Helgarpósturinn - 03.12.1987, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 03.12.1987, Blaðsíða 23
EFTIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON MYND: JIM SMART Fyrsta íslenska skáldsagan Þorsteinn Antonsson ogMaría Þorsteinsdóttir hafa búiö til prentunar bók Eiríks Laxdal, sögu Ólafs Þórhallasonar Nú nýverid kom úl hjá bókafor- laginu Þjódsögu Ólafs saga Þór- hallasonar eftir Eirík Laxdal. Saga þessi var skrifuð einhvern tíma um aldamótin 1800 og er því vœntan- lega fyrsta íslenska skáldsagan ef tekid er mið af þeim skilningi sem fólk almennt hefur á orðinu skáld- saga. Það eru þau hjónin María Anna Þorsteinsdóttir og Þorsteinn Antonsson sem búið hafa bókina til prentunar, en þetta er það fyrsta sem gefið er út eftir Eirík, sem var nokkuð afkastamikill rithöfundur á sinni tíð. Frumrit sögunnar er enn til svo og eftirrit sem skrifað var upp í bitum síðar. HP bað þau Maríu og Þorstein að segja frá bókinni og höf- undi hennar. „Eiríkur var fæddur árið 1743 og kenndi sig við Laxárdai í Skagafirði. Hann var prestssonur og fór til náms við Hólaskóla og hefur senni- lega alist upp í meiri menntaanda en gekk og gerðist á þessum tíma. Eiríkur var alla tíð, eftir því sem heimildir herma, upp á kant við samfélagið og samtímaheimildir líta á hann sem fremur hæpinn karakt- er. Það eru t.d. varðveittar nokkrar ljótar níðvísur um hann. Hann hefur verið maður sem stóð fast á sinni meiningu og sló ekki af þó aðrir væru á öndverðum meiði. Hann var uppi á þeim tíma þegar bókstaflega allt var bannað, m.a. lauslæti, en sjálfur átti hann tvö lausaleiksbörn, annað þeirra með dóttur biskups. Hann hefur hins vegar verið mjög lesinn og gífurlega minnugur, enda þurftu þess tíma menn miklu meira að treysta á minnið heldur en nú- tímamaðurinn. Eftir að hafa lokið námi við Hólaskóla fór hann til há- skólanáms í Kaupmannahöfn, en þar sinnaðist honum við garðpró- fast og missti þess vegna styrkinn sinn. Af þeim sökum varð hann að hætta námi og fór þá í danska sjó- herinn. Þaðan komst hins vegar enginn aftur ef hann einu sinni var kominn inn. Sögur herma að Henrí- etta prinsessa Dana hafi losað hann úr sjóhernum og hún er staðfest. Eftir það kemur Eiríkur heim aftur, þótti þá frekar sóðalegur, lúsugur og skítugur eftir slark í Höfn. Hann settist að öllum líkindum við skriftir en stundaði jafnframt sjómennsku. Hann fór ekki að búa fyrr en undir aldamótin 1800 og líklegast hefur hann skrifað sögu Ólafs Þórhalla- sonar meðan á því hokri stóð. Hann gifti sig ennfremur á þessum árum en þegar þau hjónin flosnuðu upp úr búskapnum fór konan á hreppinn en hann fór á flakk. Það var þó kannski ekki verra en að búa á þess- um árum, enda eimdi mjög eftir af hörmungum móðuharðindanna í landinu. Hann lést síðan 1816.“ — Hann hefur þá skrifað meira en þessa sögu. „Já, það er varðveittur í eftirriti gríðarstór sagnabálkur sem heitir Olandssaga. Það sem hefur varð- veist er um 500 síður, en það eru reyndar ekki nema tveir þriðju hlut- ar upprunalegrar lengdar. Sá bálkur er eins konar undirbúningur að skáldsögunni sem hér er til um- ræðu. Það hafa líka varðveist eftir hann rímnabálkar og nokkur kvæði auk ljóðabréfs sem er upp á 60 síður eða svo.“ — Hvað getið þið sagt mér um Ólafs sögu Þórhallasonar, er þarna komin fyrsta íslenska skáldsagan? „Það er náttúrulega ekki okkar að fella neinn dóm um það. Hins vegar, þegar tekið er mið af hinum almenna skilningi á orðinu skáld- saga, þá verður það að teljast lík- legt. Sú sem hingað til hefur verið talin fyrst, Piltur og stúlka Jóns Thoroddsen, kom ekki út fyrr en um miðja 19du öldina. En þetta er vissulega ekki þjóðsaga, riddara- saga eða annað sem þekkt er, þess vegna má telja að þarna sé fyrsta ís- lenska skáldsagan komin. Það er einnig gaman að geta þess að bygg- ing sögunnar minnir um margt á skáldsögu tuttugustu aldarinnar. Hún stendur að minnsta kosti nær henni en þeirri nítjándu og raunar minnir hún einnig á margt af því sem er að gerast í nútímabókmennt- um okkar þar sem höfundar nota sér þjóðsögur í sífellt ríkari mæli.