Helgarpósturinn - 03.12.1987, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 03.12.1987, Blaðsíða 14
EFTIR ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR MYND JIM SMART BILEIGENDUR BODDÍHLUTIR! ÖDÝR TREFJAPLASTBRETTI O.FL. AR GERÐIR BÍLA, ÁSETNING STAÐNUM. Á FLEST- FÆST Á BILPLAST Vagnhólða 19, «im< 688233. PóstMndum. Ódýrir nurtubotnar. Tökum aö okkur tmqapiutvinnu. \A»ljið ístanakt. ÁTT ÞÚ í ERFIÐLEIKUM MEÐ HÁRIÐ. LEITAÐU RÁÐA HJÁ HÁRGREIÐSLU- MEISTARANUM. SPURÐU HANN UM KERASTASE. FÆST AÐEINS Á HÁRSNYRTISTOFUM. HANDMENNTASKOLI ISLANDS Sim! 27644 box 1464 1 21 Reykjavík Handmenntaskóli íslands hefur kennt yfir 1250 íslending- um bæði heima og erlendis á síðastliðnum sex árum. Hjá okkur getur þú lært teikningu, litameðferð og skrautskrift - fyrir fullorðna - og föndur og teikningu fyrir börn í bréfaskólafomi. Þú færð send verkfæri frá okkur, sendir okkur úrlausnir þínar og þær eru sendar leiðréttar til baka. Þeim, sem minni tíma hafa, bjóðum við uppá stutt hæfileikapróf á þessum sviðum. - Biddu um kynningu skólans með því að snda nafn og heimilisfang til okkar eða hringdu í síma 27644 núna strax, símsvari tekur við pöntun þinni á nóttu sem degi. - Tímalengd námskeið- anna stjórnar þú sjálf(ur) og getur því hafiö nám þitt, hvenær sem er, og verið viss um framhaldið. Hér er lækifærið, sem þú hefur beöið eftir til þess að læra teiknun og skrautskrift á auðveldan og skemmtilegan hátt. Þú jetur þetta líka. EG OSKA EFTIR AD FA SENT KYNNINGARRIT HMÍ MER AÐ KOSTNAOARLAUSU NAFN. » I ^HEIMILISF.. KERASIASE 'FRÁ L’ORÉAL PARÍS * Olína Þorvaröardóttir, fréttamaöur og fjögurra barna móöir, í viötali viö HP AUDVITAD ER ÞETTA TOGSTREITA Hún var í sínu reglubundna sex daga fríi. Þannig frí fá fréttamenn ríkissjónvarpsins á átta vikna fresti. Þess vegna var hún líka byrjuö aö baka fyrir jólin. Eins gott því fríinu sem átti aö Ijúka á þriðjudaginn hefur greinilega lokiö aðeins fyrr. Að minnsta kosti sást Olína Þorvarðardóttir á skjánum á laugardagskvöldið. Hún hafði komið börnunum þremur á róluvöll í nágrenninu. Sá elsti var að bera út DV: „Ég tala yfirleitt um „litlu börnin" mín og barnið mitt,“ segir hún. „Sá elsti, Doddi, var nefnilega einbirni í sjö ár, áður en ég fór á fullt!“ Ólína var 16 ára þegar hún varð ófrísk, í gagnfræðaskóla, á leið í menntaskóla: „ Ég bjó heima, var bara barn í foreldrahúsum á Isa- firði. Reyndar er ég Reykvíkingur, en bjó á ísafirði í nokkur ár meðan foreldrar mínir voru þar. A þeim árum var ég ekkert farin að leggja drög að framtíðinni. Var orðin leið á grunnskólakerfinu og menntakerfinu og ætlaði að verða fiskverkunarkona held ég. Ég lagði litla rækt við námið og vann með því á daginn. Svo varð ég ófrísk og fór að hugsa minn gang. Það varð í rauninni til þess að ég fór í menntaskóla. Mér fannst einhvern veginn að þegar ég væri komin með barn myndi ég missa af einhverju í lífinu — einhverju sem ég ætlaði mér ekki að missa af. Doddi varð í rauninni bara einn lítill fjölskyldumeðlimur sem bættist við og fjölskyldustatusinn breyttist ekkert. Ég hefði auðvitað aldrei farið í menntaskólann hefði ég ekki átt svona góða fjölskyldu. Barnið var með magakrampa í sex mánuði og fjölskyldan hafði vaktaskipti. Svo ég var alls ekki ein í heiminum. Hefði senniiega aldrei menntað mig meira hefði svo verið. Þegar ég lauk stúdentsprófi árið 1979 var Doddi orðinn fjögurra ára. Þá hafði ég kynnst manninum mínum, Sigurði Péturssyni. Við fórum norður á Húsavík þar sem við störfuðum við kennslu í eitt ár við gagnfræðaskólann. Síðan var pakkað saman pinklum og pjönkum og farið suður til Reykja- víkur þar sem við skráðum okkur í háskólann. Þar byrjuðum við haustið ’80, ég í íslensku og Sigurður í sagnfræði. Við stungum okkur á bólakaf í félagslífið í háskólanum og eftir tveggja ára nám fór ég að eiga börn. Þvi linnti ekki fyrr en þremur árum seinna. Það má segja að ég hafi verið ófrísk allt mitt háskólanám. Lauk náminu og var hálfnuð með magister þegar ég tók mér frí og byrjaði að vinna hjá sjónvarpinu. Það spyrja margir eins og þú, hvernig mér hafi tekist að komast í gegnum háskólann með fjögur