Helgarpósturinn - 20.08.1987, Blaðsíða 38

Helgarpósturinn - 20.08.1987, Blaðsíða 38
DAGSKRÁRMEÐMÆU Föstudagur 21.8. kl. 22.50 Forsjónin (Providence), leikstjóri Alain Resnais. Sterk nöfn í aðalhlut- verkum þessarar bresk-frönsku myndar. Gielgud leikur háaldraðan rithöfund sem sér síðasta verk sitt og ævi sína blandast saman í hilling- um. Vel yfir meðallagi, segja þeir. Laugardagur 22.8. kl. 15.15 Fyrsti þáttur af þremur úr ferð Guðna Bragasonar um Mið-Ameríku er hér endursýndur og auðvitað hollt öllum að kynnast þeim hitapotti sem ekki hafa gert það svo gjörla hingað til. Aftur á móti er ekki hik- laust mælt með myndinni Oster- man's Weekend um kvöldið kl. 23.05. Þar er að finna stjömufans undir hand- leiðslu Sams Peckinpah, en flestir gagnrýnendur voru á einu máli um að myndin væri fremur mis- heppnuð. Sunnudagur 23Æ. kl. 20.55 Sterkasti maður íslands — frá keppni um samnefndan titil sem haldin var á Austurvelli fyrr i þessum mánuði. Ágætis skemmtiþáttur, besti leikarinn auðvitað Jón Páll. Fimmtudagur 20S. kl. 22.15 Síðdegismyndin er hin allgóða The French Lieutenants Woman, en um kvöldið er vart síðri mynd fyrir breið- ari aldurshóp (sem þó aldraðir ættu ekki að láta framhjá sér fara), Undra- steinninn eða Cocoon. Ljómandi uppbyggileg og umhugsunarleg mynd Rons Howard með fremstan í hópi leikara hann Don Ameche, sem fékk Óskar fyrir hlut sinn. Föstudagur 21.8. kl. 00.55 Þei, þei kæra Charlotte — banda- rísk hrollvekja frá 1965 sem miðað við aldurinn er afburða góð. Þessi mynd var sýnd snemma á ferli stöðvar- innaren sjálfsagt hafa ýmsir misst af því að sjá Betty Davis fara aldeilis á kostum í þessari börnumbönnuðu mynd. Katherine Heburn sést á Stöð 2 í rómaðri mynd, Húmar hægt að kveldi, ævisögu Eugenes O'Neill, í leikstjórn Sidney Lumet. A.m.k. fjórar stjörnur. Jón Páll Sigmarsson verður svalur í ríkissjónvarpinu á sunnudagskvöld í þættinum Sterkasti maður íslands. Þetta indæla tröll heillar að venju áhorfendur upp úr skónum ... Laugardagur 22.8. kl. 17.20 Ut í loftið — allir í hjólreiðatúr með Guðjóni Arngrímssyni og Árna Berg- mann ritstjóra og Kremlologus, „sem ferallra sinna ferða á reiðhjóli" (strax á eftir er tilheyrandi þáttur um fólk sem hefur ánægju af fallegum og hraðskreiðum farartækjum!). Þegar þetta er skrifað hefur miðvikudagsleikur Vals og Akraness í SL-mótinu i knatt- spyrnu ekki farið fram og því varla von að Heimir Karlsson íþróttafréttaritari Stöðvar tvö vildi spá endanlega um úrslit mótsins. „En ef Valur vinnur leikinn eru þeir óneitanlega sigurstranglegastir, sem þeir annars eru hvort sem er, þó þeir eigi reyndar erfiða leiki eftir og Fram eigi þannig léttari leiki eftir — á pappírnum. Um fallið er ómögulegt að spá, en útlitið er svartast hjá Víði, sem þarf að eyða miklu púðri í bikarúrslita- Laugardagur 23.8. kl. 22.05 Húmar hægt að kveldi, Long Day's Journey Into Night. Aldeilis rómuð Sidney Lumet-mynd um líf Eugenes O'Neill. Hún fær hæstu einkunn hjá flestum vitibornum gagnrýnendum og skemmir ekki hið minnsta að aldarfjórðungur er liðinn frá töku hennar. Katherine Hepburn og Jason Robards brillera en allir leik- ararnir í helstu hlutverkunum fengu Cannes-verðlaun. leikinn. í annarri deild hef ég trú á að Víkingar vinni, en annars er baráttan mest á milli Leifturs, Selfoss og Þróttar, þó hver ein- asti leikur þar sé reyndar úrslita- leikur og einungis öruggt að Is- firðingar falli." „Eftir mótið munum við að öll- um líkindum