Helgarpósturinn - 20.08.1987, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 20.08.1987, Blaðsíða 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Halldór Halldórsson Helgi Már Arthursson Ritstjórnarfulltrúar: Egill Helgason Sigmundur Ernir Rúnarsson Blaðamenn: Anna Kristine Magnúsdóttir, Friðrik Þór Guðmundsson, Garðar Sverrisson, Gunnar Smári Egilsson, Jónína Leósdóttir, Kristján Kristjánsson, Sigríður H, Gunnarsdóttir Ljósmyndir: Jim Smart Utlit: Jón Óskar Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Skrifstofustjóri: Garðar Jensson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Auglýsingar: Bergþóra Sigurbjörnsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir Dreifing: Garðar Jensson Guðrún Geirsdóttir Afgreiðsla: Bryndís Hilmarsdóttir Sendingar: Ástriöur Helga Jónsdóttir Ritstjórn og auglýsingar eru i Ármúla 36, Reykjavik, sími 68-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa eru í Ármúla 36, sími 68-15-11 Útgefandi: Goðgá h/f. Setning og umbrot: Leturval s/f. Prentun: Blaðaprent h/f. LEIÐARI Gagn, eigi Hérlendis eiga sér nú staö veigamiklar breytingar í fréttamennsku. Mikilli prent- svertu hefur veriö eytt í tal um poppstöðv- arnar á öldum Ijósvakans. Minna hefur ver- ið rætt um stórog alvarleg skref, sem stig- in hafa verið í fréttaflutningi. Hið „frjálsa og óháða" dagblað DV hefur riðið á vaðið í fréttaflutningi, sem tíðkast meðal ómerkilegra dagblaða úti í hinum stóra heimi og koma þá einkum í hugann gula pressan á Englandi og blað eins og „The National Enquirer" í Bandaríkjunum. Þannig fór DV mjög ósmekklega að ráði sínu í eyðnifréttum og ógæfufréttum þeim tengdum í vetur, sem endaði með því að ung og örvæntingarfull kona varð að hálf- gerðum leiksoppi blaðsins. Þá hefur sama blað af ótrúlegri sam- kvæmni haldið uppi málstað meints saka- manns í stærsta gjaldþrotamáli íslenska lýðveldisins. Og nú síðast steig blaðið skrefið til fulls með því að birta opnuviðtal við meintan kynferðisafbrotamann og -konu. Rétt er að taka fram, að það er ekkert nýtt að blöð eigi viðtöl við meinta saka- menn. Hins vegar hlýtur sómakær frétta- miðill að draga línu og gera upp við sig ógagn hver sé ábyrgð blaðsins og hvaða tilgangi það þjóni að birta viðtal af þessu tagi. Kynferðisafbrot eru mjög alvarleg. Þau eru jafnframt mjög viðkvæmt umfjöllunar- efni, því þau eru þess eðlis, að þeim verður ekki jafnað við neins konar önnur afbrot — ekki einu sinni morð. Viðkomandi fjölmiðill verður að gera sér grein fyrir því, að með þessum fréttaflutn- ingi er verið að draga fram í sviðsljósið fleiri en þá, sem eru sakaðir. Það er jafn- framt verið að draga fram í dagsljósið fórn- arlömbin, börn, sem á að vernda en ekki berskjalda. Þegar blöð segja frá barnaverndarmál- um ber að fara um þau varfærnum hönd- um og fréttamenn verða að gæta þess sér- staklega, að þeir, sem fjalla um slík mál, eru bundnir strangri þagnarskyldu. Þessi þagnarskylda gerir það oft að verkum, að fjölmiðlum er ekki kleift að greina frá öllum málavöxtum og einmitt þessi staðreynd veldur því, að oftar en ekki er dregin upp röng eða misvísandi mynd af starfi barna- verndarnefnda og málsatvikum. Sú fréttamennska sem hefur verið stunduð vegna Svefneyjamálsins er e.t.v. það, sem einhverjir hafa viljað kalla harða fréttamennsku. En hún er það bara ekki. Hún er í hæsta máta vafasöm. Blöð eiga ekki að verða að varnar- og sóknarvett- vangi aðila í jafnviðkvæmum málum. DV gerði rangt með þessari viðtalsbirt- ingu. En ekki batnaði málið, þegar fréttastofa Ríkissjónvarpsins tók upp þráðinn og setti á svið eins konar dómstól alþýðunnar með því að