Helgarpósturinn - 20.08.1987, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 20.08.1987, Blaðsíða 21
Islendingar hafa haft horn í síöu einkennisfatnaöar, en eru þeir að taka viö sér? BÚNINGSINS Lögreglumaður númer 172 í sínu fín- asta. Þessi einkennisbúningur er til endurskoðunar i nefnd og verður það að öllum líkindum eitthvað áfram. Allir sem vinna við afgreiðslu hjá Flug- leiðum eru í einkennisklæðnaði. Hann hefur breyst verulega í gegnum árin en þessi er búinn að vera við lýði í nokkur ár. eftir Áslaugu Ásgeirsdóttur Þessi brosmilda bankamær var sú eina sem við rákumst á í aðalbanka Lands- bankans sem var í eins árs gömlu „úníforminu". Konurnar í ÁTVR þurfa að vera í skyrtu og með bindi eins og karlarnir á tímum vaxandi kvenleika í tískunni. Það er nú eins gott að einn karlmaður fái að fylgja með. Hann er í eins klæðn- aði og félagi hans annars staðar á síð- unni, nema hvað það munar höfuðfat- inu. Á gullaldarskeiði þýskrar kvik- myndageröar, í hinu fallvalta Weimar-lýðveldi, gerðisá frœgi leik- stjóri F.W. Murnau átakanlega bíó- mynd sem hann kallaði „Der letzte Manrí' eða Síðasti maðurinn. Par lék skapgerðarleikarinn mikli Emil Jannings dyravörð á einhverju al- fínasta hóteli íBerlín. Starfinu fylgdi auðvitað ógn virðulegur einkennis- búningur, með borðum, látúns- hnöppum og skúfum. Þjóðverjar hafa alla tíð verið veikir fyrir slíkri múnderingu, og hafði dyravörður- inn þann sið að stika valdsmanns- legur götur heimsborgarinnar á leið frá vinnu. Hinn óbreytti götulýður, sem bara var í sívíl, beygði sig og bukkaði. Síðan gerist téður dyra- vörður aldurhniginn. Hann er lcekk- aður í tign og gerður að klósett- verði. Slíku starfi fylgir náttúrlega ekki viðlíka virðulegur búningur og veldur það dyraverðinum fyrrver- andi ómœldum hugraunum. Hann sér fram á að hrapa niður virðingar- stiga þessa samfélags, þar sem titla- tog er mest íþrótt. Því kemur hann undan einum dyravarðarbúningi, laumast í hann hvert kvöld, og sptg- sporar hnarreistur heim. En náttúr- lega komast upp svik um síðir, hann er staðinn að verki við klósettvörslu og um leið verður hann aðhláturs- efni þeirra nágranna sinna sem áð- ur sýndu honum hvað mesta virð- ingu. Það getur náttúrlega ekki end- að nema með skelfingu. Ef til vill er þessi litla saga svolítið dæmigerð fyrir Þjóðverja og ýmsa nágranna þeirra í Evrópu. Þeir bera óttablandna virðingu fyrir öllu sem íklæðist einkennisbúningi, og þeim meiri er virðingin því betur sem við- komandi er skrýddur og dekorerað- ur, eins og það heitir á 'góðu máli. Þessu er öðruvísi farið hér hjá okkur Frónbúum, við eigum litla hefð fyrir einkennisbúningum. Hér á árum áður voru það einna helst sýslumenn, þau sárafáu pólití sem þá voru við lýði — já, og svo Hjálp- ræðisherinn, sem báru úníform á Is- landi. í forkostulegri smásögu, „Ósigur ítalska loftflotans í Reykja- vík 1933“, útlistar Halldór Laxness viðhorf íslensks almúga til einkenn- isbúninga. Sagan hefst með þessum orðum: „island er eina landið í heimi sem á ekki hermenn og því hafa þessir fátæku eyarskeggjar orðið að fara á mis við þann al- kunna dýrðarljóma sem stafar af einkennisbúníngum ásamt þeim titlum og gráðum sem þessi sér- kennilegi fatnaður tjáir. Skilningsleysi íslendinga Þó eru einkennisbúníngar ekki