sinna íslenska handboltanum á svipuðum nót- um, en í vetur fá áhorfendur 4—5 íþróttaþætti á viku og held ég að áhugafólk um íþróttir geti verið ánægt með úrvalið sem við ætlum að bjóða upp á,“ sagði Heimir. Laugardagur 23A kl. 01.10 Önnur snilldarmynd þótt gæðin séu umdeildari vegna ruglingslegrar framsetningar eða „söguþráðar". Monty Python-stirnin sýna hér sitt allra besta að mati meðmælanda — en um leið er ítrekað að framsetn- ingin er umdeild ... s* Á Útvarpsstöðvarnar um helgina Flest í útvarpsstöðvunum er í nokkuð föstum skorðum sem í sjálfu sér er ekki slæmt — en lítt spenn- andi. Alltaf má hlusta á rabbþættina svokölluðu, t.d. Morgunvakt rásar eitt og Góðan daginn góðir hlust- endursömu rásar, Morgunþátt rásar tvö og Á milli mála sömu rásar, í Reykjavík síðdegis hjá Bylgjunni og Morgunbylgjuna, Laugardagsskapið og Vikuskammtinn og ýmislegt fleira mætti nefna. Að öðru leyti er á laugardaginn klukkan 20.20 fjórði þáttur Tómasar Einarssonar um konungskomuna 1907, um ferð Friðriks áttunda til Þingvalla og á sömu rás á sunnudag klukkan 23.10 er fimmti þátturinn um samtíma- sögu, „Frá Hírósíma til Höfða". Þá viljum við benda á Bylgjuþáttinn í ólátagarði á sunnudag milli 13.00—16.00, „Spaug, spé og háð"... ÚTVARP Atli les útvarpssögu SJÓNVARP eftir Garðar Sverrisson Skrílmennska á fréttastofu Hversu margir ætli þeir séu sem hlusta á lestur framhaidssagna í útvarpinu? Oft á tíðum er þetta gagnmerkt fjölmiðlaefni, sem eitt sinn tíðkaðist líka á dagblöðum, en þar undir nafninu följetón. Charles Dick- ens birti til dærnis flest öndvegisverk sín í formi föijetóns. En slíkt aflagðist í flestum prentmiðlum fyrir margt löngu, nemaauð- vitað í þartilgerðum blöðum, sem raunar eiga undir högg að sækja. Og hvaða fólk ætli það sé sem sperrir eyrun við fram- haldssögum í útvarpi? Spyr sá sem ekki veit. Vísast hafa einhverjir grandvarir og tölvísir þartilmenntaðir fræðingar gert á þessu smásmyglislegar athuganir — hlust- endakannanir, eins og það heitir víst — en þær tölur hef ég ekki handbærar. Hitt veit ég að til er fólk sem leggur á sig ómælda vinnu til að flytja þessum óskil- greinda hópi útvarpshlustenda miðdegis- sögur, kvöldsögur, barnasögur og aðrar bókmenntir sem enginn sinnir nema út- varpið sem til skamms tíma var til húsa við Skúlagötu. Tökum til dæmis kollega minn Atla Magnússon, sem fyrir utan það að blása í trombón í Lúðrasveit verkalýðsins og skrifa í Tímann eyðir stopulum frístundum í að þýða bandarískar gullaldarbókmennt- ir ofan í þennan dularfulla hóp útvarps- hlustenda. Að því ég best veit hefur Atli komið tveimur meginbókum eftir F. Scott Fitzgerald yfir á íslensku — gott ef önnur var ekki sjálfur Gatsby mikli. Og nú er Atli kominn áleiðis við lestur á öðru verki, óg- urlegu torfi, tröllauknu að vöxtum — Carrie systur eftir Teodór Dreiser. Sú bók held ég jafnvel að hafi eitt sinn verið orðuð við þá tign að vera „The Great American Novel", sem lengi hefur verið leitað að. Þetta er náttúrlega mikið framtak og lofsvert og kannski ekki laust við að manni finnist að forleggjarar þessa lands ættu að vera ögn duglegri við að hlusta á útvarps- sögur, sem oft eru ágætlega þýddar. Eða hvað ætli margar síður af óprentuðum handritum liggi einhvers staðar á háaloft- um útvarpsins. Svo vona ég bara einlæglega að Atli fái sæmilegan aukapening fyrir vikið — ekki mun af veita í dýrtíðinni. Ég spurði hann hvort þetta væri ekki svakalega erfitt og Atli svaraði af