækka langdrægum kjarnorku-
skeytum um helming, og skuii fækkunin
hafa átt sér stað árið 1991, svo og að skuld-
binda Bandaríkin til að halda í tíu ár enn sátt-
málann um takmörkun á vörnum við kjarn-
orkueldflaugum.
Eftir fund Reagans með ráðgjöfum sínum
í síðustu viku undirritaði hann fyrirmæli um
að helmingsfækkun langdrægra kjarnorku-
skeyta geti í fyrsta lagi átt sér stað á sjö ára
tímabili eftir að samningur um það efni hef-
ur tekið gildi. Og í stað tíu ára frestunar á
framkvæmd geimvarnaáætlunar sinnar,
býður Bandaríkjaforseti nú að halda gildandi
hömlur á vígbúnaði í geimnum í fimm ár
enn.
Fréttamaður Washington Post hefur það
eftir háttsettum embættismönnum í Banda-
ríkjastjórn, að með þessum ákvörðunum
hafi Reagan útilokað samkomulag við sovét-
stjórnina um þessi efni meðan hann er við
Shultz utanríkisráðherra
fékk ekki fyrir Pentagon
að leita víðtæks sam-
komulags um vígbúnað-
arhömlur
eftir Magnús Torfa Ólafsson
Tillögurnar af fundinum í
lagðar á hilluna hver af annarri
völd. Ljóst sé að sovétmenn fallist ekki á nið-
urskurð á langdrægum kjarnorkuvopnum,
nema honum fylgi hömlur á þróun geim-
vopnabúnaðar til langframa.
Þar á ofan hafnaði Bandaríkjaforseti kippu
af tillögum utanríkisráðherra síns um frum-
kvæði af bandarískri hálfu á ýmsum sviðum
vígbúnaðartakmarkana. Þar tók hann í
hverju efni afstöðu með Weinberger land-
varnaráðherra og haukum hans.
Shultz hafði lagt til að sovétmönnum yrði
boðið upp á tvennskonar viðræður til að
draga úr tíðni tilrauna með kjarnorku-
sprengjur. Annars vegar yrði rætt um frekari
hömlur á tilraunasprengingum en nú gilda,
hins vegar um nýjar aðferðir til að ganga úr
skugga um að ríkjandi takmarkanir og hugs-
anlegt tiiraunabann verði ekki brotin með
leynd. Reagan og Weinberger vilja ekki ljá
máls á neinu sem gefur undir fótinn tillögu
sovétstjórnarinnar um stöðvun tilrauna með
kjarnorkusprengjur.
Shultz lagði til að ekki yrði hörfað um
helming frá tilboðinu í Reykjavík um að
segja ekki upp í tiltekinn tíma samningnum
um hömlur á eldflaugavörnum, úr tíu árum
í fimm. Þess í stað vildi hann bjóða að halda
fast við sáttmálann í átta og hálft ár. Því hafn-
aði Reagan.
1 togstreitunni milli ráðuneyta Bandaríkja-
stjórnar er svo gleymd og grafin sú tillaga frá
fundinum í Höfða, sem er verk Ronalds
Reagans sjálfs en ekki ráðunauta hans. Hún
var sú, að útrýmt skyldi með öllu eldflaugum
sem bera kjarnorkuvopn á árinu 1996. Ekki
fer dult að herstjórnir Bandaríkjanna og
NATÓ hrósa happi yfir að Gorbatsjoff skyldi
ekki taka viðmælanda sinn á orðinu, heldur
halda fast við að takmarkanir á geimvarna-
áætlun hans yrðu að fylgja með í kaupunum.
Mál málanna fyrir Reagan er enn sem fyrr
geimvarnaáætlunin. Þó veit enginn enn með
neinni vissu, hvort stjörnustríð af því tagi er
framkvæmanlegt, né hvort vit er í að verja of
fjár til að koma upp geimvopnum sem and-
stæðingur kann að geta gert óvirk með til-
tölulega litlum tilkostnaði.
Paul H. Nitze, ráðunautur utanríkisráðu-
neytisins um vígbúnaðartakmarkanir, hefur
frá upphafi lagt mikla áherslu á þessi atriði,
en fengið litla áheyrn í Hvíta húsinu. Þar er
fyrst og fremst hiustað á Weinberger og að-
stoðarráðherra hans, Richard Perle, sem er í
grundvallaratriðum andvígur öllum samn-
ingsbundnum hömlum á vígbúnað og
vopnabúnað Bandaríkjanna.
Nú síðast hefur Nitze haldið því fram, að
vert sé að ræða við sovétmenn, hver atriði
rannsókna og tilrauna í þágu geimvarna-
áætlunarinnar þeir telji geta samræmst nú-
gildandi samningi um hömlur á vörnum við
eldflaugum. Þessi sjónarmið hafa ekki náð
fram að ganga, og enn sem fyrr er það Perle
sem er dragbíturinn. Hann segist vilja bíða
eftir formlegum tillögum sovétmanna um
þetta efni, og þar að auki væri eftirlit með
framkvæmd tilraunatakmarkana ófram-
kvæmanlegt.
Craig R. Whitney, fréttamaður New York
Times, lýkur frásögn sinni af deilunum í
Bandaríkjastjórn um erindisbréf Shultz í
heimsókninni til Moskvu á þessa leið: „Fyrir
skömmu var þessari spurningu beint til hátt-
setts embættismanns í ríkisstjórninni: „Vilj-
um við komast að samkomulagi?" Og hann
svaraði: „Það fer eftir því, hverjir „við" er-
um.““
Af ræðu sem Reagan hélt á föstudag er
ljóst, að hann gerir sér í hugarlund, að hægt
sé að fá Gorbatsjoff til Bandaríkjanna á fund
æðstu manna án þess að fyrir liggi sam-
komulag um annað en meðaldræg og lang-
dræg kjarnorkuskeyti í Evrópu. Enn skýrar
kom þetta fram hjá Howard Baker, starfs-
mannastjóra Hvíta hússins, sem sagði í fyrra-
dag, að sér kæmi ekki á óvart, ef efnt yrði til
fundar æðstu manna í kjölfar viðræðna
Shultz og Shevarnadse.
Sovétstjórnin hefur fallist á uppástungu
Bandaríkjastjórnar um brottflutning allra
meðaldrægra kjarnorkuskeyta frá Evrópu.
Þá komu upp hjá stjórnum sumra Vestur-
Evrópuríkja áhyggjur af yfirburðum Sovét-
manna í fjölda skammdrægra skeyta, þeirra
sem draga 500 til 1000 kílómetra. Banda-
ríska landvarnaráðuneytið tók þessum mót-
bárum fegins hendi, og hóf áróður fyrir
breytingu meðaldrægra Pershing-2 eldflauga
í skammdrægar. Sú ráðabreytni af hálfu vest-
urveldanna hefði auðvitað ónýtt allar sam-
komulagshorfur.
í heimsókn til Tékkóslóvakíu gerði
Gorbatsjoff uppástungu um að málið yrði
leyst með því móti, að viðræður um meðal-
dræg og langdræg kjarnorkuskeyti í Evrópu
fari fram samhliða, svo unnt sé að stefna
samtímis að viðunandi jafnvægi fyrir báða
aðila í báðum vopnaflokkum. Þessi atriði eru
efst á baugi í viðræðum utanríkisráðherrcinna
í Moskvu.
HELGARPÓSTURINN 35