Helgarpósturinn - 03.12.1987, Blaðsíða 32
Tœplega hundrad íslenskar konur orönar virkar í undirbúningsstarfi
fyrir kvennaviku Norðurlandaráðs í Osló á nœsta ári
EFTIR JÓNÍNU LEÖSDÓTTUR MYND JIM SMART
SJÓ SAMFELLDIR
KVENNAFRÍDAGAR
Norrœna félagið verður með ódýrar ferðir og reynt verður að fá ódýra gistingu í heimavistarskólum
svo að sem flestar konur geti komist til Noregs.
Guðrún Ágústsdóttir og Arndís Steinþórsdóttir: „Þarna verða ekki bara samankomnar reiðar konur... Þetta á líka að vera
skemmtilegtl"
/ ágústbyrjun á nœsta ári munu
um 7 þúsund norrœnar konur
mœta á kuennaviku Nordurlanda-
ráðs í Osló. Fjöldinn allur afíslensk-
um konum erþegar farinn ad undir-
búa þátttöku í kvennafundinum
meö ýmsu móti — allt frá því að
funda um málið innan lands sem ut-
an tilþess að safna fyrir fargjaldinu.
Ein konan hœtti t.d. að reykja og
verður með þeim hœtti búin að
leggja fyrir dágóðan skilding þegar
að þinginu kemur.
íslenskar konur gleyma seint hin-
um einstæðu og víðfrægu kvenna-
frídögum, sem vöktu verðskuldaða
athygli innan lands sem utan. Á
næsta ári gefst áhugasömum kon-
um tækifæri til að endurlifa svipaða
stemmningu á kvennaþingi, sem
Norðurlandaráð stendur fyrir í Osló
dagana 30. júlí til 7. ágúst. Gert er
ráð fyrir að um 7 þúsund konur frá
öllum Norðurlöndunum komi þar
saman, skemmti sér, fræðist og ræði
málin á einni allsherjar kvennasam-
komu, sem ekki stendur bara í einn
dag — heldur heila viku!
Þessi kvennavika, sem fengið hef-
ur heitið Nordisk forum, er opin öll-
um konum. Þátttakendurnir þurfa
ekki að tilheyra einhverjum sérstök-
um hópum eða samtökum og það er
ekkert skilyrði að geta talað erlend
tungumál. Þar að auki verður allt
gert til þess að stilla kostnaði við
ferðina í hóf.
í nýlegu fréttabréfi íslenska undir-
búningshópsins má m.a. iesa eftir-
farandi „molá':
• Fyrstu konurnar sem tilkynntu
þátttöku voru konur í jafnréttis-
nefnd BSRB.
• Sóknarkona, sem ákveðin er í því
að mæta á þingið, er nú komin í
norskutíma. Hún ætlar ekki að láta
málaerfiðleika hindra sig í virkri
þátttöku. Reyndar lítum við svo á að
þær konur sem betri eru í norsku,
sænsku eða dönsku hljóti að hjálpa
til við túlkun þegar þar að kemur.
200 íslenskar konur hjálpast auðvit-
að að.
• Við höfum frétt af þroskaþjálfa,
sem leggur mánaðarlega fyrir vissa
upphæð til að komast til Oslóar.
• Áðalvinningur á spilakvöldum
hjá starfsmannafélaginu Sókn er
auðvitað ferð á Norræna kvenna-
þingið í Osló.
• Starfsmaður hjá Reykjavíkurborg
er hætt að reykja og leggur nú 4 þús-
und krónur fyrir mánaðarlega. Hún
verður búin að safna 40 þúsund
krónum 30. júlí nk.
FUNDIR, SYNINGAR,
UPPÁKOMURy DANS,
SÖNGUR, HLATUR OG
GRÁTUR
Tvær islenskar konur, þær Guð-
rún Ágústsdóttir og Arndís Stein-
þórsdóttir, eru í samnorrænu undir-
búningsnefndinni fyrir Nordisk for-
um. Blaðamaður Helgarpóstsins
hitti þær að máli á skrifstofu jafn-
réttisráðs í vikubyrjun, en þar hefur
Guðrún vinnuaðstöðu sem starfs-
maður við undirbúning kvenna-
þingsins af hálfu íslands.
Arndís og Guðrún voru fyrst
spurðar að því hvernig hugmyndin
að þessari kvennaviku hefði upp-
haflega kviknað.