dæmigerðu hæglæti: „Blessaðúr maður, þetta er ægilegt..." Annars get ég svosem trútt um talað sjálfur. Ég hef ekki hlustað á útvarpssögu síðan ég var gerður útlægur úr kaffiskúr vestur á Melum fyrir næstum tíu árum, sök mín sú ein að kunna ekki bridds. Þá var ekki annað til skemmtunar en að hlusta á útvarpssögu, enda ekki aðrar rás- ir... Ríkissjónvarpið fór inn á hreint ótrúlega braut síðastliðinn mánudag. I kvöldfrétta- tíma var nokkrum hafnfirskum konum gef- inn kostur á að bera mjög alvarlegar sakir á nafngreindan einstakling. Til áréttingar birti fréttastofa dagblaðsmyndir af hinum meinta sakamanni. Sjálfar fengu konurnar hinsvegar að snúa baki í kvikmyndavél sjónvarpsins og var þannig leyft að vega úr launsátri. Þessi vinnubrögð ríkissjónvarpsins marka tímamót. Það breytir engu þótt hinn nafngreindi einstaklingur hafi sjálfur kom- ið fram í viðtali við dagblað. Hann er frjáls að því að bera af sér sakir, enda saklaus þar til annað sannast. Fréttastofa sjónvarps verður að gera sér grein fyrir því að það er grundvallarmunur á því hvort viðmælend- ur eru að bera af sér sakir eða bera sakir á aðra. Að auki var sá reginmunur á að huldukonurnar úr Hafnarfirði og börn þeirra voru aldrei nafngreind í umræddu blaðaviðtali. Sjónvarpinu fannst hins veg- ar við hæfi að myndskreyta ásakanir hinna nafnlausu huldukvenna með myndum af þeim sem nafngreindur var og sakfelldur af þeirra hálfu. Tilfinningalegt uppnám er auðvitað mjög eðlilegt hjá því fólki sem telur að mjög alvarlegt afbrot hafi verið framið gegn börnum sínum. Hins vegar er það mjög óeðlilegt af fréttastofu að elta slíkt fólk uppi og senda út ásakanir þess og um- mæli um þann grunaða. Slíkur sjónvarps- dómstóll getur haft mjög alvarlegar afleið- ingar. I tíð Ingva Hrafns Jónssonar fréttastjóra hefur verið bryddað upp á ýmsum nýmæl- um, ekki síst í frásögnum af harmleikjum og sorgarviðburðum. Þar hafa smekkleys- an og dómgreindarleysið verið einkenn- andi. Aldrei hefur sjónvarpið þó gengið jafnlangt og sl. mánudagskvöld þegar nafngreindur maður er lýstur geðbilaður í aðalfréttatíma. Ef fréttastofa sjónvarps heldur að verið geti að tiltekinn maður sé „psychopath", en það sjúkdómshugtak var viðhaft um hinn meinta sakamann, þá er það varla hlutverk fréttastofu að sparka í slíkt fólk. Það launsátur sem sjónvarpið útbjó hin- um ásakandi konum verður vafalaust rétt- lætt af fréttastjórum með skírskotun til barnaverndar, þ.e. að sjónvarpið hafi verið að vernda börn þessara kvenna. Slíkur til- gangur er út af fyrir sig alltaf virðingar- verður. En með hliðsjón af barnavernd mætti spyrja sjónvarpið hvort hinn meinti ódæðismaður á ekki líka börn. Eru ekki einhver takmörk fyrir því hvað hægt er að troða á tilfinningum þeirra og sálarheill? Eða eru börn þeirra sem sjónvarpið vill, krossfesta undanskilin barnavernd? Það þarf vonandi ekki að taka fram að kynferðisafbrot gegn börnum eru einhver alvarlegustu afbrot sem framin eru. Þetta mál snýst hins vegar ekki um það. Þetta mál snýst um yfirgengilegt dómgreindar- leysi íslenska sjónvarpsins, sem farið er að haga sér af hreinni skrílmennsku í við- kvæmu lögreglumáli. Vilji eitthvert fólk koma samborgurum sínum á bak við lás og slá fyrir að bera af sér sakir í blaðaviðtali þá er það ekki hlutverk fjölmiðla að fylgja slíkri kröfu eftir, allra síst með vinnubrögð- um sem eru margfalt alvarlegri en umrætt blaðaviðtal. 38 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.