með öllu ókunnir á Islandi. Hjálp- ræðishernum, sem fyrstur flutti lúðra og önnur hljóðfæri úr pjátri til landsins, ber að þakka það að ey- þjóð þessi komst fyrst í kynni við einkennisbúnínga, og voru lög- regluþjónar nokkru siðar látnir taka upp klæðaburð hans. Síðar voru póstþjónar látnir taka upp einkenn- isbúníng uppreistarmanna af Kúbu. Loks, þegar mentaðir hótelstjórar komu til Iandsins, var stofnað pikkóló-embættið á Islandi, og var búníngur mikill og fagur látinn fylgja þessum ítalska titli..." 1 téðri smásögu lýsir skáldið síðan samskiptum landans við einkennis- búna og dekoreraða ítalska flug- sveit sem hingað kom undir forystu fasistaforingjans Pittigrilla. Islend- ingum þykir lítið til múndéringar ítalanna koma og veldur það nótum Mússólínis mikilli gremju, að ekki sé talað um vandræði ítalska ræðis- mannsins, sem reynir að koma Is- lendingum í skilning um að þeir séu ekki jafningjar hinna orðum prýddu suðurlandabúa. Það fer svo að ítalir tapa orrustunni, enda ljóst að við- horf þessara tveggja þjóða til ein- kennisbúninga eru öldungis ósætt- anleg: "Þessu er öðruvísi farið á Ítalíu. I því landi þykir einginn maður með mönnum nema hann sé í einkennis- búníngi, en sá mestur sem er í skrýtnustum fatnaði með ótrúleg- ustum lit og gerð ásamt undarleg- ustu spaungum úr gyltu pjátri, dúskum og dræsum, trjónum og tuðrum og öðru ddtaríi sem of lángt yrði upp að telja, að ógleymdum vaðstígvélum í þurki. Svo segja vitr- ir menn að þjóðarauður ítala sé bráðum geinginn til þurðar sakir dá- lætis fólks þessa á spaugilegum grímubúníngum með glíngri því og hafurtaski sem þeim fylgir ásamt hinni blindu ástríðu þessarar þjóðar til áð berjast á fjarlægum eyðimörk- um. Ókunnur útlendíngur sem gengur í fyrsta sinn eftir Austur- stræti Rómaborgar, Via Nazionale, heldur ósjálfrátt að annarhver karl- maður sem hann mætir hljóti að vera pikkóló. En svo er eigi, þetta eru sjálfir fasistarnir, elskhugar eyðimerkurinnar, enda muntu fljótt taka eftir því hve svipur þeirra er há- tíðlegur og merkilegur þráttfyrir hina spreinghlægilegu búnínga." Bankastjóra- búninqurinn — teinótt jakkaföt Þetta var fyrir mörgum árum og sjálfsagt ýmislegt breyst. Líklega bera Islendingar eitthvað meiri virðingu fyrir einkennisbúningum en áður, enda íklæðast snöggtum fleiri starfsstéttir hér á landi ein- kennisbúningum en áður. Og kannski hefur virðing bræðraþjóða okkar evrópskra fyrir einkennis- fatnaði eitthvað rénað um leið og aðdáun á hermennsku og vopna- .skaki hefur dvínað. Hér eigum við ýmsar stéttir sem ekki þykir nema rétt og sjálfsagt að klæðist einkennisbúningum. Það eru opinberir starfsmenn sem fara með aðskiljanleg þjóðþrifamál, stöðumælaverðir, póstmenn, slökkviliðsmenn ogöskukarlar, sem íklæðast appelsínugulum hempum að vetrarlagi. Bankastjórar eiga sér líka eins konar einkennisbúning — teinótt jakkaföt. Borgarstjórinn í Reykjavík gengur með keðju um hálsinn, háskólarektor á svellfína skikkju og dómarar í hæstarétti klæðast virðulegum slám við emb- ættisfærslu sína. Hótelfólk, starfs- menn hjá flugfélögum, flugfreyjur og öryggisgæslufólk eru líka sett í einkennisbúninga. Að ógleymdum Hjálpræðishernum, sem enn er eini her á íslandi — fyrir utan þann ameríska. Vínseljur eða kvenfangaverðir Mönnum þykja