„Það gerðist á fundi norrænna
kvenna, sem haldinn var hér á fs-
landi árið 1985 í framhaldi af
kvennaráðstefnunni í Nairobi. Hug-
myndin kviknaði eiginlega við um-
ræður á kaffistofunni, þegar það
barst í tal hvort norrænar konur
ættu ekki að fylgja ráðstefnunni eft-
ir á einhvern hátt. Það var líka m.a.
samþykkt í Nairobi, að halda svo-
kallaðar „svæðisráðstefnur“ um
málefni kvenna. Þessi hugmynd var
ekki rædd formlega á fundinum, en
hún hélst í umræðunni og árið 1986
var ákveðið, að Norðurlandaráð
skyldi standa fyrir slíku kvenna-
þingi.
Tilgangurinn með þessu er
kannski fyrst og fremst sá, að skapa
norrænum konum tækifæri til að
hittast og bera saman bækur sínar,
mynda tengsl og kynnast. Það verð-
ur ákaflega söguleg stund, þegar 7
þúsund konur koma saman í Osló!
Og auðvitað ætlum við þarna að
ræða og leggja áherslu á öll þau at-
riði, sem á okkur brenna. Norrænar
konur eru vissulega mun betur sett-
ar hvað varðar kvenfrelsi og jafn-
rétti en margar kynsystur þeirra af
öðru þjóðerni, en samt sem áður
eigum við afar langt í land. Ef við
leggjum okkur verulega fram og
stöndum saman gætum við hins
vegar orðið fyrirmynd annarra
kvenna í heiminum í jafnréttisbar-
áttunni.
Mikil áhersla er lögð á að það sé
„grasrótin" sem sér um allan undir-
búning kvennavikunnar í Osló. Það
er ekki meiningin að stýra því að of-
an, sem þarna fer fram. Konur frá
öllum Norðurlöndum eiga einfald-
lega að geta komið þarna og kynnt
það, sem þeim liggur á hjarta. Þó er
ekki þar með sagt að þarna verði
saman komnar 7 þúsund bálreiðar
konur til að kvarta og kveina. Þetta
á líka að vera skemmtUegt. Þarna
verður bæði söngur og dans, hlátur
og grátur og hvaðeina .. .
Samhliða þessu kvennaþingi
verður síðan haldin opinber ráð-
stefna, þar sem ráðamenn þjóðanna
munu ræða sérstaka framkvæmda-
áætluri sem þá verður tilbúin í hand-
riti. Þetta er áætlun um aðgerðir,
sem stuðla eiga að auknu jafnrétti
kynjanna á Norðurlöndum, og það
er mikilvægt að henni verði fylgt
vel eftir. Fyrst var hugmyndin sú, að
áætlunin spannaði tíu ár, en hún
verður að öllum líkindum stytt um
helming."
EINS OG KVENNA-
FRÍDAGARNIR . . .
BARA LENGRI TÍMI
— Verður þetta ekki bara yfir-
borðskennd ráðstefna fyrir,, meðvit-
aðar" konur, sem ,,venjulegar“ kon-
ur eiga ekkert erindi á?
„Það er einmitt mikilvægast að
ná til þessara „venjulegu" kvenna,
eins og þú kallar þær. Kvenna, sem
ekki fara yfirleitt á ráðstefnur. Þarna
er gert ráð fyrir að allar konur geti
komið — ekki bara konur, sem
verða þar með eitthvert framlag.
Konur eiga líka að koma á kvenna-
vikuna til þess ,,að njóta“ og það
hefur verið lögð sérstök áhersla á
það við undirbúninginn, að allar
konur eigi erindi til Osló.
Við erum svolítið hræddar um að
lítil eða engin málakunnátta fæli
einhverjar konur frá, en það er al-
gjör óþarfi. T.d. erum við búnar að
fá það samþykkt, að í fréttablað
þingsins verði skrifað á íslensku.
Fréttablaðið kemur út daglega og
þar verður m.a. hægt að lesa sér til
um það, sem gerast á hvern dag. Ef
konur vilja taka til máls á stóru fund-
unum verður líka túlkað fyrir þær,
svo þær geta tekið þátt í umræðum
eða komið með fyrirspurnir á ís-
lensku."
— Er hœgt að líkja Nordisk forum
við eitthvað, sem við á Islandi könn-
umst við, svo við getum betur áttað
okkur á því hvernig þetta þing er
hugsað?