“ — Þannig að þessi saga sækir efnivið í þjóðsögur. „Já, efnið erþangað sótt. Bókin er þroskasaga Ólafs Þórhallasonar, hefst þegar hann er fimmtán ára og nær fram á miðjan aldur. Hún gerist að hluta meðal álfa og það er mjög merkilegt hvernig Eiríkur lýsir sam- félagi álfanna, en það gerir hann mjög skilmerkilega. Hann lýsir menningu þeirra, uppruna, þjóð- skipulagi og líka útliti mjög ná- kvæmlega út frá líffræðilegum for- sendum. Alfarnir eru i bókinni full- trúar vísindanna og framfaranna, lærdómsins, — þeir búa í jörðinni, þekkja eðli hlutanna og trúa á guð. Sagan er skrifuð á upplýsingaröld- inni svokölluðu og álfarnir eru sem- sagt fulltrúar þeirrar upplýsingar. Kirkjan í mannheimum er hins veg- ar fulltrúi skefjalausrar auðhyggju og afturhaldssemi. Þess má geta að biskupinn á Hólum kemur við sögu og Eiríkur gerir óspart grín að hon- um á mjög skemmtilegan hátt, án þess að vera með neinar predikanir eða umvandanir eins og títt var á þessum tíma. Það er eiginlega alveg stórkostlegt hvernig hann blandar saman miðaldahugsunarhætti og svo upplýsingunni, tekur það besta úr hvoru tveggja og gefur álfunum. Annað sem nefna mætti eru kven- réttindi meðal álfanna, Eiríkur gengur greinilega út frá hugmynd- um um hina sterku álfkonu, því þær eru algjörlega jafnar sínum körlum. Þetta á bæði við innan dómkerfis álfanna og það sem varðar tilfinn- ingamál og kynferðismál. Manni dettur jafnvel í hug vísindaskáld- saga þegar hugað er að lýsingu hans á álfum og öllu sem þeim tengist." — Og sagan segir þá frá samskipt- um Ólafs við álfana. „Já, meðal annars, hann fræðist af þeim en lendir líka í miklum ör- lagavef og síðar fyrir rétti hjá þeim. Það eru margir þræðir í bókinni og sagan byggist á því hvernig úr þeim rætist. Staðreyndin er sú að þessi álfalýsing á sér ekki neina hliðstæðu í íslensk- um bókmenntum. Reyndar má segja það sama um málið á bókinni, en hún er skrifuð á mjög læsilegan hátt, skýr og einföld. Kanselístíllinn, sem þá var í háveg- um hafður, fær ekki inni hjá honum nema þegar það á við, þ.e.a.s þegar dómarar eða aðrir menn slikir taka til máls. Enda hefur Eiríkur verið kallaður mestur stílisti sinnar aldar af fræðimönnum sem eitthvað hafa fengist við texta hans.“ — Það virðist sem þessi álfaheim- ur sé einhvers konar draumsýn um betri heim. „Já, það mætti alveg kalla hann það. Hins vegar efumst við um að Eiríkur hafi ætlað sér að hafa áhrif á samfélagið sem hann lifir í með bókinni. Frekar virðist hann vera að búa sér til heim fyrir vitsmuni sína. Metnaður hans er fyrst og fremst bókmenntalegur og hann leggur mikið upp úr byggingu sögunnar." — Hefur hann þá sótt efnivið að einhverju leyti í eigin ævi? „Já, við teljum að svo sé, að hann geri að einhverju leyti upp ævin- týralegt lífshlaup sitt í bókinni. Það er margt sem til þess bendir ekki síst lýsingar hans á álfheimum sem eru örugglega sóttar til ferðalaga hans um allan heim með danska sjó- hernum." — Hvað var það sem fékk ykkur til að búa bókina til útgáfu? „1 upphafi var það bara áhugi á að lesa hana en þegar við höfðum komist í gegnum hana sáum við að hún myndi eiga erindi við fleiri en okkur. Þess vegna ákváðum við að ráðast í að gera þetta. Fyrst réðumst við á eftirritið en síð- ar á frumritið og bárum saman, svo að segja frá staf til stafs. Þetta á að vera stafrétt útgáfa." Eftir því sem sagan segir reyndi Jón Árnason, þjóðsagnasafnarinn mikli, mikið til að komast í tæri við sögu þessa, en sagt er að Eiríkur hafi flakkað um sveitir landsins með hana í skjóðu og iesið upp þar sem hann drap niður fæti á ferðum sín- um. Hending réð því að frumritið varðveittist og vegna nútímatækni tókst loksins að koma því á prent. Auk þess að búa sjálfa söguna til prentunar hafa þau Þorsteinn og María ritað eftirmála og skýringar þar sem gerð er grein fyrir flóknum söguþræði m.a. Þess utan hafa þau einnig skrifað ritgerð um Eirík Lax- dal, höfund þess sem verður að telj- ast fyrsta íslenska skáldsagan, bók sem margir höfðu haft spurnir af en afar fáir komist í tæri við þau tæpu tvö hundruð ár sem liðin eru frá þvi hún var skrifuð. HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.