Helgarpósturinn - 20.08.1987, Blaðsíða 39
FRÉTTAPÓSTUR
Útvegsbankamálið:
Samband íslenskra samvinnufélaga og þrjú fyrirtækja
þess gerðu um helgina tilboð um kaup á 67% hlutafjár Út-
vegsbanka íslands, eða 670 milljónum króna. Jóni Sigurðs-
syni viðskiptaráðherra var afhent tilboðið á föstudagsmorg-
unogþávoru jafnframt lögð fram5% nafnverðsins, eða 33,5
milljónir. Viðskiptaráðherra tók sér viku frest til að íhuga
tilboðið, en á mánudag bar svo við að fulltrúar 33 fyrir-
tækja, félaga og einstaklinga í sjávarútvegi, bankastarfsemi
og þjónustu lögðu fram tilboð í allt óselt hlutafé ríkisins í Út-
vegsbankanum. Er þá um að ræða 76% hlutafjár eða 797
milljónir króna. Meðal þeirra sem að tilboðinu standa eru
Iðnaðarbankinn og Verzlunarbankinn og er það ásetningur
þeirra sem að tilboðinu standa að Útvegsbankinn og Iðnað-
arbankinn sameinist á næsta ári. Sambandið hafði hins veg-
ar íhugað sameiningu Útvegsbankans og Samvinnubank-
ans ef að tilboðinu yrði gengið. Jón Sigurðsson kynnti bæði
tilboðin á ríkisstjórnarfundi sem haldinn var á þriðjudag-
inn en engin afstaða var tekin til þeirra. Skiptar skoðanir
munu vera innan ríkisstjórnarinnar varðandi sölu hluta-
fjárins og hefur verið skipuð þriggja manna nefnd til að
fjalla um málið fram að ríkisstjórnarfundi sem haldinn
verður í dag, fimmtudag. Sú hugmynd kom upp að hafna
báðum tilboðunum, gera nýtt útboð og láta tilboðin vera lok-
uð og taka því sem hagstæðast þætti. Þorsteinn Pálsson for-
sætisráðherra mun alveg vera á móti þessari hugmynd en
aðrir telja að þetta sé eina leiðin til að ná samkomulagi inn-
an ríkisstjórnarinnar um sölu á hlutabréfunum. Útvegs-
bankamálið er mikið hitamál og sagt er að það komi til með
að reyna verulega á stjórnarsamstarfið.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar:
Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra fór þess á
leit við ríkisendurskoðun í síðustu viku að könnuð yrði
nánar um 900 milljón króna umframfjárþörf til flugstöðvar
Iæíís Eiríkssonar. Framkvæmdastjóri byggingarnefndar
flugstöðvarinnar segir að verðbólgan hafi reynst mun meiri
á byggingartímanum en reiknað var með og einnig benti
hann á að gengisfall dollarans hefði haft slæm áhrif. Stein-
grímur Hermannsson utanríkisráðherra sagði í blaðavið-
tali að hann undraðist afskipti fjármálaráðherra þar sem
þetta mál heyrði undir sitt ráðuneyti.
Á blaðamannafundi sem byggingarnefnd flugstöðvarinn-
ar hélt á þriðjudaginn var því haldið fram að byggingar-
kostnaður væri í samræmi við kostnaðaráætlun og hefði í
raun orðið undir upphaflegri kostnaðaráætlun hefði ekki
komið til fjögurra milljón dala gengistap.
Fréttapunktar:
• Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, fór í opinbera
heimsókn til Ólafsvíkur og Snæfellsness- og Hnappadals-
sýslu um síðustu helgi, en þá átti Ólafsvíkurbær 300 ára
verslunarafmæli.
• Ungur maður lét lifið i bilslysi á Vesturlandsvegi í síðustu
viku. Fjórtán manns hafa látist í umferðinni það sem af er
árinu. A sama tíma í fyrra höfðu 17 manns látist í umferðar-
slysum.
• Kringlan, ný verslunarhöll Reykvikinga, var opnuð á
fimmtudaginn. Talið er að 40.000 manns hafi heimsótt
Kringluna fyrsta daginn eða helmingi fleiri en reiknað var
með.
• Breskir fiskkaupendur hafa farið þess á leit við fiskverk-
endur á íslandi að þeir selji sér fisk beint til Englands í gám-
um. Bjóðast þeir til að leggja fram fé til fiskkaupanna sem
og launa íslendinganna. Pétur Björnsson forstjóri ísbergs
Ltd. í Hull segist telja að slík viðskipti muni skaða íslenska
fiskseljendur beini þeir viðskiptunum aðeins til þeirra
stærri, því smáu kaupendurnir skapi hið háa verð sem fæst
fyrir íslenskan fisk í Bretlandi.
• Tivolí í Hveragerði gengst fyrir margslunginni skemmti-
dagskrá næstu vikur sem ætluð er fólki á öllum aldri.
• Fyrstu tónleikarnir i eldgig á íslandi voru haldnir i Ker-
inu í Grímsnesi á sunnudaginn. Þar kom fram fjöldi tónlist-
armanna og hlýddu um 6000 gestir á flutning þeirra. Að-
gangseyrir rann óskertur til héraðssambandsins Skarphéð-
ins og er ætlað að greiða það mikla tap sem héraðssamband-
ið varð fyrir á útiskemmtun um verslunarmannahelgina.
• Fjórir íslendingar hafa gengist undir nýja aðgerð við
nýrnasteinum í Noregi. Aðgerðin felst í því að að sterkum
hljóðbylgjum er skotið á steinana og þurfa sjúklingar ekki
svæfingu fyrir hana.
Landbúnaðarsýningin Bú ’87 var opnuð í Víðidal um síð-
ustu helgi. Hér er um viðamikla sýningu að ræða sem flestir
ættu að gefa sér tíma til að heimsækja.
• Öll hótel í Reykjavik eru nú fullbókuð dagana 19.—23.
september þegar sjávarútvegssýning verður haldin hér. Að
auki hafa gestir verið bókaðir á hótel í Hveragerði, Keflavik,
Njarðvikum og á Selfossi.
• Ólafur Hauksson ritstjóri hefur verið ráðinn útvarps-
stjóri Stjörnunnar.
• íslenska landsliðið í bridge lenti í 4.-5. sæti ásamt Norð-
mönnum á Evrópumótinu sem fram fór í Brighton.
• Skúli Alexandersson alþingismaður og framkvæmda-
stjóri Jökuls hf. á Hellissandi segir að úrskurður sjávarút-
vegsráðuneytisins um kvótasvindl sé árás á sig. Ráðuneytið
hefur m.a. hótað að gera aflann upptækan. Skúli segist leita
réttar sins fyrir dómstólum ef á þurfi að halda.
Langholtsvegi 109
(í Fóstbræöraheimilinu)
Sækjum
og sendum
Greiðslukorta
þjónusta
Sími 688177
Tökt til h im hunda ígœslu mgri eða
skemmri dvalar
Hundagæsluheimili
J4 Hundavinafélags íslands og
Hundaræktarfélags fslands
mu. Arnarstöðum, Hraungerðishreppi
801 Selfoss — Símar: 99-1031 og 99-1030
UMBOÐSMENN
Peir umbodsmenn sem fengu senda
h appdrœttism iöa
vinsamlega geri skil
á þeim sem allra fyrst
og eigi síðar en 25. ágúst.
DREIFINGARSTJÓRJ
HELGARPÓSTURINN 39