þessir einkennis- búningar náttúrlega misfínir — og mishallærislegir. Agætt dæmi er einkennisbúningur starfsfólks Landsbankans, sem tekinn var upp á afmæli þeirrar merku peninga- stofnunar í fyrra. Fljótt á litið virðist enginn starfsmanna bankans ganga í honum lengur, líftíminn hefur sem- sagt ekki verið meiri en eitt ár. Og svo er það náttúrlega löggan. Bún- ingur hennar hefur ekki verið end- urskoðaður í tuttugu og fimm ár, enda er hann orðinn obbolítið gamaldags. Þegar það varð síðan al- siða að ráða konur til starfa í lögregl- unni og þær fóru að spranga um göt- urnar var þeim úthlutað sama fatn- aði og karllögregluþjónum, nema hvað til aðgreiningar voru tekin upp önnur höfuðföt. Sem satt að segja eru hálfhjákátleg. En nú kvað vera komin nefnd í málið, sem vinnur baki brotnu að því að hanna nýjan lögreglubúning. Og þá verður lögg- an hér kannski jafn fín og lögreglan í Rómaborg, sem fékk mestu klæð- skera Ítalíu til að fata sig upp. Nú er Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins flutt í herlegheitin í Kringl- unni. Þrátt fyrir þessa andiitslyft- ingu heldur stofnunin enn í gömlu einkennisbúningana, látlaust svart bindi og bláa „lögguskyrtu". Þarna virðist líka stefnt að því að búning- arnir séu „unisex", eins og það heit- ir, bæði kynin séu í eins búningum. Kannski þykir einhverjum þetta ankannalegt, sérstaklega ef haft er í huga að nú er aftur í tísku að vera kvenlegur. Afgreiðslukonurnar í Ríkinu líta eiginlega frekar út eins og kvenfangaverðir en vínseljur... Allir krakkar fá að fara á hestbak. Reiðsýningar. Hestaleiga. Góðhesta- og kynbóta sýningar 20.-23. ágúst. Hrossamarkaður, 14 af bestu hrossum landshlut- annaboðinupp. Fiskirækt og margar fleiri nýjarbúgreinar. ......inMrapp Einstakt tækifærí fyrir bömin til þess að komast í snertingu við dýrin - og fyrir þá fullorðnu til þess að kynnast landbúnaði nýrra tíma. OPIÐ: Kl. 14-22 virka daga, kl. 10-22 um helgar. Strætisvagnar 10 og 100 stoppa í grennd við BÚ ’87. BBBBBB ttumsí bamanna tíl þess að komast í snertíngu við dýrin. l.L - mam m ststst StStSf. yyy Mjaltir í nútíma mjaltafjósi (hefurðu séð slíkt?) alla daga kl. 1800. Fjöldamörg fýrirtæki lqmna nýjungar í þjónustu við landbúnaðinn. Góð kaup á vörum á tækifærisverði. Vörukynningar. Spumingakeppni. Lukkupottur. Landbúnaðarsýning í Reiðhöllinni, Víðidal, 14.-23. ágúst 1987 BÚ ’87 stærsta landbúnaðarsýningin til þessa á erindi til allra. Stórkostleg sýning, sem er allt í senn: Yfirlit, kynning, sölumarkaður og skemmtun. Tískusýningar, þar á meðal stór pelsasýning. Héraðsvökur landshlutanna. Grillveislur bændanna. Matreiðslukynningar. Þar er tamdi platínu- refurinn Kalli og Stakkur og Sporí - feiknatuddar, frá Hvanneyri, úrvalskýr af Suðurlandi, ásamt hvers konar búfé af gamla og nýjaskólanum. HNHHH|. Fjárhundamir Roy, Lars og Ríngó sýna listir sínar. Nýjasta tæknin ásamt yfirliti yfir þróunina. DAGSKRA Fimmtudagur 20. ágúst Kynbótahross og Kl. 15:00 góðhestar. Matreiðslumeistarar. Kl. 16:00 Héraðsvaka Kl. 17:00 Rangæingaog og 20:30 V.-Skaftfellinga. Föstudagur 21. ágúst Kynbótahross og Kl. 15:00 góðhestar. Matreiðslumeistarar. Kl. 16:00 Héraðsvaka Kl. 17:00 Eyfirðinga. og 20:30 Hrossamarkaður Kl. 18:30

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.