Helgarpósturinn - 03.12.1987, Blaðsíða 31

Helgarpósturinn - 03.12.1987, Blaðsíða 31
hnígur. Tjáningin er einlæg og sönn; allt eru þetta góðir kostir. En þó að listin sé geðþekk er ekki endilega þar með sagt að hún þurfi að vera áhugaverð. Og svo gjörvinna má músík að hún veiti hvergi mótstöðu, verði stíll, en það fyrirbrigði skil- greindi Adorno sem neysluvana. Þetta eru hinir veiku þættir í verki Mistar. Pétur Jónasson er sívaxandi lista- maður. Við heyrðum hann spila ný- lega í Norræna húsinu, í verkum Hafliða Hallgrímssonar, og nú lék hann í fyrsta sinn með Sinfóníunni einn vinsælasta gítarslagara aldar- innar: annar gítarkonsert Rodrigos. Pétur stóð sig með mikilli prýði. Hann hefur fallegan tón og áslátt og glögga stílkennd. í höndum hans, sem og annarra snillinga, verður gítarinn göfugast hljóðfæra með langa sögu og hefð að baki. Og þannig er gaman að hlusta á hann. Öllu þessu stjórnaði Frank Ship- way af stökustu kostgæfni, en hann byrjaði ekki að brilljera fyrir alvöru fyrr en eftir hlé, í sinfóníu Williams Walton. Þetta er geysierfitt verk og hljómsveitin fór á kostum, enda hafði auðsjáanlega verið vel og mik- ið æft. En heldur var þetta bragð- dauf músík þrátt fyrir mikil tempó og hávaða. Samt er hún eiginlega óaðfinnanleg: hljómsveitarbeiting góð, uppbygging og úrvinnsla efnis- ins í fínu lagi. í tónlistarháskóla myndi svona tónsmíð fá háa fyrstu einkunn. En það er mikill munur á því að vera góður nemandi og mikill listamaður. Ýmsir hafa rekið sig óþyrmilega á það. Atli Heimir Sveinsson Meistaraverk Það er ekki oft sem maður getur tekið undir með Schumann: „Takið ofan, herrar mínir, hér er snillingur á ferð." En það er gaman að geta sagt það. Nýlega komu út Píanólög fyrir byrjendur eftir Snorra Sigfús Birgisson í fjórum heftum. Verkið var samið að beiðni Nomus-nefnd- arinnar (tónlistarsamvinnunefndar Norðurlanda), sem fékk nokkur tón- skáld til að semja verk fyrir byrj- endur í hljóðfæraleik. Mikið af „kennslunótum" vorra tíma er moð, sem sennilega fælir marga frá tónlistariðkun. Mikill hluti hinnar bestu tónlistar er erfiður í flutningi og ekki við hæfi byrjenda. Mörg góð tónskáld áttu erfitt, eða voru áhugalaus um, að setja sig inn í heim barna eða byrjenda. Þó eru til undantekningar. Bach var mikið „barnatónskáld", enda var hann alltaf að semja fyrir krakkaskarann sinn. Þau voru vist 21 að tölu. Grieg var líka frábært tónskáld fyrir byrj- endur. í smálögum hans fyrir píanó birtist hin mesta list í smáheimi barnsins. Og svo var það Bartók, sem samdi Míkrókosmos og margt annað fallegt. Heimur barnsins birtist líka hjá höfundum eins og Ravel. En hans börn eru yfirstéttarbörn og ævin- týrabörn, í skrúðgörðum og höllum; látnar prinsessur og sorgmædda páfugladansara og margt annað Ijúf- sárt eða grátfagurt er þar að finna. En músíkin er alltof erfið fyrir litlar hendur og stirða fingur. Þá hafa kennslufræðingar reynt að semja fyrir börn, jafnvel sálfræð- ingar að ég held, samkvæmt ítroðsluformúlum og árangurinn orðið eins og við mátti búast. Svip- aður og í „barnabókmenntunum" margumtöluðu. En Snorri er mikill listamaður. Hann er prýðilegur píanisti sjálfur, svo hann gjörþekkir þá hlið mála. Og hann er líka kennari af guðs náð. Sem tónskáld hefur hann þróast fal- lega á seinustu árum. Inn í sjálfvalda einsemd mikils frumleika. Tónlist hans er hánútímaleg, einföld og vingjarnleg, vill vera dús við mann- kynið, eins og Adrian Leverkúhn í Doktor Faustus dreymdi um. Sælir eru einfaldir — til þeirra vill hún höfða. Og stíll Snorra breytist ekk- ert þó hann semji fyrir byrjendur LOKSINS LOKSINS TÍMARIT FYRIR KARLMENN TRYCGÐU ÞÉR EINTAK SJÓN ER SÖGU RIKARI FÆST A NÆSTA BLAÐSÖLUSTAÐ ROÐASTEINN HF. SKÓLAVÖRÐUSTÍG 30 S: 23233 eða börn, það er honum fullkom- lega eiginlegt. Og byrjendalögin eru ekki eingöngu gott kennsluefni heldur um leið frábær tónlist. Þetta heppnast sjaldan, og er þeim mun meiri viðburður þegar það gerist. Og það gerist sjaldan hér að lista- maður skapi verk á heimsmæli- kyarða. Atli Heimir Sveinsson MYNDLIST Jaröarvitund Undanfarið hefur borið æ meir á áhuga fyrir fornum gildum og hefð- um. Helst eru það miðaldirnar og list endurreisnartímans' sem fólk hefur rýnt í og tileinkað sér hand- bragð og tækni löngu horfinna kyn- slóða. Þessu fylgir aukin meðvitund um möguleika mannsins, og hugtök eins og skyggni, heilun, huglækn- ingar, mannrækt