Helgarpósturinn - 03.12.1987, Blaðsíða 29

Helgarpósturinn - 03.12.1987, Blaðsíða 29
baráttu sinni, en hverfur sporlaust. Annar maður tekur við af honum og finnur sögu fyrirrennarans, Marm- aramusterið, á samanvöðlaðri papp- írsörk. „Marmaramusterið" var þá handrit, nema hvað, og sagan getur í sjálfu sér endurtekið sig. Sagan heitir Davíd eftir kóngi Israelsmanna, sem sigraði risann Golíat og næturvörðurinn er maður af holdi og blóði sem stígur fram úr marmaranum. Hvarf hans má skilja á þá leið, að hann sé aftur orðinn marmarastytta en nú í höndum mik- ils listamanns, eða þá í yfirfærðri merkingu sem tákn fyrir að sigur- vegari hins illa hljóti alltaf að vera fjarverandi. A eftir sögunni Midbiki kemur lítil táknræn og hnyttin frásögn af manni, sem veiðir steinbít í firðin- um til að koma í veg fyrir að hann éti landið og breyti því í sand: „Garga þú nú grábítur / í grænum sjó / þú mylur ekki meitilberg / á meðan þó / Hæ og hó hæ og hó!“ Það gengur mjög vel, þangað til hann rekst á geit á sundi í vatninu. Það er „háfur af steingeitarkyni" og maðurinn dröslar honum um borð. Þar byrja* háfurinn nú að éta landabréf, sem maðurinn hefur breitt úr frammi í stafni til að slengja fisknum á. Og maðurinn hefur fengið nýjan andstæðing í baráttu sinni fyrir jafnvægi í náttúrunni: „Þú ert búinn með landið! Búinn með bergið." Að lokum kemur mjög löng saga (rúmar 50 bls.), Frostmark, sem smásagnasafnið dregur nafn sitt af. Sagan er í raun skýrsla sem aðalpersónan, Ebeneser Frostmark, hefur sent ritstjóra Morgunpóstsins frá eyju í Kyrrahafi. Blaðið hefur birt frétt þar sem segir frá beinafundi „og í fréttinni segir að þau séu bein Ebenesers Frostmarks sem varð úti á Þvergirðingseyri nokkru fyrir síðustu aldamót". Frostmark vill hins vegar hafa það sem sannara reynist og rekur ævisögu sína: Hann fór ungur maður úr Köldusveit til Höfuðstaðarins til frekara náms, en gafst fljótlega upp og fór til Þvergirðingseyrar, eins konar dvalarstaðar hugans þar sem menn hitta fyrir heitustu drauma sína. Þar leigir hann lítið herbergi, en leiguna greiðir hann á óvenjulegan hátt með því að útvega eigandanum brennivín og gerast elskhugi móður eigandans. Frostmark er enn í leit að dýrasta djásni sínu þegar honum verður ljóst að íbúar sælulandsins hafa ætlað honum hlutverk sökudólgsins í baráttu hvata og sam- visku, og hann ákveður að láta sig hverfa. Ritstjóri Morgunpóstsins biður ný- liða á blaðinu „að sjóða einhverja stutta frétt uppúr þessu rausi" og þannig gerist það að löng og litrík ævisaga Ebenesers Frostmarks verður að örstuttri fréttatilkynn- ingu. Örlög sem flestir verða að þola í lífinu, en Frostmark getur sjálfur ályktað: „Ég, Ebeneser Frost- mark, er til!“ Það getur raunar verið mjög erfitt að skera úr um hver þessi Frostmark er og í hverju tilvera hans er fólgin. Fyrir utan að vera aðalpersóna einnar sögu er hann með inngangs- orð að hinum sögunum, og það er vitnað í hann aftan á bókinni, þar sem segir aö þetta sé bókin um hann. Hann er í stuttu máli frost- markið, þaðan sem það fer að hlýna. Bókin fjallar um hann, mann- inn sem leitar að sannleika og lífs- fyllingu, en um leið er annarlegur. Honum svipar til mannsins sem féll til jardar og lítur á aðrar manneskj- ur með undrun og forvitni. Það er sameiginlegt með mörgum persónum bókarinnar að þeim finnst umhverfið framandi. Frost- mark hefur sterka einstaklingstil- finningu en á um leið erfitt með að falla inn í heildina, og bókin um hann setur fram smáheimspeki um tengsl einstaklingsins við um- heiminn, augnabliksins við eilífð- ina: „Lifðu ekki í fortíð / og ekki í framtíð / og ekki í nútíð heldur / því í EIRIABYRGÐ! 10.000króna tékkaábyrgd, gegn framvísun bankakorts. Notkun bankakorta eykur öryggi allra í tékkaviðskiptum. Við ábyrgjumst tékka að upphæð allt að 10.000 krónum - sé banka- korti framvísað. Á bankakortinu eru tvö öryggisatriði sem þurfa nauðsynlega að koma heim og saman þegar tékki er innleystur, til þess að við- komandi banki eða sparisjóður ábyrgist hann: í115 0000 0003 3081 7175 9955-ÍÓ06 I27o53^??9 JðMIKA JÓHAMNSDÓTTIR ULSi^úr Ot/89 Meiri ábyrgð með bankakorti - því máttu treysta! % Alþýðubankinn, Búnaðarbankinn, Landsbankinn, Samvinnubankinn, Útvegsbankinn, Verzlunarbankinn og Sparisjóðirnir. HELGARPÓSTURINN 29

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.