„Ja, það er ekki ósennilegt að á
ráðstefnusvæðinu í Osló ríki eitt-
hvað svipuð samkennd og stemmn-
ing og við þekkjum frá kvennafrí-
dögunum á íslandi. Þarna verður
líka t.d. um svipaða hluti að ræða og
í Kvennasmiðjunni, sem var í tengsl-
um við seinni kvennafrídaginn í
Reykjavík. Nema hvað þetta verður
miklu víðtækara, því í Kvennasmiðj-
unni var aðallega lögð áhersla á
launamál og stöðu kvenna á vinnu-
markaðnum. Það má Jjví kannski
líkja þessu við margfalda Kvenna-
smiðju — svo maður haldi þeirri
samlíkingu — nema hvað sýningar-
básarnir verða ekki varanlegir. Kon-
ur fá ekki bara bás og hafa hann alla
vikuna, heldur verður sífellt verið
að skipta um efni.
Uppákomurnar verða líka mun
frjálslegri og fjölbreytilegri. Maður
gæti t.d. hugsað sér, að þrjár konur
frá Tromsö og þrjár frá Tálknafirði
hefðu áhuga á að ræða efnið „konur
og kímni". Þá er ekkert því til fyrir-
stöðu að efna til slíkrar umræðu.
Eða þá að ömmur frá Alandseyjum,
Grœnlandi og íslandi vildu gjarnan
kynna sameiginlega sína „ömmu-
sýn“ gegn kjarnorkuvá. Þá gerðu
þær það auðvitað. Þannig mega
sem sagt allar konur, sem kæra sig
um það, vera með uppákomur
þarna. Það verður hins vegar að
senda inn tilkynningar fyrirfram,
svo hægt sé að áætla pláss fyrir ailt
saman, en frestur til þess rennur út
15. febrúar.
Hér á íslandi á að tilkynna þátt-
töku til Guðrúnar Ágústsdóttur, sem
hefur aðstöðu á skrifstofu jafnréttis-
ráðs á morgnana. Guðrún er líka til-
búin að veita konum almennar upp-
lýsingar um kvennavikuna, þó þær
ætli ekki að vera þar með framlag,
og einnig er gefið út fréttabréf um
framvindu mála.
Nordisk forum fer fram á háskóla-
svæðinu í Blindern og þar er búið að
taka frá 35 misstóra ráðstefnusali.
Einnig íþróttasal, sem er 1.000 fer-
metrar að stærð, og tvö stór tjöld
verða reist þarna. Annað verður
svokallað friðartjald og miklar líkur
eru á því að hitt verði helgað konum
og vinnumarkaðnum, þ.e. launabar-
áttu kvenna. Á svæðinu er líka hús-
næði, sem notað verður undir alis
kyns fagnað á kvöldin, og gert er
ráð fyrir að sýningar- og tónleikasal-
ir inni í borginni verði með kvenna-
listsýningar og kvennatónleika. Það
má sem sagt gera ráð fyrir því að
borgin verði öll meira eða minna
helguð framlagi kvenna á ýmsum
sviðum."
ÓDÝRT FARGJALD OG
MÖGULEIKAR Á
STYRKJUM
— Hvað er gert ráð fyrir mörgum
konum frá íslandi á Nordisk forum
og — í framhaldi af því — verður
þetta ekki hrœðilega kostnaðar-
samt fyrir þœr?
„Við vonumst til þess, að héðan
fari að minnsta kosti um 200 konur.
Helst miklu fleiri! Ferðahópurinn
okkar er í samstarfi við Norrœna
félagið, sem hefur beðið um tilboð í
flugferðina og ætlar að reyna að
fylla vélina með fólki frá Noregi á
hinum tómu „leggjum" flugsins.
Þannig vonum við að konur geti
komist ódýrt til Osló, en það eru
ekki komnar fram neinar tölur um
þetta ennþá.
Ýmis félagasamtök munu líka ef-
laust reyna að styrkja konur til far-
arinnar, t.d. verkalýðsfélög eða
samtök þeirra. Hver kvennahópur,
sem verður með framlag á þinginu,
á þar að auki rétt á 8 þúsund króna
styrk frá Norðurlandaráði. En það
er auðvitað mun dýrara fyrir ís-
lenskar konur að komast til Osló en
konur frá flestum hinum löndunum.
Þess vegna finnst okkur að opinber-
ir aðilar ættu að vera með ferðasjóð,
sem konur geta leitað til ef þær hafa
32 HELGARPÓSTURINN