Helgarpósturinn - 20.08.1987, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 20.08.1987, Blaðsíða 15
og hvernig á að bera sig að við að beygja sig niður eftir hlutum." VIGDÍS FORSETI TIL FYRIRMYNDAR Unnur segist telja hina miklu ásókn í námskeiðin stafa at því að fólk gerir sér grein fyrir því að Is- land er ekki lengur aðeins lítii, ein- angruð eyja úti í hafi: ,,Það eru margar ferðir á dag til og frá Islandi út í hinn stóra heim. íslendingar ferðast víða og viö höfum vakið at- hygli fyrir fágaða framkomu. Við höfum staðið okkur svo vel á ýms- um sviðum að eftir okkur er tekið hvar sem við förum. Við höfum staðið okkur vel í sambandi við heimsóknir embættismanna og kóngafólks hingað til lands og við eigum frábæran forseta sem allir líta- upp til í sambandi við framkomu, kiæöaburð og málfar. Hún er ekki aðeins leiðtogi okkar í þjóðmálum heldur er hún einnig leiðtogi allra kvenna í framkomu. Hún er til fyrir- myndar og þetta ætti hver einasti þjóðfélagsþegn að hafa að leiðar- Ijósi. Það er ekki spurning um auð- æfi sem ákveður hvernig fólk getur verið vel klætt, það er spurning um að kunna að klæða sig rétt. Aðeins það að hugsa um að raða saman réttum litum, vita að maður ber sig vel, það skapar hverjum og einum innra öryggi og lætur honum líða vel. Skólinn minn byggist því fyrst og fremst á því að veita fólki stuðn- ing, punkta til að hafa að veganesti." „ÞETTA REDDAST!" Þrátt fyrir að Unnur hefur þjálfað sýningarfólk í yfir tuttugu ár segist hún vera óánægð með einn þátt í fari þess: ,,Ég hef oft fengið að heyra — og finnst sjálfri það sama — að hjá sýningarfólki á íslandi og sýningar- fólki úti í hinum stóra heimi beri ekkert á milli. Þessu held ég að allir geti verið sammála því á Islandi eig- um við úrval af góðu sýningarfólki. Það sem mér finnst helst vanta hér er að fólk geri nógu miklar kröfur til sjálfs sín. Þetta almenna viðhorf „þetta reddast" er alltof algengt hér á landi. Ef sýningarfólk fitnar þá hugsar það með sér: „Þetta reddast. Ég fer bara í megrun áður en kemur að næstu sýningu." Hins vegar verð- ur alltaf að hafa í huga að hér á landi er fólk við sýningarstörf í auka- vinnu. Þetta fólk vinnur yfirleitt fulla vinnu annars staðar eða er við nám en engu að síður eru gerðar sömu kröfur til þess og við gerum til atvinnufyrirsæta. Það þýðir ekki að hugsa sem svo að einhver hafi verið í prófum allan daginn og geti því ekki komið fram á sviði brosandi um kvöldið. Sýningarfólk á íslandi verður að gjöra svo vel að láta eins og það sé alltaf úthvílt og til í slag- inn.“ Hún leggur áherslu á að hennar mat sé að allir hafi gott af leiðbein- ingum: „Þótt sýningarfólk sé meira í sviðsljósinu en aðrir verðum við að hafa í huga að það eru allir í sviðs- ljósi, hver á sinn hátt. Á vinnustöð- um er ekki nóg að skrifstofur séu búnar fallegum skrifstofuhúsgögn- um og nýtísku tölvubúnaði, það er alltaf manneskjan sjálf sem mestu máli skiptir. Hver og einn verður að hugsa um sig sem fallega rós innan um húsbúnaðinn, ekki eins og fall- inn túlípana." ÓSKADRAUMURINN Skömmu áður en okkur bar að garði hafði Unni borist bréf frá tileen Ford, eiganda Ford-Models í New York. Með bréfinu fylgdi glæsi- legur litprentaður bæklingur yfir „Super-models 1987“, bestu fyrir- sæturnar í alþjóðlegri keppni sem Ford Models stóð fyrir. Ein af bestu sýningarstúlkunum var valin Andrea Brabin, stúlka sem hafði verið sýningarstúlka hjá Módelsam- tökunum. Unnur sagðist að vonum afar ánægð með þann árangur sem Andrea hefur náð í Bandaríkjunum því samkeppnin væri gífurleg vest- an hafs. Hvort hún ætti sér einhvern óskadraum á tuttugu ára afmæli