ræða við aðstandendur þeirra barna, sem eiga að hafa verið fórnarlömb viðmælenda DV. Hluttekning fréttamannsins virtist botn- laus, þegar mæðurnar „fluttu mál sitt" í sjónvarpinu og fóru slíkum fúkyrðum um ódæmdan manninn með nafni, að engu líkara var en að búið væri að dæma hann — og það í þessu sjónvarpsviðtali, þar sem allar konurnar sneru baki í myndavél- ina. Kynferðisafbrot kalla á tilfinninga- þrungin viðbrögð aðstandenda fórnar- lambanna. Fjölmiðlar eiga ekki að hella olíu á eldinn með því að færa málflutning- inn út fyrir húsakynni lögreglu og dóm- stóla. Blöð eiga að gera gagn, eigi ógagn. 0 BRÍF TIL RITSTJÖRNAR Tvær ábendingar til óðamála alþingismanns Guðmundur G. Þórarinsson þing- maður og verkfræðingur blæs nokkuð úr nös í yfirheyrslu HP í síð- ustu viku. Honum er mikið niðri fyr- ir vegna málarekstrar síns gegn rit- stjórn Þjóðviljans og sést ekki fyrir heldur heggur ótt og títt í knérunn íslenskra blaðamanna. Enda mikið í húfi: samkvæmt fyrirsögninni á hann allt sitt undir iýðhylli og þá er eins gott að blaðamenn viti hvernig þeim ber að haga sér. í látunum innleiðir Guðmundur nýja aðferð í pólitískri umræðu hér á landi. Þessi aðferð er fengin að láni úr öðrum deildum mannlífsins og kennd við Gróu. Formúlan er á þá leið að fara með verstu brigsl og skammir um þann sem maður á eitt- hvað sökótt við og klykkja svo út með því að firra sig allri ábyrgð. „Ólyginn sagði mér en hafðu mig ekki fyrir því, gæskan." Reyndar þarf Guðmundur ekki að sækja fyrirmynd sína aftur í óljósa fortíð íslensks rógburðar. Dæmin eru mun nærtækari í tímanum. Kannski hefur Guðmundur hlustað yfir sig á fréttatíma Stjörnunnar en þar blómstrar „fréttamennska" í þeim anda sem hann vill innleiða. LAIISNIR Á SKÁKÞRAUTUM 67 Rasmussen Upphafsstaðan býr yfir tveimur snotrum mátum: 1 - Kf6 2 Dg7 og 1 - Kd4 2 Dc3. En þá þarf að búa sig undir riddaraleik svarts: 1 b8R! og mátar í næsta leik með Rd7 eða Rc6, eftir því hvernig svartur svarar. 68 Kolodnas Svarti kóngurinn virðist frjáls og hress á miðju borði. En möskvar mátnetsins eru þéttari en í fljótu bragði virðist. Lykilleikurinn er óvæntur: 1 Ral! Kd4 2 Rc2+ Kc5 3 d4 mát Ke4 3 d3 mát. Bæði mátin eru falleg módelmát. Góð orð duga skammt. Gott fordæmi skiptir mestu máli Guðmundur segir á einum stað í yfirheyrslunni að svo gæti farið að hann „noti dálítið tímann á þinginu til þess að höggva dálítið að blaða- mönnum, ef þeir vinna áfram eins ónákvæmlega og þeir hafa gert". Það er sannarlega lítið tilhlökkunar- efni ef Guðmundur ætlar að skipa sér undir merki Eiríks Jónssonar fréttastjóra Stjörnunnar til frambúð- ar. Og ég held ekki að það verði póli- tískri umræðu, hvað þá íslenskri fjölmiðlun, til mikils framdráttar. En í þeirri von og trú að Guð- mundur ætli sér að nota lýðhyllina sem fleytti lionum inn á þing í vor til góðra verka ætla ég að gauka að honum tveimur verðugum verkefn- um. Bæði eru þau þess eðlis að geta orðið íslenskri fjölmiðlun og um- ræðu til mikils vegsauka ef vel er að þeim staðið. Og þá gæti verið að lýð- hylli Guðmundar yrði engu minni í næstu kosningum. í það minnsta ykjust vinsældir hans meðal blaða- manna til muna. Og veitir ekki af. MENNTUNARLEYSI BLAÐAMANNA í tilvitnaðri klausu í yfirheyrslunni nefnir Guðmundur þá staðreynd að enga menntun þurfi til að verða blaðamaður á íslandi. Þetta er að því leyti rétt að hér á landi er ekki boðið upp á menntun og starfsþjálf- un fyrir blaðamenn. Blaðamennska er þannig fag að það verður ekki svo auðveldlega numið í erlendum skólum. Helsta atvinnutækið er nefnilega íslensk tunga og starfs- vettvangurinn íslenskt samfélag. Útgeféndur