Helgarpósturinn - 20.08.1987, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 20.08.1987, Blaðsíða 17
Reykjavík hafa eflaust tekið eftir því að í sumar hefur umferðarljósum í borginni fjölgað verulega. Hjá skrif- stofu gatnamálastjóra fást þær upplýsingar að þeir hafi sett upp um tíu umferðarljós á höfuðborgar- svæðinu í ár og eru þrenn umferðar- ljós á Reykjanesbraut ekki talin með. Þetta er liður í því að gera borgina öruggari til aksturs, en þess má geta að í samsvarandi borg er- lendis, bæði vestan liafs og austan, eru um 70—90 umferðarljós en í Reykjavík eru þau aðeins um 40 eða 50 og eru þá gangbrautaljós ekki talin með. Við eigum sem sagt langt í land. Þess má geta að kostnaður- inn við að setja upp ein umferðar- ljós er um 1,2 til 1,3 milljónir króna og er talið að þau borgi sig upp á ekki lengri tíma en ári. . . l^Hins og allir hundrað og eitt- hvað þúsund gestirnir sem hafa vísíterað í Kringlunni hafa séð verður gaman að kaupa sér brenni- vín í Reykjavík á næstunni. Húsa- kynni nýja Ríkisins þar eru glæsi- leg og ekki spillir fyrir að þar er kúnst á veggjum, lágmynd eftir Steinunni Marteinsdóttur, sem tjáir alla þá gleði og böl sem hlýst af vínsulli. Þar eru líka í anddyri fimm málverk, öll eítir sama listamann- inn, Einar Hákonarson, umsækj- anda um stöðu forstöðumanns Listasafns íslands, en hann hefur einmitt verið öðrum málurum dug- legri að mála stóreflis verk fyrir op- inberar stofnanir og fyrirtæki. Hins vegar er líka á það bent að öll huggulegheitin í og við nýja Kringluríkið geti haft neikvæðar hliðar. Inni í Kringlunni er hlýtt og notalegt, pottablóm og gosbrunnar auka á stemmninguna og stutt að fara eftir flösku. Því datt einhverjum í hug að þarna yrði kjörinn sama- staður fyrir útigangsmenn bæjarins. En fílefldir öryggisverðir koma sjálf- sagt í veg tyrir slíkar uppákomur. . . H H Hermálaráðstefna Félagsvís- indastofnunar og Harvard-háskóla (Center for International Affairs), sem fram fór á Hótel Örk um þar- síðustu helgi, var ekki aldeilis opin hverjum sem var. Ágreiningur varð með aðstandendum ráðstefnunnar hvort hleypa ætti fréttamönnum inn og munu íslendingarnir í undirbún- ingsnefndinni hafa haft vinninginn þar. Hins vegar var starfsmanni sov- éska sendiráðsins (þ.e. frétta- maður APN á íslandi) vísað öfug- um frá, þegar hann mætti í Hvera- gerði í von um að fá aðgang. Hann gafst ekki upp heldur kom aftur á sunnudeginum og þá reyndi hann að fá ráðstefnugögn, erindi ráð- stefnugesta og annað efni hjá Magnúsi Guðmundssyni, frétta- manni Norrænu fréttastofunnar hérlendis. Það gekk heldur ekki. Þá fregnaði HP, að einum eða tveimur dögum fyrir ráðstefnuna hefði einn forsprakka herstöðvaandstæðinga hringt og óskað eftir seturétti. Því var hafnað en notuð sú einfalda af- sökun, að frestur til að sækja um seturétt væri runninn út. Sannleik- urinn er hins vegar sá, að herstöðva- andstæðingum hefði aldrei verið hleypt inn, hvort sem var. En ekki nóg með það. Alveg undir drep voru hinir og þessir ,,merkilegir“ menn í þjóðfélaginu að reyna að fá aðgang og tókst sumum, en öðrum ekki. Einkum munu það hafa verið sendi- herrar hinna ýmsu erlendu ríkja, sem vildu fá -aðgang og fengu þótt seint væri sótt, og mun það hafa ver- ið réttlætt með því að ekki væri ástæða til að stofna í hættu góðum samskiptum íslands og ýmissa er- lendra ríkja! . . . ALLT FTRIR RREINLÆTIÐ SAUNA BOÐ GUFUBÖÐ Allt í einum pakka klefar í öllurn stæröum og gerðum. Ofnar ásamt öllum hugsanlegum aukahlutum. STURTUKLEFAR Fljót og einföld uppsetning. Frístandandi eöa innbyggöir í horn eðaáveggi. STURTUKLEFAHURÐIR svo sem rennihurðir, fellihurðir og hurðir er opnast beint út. LATTU ÞER LIÐA VEL OG LITTU VIÐ VATNSVIRKINN HF. ÁRMÚU 21 - PÓSTHÓLF 8620 - 128 REYKJAVÍK SÍMAR: VERSLUN 686455. SKRIFSTOFA 685966 Lyngháls 3 — Sími 673415—673416 HELGARPÓSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.