Helgarpósturinn - 03.12.1987, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 03.12.1987, Blaðsíða 6
ÆTLA MÍR Í MÁL VIÐ SIGLINGAMÁLASTOFNUN segir Pórdur Júlíusson á Isafiröi uegna innköllunar smábáta frá Stálvík Innköllun Siglingamálastofnunar á 6 nýjum 9,9 tonna bátum frá skipasmíðastöðinni Stálvík virðist ætla að draga dilk á eftir sér. Eigandi eins þessara báta íhugar nú málshöfðun gegn stofnuninni og annar deilir við skipa- smíðastöðina um hver eigi að borga þær endurbætur sem grípa þurfti til. EFTIR FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON í Helgarpóstinum 15. október sl. birtist frétt þess efnis að Siglinga- málastofnun hefði innkallað þessa 6 báta þar sem komið hefði í ljós að þeir stæðust ekki kröfur um ,,form- stöðugleiká'. Áður höfðu þó allar teikningar og breytingar fengist samþykktar af stofnuninni og hún gefið út haffærisskírteini — og bát- arnir haldið á veiðar. Magrtús Jóhannesson siglingamálastjóri sagði hins vegar i samtali við HP að allar leyfisveitingar hefðu verið háðar því að bátarnir stæðust end- anlega úttekt og að í þessum tilvik- um hefðu heildargögn borist of seint frá skipasmíðastöðinni. TVENNAR VÍGSTÖÐVAR Þeirri spurningu, hvort ekki hefði verið nærtækara að bíða með út- gáfu haffærisskirteinanna þar til endanleg úttekt lægi fyrir, svaraði siglingamálastjóri á þá leið að það „gæti vel verið að það sé rétt að hafa slika reglu á. En við hljótum að bera visst traust til hönnuða og skipasmíðastöðva sem starfað hafa um langt árabil". Sagði siglinga- málastjóri að eigendur bátanna hefðu vitað um þann fyrirvara sem settur var á gegn því að skírteinin væru gefin út og bætti því við að að jafnaði væri það stöðvanna að full- nægja öllum kröfum og bera kostn- aðinn. Enn er óútkljáð hver ber ábyrgð- ina á því hvernig fór og reynir á það á að minnsta kosti tvennum víg- stöðvum á næstunni. Annars vegar íhugar Þóröur Jútíusson á Isafirði, eigandi bátsins Guðrúnar Jónsdótt- ur, að fara í mál við Siglingamála- stofnun út af innkölluninni, en hins vegar deilir Þórlindur Jóhannesson í Reykjavík við skipasmíðastöðina um hver skuli bera kostnaðinn af endurbótum sem voru gerðar á bátnum Jóhönnu. TJÓN OG BAK- REIKNINGUR „Þetta hefði aldrei verið neitt mál ef Siglingamálastofnun hefði staðið við sitt. Hún stimplaði teikningar og gerði aldrei neinar athugasemdir,“ sagði Þórður. „Ég lét sjálfur setja 1.200 kg neðan á kjölinn, en ef þeir hefðu farið fram á að fá 2 tonn í við- bót hefði ég gert það áður en bátur- inn færi á flot. Nú er ég búinn að panta þessi 2 tonn neðan á kjölinn fyrir mig og eigendur bátanna „Ég vefengi ekki aö mótun fiskveiöistefnu er í höndum Alþingis. Það má hins vegar þykja furöulegt aö þegar hagsmunasamtök eru orðin sammála um grundvallaratriöi í mótun stefnunnar skuli alþingismenn hafa uppi allt aörar skoöanir óskar Vigfússon formaður Sjómannasambands íslands. „Fiskveiðistjornunin í dag, og eins og frumvarpsdrög sjávarútvegsráð- herra gera ráð fyrir, er eins konar lénsskipulag, sem við getum ekki sætt okkur við. Kjartan Jóhannsson, þingmaöur Alþýðuflokks. „Nú þegar verður að sníða verstu agnúa af gildandi kvótakerfi, sem heftir frumkvæði og atvinnufrelsi einstaklingsins." Ur tillögu níu formanna á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins. „I stjórnarsáttmálanum var því slegið föstu að ríkisstjórnin ætlaði sér að endurskoða núverandi kvóta fyrirkomulag og móta sér nýja fisk veiðistefnu samkvæmt nánari skil greiningu." Jón Baldvin Ffannibalsson fjármálaráðherra „Þaö stendur ekki „nýja fiskveiði- stefnu" í stjórnarsáttmálanum. Þeir lögðu það hins vegar til að það yrði sagt „nýja", en við neituðum því og það varö niðurstaðan." Halldór Ásgrimsson, sjávarútvegsráðherra. „Þetta mál verður aldrei skipti- mynt við Framsóknarflokkinn." Sighvatur Björgvinsson, þingmaður Alþýðuflokksins. „Misheppnaðar aðgerðir í pen- ingamálum á þessum árum tel ég dæmi um framtaksleysi Seðlabank- ans á tímum stjórnmálalegrar óvissu." Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Lands- bankans. Hinir vinsælu 9,9 tonna bátar. Þórður Júlíusson ætlar í mál við Siglingamálastofnun fyrir það sem hann kall- ar „forkastanleg vinnubrögð". Annar smabataeigandi hyggst senda Stálvík 400 þús. kr. bakreikning. Stundvíss og Bjargar. Kostnaðurinn er þó sáralítill miðað við það tjón sem búið er að valda okkur. Hefði stofnunin framfylgt þessum reglum strax hefði þetta aldrei komið til mála, svo ég ætla að leita réttar míns og íhuga nú að fara í mál við stofnunina. Þetta eru forkastanleg vinnubrögð.” Fyrsti báturinn af þessum 6, Jóhanna, fór á sjó í fyrravetur. Allan þennan tíma hefur Þórlindur Jó- hannesson stundað netaveiðar á Jóhönnu — en hann er reyndar ekki enn skráður eigandi bátsins, heldur Stálvík. „Það stendur styr út af perustefninu sem sett var á á sínum tíma. Þeir vilja að ég borgi peruna og hafa ekki viljað gefa út smíða- skírteini og er ég ekki sáttur við það. „Enainn vafi er á því ad ritsmíðar Snorra Sturlusonar skiluðu engum arði, eða við skulum seqja að stórtap varð á ritverkum hans/1 Ragnar Árnason, hagfræðingur. „Það er vegna þessarar ofsatrúar Seölabankans á frjálshyggjuna að ekkert gerist. Ég hef gagnrýnt þetta og það væri góð byrjun hjá Seðla- bankanum að framkvæma það sem lögin gera ráð fyrir." Steingrímur Hermannsson, utanríkisráðherra. „Sannleikurinn er sá að Seðla- bankinn hefur of litið valdsvið en það er þing og rfkisstjórn sem ákveður hvaöa stjórntæki og valdsviö Seðla- bankanum er fengið." Geir Hallgrímsson, bankastjóri Seðlabankans. „Þorsteinn er bara lítið peð sem lætur nota sig." Albert Guðmundsson, formaður Borgaraflokksins. „Það eru óneitanlega skemmtileg og óvænt tíðindi að Gorbatsjov skuli veitt verðlaunin í annað sinn sem þau eru veitt." Ólafur Ragnar Grímsson, fyrsti handhafi Indiru Gandhi-verðlaunanna. „Ég hef trú á því að fantaskapur nú- verandi félagsmálaráðherra i garð Alexanders sé nú að koma í bakið á henni sjálfri." Finnur Ingólfsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra. „Við sendum frumvarpið út til aðila vinnumarkaðarins, samtaka vinnu- veitenda og Alþýðusambands ís- lands og fleiri launþegasamtaka, einnig til Félags fasteignasala og Húsnæðisstofnunar. Allar umsagn- irnar voru yfirgripsmiklar en flestar þeirra eru neikvæðar frumvarpinu." Alexander Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins. „Sumir segja að lífeyrissjóðirnir hafi brunnið upp. Það er rangt, peningarn- ir eru bara allir geymdir i húseignum sjóðsfélaga." Jón Hallsson. framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verkfræð- inga. Magnús Jóhannesson siglingamála- stjóri Haffærisskírteini gefin út með fyrir- vara og það skráö í eftirlitsbækur bátanna. Ég er með lögfræðing í þesu máli og það verður sest við samningaborð- ið. Ég bað ekkert um þessa peru og hún var ekkert á teikningunum, en síðar kemur á daginn að þetta þarf til og vegna þessa missti ég 5 vikur á vertíðinni og fæ 400.000 króna reikning, sem ég er ekki sáttur við að borga," sagði Þórlindur. ÞEIRRA EIGIN ÓSK Magnús Jóhannesson siglinga- málastjóri sagði að það hefði verið eftir ósk eigendanna sjálfra að haf- færisskírteinin voru gefin út til bráðabirgða. „Og við vorum í góðri trú um að bátarnir væru í lagi, enda að fást við skipasmíðastöð með mikla reynslu og þar hvílir ábyrgð- in, sem og hjá hönnuði. Það varð síðan óvenjulangur dráttur á því að gögn kæmu inn. Ef menn eru að íhuga að leita réttar síns gagnvart okkur vegna tjóns af þessu þá segj- um við á móti: Við vorum ekki að afgreiða bátana vegna þess að við vildum afgreiða þá, heldur vegna þess að eigendurnir óskuðu eftir því og þeir áttu að vita nákvæmlega að þessi gögn vantaði. Þeim var því í lófa lagið að bíða þangað til gögnin væru komin. Allt saman er þetta skýrt tekið fram í eftirlitsbókum bát- anna," sagði Magnús. Alls voru á fyrstu 8 mánuðum árs- ins smíðaðir eða fluttir inn 47 þil- farsbátar af þessari umtöluðu teg- und, þ.e. bátar sem með sérstakri hönnun mælast rétt undir 10 tonn- um. Formstöðugleikareglur Sigl- ingamálastofnunar eru hins vegar frá 1984 og virðist stofnunin ætla að framfylgja þeim stífar en hingað til. „Það þekkist hvergi i heiminum að eftirlaunasjóðir dreifi ekki áhættu sinni með því að fjárfesta í erlendum skuldabréfum." Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri Verðbréfamarkaðs Iðn- aðarbankans. „Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar hefur ekki verið samþykkt í þing- flokki sjálfstæðismanna. Þar hafa men því óbundnar hendur." Eyjólfur Konráð Jónsson, þingmaður Sjáifstæðisflokksins. „Það er rétt að þingflokkurinn hafði ekki samþykkt fjárlagafrumvarpiö i þeirri mynd sem það var þegar það var lagt fram. En ég lít svo á að þing- flokkurinn standi að afgreiðslu frum- varpsins þegar þar að kemur." Ólafur G. Einarsson, þingflokksformaður sjálfstæðismanna. „Ef íslendingar vilja ekki kveðja okk- ur fyrir rétt til að hlusta á kærur höf- um við enga aðra úrkosti en að fara til íslands og sjá til þess að réttlætinu verði fullnægt." Paul Watson, forsvarsmaður Sea Shepherd. 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.