hafa því ekki getað gert slíka menntun að skilyrði fyrir ráðningu. Það er hins vegar alrangt að ís- lenskir blaðamenn séu upp til hópa ómenntaðir og illa að sér. Útgefend- ur hafa farið inn á þá braut í auknum mæli að krefjast háskólamenntunar þegar blaðamenn eru ráðnir til starfa. Sumir halda því fram að þetta sé betra en að kenna blaðamennsku í þartilgerðum skóla því með þessu móti sé það tryggt að blaðamenn hafi fjölbreyttan bakgrunn og komi víða að. Blaðamannaskóli bjóði heim hættu á einhæfni þar sem allir verði steyptir í sama mót. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að íslenskur blaðamannaskóli myndi auka veg íslenskrar fjölmiðl- unar og íslenskrar blaðamanna- stéttar. Reynsla annarra þjóða hefur sýnt að tilkoma slíkra skóla hefur góð áhrif. Fyrir margt löngu átti ég sæti í nefnd sem skipuð var að frumkvæði Benedikts Gröndal og hafði það hlutverk að gera tillögur um mennt- un í blaðamennsku. Þessi nefnd vann upp ítarlegar tillögur sem í stuttu máli gengu út á það að tekin yrði upp kennsla til BA-prófs í blaða- mennsku í tengslum við félagsvís- indadeild Háskóla íslands. Þessar tillögur voru lagðar á borð Vilhjálms Hjálmarssonar, flokks- bróður Guðmundar, sem stakk þeim upp í hillu og hefur ekki til þeirra spurst síðan. Kennarar við félagsvís- indadeld HÍ hafa hins vegar að eigin frumkvæði haldið uppi nokkurri kennslu í félagsfræði fjölmiðla og á siðasta ári var komið upp vísi að raunverulegri blaðamennsku- menntun á vegum deildarinnar. Þarna væri kjörið tækifæri fyrir Guðmund G. Þórarinsson að leggja sitt af mörkum til bættrar menntun- ar blaðamanna og eflingar íslenskr- ar fjölmiðlunar. UPPLÝSINGASKYLDA STJÓRNVALDA Hitt verkefnið sem verðugt væri fyrir Guðmund að beita sér fyrir snertir upplýsingaskyldu stjórn- valda. Um það eru engin lög gild- andi og geta því embættismenn hagað sér að vild, þagað yfir upplýs- ingum sem varða almannaheill ef þeim sýnist svo. íslenskir blaða- menn hafa engan rétt til að standa á þegar þeir leitast við að koma upp- lýsingum um stjórnsýsluna til al- mennings. En það á jú að vera helsta hlutverk fjölmiðlanna. Og í öllum þeim löndum sem við kjósum að þera okkur saman við gilda skýrar reglur um upplýsingaskyldu stjórn- valda, þótt víða, t.d. í Bandaríkjun- um og Bretlandi, hafi verið deilt um það hvaða upplýsingar skuli vera aðgengilegar og hverjar fara leynt. Einhvern tima á síðasta áratug var lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga um upplýsingaskyldu stjórnvalda. Þar stóð í fyrstu grein eitthvað á þá leið að í grundvallaratriðum ættu fjölmiðlar og almenningur rétt á upplýsingum um allt sem embættis- menn og stjórnvöld aðhafast. Svo komu hartnær tuttugu undantekn- ingarákvæði frá meginreglunni og niðurstaðan var sú að almenningur og fjölmiðlar ættu ekkert með að hnýsast í eitt né neitt sem menn væru að sýsla með á opinberum kontórum. Alþingismenn — margir hverjir með fortíð sem blaðamenn — voru nægilega skynugir til að sjá að þetta var ekki nógu sniðugt svo þeir svæfðu frumvarpið. Síðan hefur ekkert verið gert á Alþingi til að auðvelda almenningi og fjölmiðlum aðgang að upplýsing- um um athafnir stjórnvalda. *Óprúttnir embættismenn og stjórn- málamenn geta því sem hægast neitað að veita upplýsingar um mikilsverð mál sem varða almenn- ing miklu. Og blaðamenn hafa enga heimtingu á að fá upplýsingar um eitt eða neitt. Að því leyti eru fslend- ingar enn á menningarstigi einveld- isins. