Helgarpósturinn - 20.08.1987, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 20.08.1987, Blaðsíða 5
og þau áhrif sem það kann að hafa á sjálfstæðismanninn og fyrrum borgarstjórann Birgi ísleif. En enn sterkara samband er kannski milli menntamálaráðherra og Nordals- ættarinnar. Jóhannes Nordal, faðir Beru, er náinn vinur Birgis Isleifs frá því þeir sátu saman í stóriðjunefnd. „VEIÐIFÉLAGINN GAF FORSKOT" Afskipta Jóhannesar Nordals af þessu máli er jafnvel þegar farið að gæta, að mati sumra heimildar- manna HP. Rekstrarstjóri Listasafns- ins, Karla Kristjánsdóttir, var settur forstöðumaður þess til tveggja mán- aða þegar Selma heitin veiktist, en eftir fráfall hennar, fáeinum dögum fyrir stjórnarskipti, lét Sverrir Her- mannsson það verða eitt sitt síðasta verk í embætti menntamálaráð- herra að svipta Körlu setningunni, sem er nánast einsdæmi í embættis- sögu landsins, og setti Beru í for- stöðumannsstarfið í staðinn til óákveðins tíma. Úr hópi myndlistar- manna heyrðust strax þær raddir að þarna hefði Sverrir, veiðifélagi Jóhannesar Nordals, gefið Beru „forskot" á aðra umsækjendur um stöðuna, og reyndin mun vera að þessi ákvörðun Sverris hleypti illu blóði i myndlistarmenn og aðra tengda greininni. Á hinn bóginn er á það bent að setning Körlu, sem ekki er listfræðimenntuð, hafi verið „viss mistök"; skammt var til opnun- ar á fyrstu sýningu í nýju húsnæði, Bera hafði menntunina til að bera við uppsetningu hennar, og var auk þess nærtæk. Burtséð frá ættar- og vinatengsl- um þykir Bera vera mjög vænleg í starf forstöðumanns á nokkuð öðr- um forsendum en Einar Hákonar- son, Gunnar og Ólafur Kvaran. Hún hefur að vísu ekki enn sýnt nægi- legt sjálfstæði í starfi, en þykir opin og kreddulaus og hefur til að bera það umburðarlyndi sem margir telja að forstöðumaður þurfi í starfi. Hún velur ekki menn „eftir sinni línu“ eins og nokkrum öðrum um- sækjendum er legið á hálsi fyrir. Menn eru sammála um að þetta eigi líka við um Aðalstein Ingólfsson, ákaflega vandaðan og sanngjarnan mann, sem allir sem leitað var til kváðust treysta vel til að gegna for- stöðumannsstarfinu. Skipun Aðal- steins í stöðuna yrði einna óum- deildust, fullyrða menn, en telja hinsvegar að hann líði fyrir þann flokks- og ættarhnút sem málið er í og Birgir ísleifur þarf að höggva á fyrr en seinna. BARÁTTA MILLI STÉTTA í grófum dráttum lítur því dæmið þannig út: Birgir ísleifur á kost á einkar hæfum bræðrum í starfið, auk Aðalsteins, sem er ekki síður með traustan bakgrunn, svo og Einari og Beru, annarsvegar virkum og virtum flokksbróður og hinsvegar dóttur náins vinar síns. Það er við- tekin venja á íslandi að embættis- veitingar taki tillit til vensla og skoð- ana, og svo er trúa margra að enn verði hér. Baráttan milli Einars og Beru er barátta tveggja ólíkra skoðana um hverskonar manngerð og menntun dugir best í forstöðumannsstarf Listasafnsins. Hún er líka barátta milli stétta, milli listamannsins og listfræðingsins. Eins og fyrr greinir telja margir myndlistarmenn tíma til kominn að maður úr þeirra röð- um taki til hendinni í Listasafninu, maður sem af eigin raun þekkir til aðstæðna myndlistarmanna. List- fræðingar benda aftur á móti á að starfandi listamenn séu í of mikilli nálægð við listina til að geta metið þróun hennar og það besta sem hún bjóði upp á á hverjum tíma. Einnig geti verið siðferðislega háskalegt að myndlistarmaður hafi vald til að velja úr verkum kollega sinna til ríkiskaupa. Hver svo sem ráðinn verður af þessum sex umsækjendum, sem nokkrum orðum hefur verið farið um hér að framan, stendur eftir aðalatriði þessa máls. Listasafn ís- lands hefur búið við þröng skilyrði, bæði fjárhagslega og húsnæðislega. Nýtt húsnæði skapar aðrar kring- umstæður, stór og ögrandi bíða verkefnin nýs forstöðumanns. Og svo hann fái glímt við þau af viti þarf hann að finna samtakamátt þeirra, sem vilja láta sig myndlist varða í landinu, svo og peninga. Það má Birgir ísleifur líka vita. Kjötvinnslur — verslanir Vorum aö fá nýja sendingu af hinum frábœru MAINCA-hamborgaravélum á góöu veröi. 300 hamborgarar á tíma Nákvœm þyngdarstilling Auöveldar í notkun Möguleiki á aukaformplötu fyrir t.d. kjötbollur PI.1SÍM llf/ KRÓKHÁLS 6 SÍMI 671900®^ BÍLEIGENDUR BODDÍHLUTIR! ÓDÝR TREFJAPLASTBRETTI O.FL. Á FLEST- AR GERÐIR BÍLA, ÁSETNING FÆST Á STAÐNUM. BÍLPLAST Vfegnhöfda 19, felml 668233. PóstMndum. Ödýrir sturtubotnar. Tökum aö okkur trefjaplutvinnu. Vfefjtö Islfenskt. HANDMENNTASKÓLI ÍSLANDS Sfmi 27644 box 1464 121 Reykjavík Handmenntaskóli Islands hefur kennt yfir 1250 íslending- um bæði heima og erlendis á síðastliðnum sex árum. Hjá okkur getur þú lært teikningu, litameðferð og skrautskrift - fyrir fullorðna - og föndur og teikningu fyrir börn í bréfaskólafomi. Þú færð send verkfæri frá okkur, sendir ókkur úrlausnir þínar og þær eru sendar leiðréttar til baka. Þeim, sem minni tíma hafa, bjóðum við uþþá stutt hæfileikapróf á þessum sviðum. - Biddu um kynningu skólans með því aö snda nafn og heimilisfang til okkar eða hringdu í síma 27644 núna strax, símsvari tekur við pöntun þinni á nóttu sem degi. - Tímalengd námskeið- anna stjórnar þú sjálf(ur) og getur því hafið nám þitt, hvenær sem er, og verið viss um framhaldið. Hér er tækifærið, sem þú hefur beðið eftir til þess að læra teiknun og skrautskrift á auðveldan og' skemmtilegan hátt. Þú getur þetta líka. IÉG ÓSKA EFTIR AÐ FA* SENT KYNNINGARRIT HMI MER AD KOSTNADARLAUSii KÉRÁS1ASE 'FRÁ L'ORÉAL PARÍS ÁTT ÞÚ í ERFIÐLEIKUM MEÐ HÁRIÐ. LEITAÐU RÁÐA HJÁ HÁRGREIÐSLU- MEISTARANUM. SPURÐU HANN UM KERASTASE. FÆST AÐEINS Á HÁRSNYRTISTOFUM. HELGARPÓSTURINN 5

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.