Helgarpósturinn - 20.08.1987, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 20.08.1987, Blaðsíða 24
Friðrik Þór Friðriksson, loks- ins virtur að verðleikum, vita- skuld utan íslands. LOCARNO FILM FESTIVAL Stærsta bíó í Evrópu Skyttur Friöriks Þórs fengu sérstök aukaverðlaun á hátíðinni í ár. Kvikmyndahátíöinni í Locarno í Sviss lauk síðastliöinn sunnudag, en að þessu sinni hélt hátiðin upp á fjörutíu ára afmæli sitt rétt eins og Cannes fáum vikum fyrr. Þessar tvær hátíðir eiga samt fátt sameigin- legt, ef nokkuð, utan aðdáun sína á kvikmyndamiðlinum. Locarno- hátíðin fer sér ekki eins geyst og Cannes og sneiðir til dæmis vel hjá umbúðum kvikmyndageirans. Há- tíðin er engu að síður — og kannski þess vegna — mjög virt. Hún sækir frægð sina einkum til margra kunnra leikstjóra sem hún kom upp- runalega á framfæri — og nægir í því efni að tína til nöfn eins og Antonioni, Pasoiini, Foreman, Kubrick, Zsabó, Chabrol og tveggja rússneskra leikstjóra sem einna mestar vonir eru bundnar við um þessar mundir úr þeirri áttinni; Gleb Panfilov og Kiru Moratovu. KEPPNI UNGRA LEIKSTJÓRA Fjörutíu ára saga Locarno ber með sér sterka og einlæga viðleitni forráðamanna hennar til að koma á framfæri ungum og efnilegum leik- stjórum sem álíka virtar hátíðir gefa alla jafna lítinn gaum. Það var þvi mikil viðurkenning fyrir Fridrik Þór Friðriksson sem listamann að mynd hans Skytturnar skyldi hafa verið valin til keppni viö aðra unga leik- stjóra á hátíðinni í ár, enda eru myndirnar í þessa keppni valdar af mikilli yfirvegun. Þetta er i fyrsta skipti sem íslensk mynd kemst í jafn sterka keppni og reyndar í fyrsta sinni sem norræn mynd kemst til Locarno um nokkurra ára skeið. Þó Friðrik hafi att þarna kappi við nokkra ferskustu og efnilegustu Úr portúgölsku myndinni O Bobo sem hlaut gullna hlébarðann, fyrstu verð- laun Locarno-hátíðarinnar. leikstjóra óháða geirans þótti mynd hans strax mjög líkleg til afreka og var þar einkum staldrað við góða kvikmyndatöku, sterkar senur og athyglisverða persónusköpun. I keppninni, þar sem alls voru átján myndir, vöktu annars mesta athygli myndir frá austrinu; Austur-Evrópu og Austurlöndum, svo sem Taiwan, Japan og Hong Kong, en síður myndir frá Mið-Evrópu og ensku- mælandi löndum. Taiwanskur leik- stjóri lýsti þessu reyndar þannig fyrir undirrituðum að allt væri fallið í svo ljúfa löð í þessum Iöndum, ekk- ert hrærðist — og bætti svo við: ,,Mið-Evrópa er til dæmis eins og enn stór gerilsneyddur spítali. Þar er allt hreint, fallegt og í góðu lagi. . .“ Það fór samt svo í keppninni í Locarno að þessu sinni að portú- gölsk mynd varð hlutskörpust, hlaut gullna hlébarðann. Leikstjórinn JoséÁlvaro Morais er læknismennt- aður Lissaboni og nefnir mynd sína O Bobo. í öðru sæti hafnaði mynd eftir Eduard Yang, taiwanska leik- stjórann sem vitnað er í hér að fram- an, einkar kröftug flétta um ofbeldi að nafni Kombu Finze (Hryðjuverka- mennirnir). Brons-hlébarðinn lenti í höndum Rússans Alexanders Soku- rov, en mynd hans Odinokij Golos Celoveka er skilgetið afkvæmi þíð- unnar og fjallar um örlög tveggja ungmenna í byltingunni. Athygli vakti að ungversk mynd eftir Guyla Gazdag, sem margir spáðu gullinu, komst ekki á blað, en mynd hans segir ævintýralega frá ungum óskil- getnum dreng í leit að uppruna sínum. „MENTION SPECIALE" Skytturnar gleymdust ekki. Þær hlutu „mention speciale”, fyrstu aukaverðlaun hátíðarinnar í ár, og má Friðrik Þór mjög vel við una. Þessi árangur ætti að auðvelda hon- um markaðssetningu myndarinnar á erlendri grundu — og hefur reynd- ar þegar gert. Hann komst fijótlega í samband við austurlenskan dreif- ingaraðila, búsettan í Berlín, sem hyggst koma myndinni á framfæri eystra. Ógetið er persónulegrar hvatningar sem Friðrik varð mjög var við í Locarno og síst ber að van- meta. Sá sem þetta skrifar varð til dæmis vitni að samtali íslenska leik- stjórans og Istvari Szabó (m.a. Mephistó með Brandauer) á sund- laugarbarmi Albergio Castello í Locarno þar sem þessi ungverski leikstjóri, sem kunnur er af hrein- skilni sinni, tjáði Friðriki Þór aðdá- un sína á Skyttunum: ,,1 thought it was very strong fiim ...