lítil börn. Við vorum nú tvö að sjá um þau! Meðan við vorum í háskólanum tók stundataflan mið af börnunum, ekki af þeim náms- greinum sem okkur langaði að læra. Við komum því þannig fyrir að við vorum alltaf heima til skiptis. Þegar Saga og Pétur voru orðin tveggja ára komust þau á dagheimili, en þá var Maddý nýfædd og á brjósti. Þannig að það létti í sjálfu sér ekki skóla- gönguna þótt tvö væru á dag- heimili því ég var bundin yfir þeirri yngstu. En þetta hafðist allt saman. Ég hugsaði ekki svo mikið um hvort það væri erfitt að vera með fjögur börn og í námi. Það þýddi ekkert. Auðvitað fann ég á sjálfri mér að ég var stundum þreytt, sérstaklega eitt árið. Þá sat ég í háskólaráði og stúdentaráði, var í fullu námi, söng í Háskólakórnum, var að vinna BA-ritgerðina mína og byrjuð að vinna sem blaða- maður á NT. Þetta átti aldrei að verða svpna en þróaðist einhvern veginn. Ég var byrjuð að syngja í kórnum, hafði verið kosin í bæði ráðin til tveggja ára og búin að sitja þar í eitt ár þegar mér gafst kostur á að starfa sem blaða- maður. Það hafði mig lengi langað að starfa við. Ég gat ekki hætt við námið fyrir blaðamennskuna, hélt því tvennu áfram og þurfti að ljúka hinum skyldunum. Sagði mig samt fljótlega úr kórnum. Maðurinn minn hjálplegur? Ég kalla það svosem ekkert að vera hjálplegur, við erum í þessu saman. En hann svíkst aldrei undan merkjum! Hér situr enginn með fæturna uppi á borði, það er alveg ábyggilegt! Á NT starfaði ég frá því það var stofnað '84 þar til ég tók fæðingarorlofið vorið ’85. Þá urðu ritstjóraskipti á blaðinu þannig að ég fór ekki aftur til starfa þar. í febrúar árið eftir byrjaði ég hjá sjónvarpinu. Þar eru gengnar 12 tíma vaktir, unnið í þrjá daga, frí í tvo. Við vinnum frá klukkan níu tii níu. Auðvitað er ég með hugann mikið heima þótt ég viti auðvitað alltaf hvar börnin eru. Siggi hefur líka nokkuð frjálsan vinnutíma núna þannig að hann er heima þegar þau eru ekki í dagvistun. Ef þau eru kvefuð eða eitthvað lasin hringi ég auðvitað oftar heim en ella! Það er ekki hlaupið að því að fara úr vinnunni á miðjum vinnu- degi. Síðan hef ég manneskju sem kemur hingað heim tvo til þrjá daga í viku þegar ég er á vakt. Hún hugsar um þau og hefur þau heima ef illa viðrar. Auk þess hjálpar hún til með heimilisstörfin. Ég tók ákvörðun um að fá mér húshjálp í fyrra, þegar ég hafði unnið í hálft ár á sjónvarpinu. Ég hef svo lítinn tíma fyrir börnin, heimilið, fjölskylduna og allt sem mig langar að gera, að það að ætla sér að standa ennfremur í þvottum, skúringum og öðru, það gengur bara ekki upp. Ég er hins vegar það mikil pjattrófa að ég vil hafa heimilið þokkalegt, þess vegna fékk ég mér heimilishjálp. Þegar ég á frí eyði ég því með börnunum. Þá les ég fyrir þau sögur, við förum út að ganga, gefum öndunum — eða bara kúrum uppi í rúmi. Aðallega vil ég hafa tíma til að tala við þau. Mér finnst tíminn alltof lítill sem maður á til að tala við börnin sín. Það standa allir í þessu — ekki lífsgæðakapphlaupi — heldur þurftastreði. Jafnaldrar mínir eru að koma þaki yfir höfuðið, búa að sinni hreiðurgerð, og eins og launin eru í dag þá gengur það ekki upp að annar aðilinn vinni úti. Konur í dag eiga.ekkert val. Konur hafa ekkert um það að velja að vera heima hjá börnunum. Börn eru ekkert minna krefjandi þótt þau eldist. Þau eru ekki eins háð líkamlegri umönnun og lítil börn, en ef maður ætlar að fylgjast með þroska þeirra og ala þau upp, þá er það ekki síður krefjandi eftir því sem þau eldast. Og það er lúmskt hvað þarf að fylgjast með þessum stóru krökkum. Það tekur í rauninni meira á mann sem uppalanda. Það þarf að ræða við þau almennt verðmætamat og lífsins gildi. Maður þarf að stokka upp lífsfíló- sófíuna hjá sjálfum sér til að leggja þeim einhvern grunn. Starf fréttamanns er í rauninni of mikið fyrir fjögurra barna móður! Enda er ég farin að leggja drög að því að hægja aðeins á mér. Ég tek mér frí frá sjón- varpinu í sex mánuði, frá ára- mótum. Ég ætla að leysa Herdísi Þorgeirsdóttur ritstjóra Heims- myndar af meðan hún fer í barn- 14 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.