Módelsamtakanna svaraði hún að bragði: „Já ég á mér þann óska- draum að áður en ég hætti verði Módelsamtökin orðin miðlun fyrir atvinnufyrirsætur. Ég hef þá trú að það komi að því að fyrirsætustörf á Islandi verði það eftirsótt og vel launuð að við getum rekið hér fyrir- sætuskrifstofu á sama hátt og gert er erlendis." EFTIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON MYNDIR JIM SMART Blum ótvíræða sönnun þess hvað gerðist ef menn létu rúnirnar taka fyrir sig ákvarðanirnar. Þá myndu menn lenda í þjáningum og nauð- ung og ófrelsi sem væri bein afleið- ing af því að nota sér ekki rúnirnar eins og ætti að nota þær, þ.e. sem einskonar véfrétt, heldur sem eitt- hvert algilt svar. Geturdu lýst hvernig madur fer ad því ad nota sér rúnir? „Þú þarft að byrja á að spyrja sjálf- an þig spurningar sem er að vefjast fyrir þér. Það getur verið í sambandi við einhvern einstakling, vinnuna eða hvaö sem er. Síðan dregurðu rún úr pokanum og lest þér til um hvað hún merkir. Oftast er nóg að nota eina rún, en ef spurningin er erfið og margslungin þá þarftu að nota þrjár. Sú fyrsta veitir þér þá al- menna yfirsýn, önnur skýrir vanda- málið og sú þriðja bendir á leiö til eftirbreytni." Ad lokum, hvaö ertu ad gera hér á laridi? „Ég verð hér á hinu svokallaða Snæfellsássmóti og einnig mun ég flytja fyrirlestur í Þrídrangi, Tryggvagötu 18, á föstudaginn og á laugardaginn verð ég með „work- shop" í Hlaðvarpanum, þar sem ég mun kenna fólki að ráða í rúnirnar." HP ákvað að leggja nokkrar spurningar fyrir rúnirnar og eftir nokkra umhugsun urðu þessar fjór- ar fyrir valinu, Hvernig verður með bjórinn? Hvað eigum við að gera í hvalamálinu? Hvernig verður fram- tíðin í húsnæðismálum ungs fólks? Eiga trúarhópar eins og þeir umtöl- uðu íslensku hópar rétt á sér? Hvernig veröur meö bjórinn? Við þessari spurningu fengum við upp rún nr. 13. Þetta er rún sem stendur fyrir uppskeru og Blum túlkaði hana á þann hátt að þegar væri búið að setja niður útsæðið. Hinsvegar væri ekki hægt að búast við uppskeru innan skamms tima. Hann sagði einnig, i óeiginlegri merkingu, að einhverjir menn þyrftu að deyja og þegar það sem plantað var hefur náð fullum þroska mun það brjótast fram. Hvaö eigum viö aö gera í hvala- málinu? Við þessari spurningu fengum við rún nr. 7, sem er rún þjáningar, nauðungar og vöntunar. Þetta er erfiðasta rúnin eftir því sem Blum segir og hún tekur til þess þegar eitt- hvað er lokað, kemst ekki lengra. Þessi lokun verður að verða mönn- um kennari. Menn verða að halda aftur af sér vegna takmarka sem þeir hafa sjálfir skapaö sér. Hval- veiðarnar hafa ekki lengur viö- skiptalegt gildi heldur siðferðislegt eftir því sem rúnin segir. Hvernig veröur framtíöin í hús- nœöismálum ungs fólks? Hér fengum við rún nr. 7, en að þessu sinni kom hún upp öfug. Eftir því sem Blum túlkaði svarið verður unga kynslóðin að hjálpa sér sjálf í þessum efnum. Hinar eldri munu ekki gera það. Unga fólkið verður að sætta sig við að búa í minna hús- næði og deila plássi með öðrum, en í staðinn verður það þeirra eigið. Þetta vandamál kallar á skapandi hugsun af hálfu ungu kynslóðar- innar. Eiga trúarhópar eins og þessir umtöluöu islensku hópar rétt á sér? Hér fengum við upp rún no. 12. Þessi rún merkir gleði og ljós en þar sem hún kom upp öfug merkir hún að þessi gleði og þetta ljós fái ekki að streyma fram eins og ætti að vera. Blum túlkaði þetta sem svo að framundan væru tímar átaka og allt væri óljóst. Krafist væri skynsemi og kærleika. Ljós og skuggi hafa blandast saman og það stöðvar gró- andann. Hér væri um próf að ræða, hvort við værum raunverulega að fylgja í