“ Locarno er smábær á evrópskan mælikvarða, staðsettur í syðstu tot- unni sem gengur niður í Itaiíu. Þarna hafa menningarstraumar mæst margan mannsaldur og er bærinn kunnur af hræringum sem listin hefur einmitt verið í á þessum slóðum. í ágústmánuði síðustu fjörutíu ár hefur hátíð hlébarðans umturnað bænum, miklu sýningar- tjaldi á stærð við handboltavöll komið fyrir á torginu þar sem átta þúsund manns geta séð myndir saman á síðkvöldum. Þannig var þetta líka í ár. Alltaf uppselt, áhug- inn einlægur — og tilfinningin ein- stök þegar ægistór sýningarvélin byrjaði að mala úti undir myrku lofti og kasta yfir mann filmunni fram á tjaldið í hundrað metra fjarlægð. -SER Stærsta bíó Evrópu á torginu í Locarno. Þarna rúmast átta til tíu þús- und manns, stemmningin einstök og áhuginn einstaklega mikill. RAGNA Sigrúnardóttir sýnir um þessar mundir olíu- og vatnslita- myndir í Asmundarsal. Ragna hefur hlotið menntun sína í Bandaríkjun- um, hefur verið þar við nám í þrjú ár, tvö í New York og eitt í Los Angel- es. Þetta er þriðja einkasýning hennar og að auki hefur hún tekið þátt í einni samsýningu. Myndefnin eru sótt í kvikmyndir og sagði Ragna að það helgaðist líklega af því að hún hefði jafnframt myndlistinni verið að læra leiklist vestra, sem hún er reyndar með sem aðalgrein, og að auki væru það líklega áhrif frá kvikmyndaborginni Los Angeles. Kvikmyndirnar sem hún sækir myndir sínar til eru að hennar sögn flestar nýjar og nýlegar og eiga það sammerkt að vera myndir sem fiest- ir hafa séð. Hún sagðist þó ekki vera að reyna að sýna ákveðna leikara eða persónur en glögglega mætti þekkja úr hvaða kvikmynd hvert málverk væri tekið. Sýning Rögnu stendur til 23. ágúst og er opin frá 16—22 virka daga og 14—22 um helgar. BLÚSINN virðist verða í nokk- urri uppsveiflu hérlendis ef marka má fjölda þeirra sem farnir eru að fást við að spila hann, sjálfum sér og eflaust mörgum öðrum til ánægju. í kvöld kl. 10 stígur á svið á Hótel Borg Bobby's Blues Band, sem reyndar er íslensk hljómsveit að fjórum fimmtu hlutum, þrátt fyrir útlenskulegt nafnið. Nafn sveitarinnar kemur frá söngvaranum sem er Bobby Harri- son, fyrrum meðlimur Procol Har- um og nú búsettur hér á landi. Hann hefur verið nokkuð atkvæðamikill í íslensku tónlistarlífi síðan hann kom hingað fyrst, spilað með og sungið í nokkrum grúppum auk þess að flytja inn útlendar sveitir til tón- leikahalds. Með Bobby Harrison á þessum tónleikum er einvala lið, þrír úr Mezzoforte, Gunnlaugur Briem trommur, Friörik Karlsson gítar og Jóhann Asmundsson, sem leikur á bassa. Fimmti meðlimurinn er svo enginn annar en fornemasti djasspíanisti íslendinga á síðari ár- um, Gudmundur Ingólfsson. Þeir fé- lagar ætla að frumflytja blús eftir Bobby Harrison sem verður á vænt- anlegri plötu þeirra, sem tekin verð- ur upp á tónleikum með sveitinni. Þetta verður önnur íslenska blús- skífan á stuttum tíma, því eins og menn muna gaf hljómsveitin Centaur út eina slíka eigi alls fyrir löngu. En tónleikar Bobby's Blues Band verða semsagt á Borginni í kvöld og hefjast kl. 10. BIRNA Kristjánsdóttir sýnir um þessar mundir í FÍM-saln- um /Garðastrœti. Sýningin, sem ber heitir Litir og fletir, er opin dag- lega frá 14—19 og stendur til 30. ágúst. Þetta er fyrsta einkasýning Birnu hér á landi en hún hefur tekið þátt í samsýningum í Bandaríkjun- um, þar sem hún stundaði nám und- anfarin ár. Birna