Helgarpósturinn - 20.08.1987, Blaðsíða 40
N
H Hi ú mun hérumbil hafa verið
gengið frá ráðningu nýs fram-
kvæmdastjóra á Þjóðviljanum, en
Guðrún Guðmundsdóttir kvaddi
það starf fyrr í sumar. Nýi maðurinn
sem fær það vandasama hlutverk
að koma rekstri Þjóðviljans á réttan
kjöl er Óttar Proppé, sem áður var
bæjarstjóri á Siglufirði og síðan
framkvæmdastjóri Alþýðubanda-
lagsins. Óttar þykir dyggur flokks-
maður, eins og það heitir, og ekki
líklegur til að taka hlut „lýðræðis-
kynslóðar" gegn „flokkseigendafé-
iagi“...
S„.„,.
ann er um leið slagur einkafram-
taksins við SÍS-veldið. En mörkin
þar á milli eru ekki alltaf hrein og
tær. Þannig hefur SÍS gert sig gild-
andi í ýmsum stórveldum einka-
framtaksins, á hlut í Eimskipafélag-
inu og Sjóvá svo dæmi séu tekin. Að
vísu lítinn hlut, rétt til að geta mætt
og hlerað á aðalfundum. Þá á SÍS
(Reginn hf.) 25% hlut í íslenskum
aðalverktökum og hætt við að þar
innan dyra sé titringur vegna einka-
framtaks Halldórs H. Jónssonar
stjórnarmanns og Thors Ó. Thors
forstjóra. En ef til vill er furðulegust
þátttaka „Fiskveiðahlutafélags-
ins Venusar“ upp á 10 milljónir
króna, því þar er stjórnarmaður Há-
nefsstaðahöfðinginn og SÍS-arinn
Vilhjálmur Arnason og einnig
Árni Vilhjálmsson og síðan Krist-
ján Loftsson forstjóri Hvals, sem
SIS á veglegan eignarhlut í. Þarna
eru landamæri sem ef til vill riðl-
ast. . .
N
9 ú vandast málið heldur hjá
Össuri. Miklar sögusagnir hafa
gengið um það að Óssur Skarp-
héðinsson sé kominn hálfur út af
Þjóðviljanum eða vel það. Það
fylgir líka sögunni að Össuri þætti
ekkert ljúfara en að hætta og snúa
sér að hinni elskuðu fiskirækt. En
nú eru bæði hann og flokkseigenda-
félagið í hinni verstu sjálfheldu. Það
er búið að tala svo mikið um brott-
för Össurar að hann getur varla ann-
að en setið sem fastast, annað væri
eiginlega að játa sig sigraðan. Þeir
sem vilja Össur á bak og burt sjá að
þarna hafa verið gerð aðskiljanleg
taktísk mistök...
Góða
helgi!
Pú átt
það skiliö
JwVl'IZZAIll >11)
Grensásvegi 10, 108 R.
S: 39933
40 HELGARPÓSTURINN