fótspor Krists, eða hvort stefnan væri sú að splundrast í litla hópa sem ættu í stríði innbyrðis. Það sem væri sannleikur fyrir krist- indómnum væri lækning og heil- lyndi, sundrung væri ekki leið til Krists. Ralph Blum hefur selt yfir hálfa milljón eintaka af bók sinni um rúnirnar og merkingu þeirra. Hér með eina af hinum fornu norrænu rúnum. Eftir þann tíma ákvað ég aö skriía um þær bók og það er semsagt þessi bók sem heitir Bókin um rúnir (Book of Runes). Og til hvers brúkar maöur þessar rúnir? „Þær eru eiginlega aðferð til betri breytni og til að tala við sjálfan sig. Þær eru einskonar véfrétt, fyrsta heimavéfréttin ef svo má segja. Það er enginn kraftur í þeim samt, kraft- urinn er alltaf í manninum sjálfum, en þær veita þér aðgang að eigin krafti og þær eiga að geta ráðlagt þér, hvenær sem er og við hvaða kringumstæður sem er, hvernig hægt er að bregðast við ákveðinni spurningu eða aðstæðum." Er þetta þá svipuö notkun og var í fornöld? „Já, það má segja það. Á víkinga- tímum voru þessar rúnir meginregl- ur hins daglega lífs og 16 þeirra, þær eru alls 24, er lýst í Hávamálum sem slíkum. Það sem býr að baki er hug- myndin um hinn andlega hermann sem er tilbúinn að takast á við það að vera einn og tala við sjálfan sig og taka ákvarðanir. Það má því segja, kannski í gamni, að þetta sé einskonar anti-geðlækna-herferð." En er ekki hœtta á aö fólk fari aö treysta um of á rúnirnar og eftirláti þeim aö taka ákvaröanir? „Kannski og kannski ekki. En rúnirnar geta aldrei tekið ákvarðan- ir fyrir mann. Þær geta aðeins ráð- lagt manni og vísað veginn. Ákvörðunin sem endanlega er tekin verður alltaf að koma frá manni sjálfum. Viö getum líka spurt rúnirn- ar um það hvað gerist ef maður læt- ur þær einar um ákvarðanirnar. Ralph Blum lét nú blaðamann draga rún úr pokanum og upp kom rún nr. 7 sem er rún þjáningar, nauð- ungar og vöntunar. Þetta svar taldi Ralph Blum er maður um fimmtugt, hefur unnid í 10 ár með rún- irnar og selt þær um allan heim. Bókin sem hann hefur skrifað um það hvað rúnirnar merkja hefur selst í meira en hálfri milljón ein- taka og rúnasteinarnir sjálfir í svipuðu uppiagi. Hann hefur ráðið í rúnirnar fyrir allskonar fólk. Allt frá frægum filmstjörnum, eins og James Coburn og Shirley McLaine, til venjulegra meðaljóna, sem leita eftir einhverju tæki til að ráðgast við í sundruðum heimi þar sem spurningarnar eru óteljandi en svörin svo fá. Hvernig kynntist þú þessum rún- um fyrst? „Ég átti í hinni týpísku amerísku tilvistarkreppu þegar ég var fertug- ur. Konan mín var farin frá mér, ég var blankur, hafði enga vinnu, þjáð- ist af þunglyndi og gat ekki sofið. Ég komst í tæri við rúnirnar þegar ég var í Englandi á ferðalagi og tók þær með mér heim til Bandaríkjanna og af tilviljun tók ég þær fram eina nóttina þegar ég gat ekki sofið. Ég hellti þeim á borð og datt í hug að spyrja þær hvernig ætti að notast við þær, í hvaða röð þær ættu að liggja. Síðan velti ég þeim við þann- ig að auða hliðin sneri upp, hreyfði þær síðan til og frá og sneri þeim svo við og lagði þær í þrjár raðir. Þá kom upp þessi röð sem ég sýni í bók- inni, fyrst rúnin sem merkir sjálfið og síðast sú sem er auð og merkir hið guðdómlega og það sem var svo skrýtið var að röðin milli þeirra var fullkomlega lógísk." Þetta var upphafið að breytingu á mínu lífi og næstu tveimur árum eyddi ég í að ráða í rúnir fyrir fólk. Hér sést bókin góða, nokkrar rúnanna og pokinn sem rúnirnar eru teknar úr þegar leita þarf ráðgjafar þeirra. KAUFORNÍUBÚIFÆRIR RÚNIRNAR AFTUR TIL HINS NORRÆNA HEIMS HELGARPÓSTURINN 15

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.