lauk prófi frá lista- deild háskólans í Iowa vorið 1986 með textíllist sem aðalgrein og hef- ur síðan stundað framhaldsnám í myndlist í Kaliforníu. Verk Birnu eru kennd við textíl, þó margt geri að verkum að þau eru komin langt út fyrir þann ramma sem venjuleg- ast er settur um slík verk. Leitast er við í verkunum að skapa litum rúm en jafnframt að láta það efni sem unnið er á vera meira en flöt sem hverfur undir litum verksins. TONLIST Ungir músíkantar Síðastliðinn sunnudag voru hljómsveitartónleikar í Bústaða- kirkju undir stjórn Guðmundar Ola Gunnarssonar og einleikari var Auður Hafsteinsdóttir. Hljóm- sveitina mynduðu ungir músíkant- ar sem eru við nám; sumir erlend- is og eru hér í sumarfríi, og aðrir, sem eru enn við nám hér í Tónlist- arskólanum í Reykjavík. Það er einna helst við tækifæri sem þessi, jóla- eða sumarfrí, að þetta unga fólk hittist, og þá sér maður hversu vel hefur verið unnið hér við Tón- listarskólann: hversu mikið við eigum af efnismönnum í tónlist. Fyrsta verkið var Oktett eftir Hróðmar Sigurbjörnsson, sem undanfarin þrjú ár hefur stundað tónsmíðanám i Hollandi. Oktett- inn var burtfararprófsverk Hróð- mars árið 1984, áður en hann hélt utan. Nú var verkið flutt í endur- skoðaðri gerð, aukinni og endur- bættri. Verkið býr yfir sérkenni- legri og innhverfri ljóðrænu. Það ber vott um örugga tæknikunn- áttu og lítið er þar að finna af ótímabærum tónum, sem mættu missa sín. Auður Hafsteinsdóttir lék ein- leik í fimmta fiðlukonsert Mozarts í A-dúr K. 219. Hún hefur stundað nám í Boston sl. fjögur ár hjá ein- um þekktasta fiðlukennara heims, Dorothy Delay. Auður spilaði vel og sköruglega af meðfæddu músíkaliteti. Hún er öruggur fiðl- ari á réttri leið. Hún hefur lítinn tón en fallegan og tónmyndun er einkar hrein. Hljómsveitin lék vel undir, og Guðmundur Óli stjórnaði af einlægni og öryggi. Seinasta verkið á efnisskránni var Apollon Musagete frá árinu 1928 eftir Stravinskí, en það er fyrir strengjasveit. Heyrðist það nú i fyrsta sinn á tónleikum hér á landi. Þetta er mikil langloka og firna leiðinleg. Eitt skýrasta dæmi sem ég þekki um andlegt getuleysi ný- klassísku stefnunnar: uppsuða gamalla forma, gamlar laglínur og hljómar með feilnótum á stangli — það er hið „nýja“ í þessari músík, þetta sem þótti „móderne". Og það er ekki á færi nema almestu listamanna að semja svona verk. Stravinskí er stórkostlegur, þrátt fyrir allt — líka þegar hann er lé- legur. Og unglingarnir spiluðu mjög vel. Vissulega heyrist glöggt að þessari hljómsveit er hóað sam- an, æfingatími hefði að ósekju mátt vera meiri, en það heyrðist einnig að hér spiluðu flínkir músíkantar. Guðmundur Óli hefur lært hljómsveitarstjórn í Hollandi und- anfarin ár. Hann hefur lært vel og er fínn stjórnandi; laus við sýndar- mennsku, og kann verkin til hlítar. Hugmyndir hans um túlkun eru skýrar og afdráttarlausar — og umfram allt réttar. Hann er núna að þroskast og ætti að geta orðið miklu betri en hann nú er. (Sama er að segja um Auði.) Sagt er að enginn sé spámaður í sínu föður- landi, en það er sennilega ennþá verra að vera hljómsveitarstjóri í sínu föðurlandi, alla vega á Is- landi. Ég hugsa til Páls P. Pálsson- ar, Ragnars Björnssonar og Guð- mundar Emilssonar — það hefur ekki verið malað undir þá hér. En vonandi breytist þetta. Ef það ger- ist ekki eignumst við aldrei góða hljómsveitarstjóra. Og svo þetta að lokum: Ef flest af þessu unga fólki skilar sér til starfa hérlendis, þau bestu þeirra í Sin- fóníuhljómsveit islands, þá getum við eignast hljómsveit á heims- mælikvarða fyrir aldamót. En til þess þarf Sinfónían að breytast, framkvæmdastjórn hennar. Það þarf að búa í haginn fyrir þetta fólk og taka vel á móti því. 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.