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það hversu erfitt þetta gerir blaðamönnum fyrir í sínu starfi. Því miður hefur þetta á stund- um leitt blaðamenn út í þá freistni að beita aðferðum Gróu og skálda í þær eyður sem upplýsingaskortur- inn skilur eftir. Það er því von mín að þegar Guð- mundur verður búinn að hreinsa hugann af málarekstrinum gegn Þjóðviljanum snúi hann sér tvíefld- ur að því að bæta starfsskilyrði ís- lenskra blaðamanna. Með því móti vinnur hann tvennt: betri fjölmiðl- un og minnkandi líkur á því að hann þurfi að standa í málaferlum og skít- kasti við íslenska blaðamannastétt í framtíðinni. Þröstur Haraldsson blaðamaður Af Einari og Listasafni Islands Smáathugasemd í sambandi við litla frétt, eða orðróm, sem birtist á baksíðu síðasta tölublaðs Helgar- póstsins. Þar var sagt frá væntanlegum um- sækjendum um stöðu forstöðu- manns Listasafns íslands og einnig að myndlistarmenn stæðu á bak við og styddu Einar Hákonarson í að hljóta þessa stöðu. Þar gaf að skilja að allir myndlistarmenn væru á einu máli. Eftir að hafa rætt við fjölda fólks úr þessari listgrein leyfi ég mér að fullyrða að svo sé ekki. Þó einhverjir undirskriftalista hafi verið látnir ganga þarf það ekki að sanna neitt. Einnig var talað um að myndlist- armenn vildu gjarna fá einn úr sín- um röðum í starfið. Þarna vil ég einnig staldra við. Um þetta hefur dálítið verið rætt og ekki allir á einu máli, eins og gefur að skilja þar sem um svo mikilvægt málefni er að ræða fyrir íslenska myndlist. Það er nefnilega álit sumra að mikið sé um flokkadrætti í þessari stétt (ef stétt skyldi kalla) og mikil samkeppni þannig að oft vilji gæta dálítillar þröngsýni hjá einstökum listamönn- um. Viss þröngsýni getur í sumum tilfellum verið kostur þegar unnið er að eigin listsköpun, hjálpað til að skýra línur eigin hugsunar og starf- semi, en það er hinsvegar mikið vafamál að það sé til bóta þegar við- komandi er í þeirri aðstöðu að velja dæmigert sýnishorn (og helst það íegursta og veigamesta) úr verkum samtímans, þannig að gott yfirlit fá- ist yfir allar hræringar íslenskrar myndlistarþróunar. Listfræðingarn- ir ættu, þó að það sé heldur ekki víst, að vera í meiri fjarlægð frá hin- um kraumandi pottum, en ekki ofan í þeim eins og listamennirnir sjálfir. Einnig ættu þeir að vera í það mikilli fjarlægð frá listamönnum sjálfum að ákvarðanir þeirra einkenndust ekki um of af persónulegri greiða- semi. Persónulega þætti mér sá kostur ekki verstur að fá erlendan listfræðing, eða einhvern sem hefur reynslu af rekstri sýningarsala, til að taka við starfinu, mann eða konu sem sér hlutina í hlutleysi fjarlægð- arinnar. Kristinn Guðbrandur Harðarson „Hóf er bezt, — hafðu á öllu máta“ Fimmtudaginn 13. ágúst birtir Helgarpósturinn viðtal við einn af eigendum hótels Valhallar, en gisti- hús þetta er í nágrenni Þingvalla við Öxará, eins og mörgum mun kunn- ugt. Gjöra verður ráð fyrir því, að blaðamaður hafi það rétt eftir við- mælanda sínum, er þarna kemur fram. Viðmælandi hleður harðyrðum að höfði Þingvallanefndar. Skulu skeyti hans í þann garð ekki tíunduð hér, enda líklegt, að Þingvallanefnd- armenn séu einfærir um að svara fyrir sig, ef þeim virðist ástæða til. í tilefni af öðrum ummælum, er fram koma í viðtalinu, þykir hins vegar rétt að benda á eftirfarandi: I þeim „Drögum að skipulagi" þjóðgarðsins og umhverfis hans, sem nú hafa verið afhent fjölmiðl- um, segir meðal annars um tjaldbúa innan þjóðgarðsins sumarið 1986: „Tjaldsvæðin voru opin frá 2. júní til 29. ágúst eða í 89 daga. Samtals dvöldu þennan tíma á tjaldsvæðum þjóðgarðsins 18.367 gestir. Tjöld voru 6.189 samtals. Erlendir gestir á tjaldsvæðum voru aðeins 800 eða tæp 4,5% af heildargestafjölda á tjaldsvæðunum." 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.