og krystallamögn- un eru ekki eins dularfull og fjarlæg fólki og fyrir nokkrum árum. Það heyrast raddir um nýja endur- reisn; Kópernikusarbyltingu með öfugum formerkjum þar sem Jörðin verði aftur miðja alheims. Maya- indíánar komust t.a.m. út á öldur Ijósvakans á liðnu sumri vegna spá- dóma sinna um nýja gullöld þar sem þetta sólkerfi yrði hjartachakran í sjö sólkerfa líkama. Sjálf er Jörðin svo hjartastöð þessa sólkerfis sam- kvæmt Mayum — og einhver fugl hvíslaði því að Snaefellsjökull væri botnlangi Jarðar... í bókum sínum um Rætur íslenskrar menningar tal- ar Einar Pálsson um slíka orkustaði sem myndi risastóra hringi árstíð- anna sín á milli, eins konar dagatal í landinu. Geisli pólstjörnunnar átti síðan að virka eins og öxull hins til- tekna hrings. Á þeim nótum var landnám háerótísk athöfn og land- námsjörðin hringlaga heimsmynd sem rúmaði alla skapaða hluti. Ein- ar Pálsson telur þessa stjörnuspeki- verkfræði forfeðra okkar ættaða frá Forn-Egyptum og til íslands komna með Keltum sem kynntust spek- ingnum og flakkaranum Pýþagór- asi. í kenningum Pýþagórasar er talað um „heilög hlutföll" eins og brotið 6/5 og þríhyrninginn 3,4 og 5 í þriðja veldi sem nefndur var „cubo expressissimo" eða „cubo perfecto". Brotið 6/5 eða 5/6 markaði upphaf tuga- og tylftakerfis sem enn er uppistaða siðmenningarinnar, en á miðöldum endurreisnarinnar mun „hið helga hlutfall" hafa verið mun víðtækara og meðal annars notað til grundvallar í öllum meiriháttar arkitektúr og höggmyndalist. Hvað sem heilögum hlutföllum líður, þá virðist ljóst að mörg gildi og hefðir í hinni upprunalegu íslensku bygg- ingarlist séu í þann veg að gleymast að fullu. Tryggvi Hansen, sem nú heldur sýningu í Ásmundarsal á torfskurði, málverkum o.fl. ásamt Sigríði Eyþórsdóttur, hefur ýmislegt um það að segja: „Islenskur arki- tektúr hefur mjög svo lítil tengsl við íslenska byggingarsögu. Þær til- raunir sem gerðar hafa verið í þá átt eru minniháttar og hafa ekki náð að viðhalda þeirri hefð sem áður var; þ.e. að velja bæjarstæði með tilliti til aðstæðna, að nota efni af staðnum, að húsið falli vel að umhverfi. Að það sé lífrænt lifandi hús, ekki fjöldaframleitt í skipulag, heldur líf- rænt ferli síbreytilegt eftir þörfum íbúa." Tryggvi telur torf og mold hafa verið frá upphafi vega mikilvægasta byggingarefni á íslandi, sem og grjót. Því til áréttingar kveðst hann líta á vörðugerð sem skúlptúrlist. Á kirkjulistarsýningunni á Kjarvals- stöðum árið 1983 hlóö hann t.d. Miðjung (þ.e. öxul eða möndul) sólar úr torfi og mold. Á þeirri sýningu sem nú stendur yfir í Ásmundarsal eru engar vörður til að reka sig í, en aftur á móti stendur þar föngulegur gosbrunnur úti á gólfi, útskorin ambátt í íslenska fósturmold með vatnshöfuð sem seytlar Moldin er ekki bara pottablómamold, heldur er hún stökk eins og mór: reiðingur. Bróðurpartur sýningarinnar er ljós- myndir af slíkum reiðings- og mó- skurði þeirra Sigríðar og Tryggva. Þar eru álfkonur, afrískir og ind- verskir huldulæknar og helgar kýr í annarlegri birtu Ijósopsins. Sumar ljósntyndanna eru þó einungis fund- in viðfangsefni í náttúrunni, t.d. „Æandi í fjöru“ og „Votur koss“. Þar birtist, ekki síður en í moldskurð- inum, sterk tilfinning fyrir umhverfi og birtu. „Fundnu" myndirnar hafa þó vissan húmor fram yfir reiðings- grímurnar; þær eru berskjaldaðri. Torfkofi Tryggva úti í Vatnsmýrinni hlýtur þó að teljast berksjaldaður með Norræna húsið í baksýn. Ann- ar hluti sýningarinnar er málverk af ýmsum toga; ýmist er þar málað með lóðbolta eða olíu á tré eða þá með pastel á trommuhúðir. Nærri innganginum er t.a.m. litskrúðugt málverk á tré eftir Sigríði sem nefn- ist „Lífsorka". Þar eru margar víddir samofnar og tréð sligast þrátt fyrir allt ekki undan litafarginu. Þessari sýningu virðist ekki ætlað það hlut- verk að „markaðssetja" listamenn- ina sem stílista, eins og nú er orðið svo algengt. Tryggvi og Sigríður vinna í ólíkustu miðla og oft er erfitt að sjá hvort þeirra hefur gert hlut- inn. Skyldi það vera reyndin að „nirvana" listamannsins felist i því að hafa engan stíl? Ólafur Engilbertsson FISHER BORGARTUNI 16 Reykjavik simi 622555 SJÓNVARPSBÚÐIN Að vera Jíottur um fimmtugt Vtitu læra *ð fljúga? Karlmenn °S snyrting tiarlos og skalli. Er lausnin fundin? Bridge, golf Verðlauna- myndgáta HELGARPÓSTURINN 31

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.